Alþýðublaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐID 7 3 ó I i t í k ■ Fyrir stuttu sendi Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, forystumönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna bréf með beiðni um viðræður um samstarf. Gísli S. Einarsson, þingmaður Al- þýðuflokksins, lét í kjölfarið hafa eftir sér að Alþýðubandalagið þyrfti að taka til í eigin ranni áður en það gæti tekið þátt í samstarfi með öðrum flokkum. Alþýðublaðið hafði samband við nokkra jafnaðarmenn og leitaði álits þeirra á erindi Margrétar og orðum Gísla Á Margrét erindi við við Alþýðuflokkinn? Gróa Stefánsdóttir fyrrverandi formaður Alþýðuflokks- félagsins á ísafirði Sameining er framtíðin Mér líst mjög vel á þetta og er mjög hlynnt sameiningu vinstri aflanna. Þetta er ffamtíðin, við eigum að vinna saman en ekki vera sundruð. Varðandi orð Gísla Einarssonar þá gilda þau um alla flokka. Það hafa allir gott af að taka til í eigin ranni, líka Alþýðuflokk- urinn. Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri á Selfossi Kann betur við Margréti en flokk- inn hennar Sá hugmyndaffæðilegi ágreiningur sem á sínum tíma klauf jafnaðarmenn á íslandi grundvallaðist einkum á af- stöðunni til hins miðstýrða Sovét- skipulags. Agreiningur flokkanna á öldinni hefur snúist um mismunandi afstöðu til markaðskerfisins og hins blandaða hagkerfis þar sem styrkur markaðanns er nýttur sem undirstaða velferðar og örýggis þegnanna. Samfélágstilraunir aldarinnar, öfgastefnur ausmrs og vesturs, hafa lotið í lægra haldi fyrir blönduðum hagkerfum Vestur-Evrópu og Skand- inavíu. Hvenær sá tímapunktur rennur upp að Alþýðuflokksmenn fyrirgefa áratuga árásir Alþýðubandalagsins og forvera þess verður að koma í ljós; flokka sem staðið hafa í vegi fyrir ný- sköpun og umbótum í íslensku at- vinnulífi og barist á móti mikilvæg- ustu alþjóðasamningum sem íslend- ingar eru aðilar að á sviði viðskipta og öryggismála. Það er skondið að Al- þýðubandalagsmenn skuli í dag skil- greina sig sem jafnaðarmenn (krata), sem var á árum áður þeirra helsta skammaryrði. Hins vegar kann ég mun betur við Margréti en flokkinn hennar. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi á Akureyri Evrópuum- ræðan verður að víkja í bili Ég tek þessu erindi mjög vel. Ég hefd að það sé kominn tími til að vinstra fólk átti sig á því hvert það er að fara og hvað það vill. Því miðar ansi lítið hvert í sínu homi. Allt sem smðlar að því að sameina þetta fólk er af hinu góða. Það finnst okkur alla- vega gömlu krötunum sem höfúm átt þann draum að tilheyra stórum vinstri flokki. Það gerist ekkert ef menn em að setja eilífa fyrirvara áður en þeir segja vera hægt að ræða saman. Menn verða að ganga að þessu eins og hverju öðm verkefni og vinna af heil- indum. Saman náum við lengra en ella. í svona umræðum verður Alþýðu- flokkurinn að leggja til hliðar í bili umræðuna um Evrópubandalagið. Við getum ekki sett fram sem aðalatriði það mál sem mestur ágreiningur er um. Gestur G. Gestsson formaður SUJ Engin alvara á bak við erindið Ég held að þama sé engin afvara á bak við. Ég held að Margrét hafi sent þetta bréf til að geta sagst hafa fylgt eftir samþykkt flokksþingsins. Eg get ekki séð að svona viðræður fari fram með formlegum bréfaskriftum, ég held að þær fari fram án þess að fjöl- miðlar fái að vita af þeim. Þetta er meira gert til að sýnast. Milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags er samstaða í ýmsum mál- um og ágreiningur í öðrum. Það er bara eins og innan Alþýðuflokks, þar eru ekki allir sammála um stefnu í ein- stökum málum. Grundvöllurinn fyrir samvinnu þessara flokka er til staðar. Þeir þurfa að vera reiðubúnir til að taka á og einnig reiðubúnir til að fóma einhveiju. Menn verða að mætast á miðri leið. Ef menn ætla sér í sam- vimiu þá ræða þeir málin í rólegheit- um bak við tjöldin en senda ekki frá sér fréttatilkynningar til fjölmiðla. Þóra Amórsdóttir framkvæmdastjóri SUJ Þreyttur og hall- ærislegur frasi Eins og skýrt hefur komið fram á síðustu misserum er fjöldi fólks sem vill samvinnu meðal og jafnvel sam- einingu vinstri hreyfinganna. Það er hins vegar alveg jafn ljóst að það er enginn tilbúinn að fóma því sem til þarf, eins og er. Það er hægt að bjóða upp á endalausa fundi og viðræður á yfírborðinu, en ef ekkert liggur að baki, engin hugmyndafræði, engar málamiðlunartillögur, þá er alveg jafh vel heima setið en af stað farið. A endanum verður þessi frasi um sam- einingu þreyttur og hálf hallærislegur og leggst í dvala um sinn, uns ein- hverjum dettur í hug að finna upp hjóhð aftur að einhverjum ámm liðn- um. Hvað bréf Margrétar varðar, þá hef ég ekki séð það og get ekki dæmt um hvaða alvara liggur þar að baki fyrr en framkvæmdaviljinn kemur í ljós. Af viðbrögðum samflokksmanna hennar að dæma sýnist mér þó að þetta sé meira hennar einkaframtak og fæ ekki séð mikinn árangur slíkra við- ræðna ef formaðurinn hefur ekki flokksfólkið á bak við sig. Ef til vill er þetta dómharka, en ég er bara efrns um að verið sé að fara rétta leið að settu marki. Sveinn Þór Elínbergsson varaþingmaður Alþýðuflokksins Ber að geyma umræðuna til haustsins Það er sama hvaðan gott kemur. Ég held hins vegar að það sé ekki tfma- bært að eiga í þessari umræðu núna þvr forsetakosningamar skyggja á alla vitræna umræðu. Farsælla væri að taka upp þráðinn r haust. Annars hef ég verið þeirrar skoðunar að löngu sé orðið tímabært að skoða einhvers kon- ar samfýlkingu. Annað væri eins og að skemmta skrattanum, eins og dæm- in hafa sýnt og sannað. Við komumst ekkert áfram ef við erum að velta fyrir okkur fortíðinni. Þetta gerist aldrei með öðmm hætti en þeim að menn skyggnist inn í framtrðina og undirbúi hana. Ég held að farsælast væri að þessar viðræður ættu sér stað í jaðri flokks- starfsins, einkum hjá yngra fólki sem myndi mgla saman reitum með haust- inu. Ég á við fólk sem ekki er í for- ystuhlutverki eða þingflokknum. Með fullri virðingu fyrir leiðtogunum þá em þeir bundnir í klafa síns umhverf- is. En ef umræðan á að verða vitræn þá eigum við að hefja hana með fram- tíðina í huga og leyfa nútíðinni að hafa sinn gang. Ég held ekki að Margrét eigi að hafa frumkvæði, frek- ar en Jón Baldvin eða Jóhanna, en umræðuna er best að geyma til hausts- ins. Kolbeinn Einarsson formaður FJR I takt við stemmninguna hjá unga fólkinu Ég tek þessu erindi mjög vel og mér fmnst nauðsynlegt að slíkar viðræður fari sem allra fýrst r gang. Því fyrr því betra. Þetta er r takt við þá stemmn- ingu sem heftir ríkt meðal ungs fólks r öllum þessum flokkum. Okkur hefur gengið mjög vel að vinna saman, og oftar en ekki hefur mér liðið eins og við væmm öll r sama stjómmála- flokknum. Sá málefhaágreiningur sem um er rætt er ágreiningur sem hefur að mörgu leyti dagað uppi fyrir tilstilli endaloka kalda stríðsins. Um Evrópu- málin er það að segja að eins og for- ystumenn okkar hafa sagt að þau verða ekki gerð að frágangssök í við- ræðum. Svo er bara eðlilegt að ágrein- ingur sé um þau. Ég veit ekki til þess að r Evrópu sé starfandi krataflokkur þar sem ekki er ágreiningur um Evr- ópumál. Þetta er mál sem við leysum lýðræðislega í okkar samvinnu í fram- trðinni. Varðandi orð Gísla Einarssonar þá finnst mér að menn eigi frekar að setja sig í þær stellingar að tala urn það sem vel er gert hjá öðrum, en ekki hreyta ónotum í menn og segja að þeir verði að taka til hjá sér. Það er einnig heil- margt sem við þurfum að lagfæra hjá okkur. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.