Alþýðublaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 6
MKDVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 jkfftr Jafnaðarmenn alls staðar athugið! Hversu lengi eða oft hefur ekki verið rætt um nauðsyn þess að sameina jafnaðarmenn án þess að mikið hafi í raun gerst í þeim málum? Látum nú verkin tala og skell- um okkur í sameiginlega sumarfeið. Það er þó ágæt- isbyrjun! • Farið verður í rútum laugardagsmorguninn 13. júlí kl. 10.00 frá Hverfisgötu 8-10 og ekið til Hreðavatns. • Krati í einn dag: Jón Sigurðsson fyrrum rektor við Samvinnuháskólann að Bifröst, tekur á móti gestum og gengur með þeim um markverðustu staðina í nágrenni vatnsins, svo sem skóginn, Paradísaríaut, Glanna og Grá- brók. • Hallgrímur Helgason les mönnum pistilinn með sín- um hætti. w • Möiður Amason, varaþingmaður Þjóðvaka ávarpar F samkomuna. A næstu dögum verður hér í blaðinu geið grein fyrir frekari trompum í dagskránni, svo sem hver stjórni fjöldasöng, hver fari með gamanmál og fleira og fleira. Ef til vill mun fleira mektarfólk heiðra samkomuna. • Grillað verður á staðnum og verður allt skaffað nema kjötið, þ.e.a.s. grill, grillkol, mataráhöld, bakað- ar kartöflur og salat. Ferðalangar koma sjálfir með eig- ið ket. • Munið að þeir sem eiga gítar og kunna á hann eru beðnir að taka hann með í ferðina. Og svo náttúrulega söngbókina! Jafnaðarmenn nærog fjær

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.