Alþýðublaðið - 25.07.1996, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1996, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ■ Hallgrímur Helgason í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um nýja skáldsögu, gömlu skáldsögurnar, myndlistina, bókmenntirnar og pólitíkina upphátt Eftir áralanga búsetu í heimsborgunum New York og París er rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helgasonar alkominn heim. Fyrsta verk hans eftir heimkomuna var að setja upp sýningu á teikningum sínum í Gallerí Svævars Karls. Það eru listrænar annir hjá Hallgrími þessa dagana því hann er einnig að leggja síðustu hönd á þriðju skáldsögu sína sem kemur út nú í haust. Þessi nýja skáldsaga, er hún ólík fyrri bókunum, Hellu og Þetta er allt að konia? Hún er kannski þarna mitt á milli. Hún er dramatískari og harðari en Þetta er allt að koma, og ekki eins fyndin af því að það var helsta gagnrýnin sem ég fékk á hana, að hún væri of fyndin, fyrir utan reyndar að flestum fannst hún of stutt. Sú nýja fjallar um 33 ára gamlan Reykvíking sem er atvinnulaus, býr hjá mömmu sinni og gerir lítið annað en að horfa á sjónvarp. Soldið svona kynþroska- heftur og gengur með ársgamla smokka í brjóstvasanum. Síðan kemur mamma hans út úr skápnum og kærasta hennar flyst inn á heimilið. Meira tel ég ekki rétt að gefa upp.“ Söguþráðurinn virðist nokkuð guðberskur. Attu þá við Guðberg Bergsson? Já. Já. Eg verð að tékka á því. Einhver sagði mér að bókin vœri klúr. Er það rétt? Já, ég held að einhverjum muni þykja það. Sjálfum finnst mér það ekki en reyndar kalla ég nú ekki allt ömmu mína í klúrheitum. Ertu ánœgður með bókina? Eg er enn að skrifa hana. Það er vonlaust að vinna að einhverju verki án þess að vera ánægður með það. Inspírasjónin er systir sjálfsánægjunnar. En þetta er nú bara þriðja skáldsagan af fjölmörgum sem ég á eftir að skrifa. Eg segi bara eins og Woody Allen; það væri fáránlegt ef manni færi ekki fram í því sem maður er að gera. Þekkirðu dœmi þess gagnstæða hjá (s- lenskum rithöfundum, það er að segja að mönnum fari aftur með hverju verki? Þetta er ekki spurning um það hvort önnur eða þriðja bókin sé góð. Það er sú sextánda sem er málið. En ég segi það ekki. Það eru sjálfsagt til menn hér sem eru bara „fimm- tán-bóka- höfundar". Eg hef oft velt þvífyrir mér hvernig jafn skemmtilegur maður og þú fórst að því að skrifa jafn leiðinlega bók og Hellu. Eftir að hafa lesið hana í annað skiptið setti ég hana í ruslafötuna. Eg trúi þér ekki. Hentirðu bókinni minni! Já, þegar ég vissi að ég myndi aldrei kom- ast i gegnum hana íþriðja sinn. Annars þekki ég nokkra bókmenntafrœðinga sem eru sœlir með þá bók, en reyndar eru þeir allir jafn leiðinlegir eða leiðinlegri en bókin. Maður reynir að höfða til sem flestra. Annars varstu víst ekki heldur ánægð með fyrstu bókina hans Andra, sem var ein mikil- vægasta bók síðasta áratugar, þannig að... Eg held að skýringin á þessu sé sú að Hella tilheyrir kvennabókmenntum og þú skilur bara ekki kvennabókmenntir eins og alþjóð er kunnugt. Af hverju flokkast Hella til kvennabók- mennta ? Vegna þess að hún er skrifuð út frá ströng- ustu kenningum femíniskra fræða. Eða veistu kannski ekki hver symbíósk merking orðsins Hella er? En ég er ánægður með Hellu. Hún er köld og tilfinningalaus, en hún átti líka að vera það. í Hellu gaf ég tíu piósent af mér en í Þetta er allt að koma gaf ég níutíu prósent af sjálfum mér. Sem hlýtur þá að þýða að ég eigi ekkert eftir í næstu bók. En hún er reyndar ekki skrifuð af mér. En sem fyrsta skáldsaga er Hella þó allavega betri en Barn náttúrunnar. Þetta þykir mér vœgast sagt sérkennileg fullyrðing og hún lýsir miklum ranghug- myndum. Það segir allt um snilli Laxness að honum skyldi takast að skrifa svo hrífandi bók þegar hann var aðeins barn að aldri, en þú varst orðinn hálffertugur þegar þér tókst að punga út ágœtri bók og það var í annarri tilraun. Já. Jæja. Ókei þá. I give up. „Hann er bara að þykjast vera vondur" Ertu ánœgður með þœr skáldsögur sem ís- lenskir rithöfundar hafa sent frá sér á síð- ustu árum? Ég verð að játa það að síðasta bók Philips Roth, „Sabbath’s Theater“ er bara eitt það besta sem ég hef lengi lesið. Ég efast um að ég geti gert mikið betur. Hún er rosalega klúr, fyndin og kvikindisleg. Og fyrir þetta fékk hann nú Bandarísku bókmenntaverð- launin. En ég er að tala um íslenskar bókmenntir. Hver er uppáhaldshöfundur þinn af þinni kynslóð eða kynslóðinni sem er aðeins eldri? Gunnar Smári. Ég hef ekki lent í því áður að hafa skrifað blaðagrein og í sama blaði hafi einhver annar verið með betri grein. Ég varð að játa mig sigraðan þegar ég las grein Smára um Guðrúnu Pétursdóttur í Alþýðu- blaðinu. Ég hló, og hlæ ég þó aldrei upphátt að neinu sem ég les, það höktir í mesta lagi í manni yfir Laxness. Finnst þér vera mikil samkeppni milli ís- lenskra rithöfunda? Hún mætti vera meiri. Nú ertu með sýningu á skopteikningum í Gallerí Sœvars Karls. Myndirnar eru allar afþér, afhverju? Ég bara get ekki hugsað mér neitt verð- ugra viðfangsefni. Þú hlýtur að vera mér sammála um það? Það verður seint sagt um þig, Hallgrímur, að skortur á sjálfstrausti hái þér. Mig minnir að það hafi verið Voltaire sem sagði að ekkert hefðist með hógværðinni. Hún heftir mann bara. Hvort hefurðu meiri áhuga á'-að vera góð- ur rithöfundur eða góður myndli.itarmaður? Ég er hvort tveggja. Nú vita allir sem þekkja þig að þú getur ekki gert flugu mein, en samt áttu til að vera meinyrtur og stundum beinlínis.svívirðilegur á prenti. Hver er skýringin? Tengdamóðir mín fyrrverandi sagði: „Hann er bara að þykjast vera vondur, en það gengur ekkert hjá honum, hann er nefni- lega svo góður“. Hefurðu séð eftir einhverju sem þú hefur skrifað? Ég sé ekki eftir neinu sem ég skrifa vegna þess að ég gleymi því jafnóðum. Annars er mín reynsla sú að því harðar sem maður veitist að fólki á prenti því áhugasamara er það um að hitta mann. Það er eins og maður laði fólk frekar að sér með þessum skrifum. Alþýðubandalagið er bara gömul úlpa Eru sáttur við að vera kominn heim? Já, mér var farið að leiðast í útlöndum. Það er líka óttalega lítið að gerast í París, og ekkert núna eftir að ég fór. Svo er Island orðið eins og eðlilegur hluti af umheiminum. Það er ekki lengur hægt að tala um einangr- un þjóðarinnar. Ef maður ber mína kynslóð saman við kynslóðina sem var upp á sitt besta í kringum 1960-70 þá er þar grundvall- armunur á. Það er eitthvað sorglegt við þá gömlu kynslóð. Það er eins og hún hafi aldrei fengið að njóta sín. Hún er eins og ónýt kynslóð. Þar var varla listamaður af viti, enginn rithöfundur sem hafði neitt að segja. Ef þetta fólk brá sér til Parísar þá var það að leita uppi Sartre eða Duras, absúrd- istanna, Vasarely og aðra Grillu-Robba, full- trúa úr sér genginna kynslóða. Þetta voru svona túristanámsmenn sem sportuðu sig á Ég sé ekki eftir neinu sem ég skrifa vegna þess að ég gleymi því jafnóðum. Annars er mín reynsla sú að því harðar sem maður veitist að fólki á prenti því áhugasamara er það um að hitta mann. Það er eins og mað- ur laði fólk frekar að sér með þessum skrifum. vinstri bakkanum, íslensku „Parísarskáldin" og afstraktmeistararnir voru kannski ekki í París nema einn vetur, svona eins og au-pa- ir-stelpurnar í dag, og komu svo heim til að yrkja ljóð og mála myndir sem voru fimmtíu árum á eftir tímanum. Nú loks höfum við náð tengingu við tímann. Nú er sama ár á ís- landi og í Evrópu. En afhverju endurspeglast þessi tenging við tímann ekki í valifólks á ríkisstjórn? íslendingar eru sjálfstæðir í eðli sínu og miklir einstaklingshyggjumenn. Þeir vilja helst ekki vita af neinni ríkisstjórn og þessa vegna höfum við ósýnilega ríkisstjórn. Ég segi alveg eins og er að ég man ekki eftir neinum ráðherra í augnablikinu. Þetta eru einhverjir þumbaralegir karlar sem eiga erf- itt með að hneppa efstu tölunni, sitja á fund- um í stjórnarráðinu og enginn veit hvað þeir eru að gera. Þeir hafa ekkert að segja, hafa enga framtíðarsýn. Þeir eru ekki leiðtogar. Það er eitthvað annað en okkar menn í Al- þýðuflokknum. Segðu! En fólk vill bara ekki leiðtoga með fram- tíðarsýn. Það vill ekki menn sem hafa ákveðnar skoðanir og hafa eitthvað fram að færa. Þú ert náttúrlega að tala um Jón Baldvin. Ég er að tala um Jón Baldvin og þar sem ég veit að þetta umræðuefni er þér mjög kært skal ég gæla við það nokkra stund. Jón Baldvin er eins og frábær fótboltamaður sem spilar með lélegu liði. Þess vegna nýtur hann sín ekki til fulls. En ég held að hann sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi inspírerað mig. Hann er líka góður penni, jafnvel minn- ingargrein eftir hann getur orðið manni in- spírasjón, á svipaðan hátt og texti eftir Lax- ness. Nú varst þú á lista Alþýðuflokksins í síð- ustu þingkosningum. Hver er hugmynd þín um samband lista og stjórnmála? Það er akkúrat ekkert samband þarna á milli. Það fer illa saman að vera listamaður og vera í pólitík. í pólitík þarf samfélags- þekkingu, talnaspeki, rökhugsun. Nokkuð sem nýtist manni ekkert í listum, svo ég vitni nú í kollega minn í Hveragerði, Gunnar Dal. Ég var alinn upp í Alþýðubandalaginu og svo óx maður úr grasi, stækkaði. Alþýðu- bandalagið er bara gömul úlpa. Það þarf ekkert að segja sig úr henni, alveg nóg bara að fara úr henni. Með því að setjast á krata- lista var ég að leggja mitt af mörkum til að hjálpa þúsundum heimilislausra Alþýðu- bandalagsmanna að finna sér nýjan samastað í tilverunni. Það er líka svo gaman í Alþýðu- flokknum. Stuðningur minn við Alþýðu- flokkinn var aðferð við að skapa aðlaðandi pólitískt heimili þar sem fólk vildi búa í stað þess að vafra um og kjósa Alþýðubandalag- ið. En ég get ekki hugsað mér að starfa í pólitískum flokki. Þú ert ekki á leið úr Alþýðuflokknum? Nei, en ég er heldur ekki á leið dýpra inn í hann. Gœtirðu hugsað þér að verða eitthvað annað en listamaður? Þú hefur svolítið furðulegar hugmyndir um mig. Þú skilur ekki að ég mun aldrei geta tekið að mér launað starf. Ég mun til dæmis aldrei geta sest á þing eða í ritstjóra- stól eins og þú ert stundum að impra á. Það er mjög fjarri mér. Ólíkt þér mun ég aldrei geta verið eins og barn í jafnaðarmanna- bandi fóstrunnar miklu sem ætlar sér að leiða okkur í gegnum lífið, undir merkjum hugsjónar sem hefur það eitt að marki að fletja út allt það sem stendur uppúr og gera alla jafn andlausa. ■ Halldór Björn Runólfsson listfræðingur Öðruvísi afstaða Hann er eini íslenski myndlistarmaðurinn sem sniðgengur fullkomlega allar tilraunir til að fegra eða draumgera heldur veður beint af augum eins og sannur realisti með húmorinn einan að vopni. Hann hefur allt öðruvísi afstöðu til hlutanna en kollegar hans héma. Það merkir maður helst á því að hann gengur til verksins eins og pro- fessional maður og hrindir í framkvæmd hlutum sem flestir myndu fyrirverða sig fyr- ir að gera, en þegar upp er staðið er útkoman mikiu meira spennandi en efnið sem hann lagði upp með. Didda Ijóðskáld Hann ersilkiróni Hann langar afskaplega mikið til að hafa gert alla hluti. hefur ekki gert þá, en hefur brennandi áhuga þannig að hann á hugsanlega eftir að gera þá. Hann er silkiróni. Hann getur ekki öklabrotið sig eins og hver önnur fyllibytta heldur þarf hann að gera það í Washington og skrifa um það heila grein. Allt hans líf er mikið mál. En hann er góður strákur. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Nærvera hans Hvaðfinnst þér um Hallgrím Helgason? Hann er bara bróðir minn og aft minn og systir. Hvemig reynist hann íþessum hlutverkum ? Eins og slíkt fólk gerir. Það er núallur gangur áþví. Nei. Hann stendur sig vel í því. Mundirðu segja að hann vœri góð manneskja? Hann er yndisleg manneskja. Hvemig lýsir það sér? í mikilli nærvem. Þó hann séJjarverandi, jajhvel? Já. Hvar em hans sterkustu hliðar? f mikilli nærvem. Þó hann sé... .. .fjarverandi. Sjón rithöfundur Hvað finnst þér um Hallgrím? A skilið heimsfrægð Hvað kemur upp i hugann þegar Hallgrímur Helgason er nefiuiur? Gömul tilraun okkar til að reyna að vera þjóðlegir í París og kasta fram fytri pörtum og botna þá. Hvor vann ? Ég er á því að ég haft unnið, en hann stóð sig ágætlega, enda meira skáld á margan hátt. Er hann skáld? Hann er skáld ffekar en skáti. Hvað segir það okkur? Það segir okkur að hann er nógu óheilbrigður til að vera skáld. Heldurðu að hann geti orðið heimsfrægur. Ég held að hann sé á góðri leið með það og eigi það skilið. Afhverju? Af þvf hann hefur alþjóðlegan húmor þar sem tekið er á stóm spumingunum og stungið á kýlum samtímans undir merkjum glaðværðar og léttleika. Svarar hann stóm spumingunum? Nei, hann snýr út úr þeim. Þess vegna á hann skilið að verða heimsfrægur. Helgi Hallgrímsson faðir I heildina er ég ánægður Hvemig drengur var Hallgrímur? Hann var sómadrengur. Ekkert ódœll í œsku? Nei, alls ekki. Bar ekkert á því? Nei, ekki man ég til þess. En nú em böm venjulega til einhverra vandrœða einhvem tímann. íhverju lágu þau vandrœði? Vandræðin fólust í vandræðaleysi. Skýringin kann að felast í því að hann var alinn upp á gamaldagsmáta og var alltaf í sveit á sumrin í ýmsum landshlutum og hefur þar trúlega fengið útrás fyrir vandræðin. Er hann geðgóður að eðlisfari? Hann er það en veit þó vel hvað hann vill og getur verið stífur á því og harður fyrir sinn hatt ef í það fer. Bar snemma á listrœnum hæfileikum hans? Já, fremur snemma, í efri bekkjum bamaskóla. Segðu mér ífyllstu hreinskilni, ertu hrifinn af því sem hann hefur skrifað? I heildina er ég ánægður. Hvað hejúr þér líkað síst? Það em einstaka kaflar í Þetta er allt að koma sem em mér ekki að skapi. Hvað var svo miður gott íþeim? Nei, nú fömm við ekki lengra. Margrét Gunnarsdóttir móðir Stundum þótt nóg um Hvemig drengur var Hallgrímur? Hann var mikill fyrirmyndardrengur, rnjög ljúfur og góður. Og ákaflega skapandi Nú hefur hann hneykslað með skrifum sínum, hvemig líkar þérþað? Sem móður hefur mér stundum þótt nóg um og beðið hann að passa sig á því að vera ekki of djarfur. En mér finnst það dálítið furðulegt hvað hann getur verið beittur penni af því hann er svo ljúfúr í umgengni og hógvær. Hejúrðu velt þvífyrirþér afhverju þetta er? Ég held að þama séu engar sálarflækjur að koma upp á yftrborðið. Hann hefur bara gaman af þessu. Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur og myndlistarmaður Einsog myglusveppur Hann er einsog myglusveppur. Sumir telja hann þarmeð til meinsemda, en vita ekki að þessi sveppur er töfralyf ffamb'ðarinnar. Það sem er eitur er lyf í réttum skömmt- um. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur Metfé Hallgrímur Helgason er metfé. HJ/KB

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.