Alþýðublaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1
■ Ársskýrsla Félagsmálastofnunnar væntanleg Gífurleg aukning þeirra sem le'rta aðstoðar - segir Guðrún Ögmundsdóttir formaður félagsmálaráðs. „Það hefur orðið gífurleg aukning þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Fé- lagsmálastofnun milli ára,“ sagði Guðrún Ögmundsdóttir formaður félagsmálaráðs í samtali við Al- þýðublaðið. Árskýrsla Félagsmálastofnunnar er væntanleg á næstu dögum. Ellý A. Þorsteinsdóttir, yfirmaður fjöl- skyldudeildar, segir 64 prósent þeirra sem leita eftir fjárhagsaðstoð atvinnulausa. „Málafjöldi var 4110. Það er 17 prósenta aukning frá ár- unum 1994 og 1995. 10 prósent aukning var á árunum 1993-1994, þannig að aukningin heldur áfram. Stærstur hluti þeirra sem leita að- stoðar eru einhleypir karlmenn. Þeir ■ Ríkisstjómin stefnir að hallalausum fjárlögum. Umfangsmikill niðurskurðurfyrirhugaður í menntamálaráðuneytinu Eigum að hætta að sinna ákveðn- um verkefnum -segir Bjorn Bjarnason menntamálaráðherra. „Eigum að hætta að veita ákveðna þjónustu í staðinn fyrir að draga saman seglin." „Ég hef sagt það áður að æskileg- ast sé við aðstæður eins og þessar að skilgreina einhver verkefni þannig að ríkið hætti alveg að sinna þeim, veiti ekki ákveðna þjónustu í stað þess að draga saman seglin og veita þjónustu sem er ekki fullnægjandi. Það getur verið að við verðum að gera það,“ sagði Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra í samtali við Alþýðublaðið um fyrirhugaðan niðurskurð í menntamálum. Áform ríkisstjómarinnar um að ná fram hallalausum fjárlögum þýða niðurskurð í ríkisútgjöldum upp á rúma fjóra milljarða. Líkt og önnur ráðuneyti mun menntamálaráðuneyt- ið þurfa að draga úr útgjöldum. Bjöm sagðist ekkert vilja fullyrða um hvar niðurskurðurinn kæmi harðast niður. „Vafalaust mun öllum sem verða fyr- ir honum þykja hann koma harðast niður hjá sér,“ sagði Bjöm. „Það er allra manna ráð að skyn- samlegast sé að reka hallalausan rík- issjóð, sérstaklega á tímum eins og nú þegar vel árar. Til að ná því mark- miði þarf að grípa til niðurskurðar. Við erum með menningarmálin, framhaldsskólana og háskólana á okkar könnu. Síðan geta menn velt fyrir sér hvar helst er hægt að spara og vandamálið er síðan að takast á við það,“ sagði Bjöm. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins er umfangsmikill niður- skurður fyrirhugaður í menntamál- um, sem mun bitna harðast á fram- haldsskólunum. Bjöm Bjamason var ekki reiðubúinn að segja á hvaða hátt hann muni skera niður útgjöld ráðu- neytisins. eru 34 prósent og 16 prósent eru ör- yrkjar.“ Ellý segir Félagsmálastofnun finna verulega fyrir fjölguninni. „Atvinnuleysið skiptir auðvitað mjög miklu máli. Einnig koma til breyttar reglur. Þar má til dæmis nefna að við flokkum ekki lengur meðlag og barnabætur til einstæðra mæðra sem tekjur. Áður áttu margar einstæðar mæður ekki rétt á aðstoð. Nú eiga þær rétt svo framarlega sem þær uppfylla skilyrði að öðm leyti." Starfi Félagsmálastofnunnar er skipt í móttökuteymi og meðferðar- teymi. „Við finnum verulega fyrir auknum þunga í meðferðarmálum. Þá erum við að styðja fjölskyldur sem eiga í ýmsum vanda vegna bama. Fólk er ófeimnara en áður að tilkynna ef það hefur áhyggjur af aðbúnaði barna," sagði Ellý. Brettafélag Reykjavíkur uppi á þaki Brettafélag Reykja- víkur - hagsmunasamtök hjólabrettalýðs - verða formlega sett á stofn á morgun. Uppi á þaki Faxaskála verður opnaður hjólabrettagarður sem sam- anstendur af allskyns stökkpöllum og þrautum sem vanir brettamenn geta spreytt sig á... takmarkið er að koma standandi niður. Konunglegi flugpall- urinn á myndinni kostaði hálfa milljón í uppsetningu, og vonandi njóta brettamenn vel. í tilefni dagsins verða meiriháttar hátíðarhöld á þaki Faxa- skála: grillveisla og tónleikahald hefjast klukkan tvö. Hér sést einn snjallasti hjólabrettatöffarinn, Ragnar Þórisson, leika listir sínar í gær. ■ Þungiyndi á íslandi Tvöfalt meiri neysla,geð- lyfja á íslandi - en í Danmörku og Finnlandi. Á sjö ára tímabili hefur kostnaður Islendinga af tauga- og geðlyfjum aukist úr 640 milljónum í 1.460 millj- ónir. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu má rekja kostnaðaraukningu að mestu til stór- aukinnar notkunnar á tískulyfmu Pró- sak sem selt er hérlendis undir nöfit- unum: Fontex, Flúoxín, Tingus eða Seról. Á þessu tímabili hefur neytend- um geðlyfja fjölgað úr þrjú þúsund í tíu þúsund. Neyslan hefur einnig auk- ist í nálægum löndum eftir tilkomu Prósaks en fslendingar eru engu að síður öflugastir. Miðað við höfðatölu þyrftu til dæmis Danir og Finnar að tvöfalda neyslu sína til að standa jafn- fætis íslendingum í þessum efnum. Sjá grein Gunnars Smára Egilssonar á blaðsíðu sex. ■ Helgardagskrá á Þingvöllum Konur vísa veginn „Þetta er hluti af því að upplýsa fs- lendinga um það hvers virði þessi helgistaður þjóðarinnar er og gera al- menningi kleift að kynnast Þingvöll- um á annan hátt en eingöngu með því að ganga niður Almannagjá," segir El- ínborg Sturludóttir guðfræðingur en hún er ein þeirra sem stendur fyrir - fræðsludagskrá á Þingvöllum um helgina. Á laugardag kl. 13.30 verður farið í gönguferð er hefst við vestur- hlið þjóðgarðsins. Steinunn Ásmunds- dóttir skáldkona, sem á sumrum gegn- ir starfi landvarðar á Þingvöllum, verður þar leiðsögumaður og fjallar um upp náttúrufar og sögu þjóðarinn- ar. Á sunnudag kl. 11 verður bömum boðið upp á helgistund úti í náttúrinni sem Elínborg hefur umsjón með og felst í söng, helgihaldi, náttúruskoðun og leikjum. „Þarna reynum við að koma til skila ákveðinni afstöðu til náttúrunnar sem segja má að hafi í sér guðfræðileg tengsl við sköpunina," segir Elínborg. Guðsþjónusta verður í Þingvallakirkju kl. 14 og þar messar séra Hanna María Pétursdóttir. Að messu lokinni verður gönguferð um hinn foma þingstað. Við leysum landfestar 14. nóvember og fram undan er ógleymanlegt frí Siglt er með einu nýjasta og glæsilegasta skemmtiferðaskipi NCL-flotans MS WINDWARD. Ferðatilhögun 14. nóv. Síðdegisflug til Fort Lauderdale þar sem gist er í tvær nætur. 16. nóv. Flogið til San Juan á Puerto Rico þar sem MS WINDWARD bíður. Siglt um Karíbahafið í eina ógleymanlega viku. 24. nóv. Flogið til Orlando og gist þar í þrjár nætur. 27. nóv. Heimflug síðdegis. Nákvæm leiðarlýsing liggurframmi á söluskrifstofum Úrvals-Útsýnar. Verð frá 148.900 á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur á milli staða erlendis, gisting án fæðis í Flórída, skemmtisigling í eina viku með fullu fæði og allri afþreyingu um borð, hafnargjöld og íslensk fararstjórn. Famrstjómhjónin vinsælu Ingvar og Svanborg leiða hópinn. URVAL'ÚTSÝN lágmúla 4: simi 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: simi 462 5000 - og hjá umboðsmönuum um land allt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.