Alþýðublaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK) hvatti dömuna óspart. En það var lítill hagnaður í því að hlusta á gyðingleg spaugsyrði og því dansaði sú gamla sig fljótt út í hom til business mann- anna, sem eins og siðaðir menn höfðu seðlana á lofti og töldu þetta greini- lega bestu afþreyingu í allri New York City. En við félagarnir vorum ekki sloppnir enn. Nú settist hjá okkur dansmær og lét eins og í okkur Haema hefði hún fyrirhitt þá draumaprinsa sem hún hafði leitað að allt lífið. „Ætl- iði að bjóða mér upp á drykk,“ spurði hún og dró seiminn. Haemi sýndi mikinn snilldarlátbragðsleik á bak við stúlkuna og myndaði með vömnum algjört „no,no“. Að vörmu spori var snótin á brott með súmm New York svip. Haemi skýrði út fyrir mér að fyrsta glas ofan í dömuna færi á minnst 25 dollara og það væri bara byijunin. „Og svo færðu mjög lítið út úr því,“ bætti hann við. Því sátum við lengi vel yfir dreggj- um cola-drykksins og skimuðum ým- ist á Mae West- samkeppnina eða lit- um flóttalega í augu forstöðukonunnar sem bara hristi hausinn. Haemi reyndi að daðra við valkyijumar við barinn en þær virtust hafa heyrt alla andfem- ínisku frasana þúsund sinnum áður. „Em þau ekta?“ var ekki mjög fersk athugasemd hjá vini mínum. En honum var skemmt. Haemi var einn þeirra manna sem eflast við mót- læti og sækja tvöfalt harðar. Þá hafði hann orð á að heldur hefði topplausu menningunni förlast síðan 73. Enn var sestur hjá okkur kvenkost- ur, í þetta skipti líklega frá Austur- löndum fjær og nú var Haemi ekki lengur að tvínóna við þetta heldur greip til hennar, ódrengilega. „Þeir hafa enga peninga,“ sagði forstöðukonan byrst og Austurlanda- mærin losaði sig að bragði. Nokkm seinna var hún komin í borgaraleg klæði og kastaði á okkur kveðju á leiðinni út. Haemi vildi að við veittum stúlkunni eftirför. „Það eru margir sem kynnast stelpunum þannig, elta þær þegar þær fara heim.“ Kannski langaði okkur ekki það mikið að kynnast stúlkunni, að minnsta kosti héldum við áfram að glamra með bomfull glösin uns allt í einu forstöðukonunni var nóg boðið. „Af hverju farið þið ekki að koma ykkur út, þið emð bara fyrir héma.“ Hún var lítt árennileg þar sem hún stóð þama á bak við barborðið eins og maddama úr einhveijum Dean Martin vestra. Vini vomm, vaxtaræktarmanninum við dymar, virtist heldur ekki hlátur í hug lengur. Svo við sáum okkar óvænna og héldum flissandi brott eins og skólastrákar sem kunna ekki að skammast sín. Það með lauk topplausum ævintýr- um okkar Haema fyrir fullt og allt þó það hefði því miður ekki verið af sjálfsdáðum í Haema tilfelli. Réttu ári síðar biðu trúðsins hrikaleg örlög er hann var myrtur af herbergisfélaga sínum í Brooklyn. Ég er enn minntur á að vítin em til að varast þau. Núna síðast las ég blaðaíregn um aðalsaksóknara Flónda sem uppvís varð að ryskingum í topp- lausum bar þar syðra. Háir sem lágir og allir eins. Góðir strákar ífá Tennessee halda áfram að taka heitmeyjar sínar niður á Times Square þar sem aðalfasteignim- ar em nú í nafni Walt Disney og Ri- chard Branson. Topplausar listir em á undanhaldi í úthverfm þangað sem að- eins huguðustu túristar voga sér. Inn- fæddir túristar. ■ l 5 Allir velkomnir Rafmagnsveiía Reykjavíkur r I tilefni þess að 75 ár eru liðin frá upphafi raforkuvinnslu í Elliðaárdal býður Rafmagnsveita Reykjavíkur til ORKUHLAUPS ídalnum, útivistarperlu Reykjavíkur, fimmtudaginn 27. júní. Boðið er upp á tvœr vegalengdir: 3 km SKAMMHLAUP: skemmtiskokk um dalinn og skógi vaxinn hólmann. 10 km ORKUHLAUP: hlaup með tímatöku um dalinn, hólmann, brýr og stíflu. Ekkert þátttökugjald. Allir hlauparar fá bol og verðlaunapeningþegar komið er í mark, orkukökur og orkudrykki til að "hlaða batteríin " eftir hlaup og boð íArbœjarlaug. Veitt verða verðlaun fyrir bestan tíma karla og kvenna í 10 km hlaupinu, auk þess verða dregin út þátttökuverðlaun karla og kvenna í eftirtöldum aldursflokkum: 18 ára ogyngri, 19-35 ára, 36 - 50 ára og 51 árs og eldri. Hlaupið hefst við gömlu rafstöðina kl. 19:00. Skráning á hlaupastað frá kl. 17:00, upphitun frá kl. 18:30. IÞROITIR FVHIR RLLR 1 Aðeins 950 Alþýðubl krónur á mánuði Hringdu eða sendu okkur línu eða símbréf Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu Mafa___________________________________________ HejmUiafang____________________________________ BæjacféJag_____________________________________ Kenniíaia______________________________________ Éq. óska. efti c aá. greið a_mað_______________________________________________ greiðsLukocti Jiúmec:_________________________________________________Qiidir-tii:. gicóseðii______________________________________________________________________

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.