Alþýðublaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 ALÞYÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Fyrirferðamikið ríki og bjánalegir siðir Þó að orðunefnd sé furðu hljóð um starfsað- ferðir sínar þá sést mætavel að ákveðið áskriftarkerfi er við lýði. Þegar menn hafa unnið í tiltekinn tíma í innsta hring kerfisins fá þeir orðu í pósti og síðar aðra stærri nokkrum árum seinna. Ríkið er of fyrirferðamikið I leiðara Viðskiptablaðsins er fjallað um hlut ríkissjóðs í íslensk- um fjármálamarkaði: Það eru ekki ný sannindi að ríkis- sjóður er of fyrirferðarmikill á íslensk- um fjármálamarkaði. Ekki aðeins með beinu eignarhaldi á tveimur af þremur viðskiptabönkum landsmanna heldur einnig með beinni samkeppni við inn- lend fyrirtæki um lánsfjármagn og sölu verðbréfa með beinum hætti í samkeppni við sjálfstæð verðbréfafyr- irtæki. Önnur sjónarmið Neyslukönnun Félagsvísindastofn- unar um sparnað sýnir þetta, en kannski með öðrum hætti en áður. Langflestir þeirra sem spara reglulega - en þeir eru því miður alltof fáir, kjósa að ávaxta fé sitt í spariskírtein- um ríkissjóðs. Liðlega annar hver landsmaður sem leggur fyrir velur spariskírteinin samkvæmt könnuninni. Þetta er í raun napurleg staðreynd sem undirstrikar við hvaða ofurefli ungur og ffjáls fjármálamarkaður á við að etja. Líklega má leita skýringa á vin- sældum spariskírteina til tíma óða- verðbólgu þegar sparifé var brennt upp og fáir aðrir kostir fyrir fólk en að setja fjármuni í steinsteypu eða spari- skírteini. Sá tími er sem betur fer lið- inn og vonandi á hlutur spariskírteina eftir að minnka í samræmi við það. Ríkissjóður getur ekki gert út á sölu spariskírteina í framtíðinni og hann hefur gert. Pólitískar ákvarðanir í Tímanum veltir Oddur Ólafs- son fyrir sér byggða-, búsetu- og út- gáfumálum: Ar eftir ár hverfa fleiri verkfærir Is- lendingar til útlanda en þeir sem flytja heim aftur. Enginn sér eftir þeim þar sem byggðastefnur bítast ekki um þá og strangt til tekið stafar búsetubreyt- ing þeirra ekki af pólitískum ákvörð- unum. Um þá flóttamenn er ekki ann- að að segja en, fari þeir vel og svo má hælast um að atvinnuleysi minnkar þegar fækkar á jötu „atvinnutækifær- anna“. Byggðastefnur pólitíkusanna eru skýrar. Samkvæmt pólitískum ákvörð- unum á að fjölga í hverju einasta byggðarlagi landsins og eru reistar efnismiklar stjómsýslustofnanir og fé- lagslegar íbúðir til að púkka undir „at- vinnutækifærin." Hvernig þau dæmi eiga að ganga upp vita þeir einir sem myndugleika hafa til að taka pólitískar ákvarðanir og rífast svo heiftúðlega um hvar fólk á að búa og starfa. Nú standa fyrir dymm miklar breyt- ingar á útgáfu Tímans og Dags. Af því að þar er ekki um pólitíska ákvörðun að ræða valda byggða- og búsetumál engum vandræðum. Tæknin býður upp á að menn vinni að sama verkefni norðan og sunnan heiða og gangi von- ir eftir mun útgáfustarfsemin einnig ná austur og vestur þegar fram líða stund- ir. Enginn verður fluttur nauðugur og búseturöskun verður engin. Samt mun fyrirtækið blómstra og vonandi eiga sem flestar byggðir eftir að njóta góðs af á einn hátt og annan. En pólitíkin þrífst á deilum og eru Landmælingar ríkisins því óskabam hugsjónamann- anna þar til þeir koma sér upp nýjum króga til að rífast um hver á umráða- rétt yfír. Orður og annað prjál í Viðskiptablaðinu fjallar Sigurð- ur Már Jónsson um orðuveitingar: Fyrir ekki löngu síðan varð nokkur umræða í Englandi um orðuveitingar þar og komst leiðarahöfundur tíma- ritsins Economist að þeirri niðurstöðu að þær ættu aðeins við þegar fólk hefði sýnt óvenju mikið hugrekki eða fómarlund. Aðrir ættu ekki að fá orður í nútíma lýðræðisríki. Þetta er skynsöm stefna og þá ekki síst vegna þess að orðuveitingar eins og við höfum séð í seinni tíð ýta undir rangt gildismat. Að verðlauna embætt- ismenn eða athafnamenn fyrir það að hafa mætt í vinnuna og klifið upp met- orðastigann af sæmilegum röskleika er bjánalegur siður. Þeir verða ekki menn að meiri þó þeir geti hengt á sig riddarakross í kóngaveislum og tekið þannig þátt í stirðbusalegri upphafn- ingu á diplómatískum hefðum. Þó að orðunefnd sé furðu hljóð um starfsaðferðir sínar þá sést mætavel að ákveðið áskriftarkerfi er við lýði. Þeg- ar menn hafa unnið í tiltekinn tíma í innsta hring kerfisins fá þeir orðu í pósti og síðar aðra stærri nokkmm ár- um seinna. Röksemdin hveiju sinni er svo almenns eðlis að hver og einn get- ur hafið upp eigin ágiskanir. Oft blasiu þó við að ástæðan fellst í persónuleg- um tengslum eða pólitískri góðvild. Flestum þykir þetta sem betur fer skoplegar aðfarir sem vinnur ágætlega gegn teprulegri upphafningunni. Það er góssentíð hjá skopmyndateiknurum í kringum orðuveitingar. JÓN ÓSKAR V Í t í kringum 1990 var gert átak í því að útrýma ómenntuðum. Jónas Magnússon formaður Landssam- bands lögregluþjóna gaf þessa athyglis- verðu yfirlýsingu í Tímanum í gær. Ég var mjög strekktur fyrir þetta sund og fór afsíðis fyrir keppnina og reyndi þar að slaka vel á. Það getur verið að ég hafi verið orðinn of rólegur þegar kom að sundinu. Sundkappinn Logi Jes Kristjánsson að útskýra afhverju hann lenti í 40. sæti af 53 á Ólympíuleikunum. Stíll Þorgerðar rís hvergi hátt. Hann er einfaldur og hvers- dagslegur, jafnvel flatur. Þröstur Helgason í umsögn um Ijóðabók eftir Þorgerði Sigurðardóttur. Mogginn. Vinur þagnarinnar og Morgunblaðsins úr Garðabæ hafði samband við Víkverja fyrir skömmu og sagði sínar farir ekki sléttar. Sígilt upphaf á pistli hins frjóa og vinmarga Víkverja. Mogginn í gær. Ég held að það hafi allir kratar í Hafnarfirði, nema bæjarfulltrúarnir, talað við okkur og látið í ljós óskir um að A-flokkarnir taki upp meirihlutasamstarf í bæjarstjórn. Magnús Jón Árnason foringi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. DV í gær. Herforingjastjórnin kveðst ekki ætla að sitja til eilífðar. Risafyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins í gær um ógnarstjórnina í Búrma. Það þykir vissulega of gróft enn sem komið er að hrinda afa og ömmu fram af ætternisstapa en það er hægt að þoka þeim í áttina þangað með laumulegum hætti. Árni Bergmann var með fjölskylduráðgjöf í DV í gær. Ofbeldi og siðleysi eru greinar af sama meiði og eigi að ráða bót á, er ærið verk að vinna ef siðbótarmenn er einhversstaðar að finna. Leiðarahöfundur Tímans var ómyrkur í máli í gær. Mér finnst þrautaganga Tímans orðin nokkuð löng, eftir að allskonar kálfar, óreyndir strákar, hafa verið að fljúga með himinskautum til að gera einhverjar krúsídúllur með blað og það tekst ekki. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og fyrr- um ritstjóri Tímans. Tíminn í gær. fréttaskot úr fortíð Leiðrétting Rangt var það sem sagt var frá hér í blaðinu um daginn, að Pétur Ottesen væri yngsti þingmaðurinn. Gunnar á Selalæk er nær ári yngri. Hitt - með afturhaldssemina - mun aftur á móti rétt. Alþýðublaðið 2. apríl 1921. hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson Enn hefur ekkert verið sagt um hver verður ritstjóri Dags-Tímans og á ritstjórnum blaðanna er alger óvissa. Nokkur tog- streita og rígur hefur kom- ið upp millum starfs- manna á Degi og Tíman- um. Einkum þykja Norð- anmenn drýgindalegir og frá þeim berast þau skila- boð að hreinasti óþarfi sé að halda úti alvöru rit- stjórn í Reykjavík: þeir geti sem hægast séð um fréttaöflun frá Akureyri. Nokkur ókyrrð er vegna þessa í herbúð- um Tímans, enda beinist metnaður þar að því að gefa út efn- ismikið og gott blað á landsvísu... amla stórveldið, VJ Fram, leikur nú í 2. deild og trónir þar á toppnum ásamt frísku liði Skalla- gríms. Þangað til í fyrrakvöld var Fram taplaust, og markatalan í siðustu tveimur leikjum var hvorki meira né minna en 12-0. En þá fengu þeir FH-inga í heimsókn, sem nýverið létu Inga Björn Albertsson hætta sem þjálfara vegna slælegs ár- angurs. FH- ingar virtust jafnvel á leið ofan í 3. deild, en Hafnfirðingar fóru á kostum á Valbjarn- arvelli og möluðu Fram, 5- 1. Stuðningsmenn Fram voru ekki upplitsdjarfir þegar þeiryfirgáfu leik- vanginn, en í þeim hópi voru ýmsir skærir menn- ingarvitar: Einar Kára- son rithöfundur, Sigurð- ur Svavarsson fram- kvæmdastjóri Máls og menningar, Haukur Hannesson bókmennta- fræðingur, Páll Valsson bókmenntafræðingur, Hallgrímur Helgason rit- höfundur og Ámundi Ámundason auglýsinga- maður... Fullvíst er nú talið að Viðskiptablaðið og Að- alstöðin fari í eina sæng, enda samruni fjölmiðla mjög í tísku um þessar mundir. Athygli vekur að í nýju Viðskiptablaði er heilsíðuauglýsing frá Að- alstöðinni, þar sem þáttur Sigurjóns Kjartansson- ar og Jóns Gnarr er kynntur. Nú stilla allir for- stjórarnir væntanlega yfir á spaugarana... &) ^r-Plau-bufeLicB.rc... tíckl i-A.Wer ri... ' Martröð fílsins. f i m m förnum veg Q Gætir þú hugsað þér að flytja til útlanda? Olga Lísa Garðarsdóttir kennari: Já, ég gæti það svo sannarlega, en bara tímabund- ið. Guðbjörg Daníelsdóttir kennari: Já, ég gæti það, til dæmis til Norðurlanda, ég hef reyndar búið í Bandaríkjunum í tvö ár. Kristján Órn Elíasson ráð- gjafi: Já, til Rússlands, þar eni tækifærin. Theódóra Mathiesen bankamaður: Já, ég hef búið í Noregi í fjögur ár, og gæti hugsað mér að flytja þangað aftur. Guðmundur Ólafsson nemi: Já, hvert sem er. Til Evrópu, Afríku, Asíu... m e n n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.