Alþýðublaðið - 04.07.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 04.07.1996, Síða 3
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s lc o d a n i r Ólafur mannasættir? „Gamli flokkskjarninn felldi sig aldrei við formennsku nýkjörins forseta, enda fáir sem studdu við bakið á honum síðastliðinn laugardag." Ólafur Ragnar nýtur konu sinnar Alþýðublaðið skoðar lciðara tveggja blaða um forsetakosning- arnar. Óli Björn Kárason segir í Viðskiptablaðinu í gær: Úrslit forsetakosninganna síðast- liðinn laugardag koma fáum á óvart að öðru leyti en því hve mikla yfir- burði Ólafur Ragnar Grímsson, næsti forseti fslands, hafði yfír keppinauta sína. Kosningarnar eru mikill per- sónulegur sigur fyrir einn umdeild- asta stjómmálamann landsins síðustu áratugina, en um leið gefa þær mörg- um stjómmálamanninum nýjar vonir um að það sé líf eftir áralanga stjóm- málaþátttöku. Önnur sjónarmið | Ólafur Ragnar Grímsson hitti á rétt augnablik líkt og íþróttamaður sem setur persónulegt met. Þar naut hann konu sinnar, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, sem átti ekki jítinn þátt í glæstum sigri. Kjör Ólafs Ragnars markar á margan hátt tíma- mót í íslensku þjóðlífi. I fyrsta lagi hefði verið erfitt að trúa því fyrir nokkrum mánuðum hvað þá árum, að fyrrum forystumaður AlþýðU- bandalagsins gæti boðið sig fram í embætti forseta lýðveldisins og haft sigur. [...] í öðm lagi getur brotthvarf Ólafs Ragnars úr röðum Alþýðubandalags- ins haft veruleg áhrif á stöðu og stefnu flokksins. Á síðustu ámm hef- ur Ólafur Ragnar verið fulltrúi nýrra viðhorfa innan flokksins meðal ann- ars í utanríkismálum, þar sem hann hefur látið af andstöðu sinni við Atl- antshafsbandalagið og í atvinnumál- um með því að fylgja frjálsræði í milliríkjaviðskiptum. Gamli flokks- kjarninn feildi sig aldrei við for- mennsku nýkjörins forseta, enda fáir sem studdu við bakið á honum síð- astliðinn laugardag. Líklegt er að Al- þýðubandalagið eigi eftir að verða þrengri stjómmálaflokkur en áður og þannig skerpist línurnar á vinstri væng stjómmálanna. [...] Nú reynir hins vegar á hversu mikill mannasættir Ólafur Ragnar Grímsson er - hversu vel honum tekst að sameina þjóðina. Með því verður að fylgjast vel með. Að mörgu leyti bíður hans erfiðara verk- efni en annarra sem hafa sest í stól forseta. Ekki bara vegna þess að hann er miklu umdeildari einstak- Iingur en aðrir heldur ekki síst vegna þess að fjölmiðlar hafa breyst og tek- ið upp ný vinnubrögð. Sú tíð er liðin að fjölmiðlar fjalla gagnrýnislaust um embætti forseta og á næstu ámm á sú umfjöllun eftir að verða enn óvægnari. Snúum bökum saman Forystugrein Dags á Akureyri er á þessa leið: Ólafur Ragnar Grímsson var kjör- inn með ótvíræðum yfirburðum til embættis forseta íslands síðastliðinn laugardag og sigraði hann í öllum kjördæmum landsins. Þrátt fyrir miklar vangaveltur á síðustu dögum kosningabaráttunnar um að fylgið væri að jafnast milli frambjóðenda urðu niðurstöður kosninganna nokk- um veginn í samræmi við skoðana- kannanir sem birst höfðu síðustu vik- umar fyrir kosningar. Ef litið er yfir kosningabaráttuna er rétt sem á hefur verið bent að á köflum var fyrirferðarmesta umræð- an um málefni sem ekki eru beiniínis á vald- sviði forseta landsins og það er athyglisvert að oft á tíðum virðist í umræð- unni gefið í skyn að starfssvið for- seta og forsætis- ráðherra skarist verulega sem vissulega er ekki. Vera kann að þessi umræða sé komin þar sem tveir ein- staklingar voru nú í kjöri sem verulega hafa verið í sviðsljós- inu á vettvangi stjórnmálanna en hins vegar er spurning hvort hlutverk og embætti forseta íslands þyrfti ekki að fá meiri umræðu úti í þjóðfélaginu síðustu vikurnar fyrir kosningar. Úrslit kosninganna af- sönnuðu hins vegar að kjósendur skiptist upp í fylkingar eftir pólitísk- um línum heldur riðluðust þær fylk- ingar augljóslega mjög sem sýndi enn og aftur hvemig augum Islend- ingar líta þennan rétt sinn að ganga til kosninga og velja sér forseta í beinum kosningum. Árið 1980 var Vigdís Finnboga- dóttir kosin með 33,6% atkvæða og á fyrsta kjörtímabili hennar skapaðist mikil og góð eining meðal þjóðar- innar um hana. Verk forseta hljóta fyrst og fremst að skipta máli þegar hann tekur til starfa og að því leyti hlýtur forseti að fylkja þjóðinni að baki sér með góðum verkum. Eins og Ólafur Ragnar benti á í fyrra- kvöld er það ekki forsetans eins að sameina þjóðina heldur hlýtur það að vera þjóðarinnar og forsetans í sam- einingu að snúa bökum saman sem eining. ■ JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Mörður Árnason segir að Þjóðvaki sé ekki til sölu, hvorki í pörtum né í heilu lagi. Frétt í DV í gær um ástir Alþýöuflokks og Þjóðvaka. í bókinni fullyrðir Aldrich að Clinton hafi laumast útúr Hvíta húsinu til rómantískra stefnumóta á nálægu hóteli, án fylgdar öryggisvarða. Frétt í Mogganum um nýjustu afrek Bandaríkjaforseta. Veiðibráðir stjórnmálaforingj- ar verða nú að anda rólega og hverfa aftur til sinnar hvers- dagslegu stjórnmálabaráttu, og blanda ekki embætti for- seta íslands inn í þá umræðu. Úr forystugrein Tímans í gær. Eftir þær gagngeru endur- bætur á forsetasetrinu sem skattborgarar þessa lands standa undir ætti að vera hægt að koma skrifstofu forseta þar fyrir. Það er ekkert erfiðara fyrir starfsfólk hans að sækja vinnu útá Álftanes en hann sjálfan að aka til sinnar vinnu til Reykjavíkur. Oddur Ólafsson kemur með þá prýðilegu tiI- lögu í Tímanum í gær aö skrifstofur forset- ans verði á Bessástöðum. Ég bið ekki um völdin vald- anna vegna. Ég er engin skepna, aðeins venjulegur maður. Alexander Lebed. Mogginn í gær. Erfiðara er að skilja, að ný- kjörinn forseti vilji ekki svara spurningum útbreiddasta dag- blaðs þjóðarinnar um úrslit kosninganna sjálfra, jafnvel þó þær séu bornar fram á mánudegi. Forystugrein Morgunblaðsins í gær. Sjá nánar í forystugrein Alþýðublaðsins á síð- unni hér til hliðar. Embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er tor- sótt. En hvað um fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins? Væri það ekki skemmtilegt þrep? Jónas Kristjánsson ritstjóri DV er strax byrj- aður að velta fyrir sér næstu sigrum Ólafs Ragnars. Eggert Haukdal kaus í búrinu. DV. fréttaskot úr fortíð Met Ameríkumaður einn, Fredrick McAllister, setti nýle'ga einkennilegt met. Hann hafði nefttilega heitið 116 stúlkum eiginorði, til þess að sölsa undir sig eignir þeirra. Áskotnaðist honum þannig 500.000 dollarar. En honum vildi það óhapp til, að reyna að endumýja kunningsskapinn við eina af þessum konum, og þar með var sigurferli hans lokið. Nú á hann að sitja 10 ár í fangelsi. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 6. október 1935. h i n u m e g i n "FarSide” eftir Gary Larson Rithöfundurinn Olafur Jóhann Ólafsson er um þessar mundir að stofna eig- ið fyrirtæki í New York. Það mun starfa á margmiðlunar- vettvangi undir nýjum for- merkjum. Ólafur Jóhann hef- ur að undanförnu verið að kaupa ýmis fyrirtæki bæði á eigin vegum og með öðrum. Sagt er að Ólafur reikni með því að eyða helmingi tíma síns í viðskiptalífið og hinum í skriftir. Hann er væntanleg- urtil landsins um miðjan mánuðinn. Samkvæmt heim- ildum Alþýðubladsins er ólík- legt að Ólafur Jóhann sendi frá sér bók fyrir næstu jól. Þá mun darraðardansinn um leikhússtjórastólinn í Borgar- leikhúsinu hafa sett strik í reikninginn hvað varðar leik- ritun Ólafs Jóhanns. Leikrit eftir hann, Fjögur hjörtu, sem fjallar um fjóra gamla menn sem hittast og spila bridge, lá um hríð á borði Sigurðar Hróarssonar og fyrirhugað var að setja það á svið. Það er komið á salt hjá Borgar- leikhúsfólki en Ólafur Jóhann hefur hins vegar fullan hug á því að sjá Fjögur hjörtu á sviði sem fyrst. Verið er að athuga möguleikana á því að það verði fært upp af ein- hverjum sjálfstæðum leik- hópi og einnig hefur það ver- ið þýtt á ensku. Áhugasamir aðilar í leikhúsbransanum í New York eru, eftir því sem næst verður komist, að rýna í það með fyrirhugaða upp- setningu í huga... Af öðrum snjöllum penn- um. Egill Helgason, blaðamaður og kvikmynda- gagnrýnandi, er þessa dag- ana að skrifa í og annast út- gáfu veglegs KR-blaðs. Vest- urbæjarliðið hefur innan vé- banda stuðningsmanna sinna á að skipa fjölskrúðugu liði reyndra fjölmiðlamanna og má nefna þá Ellert B. Schram, Sigurjón M. Eg- ilsson, Bjarna Felixson, Gunnar Smára Egilsson, og Andrés Magnússon að ógleymdum íslenskufræð- ingnum Merði Arnasyni en þeir þrír síðastnefndu munu leggja verkefninu lið á einn eða annan hátt... Ekki sér fyrir endann á vær- ingunum innan Alþýðu- bandalagsins. Svavar Gestsson undir vel sinum hlut, enda ræður hann því sem hann vill ráða. Margrét Frímannsdóttir er hinsveg- ar full heiftar í garð Kristins H. Gunnarssonar einsog komið hefurfram í árásum helstu stuðningsmanna hennar á hann. Kristinn nýtur æ meiri athygli fjölmiöla og í nýju Viðskiptablaði er langt og ítarlegt viötal við hann. í Alþýðubandalaginu er nú getum að því leitt í fullri al- vöru að hann muni bjóða sig fram sem formaður gegn Margréti á næsta ári. Hann myndi eiga vísan stuðning margra þungavigtarmanna í flokknum sem þykir ásýnd Alþýðubandalagsins nú hels- til daufleg... „Þarna! Gúndi, fljótur! Sjáðu! Segðu svo að ég hafi verið að Ijúga... Þessi skratti er lengri en báturinn!" fimm á förnum veg 3 Hvaða kosningaloforðum Ólafs Ragnars manstu eftir? Anny Ingimarsdóttir skrif- Asgeir Magnússon vatns- stofumaður: Ég man eftir virki: Hann ætlar að stuðla að því að hann ætlar að sameina friði í heiminum. þjóðina. Sæunn Ósk Krjstinsdóttir Erla Sveinsdóttir nemi: stöðuvörður: Ég man cftir Hann ætlar að opna Bessastaði því að hann ætlar að hafa meiri og loka vínkjallaranum. afskipti af landsmálunum og loka vínkjallaranum. Súsanna Vilhjálmsdóttir hárgreiðslusveinn: Hann var nú með fæst loforðin en að- allega man ég eftir því að hann ætlar að vísa stóru málunum til þjóðarinnar. —(

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.