Alþýðublaðið - 04.07.1996, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996
s k o ð a n i r
MiYDUBLMHt
21136. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
R itst j óri HrafnJökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Falleinkunn
Framsóknar
Samkvæmt skoðanakönnun Gallups nýtur Framsóknarflokkurinn nú að-
eins fylgis rúmlega 18 prósenta kjósenda. Það er sjö prósentustigum minna
en í kosningunum í fyrra og þýðir að meira en fimmti hver kjósandi flokks-
ins þá er orðinn honum fráhverfur. Ekki er hægt að segja að þetta komi á
óvart. Valdatíð Framsóknar hefur einkennst af undanhaldi á öllum víg-
stöðvum, enda tæpast annars að vænta af flokki sem rak ábyrgðarlausustu
kosningabaráttu seinni ára. Loforðaflaumur Framsóknar var svo stríður, að
ekki kemur á óvart þótt frambjóðendumir hafi misst fótanna strax eftir
kosningar og berist sem óðast að pólitískum feigðarósi.
í könnun Gallups var fólk líka beðið um að leggja mat á störf ráðherra
Framsóknarflokksins. Mesta athygli vekur að aðeins 23,2 prósent segjast
ánægð með störf heilbrigðisráðherrans og litlu fleiri, 31,7 prósent, eru
ánægð með störf félagsmálaráðherra. Þegar stjómmálamenn lenda í öldudal
óvinsælda afsaka þeir sig jafnan með því að þeir þurfi að taka erfiðar og
umdeildar ákvarðanir. Vitanlega er rétt að heilbrigðisráðherra og félags-
málaráðherra hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir, en ástæðan fyrir
óvinsældum þeirra er þó miklu fremur sú, að framganga þeirra er í hrópandi
mótsögn við fyrirheitin fyrir kosningar. Eða hvenær lofaði núverandi heil-
brigðisráðherra því, að standa fyrir stórfelldari lokunum sjúkradeilda en
dæmi em um? Það er mála sannast, að meðan ráðherrann var óbreyttur
þingmaður í stjómarandstöðu var enginn sem harðar gagnrýndi lokanir á'
sjúkrahúsum, og taldi þær jafnvel stappa nærri glæpamennsku. Eða minnast
menn þess að núverandi félagsmálaráðheiTa segði í kosningabaráttunni að
tímabært væri að endurskoða vinnulöggjöfina - og það með þeim hætti að
gervöll verkalýðshreyfingin lítur á það sem stríðsyfirlýsingu? Þetta em að-_
eins tvö af þeim prófum sem þessir ráðherrar hafa tekið og kolfallið á. Þess-
vegna em kjósendur að dæma þá af verkunum, og ekki síður fyrir þau
blygðunarlausu svik á ársgömlum loforðum sem Framsókn er uppvís að.
Það hlýtur að vera heilbrigðisráðherra ærið umhugsunarefni að aðeins
þriðjungur þeirra sem ennþá styður Framsóknarflokkinn lýsir yfir ánægju
með störf ráðherrans. Þetta sýnir að heilbrigðisráðherrann er rúin trausti,
jafnvel flokksmenn em búnir að snúa baki við ráðherranum.
Hofmóður
Morgunblaðsins
Morgunblaðið skælir í forystugrein í gær utan í lesendum sínum vegna
þess að Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki séð ástæðu til að veita blaðinu
viðtal síðustu daga. Það er alkunna að ekki þarf mikið til að móðga blessað
Morgunblaðið, enda mála sannast að enginn íslenskur fjölmiðill er jafn
þjakaður af hofmóði og vissu um eigið mikilvægi. Morgunblaðinu fmnst
ósvinna að nýkjörinn forseti skuli „ekki svara spumingum útbreiddasta dag-
blaðs þjóðarinnar um úrslit kosninganna sjálfra, jafnvel þótt þær séu bomar
fram á mánudegi." Hvað eiga ritstjórar Morgunblaðsins við? Væri til dæmis
í lagi að nýkjörinn forseti svaraði ekki spumingum Alþýðublaðsins, af því
útbreiðsla þess er ögn minni en Morgunblaðsins? Og hvaða máli skiptir
hvaða dag vikunnar nýkjörinn forseti kýs að virða Moggann að vettugi?
Vonandi em ritstjórar Morgunblaðsins ekki að gefa í skyn að bindindismað-
J.R. has really changed
Nokkur orð um J.R. og
Ó.R. og hvernig maður-
inn er í eðli sínu góður.
Einhver mikilvægasti hlutinn í
menningarlegu uppeldi Ríkissjón-
varpsins síðasta áratug fólst í því að
veita Islendingum innsýn í líf fjöl-
skyldu nokkurrar í Dallas. Fjölskyldan
í Dallas varð íslensku þjóðinni ná-
komnari en hetjur fomsagnanna, svo
heita mátti að annað mannlíf lægi
niðri þau kvöld sem Dallas var á
skjánum. Allt er þetta lesendum von-
andi í fersku minni, og óþarfi að riíja
upp að höfuðpaurinn var aldrei kallað-
ur annað en J.R.: hann var svo vinsælt
umræðuefni í kaffitímum að íslend-
ingar hættu alveg að segja kjaftasögur
þau sæluríku ár sem seinna meir verða
kennd við Dallas í menningarsögu
okkar.
gengur |
J.R. var samansúrrað
fúlmenni, illmennsk-
an holdi klædd með
kúrekahatt
Mörður Val-
garðsson vorra
tíma. Aldrei
brást að í
hverri viku
b r u g g a ð i
hann ný vél-
ráð, stráði
kringum sig
óhamingju og varð aldrei glaðari en
þegar menn fóru á hausinn af hans
völdum eða honum tókst að græta
ræfilsskinnið hana Sue Ellen.
Sue Ellen, já. Hún var semsagt eig-
inkona J.R. og hlutverk hennar í Dall-
as fólst einkum í að úthella támm og
innbyrða valíum og viskí. Hún var af-
skaplega óhamingjusöm kona. Samt
finnst mér einhvemveginn einsog ís-
lensku saumaklúbbarnir hafi ekkert
vorkennt henni, heldur hafi bókstaf-
lega hlakkað í þeim yfir óhamingju
hennar. En til þess eru nú einu sinni
saumaklúbbar. Islendingar héldu með
J.R. og mældu upp í honum óþverra-
skapinn og mannvonskuna.
Einu sinni urðu mikil undur og stór-
merki sem segja má að hafi skekið ís-
lenskt samfélag. Ég man ekki ná-
kvæmlega tildrögin, hvort J.R. var lát-
inn reka á sig á dyrastaf eða hvort það
var þegar honum var sýnt banatilræðið
sem lagði þjóðlíf hérlendis niður í
heila viku milli þátta, - en allt í einu
var J.R. orðinn góður.
J.R. var orðinn svo góður, að ekki
var nóg með að hann hætti að hrekkja
fólk, svívirða Sue Ellen og brugga
launráð: hann fór beinlínis að láta gott
af sér leiða og með tárin í augunum
iðraðist hann ódæðisverka sinna.
Gat þetta verið?
Saumaklúbbasamband fslands efað-
ist.
Alveg þangað til Sue Ellen
horfði blíðum augunum, sem
við höfðum svo oft séð
brostin af harmi, beint í
myndavélina og mælti
hin fleygu orð:
„J.R. has really
changed."
Það er mikil tilbreyting eftir törn
síðustu vikna að þurfa ekki að fjalla
um forsetakosningar, en geta aftur
sinnt menningarlegu hlutverki Al-
þýðublaðsins. Dallas og J.R. eru hluti
af menningarsögu þjóðarinnar og því
er vert að fara nokkrum orðum um
annan mann sem nýverið skráði nafn
sitt óafmáanlegu letri í sögu þjóðar-
innar: Ó.R.
Ó.R. átti sameiginlegt með J.R. að
þykja óbilgjarn orðhákur og harð-
skeyttur bardagamaður sem lagði
lykkju á leið sína ef hann sá að ein-
hver lá vel við höggi.
Hann átti líka sameiginlegt með ís-
lenskum fornköppum að fara ekki
manngreinarálit: hann hjó jafnt til
sökkvandi skipbrotsmanna og æðstu
valdamanna þjóðarinnar. Hann taldi
hvorki eftir sér að yfirgefa félaga sína
þegar orustan var hörðust né koma af
stað stríðum ef þannig lá á honum.
Slíkir menn voru kallaðir garpar og
um þá voru skrifaðar sögur.
Ó.R. hafði þó umfram J.R. að
stundum gerði hann vinum sínum
greiða og sýndi þá mikla rausn, en á
það ber að líta í þessu samhengi að
J.R. var í einkabransanum en Ó.R. var
í aðstöðu til að efna til samskota með-
al almennings ef hann vildi gleðja vini
sína.
Að öllu samanlögðu hafði Ó.R. það
orð á sér að enginn kaus sjálfviljugur
að eiga náttstað undir öxi hans, en
enginn frýði honum vitsmuna og
metnaðar fremur en olíubaróninum í
Texas.
En þá gerðist undrið mikla.
Líktog hendi væri veifað tók Ó.R.
hamskiptum. Ekki var nóg með að
hann tæki af einurð og festu að sækja
kirkju og sæti þar löngum á hljóð-
skrafí með guði, heldur tók hann upp
hjá sjálfum sér að boða fagnaðarerind-
ið við hvert tækifæri. Úrtölumenn og
rógberar reyndu að gera hinn nýja
kristniboða tortryggilegan, en
á þá hlustaði enginn eftir að
Ó.R. horfði sk.ærum og
tindrandi augum á frétta-
stjóra Stöðvar 2 og sagði með
ökk í hálsi: „Elín, víst trúi ég á
guð.“
Röddin mýktist. Orðaforðinn
breyttist. Einsog til að tákngera hinn
nýja mann skipti hann jafnvel um hár-
greiðslu.
Hann varð blíður, bljúgur og auð-
mjúkur. í einu orði sagt: Hann varð
góður.
Og með tárin í augunum sagði
þjóðin einsog Sue Ellen forðum:
„Ó.R. has really changed “
Röddin mýktist.
Orðaforðinn breytt-
ist. Einsog til að
tákngera hinn nýja
mann skipti hann
jafnvel um hár-
greiðslu.
Hann varð blíður,
bljúgur og auðmjúk-
ur. í einu orði sagt:
Hann varð góður.
urinn Ólafur Ragnar hafi verið timbraður á mánudaginn?
Reyndar kemur ekki á óvart að Ólafur Ragnar eyði ekki mörgum orðum
á Morgunblaðið. Hann er háttvísin uppmáluð í seinni tíð, einsog alþjóð veit,
og hversvegna ætti hann þá að hafa geð í sér til að tala við blað sem sam-
kvæmt yfirlýsingum ritstjóra þess teygði sig að „ystu mörkum meiðyrða-
löggjafarinnar" við birtingu greina um hann? Ólafur var meðal annars sak-
aður um landráð í Morgunblaðinu - alvarlegri ásökun er tæpast hægt að
bera á nokkum mann. Þetta gerði Morgunblaðið að eigin sögn „í þágu tján-
ingarfrelsisins“. Það er væntanlega líka í þágu tjáningarfrelsisins að Morg-
unblaðið hefur ámm saman birt með viðhafnamppsetningu greinaflokk eftir
gamlan nasista þarsem helför gyðinga er sögð uppspuni og að fólk sem ekki
er hvítt á litinn tilheyri óæðri kynþáttum.
Með forystugreininni í gær sýnir Morgunblaðið að það kann ekki að
skammast sín. I stað þess að biðjast afsökunar á því að hafa makað krókinn
með því að birta óhróður í formi auglýsinga sýnir Morgunblaðið Ólafi
Ragnari dónaskap og hroka. Ólafur Ragnar hefur ekki tekið við embætti
forseta lýðveldisins, og nýtur þeirra mannréttinda að þurfa ekki frekar en
hann vill að tala við Morgunblaðið. ■
Atburðir dagsins
1776 Sjálfstæðisyfirlýsing
Bandaríkjanna samþykkt: 4.
júlí er síðan þjóðhátíðardagur
ríkisins. 1826 Thomas Jeffer-
son og John Adams deyja með
fárra klukkustunda millibili:
rituðu báðir undir sjálfstæðisyf-
irlýsingu Bandaríkjanna. 1848
Kommúnistaávarpið eftir Marx
og Engels kemur út. 1881
Byssumaðurinn Billy the Kid
skoúnn til bana. 1934 Vfsinda-
maðurinn Marie Curie deyr.
Hún hlaut Nóbelsverðlaun í
tvígang. 1941 Herlið Banda-
rikjanna kom til íslands og
leysti Breta af hólmi. 1983 Ray
Charles, konungur sóltónlistar-
innar, skemmti í Broadway.
Afmælisbörn dagsins
Giuseppe Garibaldi 1807,
ítalskur hermaður sem átti mik-
inn þátt í sameiningu Ítalíu.
Thomas Barnado 1845,
mannvinur sem vann í þágu
barna. Louis B. Mayer 1885,
kvikmyndaframleiðandi í
Hollywood. Louis Armstrong
1900, bandarískur jazzisú. Neil
Simon 1927, bandarískt leik-
skáld. Huida Hákon 1956,
listakona.
Gleði dagsins
Met gleðina eftir viðskilnaði
hennar en ekki komu.
Aristóteles.
Annálsbrot dagsins
Eptir alþing var hýddur á
Bessastöðum Hemingur Guð-
mundsson úr Rangárþingi, sjö-
tugur, fyrir guðsorða afrækt.
Vallaannáll 1710.
Gæfa dagsins
Ég leita gæfunnar og ég finn
hana þegar ég missi hennar þvf
sjálf leitin ergæfan.
Siguröur Nordal, Hel.
Málsháttur dagsins
Því er illa sóað sem of vel er
geymt.
Orð dagsins
Þegar í œskufellurfrá
frœgðarmaður bomi
er sem htu'gi í svalan sjá
sól á björtum morgni.
Baldvin Jónsson skáldi, ViO fráfall
Antóníusar Antóníussonar.
Skák dagsins
Hvítur er skiptamun yfir í skák
dagsins, en það kemur fyrir Iít-
ið. Biskupinn á bl er til dæmis
ekki til stórræða og aðrir hvítir
menn megna ekki að veita
varnir. Petrov hefur svart og á
leik gegn Bulan: skákin var
tefld í Sovétríkjunum árið
1962. •
Svartur leikur og mátar.
1. ... Bxb3+!I 2. axb3 Dcl+!
3. Hxcl Hd2 Mát! Hvítur er
biskupi, hróki og drottningu yf-
ir en svörtu mennimir tveir út-
kljá taflið.