Alþýðublaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 v i ð t a I ■ Haraldur Jóhannsson hagfræðingur ræðir við Ragnar Þorsteinsson kennara um ættir og uppvaxtarár, gæðinginn Steina-Rauð og kynni af skáldunum Jóhannesi úr Kötlum og Jóni frá Ljárskógum Iapríl 1996 sótti ég Ragnar Þorr steinsson heim, en hann býr í Kópavogi. Sestur inn í skrifstofu hans, spurði ég: Hvemig sœki ég að þér, Ragnar? Allvel, en fyrir fáeinum dögum var ég vestur í Dölum í Hjarðarholti, við jarðarför Guðrúnar Jónasdóttur, systur Jóhannesar úr Kötlum. Hún andaðist á hundraðasta og öðru aldursári. Ég hafði heimsótt hana á hundraðasta og fyrsta afmæli hennar. Þegar ég ætlaði að minnast á eigin aldur greip gamla konan fram í fyrir mér: Þú þarft ekki að segja mér neitt um það, Ragnar minn, ég stóð á tvítugu þegar ég hjálp- aði mömmu minni að taka á móti þér í Ljárskógaseli. Ég er núna hundrað og eins árs, þá hlýtur þú að vera áttatíu og eins. Þú ert þá fœddur í Ljárskógaseli. Ertu afbreiðfirskum œttum? Já, í föðurætt, en í móðurætt er ég Austur-Húnvetningur. Móðir mín var Alvilda Bogadóttir Sigurðssonar frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Bogi, afi minn, byggði fyrstur manna í Búðar- dal, setti þar upp verslun, en hafði áð- ur verslað í Skarðstöð á Skarðströnd í Dölum. Ég á margt ættmenna í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hvað segir þú mér af föðurætt þinni? Faðir minn hét Þorsteinn Gíslason. Hann var fæddur og uppalinn f Stykk- ishólmi, en faðir hans var ættaður ffá Móabúðum í Eyrarsveit. Langafi minn var Þorsteinn í Móabúðum, frægur formaður, sem fórst í sjóróðri á gam- alsaldri. f vísu um hann segir: Ut á sjófer áræðinn oft með kjóa súða. Þykir nógu þaulsœtinn Þorsteinn Móabúða. Ég á ættfólk í Grundarfirði, Ólafs- vík og á Sandi, en veit fátt um það. Ég hef aldrei grúskað í ættfræði. Voruð þið mörg systkinin? Við vorum sex alsystkin, en áður en móðir mín giftist föður mínum hafði hún verið gift Rögnvaldi Magnússyni vestur í Saurbæ. Hann dó úr berklum eftir eins árs hjúskap. Þau áttu einn son, Magnús, sem ólst upp með okkur í Ljárskógaseli. Þar fæddust við hin. Hvernig voru húsakynni í Ljár- skógaseli? Þótt Ljárskógasel væri tvíbýli var þar aðeins einn lítill torfbær. Það vom tvær baðstofur, en þiljað milli þeirra með einföldum panel. Þetta vom öll húsakynnin. í hinni baðstofunni bjuggu Jónas Jóhannesson og Hall- dóra Guðbrandsdóttir, foreldrar Jó- hannesar úr Kötlum og Guðrúnar, en þau hjónin ólu líka upp tvær telpur, Friðmeyju Guðmundsdóttur og Jens- ínu Sigurjónsdóttur. Önnur var ári eldri en ég hin jafngömul mér. í þess- um litla bæ vomm við ellefu krakk- amir. Stundum hefur verið kátt í koti. Já, svo var. Ég man fýrst eftir mér frostaveturinn mikla 1918. f bæjar- hólnum myndaðist spmnga, djúp rifa. Ég var þá fjögurra ára gamall og freistaðist til að gægjast niður í rifuna til þess að reyna að sjá ljóta karlinn. Þar var bara myrkur og aldrei þorði ég að stinga hendi niður í rifuna, þótt ég væri manaður til að gera það. Var mikill samgangur milli baðstof- anna? Samkomulagið milli heimilanna var ákaflega gott. Ég og systkini mín vor- um eins mikið inni í baðstofu hjá Halldóm og okkar megin. Ég held að við höfum borðað og dmkkið eins oft hjá Halldóm og hjá Alvildu mömmu minni. Þetta var í rauninni eitt heimili. Jóhannes hefur verið ykkur allmikið eldri? Já, hann var fæddur ár- ið 1899 og var því fjórtán árum eldri en ég. Þegar ég fer að muna eftir hon- um hafði hann verið einn vetur í Alþýðuskólanum í Hjarðarholti. Þegar Jó- hannes var heima að vetri til kallaði hann okkur krakkana saman á kvöld- in og lét okkur syngja. Við urðum barnakór og Jóhannes kenndi okkur fjölda af lögum og text- um. Ekkert hljóðfæri var til í Selinu, en hann gekk hart eftir því að við fær- um rétt með lög og texta. Þegar fullorðna fólkið hafði lagt sig í rökkrinu sungum við og sungum tímunum saman. Þótt því hafi víst ekki orðið svefn- samt, amaðist enginn við þessu. Um þessar mundir minnist ég þess að pabbi átti rauðan klár sem var eindæma gæðingur og frægur um alla Dali. Hann var kallaður Steina- Rauður og margir vildu kaupa hann, en hversu hörð sem fátæktin svarf að kom aldrei til mála að selja Rauð. En svo kom auðvitað að því að Rauð- ur varð aflóga hró. Þá fékk pabbi Jón bónda í Ljárskógum fram í Sel til að skjóta Steina-Rauð. Jón var orðlögð skytta. Við krakkarnir vorum lokuð inni í bæ, en aftak- an fór fram að húsabaki. Ég hef líklega verið fimm ára og ég man vel að pabbi grét um kvöldið, þegar hann var kominn inn í baðstofuna. Jóhann- es hefur þá verið tæplega tvítugur og eflaust borið eitthvað við að yrkja ljóð. Pabbi bað hann að yrkja eftirmæli eftir Steina- Rauð. Jóhannes gerði það og ég er nokkum veginn viss um að þau eru elstu ljóðið sem til eru eftir Jó- hannes. Og það kvæði hefur aldrei birst á prenti. Það er svona: Þá er liðinn lífs þíns dagur, listaklárinn Rauður minn. Nú er aðeins auðnarbragur, eftir hér við stallinn þinn. Þó er eins og yfir svífi, enn og hljóti að minna á þig. Þættimir úr þthu lífi, þeir er kœrast glöddu mig. íþér tröllatryggðirfann ég, titra við þinn hófadyn. Ástir þihar allar vann ég, átti hvergi betri vin. Þegar dapur dauðans broddur dundi á kafí enni þitt. Fannst mér kaldur feigðaroddur fara gegnum hjarta mitt. Samt f anda ég sé þig fara, sólarmegin hels við lín. Handan yfir á mig stara, augun fagurbrúnu þfn. Jóhannes afbragðskennari Gekkstu {bamaskóla? Já, fyrst tíu ára gamall. Bamaskól- inn var þá einn mánuð í Búðardal og þar var ég hjá afa mínum. Skólinn var farskóli, haldinn á ýmsum bæjum í Laxárdalshreppi. Ég var annan mánuð Snautuðumst við þá brott heldur skömmustu- legir. Á eftir kallaði skólastjóri okkur saman. Menntamálaráðherrann, Jónas Jónsson ífá Hriflu, sendi okkur þau boð að ef við ekki tækjum prófin yrði okkur ekki leyfð innganga í nokkurn skóla, sem styrktur væri af opinberu fé. Nokkmm árum síðar þegar ég og nokkrir aðrir úr Reykja- skóla hugðum á inn- göngu í Kennaraskólann, spurðum við Freystein Gunnarsson, sem þá var orðinn skólastjóri þar, hvort þessi orð stæðu. „Við skulum láta sem þessi orð ráðherrans hafi aldrei verið sögð“, svar- aði hann. Þegar Jóhannes úr Kötlum var heima að vetri til kallaði hann okkur krakkana saman á kvöldin og lét okkur syngja. á Spágilsstöðum. Átta vikna kennsla var á vetri hverjum ffam að ferming- araldri. Síðasta veturinn minn í bama- skólanum var Jóhannes úr Kötlum kennari okkar. Hvemig lét Jóhannesi kennslan? Hann var afbragðsgóður kennari og skemmtilegur. Hann sagði okkur fjöl- margt utan kennslugreinanna. Srðan fermdist ég í Hjarðarholti. Hvað tók þá við? Ég fór í Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði og var þar tvo vetur. Voru þar margir nemendur? Kringum þrjátíu í tveim bekkjar- deildum. Séra Jón Guðnason, sem verið hafði prestur á Kvennabrekku í Dölum var þar skólastjóri. Auk hans vom tveir aðrir kennarar. Annar var Helgi Valtýsson, sem hafði dvalist lengi í Noregi, viðfelldinn maður, margfróður og laginn kennari. Hann las snilldarlega vel upp. Mér er enn í minni upplestur hans á kvæðunum Hvarf séra Odds á Miklabæ og Mess- unni á Mosfelli, eftir Einar Benedikts- son. Þessi löngu kvæði kunni hann ut- an að. Hinn kennarinn var Helgi Tryggvason. Hann hafði dvalist um skeið við nám í Englandi. Hann hafði að nokkru nýjar kennsluaðferðir, en það dró dilk á eftir sér. Nú? Á enskuprófi okkar upp úr fyrsta bekk var Halldór Júlíusson, sýslumað- ur á Borðeyri, prófdómari. Hann var óþjáll maður og stirðlyndur. Prófið var bæði munnlegt og skriflegt. í munn- lega prófinu spurði Helgi okkur ým- issa spuminga um málfræði og annað, en Halldór fór þá að grípa ffam í fyrir honum. Þegar ég var uppi var ég beð- inn að beygja sögnina „to do“. Mér tókst það, en stamaði þó aðeins. Hall- dór brást illur við og sagðist efast um að kennarinn kynni að beygja sögnina. Við nemendur reiddumst mjög þessari móðgun við kennarann okkar. Við neituðum ef til vill í nokkurri fljót- fæmi að taka fleiri próf hjá Halldóri. Á eftir fór margra daga rifrildi. Jón skólastjóri pantaði viðtal í síma við Freystein Gunnarsson, fræðslumál- stjóra. Sími var aðeins einn til í skól- anum. Hann var frammi á gangi. Þar söfnuðumst við nemendur saman þeg- ar viðtalið átti að fara frarn. Séra Jón hóf samtalið á því að spyija Freystein hvort þeir gætu ekki ræðst við á þýsku. Freysteinn játti því. „Samviskan er svört á litinn..." Meðal annarra orða, hve langt er frá Ljár- skógaseli til Ljárskóga? Ljárskógasel er byggt langt frammi á heiði í landi Ljárskóga. Frá Sel- inu munu vera um tíu kó- lómetrar niður að Ljár- skógum, sem standa við Hvammsfjörð. Heimilis- fólkið þar var fýrsta fólk- ið af öðrum bæ sem ég kynntist. Þekktir þú Jón frá v Ljárskógum? Ég er nú hræddur um það. Við Jón vomm jafn- gamlir og skólabræður í bamaskóla, farskólanum í Laxárdal og fermingar- bræður í Hjarðarholts- kirkju. Síðar þegar Jón var orðinn stúdent og að hefja nám í Háskólanum unnum vð tvö sumur saman í vegavinnu. Hvað segir þú mér af Jóni? Hann var sérstæður maður. Hann byrjaði snemma að yrkja vísur og varð gott skáld. í vegavinnunni sendum við hvor öðmm vísur. Hann stakk sniddu, en ég hlóð kanta. Það var skammt á milli okkar og við sendum vísur á pappírssnepl- um. Til siðs var að það væm eingöngu skammarvísur. Ég var löngum í rauðri skyrtu og með græna alpahúfu. Þá barst mér þessi vísa: Grœna húfan, skökk og skitin, skyrtu djöfuls tuskan rauð. Samviskan er svört á litinn, en sálin fyrir löngu dauð. Eitt sinn vomm við að spila vist og einn spilamanna var Sigvaldi bróðir minn, sem einnig var í vegavinnu. Mótspilari Jóns sagði hálfsóló svo Jón varð að sitja hjá. Hann greip bréfmiða og hripaði upp í skyndi og sýndi okk- ur þegar spilið var búið: Situr þú með sveitta kinn, svíkur lit í hundvistinni. Alltafsami afglapinn, óþokkinn og fanturinn. Blessunin hann bróðir þinn, blygðast sín affrœndseminni. Skil ég nú að skaparinn skóp þig víst í bræði sinni. Svona var skáldskapurinn þá. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.