Alþýðublaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n i r Tuörök , æ, æ. Aumi ég. Aíltaf fell ég í auðsæustu gryfjumar. Nú síðast yfir lestri á grein Halldórs Björns Runólfssonar, Posa. Ég móðgaðist. Ekki fyrir annarra hönd, það er Jónas- ar læriföður míns Kristjánssonar, heldur mína eigin hönd. Það þykir ekki fínt. Þegar maður móðgast fyrir hendur annarra manna er reiðin rétt- lát, næstum siðræn. Ef maður móðg- ast fyrir sína eigin hönd er reiðin inni- byrgð, súr - eitthvað sem hefur mygl- að í sálinni og lyktar eins og metnað- ur sem leggst í magasýrunnar og gýs út um munninn þegar kjósendum er heilsað á kosningafundi. En ég læt Pallborðið I þetta eftir mér, að móðgast fyrir mína hönd. Að móðgast fyrir hönd Jónasar er eins og að bjóðast til að taka föst- ustu höggin fyrir Mike Tyson. Ég ætla ekki að hætta mér í deilur um fagurfræði við listfræðinginn. Þess í stað ætla ég að nota rökfræði og breiða hana jafn þunnu og gagn- sæju lagi yfir kergju mína og listfræð- ingurinn gerði með sína fagurfræði. Rök 1: Við Jónas eigum ekki að skrifa um prózak fyrr en við erum búnir að skrifa um geigvænlegri vá- gesti í menningu; eins og farsíma. Þetta eru svokölluð tuðrök. Farsím- inn er reyndar dálítið smart slaufa á þau, algengara er að nota hungur í heiminum, bombuna, ósonlagið. Ekk- ert er nógu merkt í sjálfu sér til að um það sé fjallað. Og úr því að guð er dauður eða hefur verið settur nauðug- ur á eftirlaun þá þegjum við. Við tek- ur þögn galleríanna. Þar til að við höfum fundið hina hreinu og beinu línu er allt annað hjóm. Og talandi um grafhvelfingu galler- íanna. Þótt Posi slysist þaðan út og komist að því að veröldin sé firrt, samfélagið geggjað og maðurinn syndugur og lesi það úr fermetraeign í steinsteypu, yfirvigt í flugfarixii og öðrum kennileitum þá þarf það ekki að vera ný uppgötvun fyrir aðra. Meira að segja ég og Jónas, þessir fagurkerar utan listarinnar, höfum fjallað í löngu máli um allt það sem Posi telur vera aðgöngumiðann að því að hafa skoðun á prózakáti. Og ég sem hélt að frumleikinn væri höfuð- synd nútímalistarinnar, ástæðan fyrir að hún hefur ekki getað höndlað manninn, tilvistina, tímann og allt það. Posi er ekki sekur um þessa erfðasynd listarinnar. Rök 2: Prózak er mildari flótti en farsíminn og því kvenlegur. Þeir sem vara við prózaki eru því kaldir karlar og þar af leiðandi með farsíma í vas- anum. Þetta er svo mengað af goðsögnum um mismun kynjanna að ég nenni ekki að svara þessu. Alveg satt, ég nenni því ekki. Að endingu: Mikið vildi ég að það ágæta fólk sem telur sig menningar- megin í lífinu væri fært um að taka þátt í opinberri umræðu á jákvæðan hátt. Þetta þykir ef til vill koma úr harðri átt þar sem ég er oft talinn til neikvæðari manna. En það sem ég vil segja við þá sem eru menningarmegin er þetta: Reynið að skilgreina tilvist- armarkmið ykkar sjálf og á eigin for- sendum. Hættið að leita að sjálfs- mynd ykkar með því að leita uppi eitthvað sem þið getið talið til and- stæðna ykkar. Hættið að vera ekki- heildsalar, ekki-blaðamenn, ekki- kverúlantar, ekki- hagfræðingar. Seg- ið eitthvað að viti. Eitthvað sem ykk- ur hefur dottið sjálfum í hug. Reynið ekki að stjóma umræðu sem þið emð ekki þátttakendur í. Sannið að vitið hafi ekki farið úr menningarvitunum um leið og Laxness missti stjórn á sínu. Höfundur er blaðamaður. Mikið vildi ég að það ágæta fólk sem telur sig menningarmegin í lífinu væri fært um að taka þátt í opinberri umræðu á jákvæðan hátt. Þetta þykir ef til vill koma úr harðri átt þar sem ég er oft talinn til neikvæðari manna. JÓN ÓSKAR m e n n Hann er gunga og loddari. Ummæli höfð eftir Richard heitnum Nixon um Bill Clinton. Mogginr\ í gær. Meðalverð myndanna er 300 þúsund krónur, enda eru þær allar málaðar með olíu á striga sem strengdur er á vandaða blindramma. Tíminn segir frá velgengni Gunnars Dal í myndlistarbransanum. Meistari Gunnar hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að þessi fyrsta listsýning hans verði jafn- framt hin síðasta. Verður fólk því að grípa tækifærið ef takast á að klófesta mynd eftir þennan ágæta og alhliða listamann. Sama frétt. Allir í Eden. Að hafa geðsjúka menn, sem eru stórhættulegir umhverfi sínu, á götunni er gjörsamlega óverjandi vanræksla af hálfu heilbrigðiskerfisins. Elías Snæland Jónsson i forystugrein DV í gær. á er loks búið að senda út lista yfir þá fyrir- menn samfélagsins sem verða viðstaddir embættis- töku Ólafs Ragnars Grímssonar eftir átta daga. Listinn er ákaflega niðurtjörvaður samkvæmt prótokolli forsætisráðu- neytisins, og því fékk Ólaf- ur Ragnar ekki mikið svig- rúm til að bjóða öðrum en embættismönnum, ríkis- forstjórum, stjórnmála- mönnum og öðrum silki- húfum samfélagsins. Við heyrum að hann hafi þurft að leggja sig allan fram til að geta boðið um tuttugu manns sem ekki eru á op- inberum heiðurslista. Þannig eru ýmsir af nán- ustu samstarfsmönnum hans úr kosningabarátt- unni ekki á gestalistanum, en Ólafur og Guðrún Katrín hafa hinsvegar reynt að bæta það upp með því að halda einka- samkvæmi fyrir stuðnings- mennina... Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn að stórveldinu Útgerðarfélagi Akureyrar, Guðbrandur Sigurðsson. Hann hefur verið framkvæmdastjóri þróunarsviðs íslenskra sjávarafurða síðustu tvö ár. Guðbrandur er 35 ára, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund, BS-prófi í matvæla- fræði frá Háskóla íslands og MBA-prófi frá Edin- borgarháskóla 1994. Hann hefur áður starfað hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, Sjávaraf- urðadeild SÍS og íslensk- um sjávarafurðum... Miklar bollaleggingar voru í gærdag um hver yrði ritstjóri Dags- Tímans og voru ýmis nöfn nefnd. Þeirra á meðal voru Stefán Jón Hafstein, Gunnar Smári Egilsson, Elías Snæland Jónsson og Karl Th. Birgisson. Mönnum fannst sérstak- lega skemmtileg tilhugsun að sjá Elías í ritstjórastóln- um, enda var hann hrakinn frá Tímanum fyrir margt löngu. Hann kæmi því aft- ur með stæl - fyrirtæki hans búið að kaupa blað- ið... Kjól og Anderson, hið snaggaralega kvik- myndafyrirtæki, er nú að filma nýja stuttmynd sem fjallar um geimveru sem kemur til jarðar. í mynd- inni leikur meðal annarra Magnús Jónsson sem fer með hlutverk harðskeyttrar mótorhjólalöggu. Mun hann hafa tekið sig sérlega vel út í því hlutverki fyrir framan Alþingishúsið í gær þar sem tökur fóru fram. Linda Björk Árna- dóttir, sem sigraði í síð- ustu Smirnoffkeppninni sem haldin var í Suður- Afríku, hannar búninga með miklum stæl... h i n u m e g i n "FarSida" eftir Gary Leraon „Vissulega. Allt eru þetta bjánar, herrar minir... En spurn- ingin er: HVERSKONAR bjánar?" fimm á förnum vegi Hvaða lið verður íslandsmeistari í knattspyrnu? Jón Benediktsson sumar- maður: Það er óskhyggja mín að það verði Skagamenn. Helga Árnadóttir hús- móðir: KR-ingar eru næsta öruggir með titilinn Jóhann Steinarsson nemi: Ætli það verði ekki KR, en ég vona allt annað. Hjálmar Sigurðarson 7 ára: KR, þeir eru langbestir. Sólveig Sverrisdóttir hús- móðir: Ætli langþráður draumur Vesturbæjarstórveld- isins sé nú ekki runninn upp. Tilfinningin er dálítið blendin því þetta hefur aldrei gerst áður og ég er varla farinn að trúa þessu enn. Jón K. Guðbergsson mótstjóri í Galtalæk um þær fréttir að Ólafur Ragnar ætli að mæta á bindindismótið. Timinn. Fólkið sem við töluðum við var sannfært um að það væri að skoða Gullfoss. Það var ekki í neinum vafa um það. Martin Norman, norskur ferðalangur, sem sakar rútubílstjóra um að spara sér 20 kíló- metra meö því að sýna ferðamönnum foss- inn Faxa í stað Gullfoss. DV í gær. Skátahreyfingin leiðir æsku landanna saman til hollra leikja og vináttu. Hún hefur ærnu hlutverki að gegna á viðsjálum tímum, þar sem fjöi- mörg villuljós blasa við ungu fólki á mótunaraldri. Forystugrein Morgunblaðsins. Akranes er ekki eyðimörk. Fyrirsögn greinar Þormóös Jónssonar í Mogganum í gær. Forsetar geta líka grátið. Fyrirsögn Morgunblaðsins í gær. fréttaskot úr fortíð „Rennur blóð eftir slóð“ I Finnlandi er svo mikið um mann- dráp, að fmsku blöðin minnast að eins á þau sem sjálfsagðan viðburð. Laug- ardaginn 2. nóvember síðast liðinn voru framin 5 morð í ölæði. Finnsku blöðin gátu um viðburðinn í álíka klausu og við myndum geta um smá- vegis bílslys í Austurstræti. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 1. desember 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.