Alþýðublaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 m e n n i n c ■ Á morgun opnar í Listasafni Kópavogs yfirlitssýning á verkum Sigurðar Örlygssonar listmálara Einhverjar f ígúr- ur ákveðnarfígúr- ur fjölskyldan - nýjustu myndirnar eru nokkurs konarfjölskyldual- búm, segir Sigurður Örlygsson sem heldur upp á starfsafmæli og stórafmæli. Sýningin í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, sem opnar á morgun, laugardag, er stór yfirlitssýning yfir 25 ára starfsferil Sigurðar Örlygs- sonar.“Sýningin er eiginlega tví- þætt: annars vegar er yfirlit, nokk- urn veginn í tímaröð, yfir 25 ára starfsferilinn, hins vegar nýjar myndir,“ segir Sigurður í samtali við Alþýðublaðið. „Á sýningunni verða um það bil fjörutíu gömul verk og 25 ný. Tilefni þessarar stóru sýningar er tvöfalt: ég á 25 ára starfsafmæli og verð fimmtugur núna í júlí. Þetta er hátiðarár." Konan með brauðið - 1996. 80 x 105 cm, olía og akrýl. „Ég er mjög ánægður með yfir- litssýninguna, þetta kemur miklu betur út en ég hélt. Ég var farinn að halda að ég væri einskonar geðklofi sem málaði útum allar trissur - en þegar ég sé verkin í tímaröð átta ég mig á að það á sér stað mjög ákveð- in þróun. Það er mjög erfitt að út- skýra þróunina í fáum orðum. Fyrstu verkin einkennast af míní- malisma, það eru einlitar geómetr- ískar myndir, en smám saman fara lífrænni form að gera vart við sig. Verkin þróast út í það að verða fíg- úratív, landslag kemur íyrir í þeim, en síðan endar þetta eiginlega í fjöl- skyldualbúmi. í nýjustu myndunum er fjölskyld- an mín áberandi: foreldrar, böm og kona. Verkin verða stöðugt inn- hverfari. Það má eiginlega segja að ég hafi snúið myndavélinni við, að ég hafi snúið henni að sjálf- ummér. / sýningar- skránni er óvenjulegt, mjög persónu- legt, œvi- ágrip... „Það er mjög persónulegt já - ég ætlaði meira að segja að fara enn dýpra í saum- ana, en hætti við það. Það má líklega segja að þetta sé ákveðið táknmál, og að þar séu skilaboð til ákveðinna aðila. Semog til allra sýningargesta auðvitað. En mín myndlist er alltaf að fara meira og meira inná við, og einkalífið verður nátengdara listinni. Þegar ég bytjaði að mála fígúrur, voru það einhveijar fígúrur. Smám saman urðu þetta ákveðnar fígúrur, og nú síðast fjöl- Sigurður Örlygsson: Það má eiginlega segja að ég hafi snúið mynda- vélinni við, að ég hafi snúið henni að sjálfum mér. skylda mín. Ég byija að gera sjálfsmyndir fyr- ir tæpum tveimur árum síðan, svo fara myndirnar að hafa meiri og meiri meiningu. Kannski helst fyrir sjálfan mig og fjölskylduna, líklega er ekki fyrir alla að skilja meining- una. En ég reyni náttúrlega fyrst og fremst að mála góð málverk.“ Alþýðublaðið leitaði álits Halidórs Björns Runólfssonar listfræðings á myndlistar- manninum Sig- urði Örlygssyni: Sigurður Ör- lygsson er með reyndustu málur- um af kynslóð- inni sem kom fram uppúr 1970; hann er gamall í hettunni. Sigurður er stórtækur; honum lætur einkar vel að mála stórt. Hann hefur tekið stórstígum breytingum frá fyrstu tíð og því er mjög spennandi að sjá yfirlitssýn- ingu á verkum hans. Tilað byrja með var Sigurður geómetrískur mál- ari, en í seinni tíð hefur hann smám saman veri að fikra sig útá fígúratí- va línu. Með mjög „mónúmental" einkennum; það er enginn maður sem málar stærri fleti en hann. Fyrir það er hann mjög þekktur. Hann hefur sýnt mjög víða: allt frá Sví- þjóð til Kalifomíu. Uppá síðkastið hefur hann færst yfir á mjög súrreal- íska hnu. Það má segja að hann marki sér sérstakan bás í íslenskri myndlist; hann hefur aldrei verið mjög þjóðlegur í list sinni. Ef hann leitar til náttúrunnar, er það yfirleitt tilbú- in náttúra. Það er nær lagi að segja að hann hafi verið alþjóðasinni. Fyrst undir sterkum áhrifum frá Bandaríkjamönnum, seinna þýska skólanum. Brot úr sýningarskrá Æviágrip 1946 28. júlí fæðist ég í Hafrafelli við Múlaveg í Reykjavík, þar sem nú er skrifstofuhús Húsdýra- garðs Reykjavíkur, sonur hjónanna Örlygs Sigurðs- sonar listmálara og Unnar Eiriksdóttur, sem stofnaði og rak verslunina Storkinn í mörg ár. 1967 Fer í janúar til Frakklands til að skoða stærstu sýningu til þessa á verkum Picassos. Ég varð heill- aður og ákvað þá endanlega að leggja myndlist fyrir mig. Um haustið hef ég nám við Myndlista- og handíðaskólann. Þetta er fyrsti skólinn sem ég kann vel við mig í, frjálst andrúmsloft, skrautlegir kennar- ar og skemmtilegir, en einn vil ég nefna öðrum fremur, sem áhrif hafði á mig á þessum tima, en það var skólastjórinn, Hörður Ágústsson. 1970 Ráðinn vaktmaður á sýningu Listahátíðar á grafíkverkum Edvards Munchs í nýbyggingu Iðn- skólans á Skólavörðuholti. Ég skoðaði Munch mjög vel allar nætur og höfðu verk hans mikil áhrif á mig og sá ég þeirra áhrifa gæta löngu síðar í verkum mínum. Þá um sumarið fæ ég vinnustofu í MHÍ og smakka fyrst brennivín. 1974 Fer til New York og er við nám í Art Student’s league. Skólinn var ekki merkilegur, en það var borgin hins vegar, með öllum sínum söfnum og galleríum. I New York var stórkostlegt að vera. Ég fór flest kvöld að hlusta á djass. Greinilegt var, að gullöld í myndlist, sem hófst eftir seinna stríð, var að líða undir lok. 1978 6. mars fæðist dóttir mín Theódóra Svala. Sýning á Kjarvalsstöðum í september, þar sýni ég klippimyndir, málverk og myndir unnar með silki- prenti. Nú hefst erfiður kafli. Ég flyt með sambýliskonu minni og dóttur til Svíþjóðar eftir sýninguna og yfir til Danmerkur árið eftir. Áfengisneyslan jókst, sam- búðin var erfið og afköstin á myndlistarsviðinu nán- ast engin. Það besta við Danmerkurdvölina voru kynni mín af Ólafi Gunnarssyni rithöfundi. 1980 Flyt til íslands. Byrja sem stundakennari við MHÍ og hef haldið því áfram með hléum til dagsins í dag. 1981Sýning í Djúpinu og Gallerí Langbrók á món- óþrykkjum unnum í samvinnu við Ómar Skúlason. Tek þátt í sýningunni Vetrarmynd á Kjarvalsstöðum. Sambúðarslit. 1982 Kynnist konu minni, Ingveldi Róbertsdóttur, og dóttur hennar Ingveldi Steinunni. Skoðunarferð til New York. Tek þátt í sýningu Listmálarafélagsins á Kjarvalsstöðum og Listvöku á Akureyri. 1983 Tek þátt í sýningunni Gullströndin andar. Fer í áfengismeðferð. 1984 17. febrúar fæðist dóttir mín Unnur Malín. Sýning í Ásmundarsal. Er formaður Félags íslenskra myndlistarmanna og fer til Færeyja og set upp sýn- ingu á 17 íslenskum málurum í Þórshöfn. Áhuginn á sígildri tónlist er endurvakinn, einkum á óperum og stórum hljómsveitarverkum. Erfiðleikar í umgengni við móður og systur hefjast. Þessir fjölskylduerfið- leikar beina smám saman list minni á nýja braut. Kaupi hús að Laugavegi 140, með fjárhagslegri að- stoð móður minnar. 199114. september fæðist dóttir mín Valgerður. Sýni í Gallerí Listmunahúsið ásamt Grétari Reynis- syni og Jóni Axel Björnssyni. Sýning í Galleri G-15. Fer til Barcelona og sýni þar með Jóni Axel Björns- syni og Tolla i Casa Golferich. Tek þátt í sýningunni „Trójuhesturinn" á Akureyri. Nú fara verulegir erfið- leikar að gera vart við sig. Myndasala nánast engin, skuldirnar hlaðast upp. Leiðir skiljast með mér og systur minni. Allt þetta hvílir þungt á mér og verður þess vaidandi að lítil framþróun á sér stað í listinni næstu ár. 1995 Samsýning í Listasafni Kópavogs. Seinni hluta ársins fer mér aftur að ganga vel að mála. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Frá og með 15. júlí 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 18. útdráttur 3. flokki 1991 - 15. útdráttur 1. flokki 1992 - 14. útdráttur 2. flokki 1992 - 13. útdráttur 1. flokki 1993 - 9. útdráttur 3. flokki 1993 - 7. útdráttur 1. flokki 1994 - 6. útdráttur 1. flokki 1995 - 3. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í DV, föstudaginn 12. júlí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. □£h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS f I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Afmæliskveðja til Karvels Pálmasonar Karvel Pálmason, fyrr\>erandi alþing- ismaður, Traðarstíg 12 í Bolungarvík, verður sextugur á morgun, laugar- daginn 13. júlí. Víkinginn Karvel Pálmason þarf ekki að kynna fyrir lesendum Alþýðu- blaðsins. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, af duglegum sjósóknurum kominn og upp alinn í hinum vest- firska veruleika í þrautseigri og erfiðri baráttu við óblíð náttúruöfl. Sjálfur kynntist hann af eigin raun lífskjörum alþýðufólks til sjávar og sveita við Djúp; hann sótti sjó, verkaði fisk, sinnti löggæslu, kenndi börnum og unglingum og öðlaðist þannig innsýn í hugarheim Vestfirðinga og mikla reynslu, sem komið hafa honum til góða á lífsleiðinni. Honum voru ung- um falin ábyrgðarstörf í félagsmálum. Formaður Verkalýðsfélagsins í Bol- ungarvík var hann um margra ára skeið, varaforseti i Alþýðusambandi Vestfjarða og mikill áhrifamaður á þingum Alþýðusambands íslands, meðal annars var hann þar í framboði sem forsetaefni. Einnig hafði hann mikil afskipti af sveitarstjómarmálum, fyrst í Hólshreppi og síðan í Bolungar- víkurkaupstað eftir að sveitarfélagið hafði fengið kaupstaðarréttindi. Einnig sinnti hann fjölmörgu öðru félags- málavafstri, hefur meðal annars lengi verið virkur félagi í kirkjukórnum í Bolungarvík, enda söngmaður góður eins og fjölmargir hafa fengið að kynnast. Karvel hefur setið í fjölmörg- um nefndum og ráðum, bæði í heima- héraði og á landsvettvangi, og á nú meðal annars sæti í Flugráði. Karvel Pálmason hefur ávallt verið jafnaðarmaður að hfsskoðun og sann- færingu. Hann var einhver traustasti fylgismaður hins frækna foringja, Hannibals Valdimarssonar, og átti drjúgan hlut að kosningasigri Hanni- bals árið 1971, en þá náðu þeir báðir kjöri, Hannibal og Karvel, í einhverri árangursríkustu kosningabaráttu, sem háð hefur verið á Vestfjörðum. Það var ekki síst vegna þess, hve vel þeir báðir þekktu sitt fólk, Vestfirðingana. Karvel Pálmason hefur ávallt verið í nánum tengslum við vestfirskt alþýðu- fólk, hann nemur rödd þess, þekkir hugsanir þess og viðhorf og heyrir hjarta þess slá. Vestfirðingum hefur alltaf þótt vænt um Karvel Pálmason og honum um þá. Hvergi líður honum betur en innan um sitt fólk í fjörðum vestur. Hann er 24ra karata Vestfirð- ingur, heill í gegn og hvergi galli á. Fljótlega eftir að Karvel Pálmason hóf störf á Alþingi varð hann þjóð- þekktur maður. Víkingseðli hans, góð greind, þróttmikil röddin, orðheppni hans og mælskulist, þrek hans og kjarkur gerðu hann landskunnan. Kar- vel Pálmasyni hefur alltaf fylgt hressi- legur gustur og glaðlyndi, sem kemur fólki í gott skap og þar að auki hefur hann mikla kímnigáfu og hefur gaman af því að gleðja fólk og skemmta því eins og hann gerði óspart í félagi við vin sinn, Helga Seljan. Allir þessir eðliskostir Karvels Pálmasonar og þá ekki si'st hið mikla þrek, sem hann býr yfir, urðu honum ómetanlegur styrkur í þeim miklu veikindum, sem yfir hann dundu þegar hann var í blóma lífsins. Flestir aðrir hefðu brotnað í því mikla vetrarhreti. Karvel bognaði en þrek hans og lífskraftur sigruðu svo honum hefur tekist að rétta sig við aft- ur. Þó þrótturinn hafi ekki orðið sá hinn sami og var, eru eðliskostirnir allir óbugaðir; víkingslundin, greind- in, kjarkurinn, orðheppnin og, ekki síst, hans góða hjartalag. Við Karvel Pálmason höfum verið samferða langa leið. Fyrst sem and- stæðingar. Svo sem samstarfsmenn. Síðan sem samheijar. Svo sem vinir. Því hefði nú einhvern tímann ekki verið spáð. En það varð svo. Fyrir það er ég þakklátur. Ég met það mikils að eiga stuðning Karvels Pálmasonar og njóta hans ráða. En ég met vináttu hans þó allra mest. Það er einhver ánægjulegasti at- burður í mínu lífi, að samskipti okkar Karvels Pálmasonar skuli hafa þróast í vináttu milli okkar. Ég þakka honum það. Um leið og ég sendi Karvel innileg- ar hamingjuóskir á afmælisdaginn og veit að ég mæli þar fyrir munn allra gamalla og nýrra samstarfsmanna hans í Alþýðuflokknum, ekki síst Vestfirðinga, vil ég þakka honum og henni Mörtu vináttuna og óska böm- um þeirra og barnabörnum til ham- ingju með föður sinn og afa. Sighvatur Björgvinsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.