Alþýðublaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 8
Jt
Alla daga
frá Stykkishólmi
kl. 10.00 og 16.30
Frá Brjánslæk
kl. 13.00 og 19.30
Bókið bíla meö
fyrirvara í síma
MMÐUBIIDID
Alla daga
Frá Stykkishólmi
kl. 10.00 og 16.30
Frá Brjánslæk
kl. 13.00 og 19.30
Bókið bíla með
Fimmtudagur 1. ágúst 1996
113. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Ólafur Ragnartekur við embætti forseta íslands í dag. En hvernig forseti verður hann?
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins
Þjóðin mun sameinast
um forsetann
Menntun Ólafs Ragnars, starfs-
reynsla hans innan lands og erlendis,
er hvort tveggja til þess fallið að vera
góður undirbúningur í starf forseta Is-
lands. Það er því engin ástæða til að
ætla annað en Ólafur Ragnar gegni
starfi forsetans af þeim myndugleik
sem til þarf. Hann hefur í veganesti
mikið fylgi meðal almennings á ís-
landi, eins og kosningaúrslitin leiddu í
ljós. Þjóðin mun sameinast um forset-
ann. Efasemdir um að þjóðin sé sundr-
uð eftir kosningamar og nái ekki að
sameinast að baki forseta eru að mínu
mati með öllu tilefnislausar. Ég óska
þeim hjónum velfarnaðar í starfi á
Bessastöðum.
Anna Einarsdóttir verslunarstjóri
Öðruvísi forseti en Vigdís
Hann getur áreiðanlega orðið góður
forseti, en hann verður allt öðruvísi
forseti en Vigdís.
Magnea Örvarsdóttir ritstjóri
Mun hvergi misstíga sig
Nýjar skoðanakannanir sýna að 75
prósent kjósenda eru ánægðir með
valið og sú tala á eftir að fara hækk-
andi. Olafur er greindur maður og
slyngur og mun sinna þessu embætti
með mikilli prýði og hvergi misstíga
sig.
Úlfar Þormóðsson rithöfundur
Vona að hann verði ekki
eins og ég held
Ég vona að hann verði ekki þess-
lags forseti sem ég held að hann verði.
Birgir Dýrfjörð
þinglóðs Alþýðuflokksins
Trúi að hann muni falli
í freistni
Hann mun kappkosta að fella sig að
umhverfinu og vera prúður og allra
hugljúfi í næstu fjögur ár og leitast
þannig við að tryggja endurkjör sitt. A
næsta kjörtímabili gæti ég trúað að
hann félli í þá freistni að veifa þeim
trjám, sem tryggja honum einhverjar
línur í íslandssögunni, og fremur
röngum en öngum.
Hallur Hallsson
framkvæmdastjóri
Treysti því að hann verði
góður forseti
Ég trúi því og treysti að hann verði
góður forseti. Ég tel enga ástæðu til að
ætla annað en honum takist að sam-
eina þjóðina að baki sér og óska hon-
um velfamaðar í starfi.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
leikkona
Sakna hans úr pólitíkinni
Það eina sem ég get sagt er að ég
sakna hans úr pólitíkinni.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
stjórnmálafræðingur
Á ekki að verða arftaki
Danakonungs
Ólafur Ragnar er mjög fyrirferðar-
mikill maður, ákveðinn, fastur fyrir,
kemur virðulega fram, á frambærilega
konu. Þannig að hann hefur ýmsa eig-
Gróa Guðnadóttir saumaði kjóla á
Halldóru Eldjárn og Vigdísi Finn-
bogadóttur og hefur nú lokið við
að sauma viðhafnarkjól á Guðrúnu
Þorbergsdóttur.
inleika sem geta prýtt góðan þjóð-
höfðingja. En óneitanlega læðist að
sumum sá grunur, eftir að hafa fylgst
með atburðarás síðustu daga, að hann
gæti þess ekki nægilega vel að halda
tildri, pijáli og hégómaskap í skefjum
í embætti. Ég vona að hann átti sig á
því að þjóðin vill að vísu virðulegan
þjóðhöfðingja en ekki einhvers konar
arftaka Danakonungs.
Sigurjón Kjartansson og
Jón Gnarr skemmtikraftar
Skemmtilegri forseti
en Vigdís
Sigurjón: Ég held að hann verði frá-
bær forseti. Hálfur bjöminn er unninn
með Guðrúnu Katrínu sér við hlið.
Hann verður líklega skemmtilegri for-
seti en Vigdís.
Jón: Hann verður líflegri.
Siguijón: Þess vegna kaus ég hann
vegna þess að ég bjóst við að hann
yrði litríkari forseti en Vigdís.
Jón: Ég hlakka til að fylgjast með
tvíburunum í Se og hör.
Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur
Hressilegur gustur
Ég'held að það komi hressilegur
gustur með honum í embættið. Það er
ágætt að breyta um stíl með hveijum
nýjum forseta. Hann er það reyndur
maður að ég er viss um að hann á eftir
að sinna starfmu með miklum glæsi-
brag
Ragnar Arnalds þingmaður
Alþýðubandalagsins:
Ég held að Ólafur Ragnar
verði ágætur forseti.
Ég kaus hann með góðri samvisku.
Hann er margreyndur stjómmálamað-
ur, hefur mikla reynslu í erlendum
samskiptum og þau hjónin munu
sóma sér afar vel á Bessastöðum.
Eg held að Olafur Ragnar
verði ágætur forseti
■ Viðhafnarkjóll á
nýja forsetafrú
Indverskt
silki fyrir
Guðrúnu
Katrínu
Gróa Guðnadóttir hefur verið kjóla-
meistari frá árinu 1964 og hefur meðal
annars saumað kjóla á Vigdísi Finn-
bogadóttur og Halldóru Eldjárn, og
hefur nýlokið við að sauma kjól á
Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, hina
nýju forsetafrú íslands.
,,Ég saumaði nokkra kjóla á Hall-
dóra Eldjám, meðal annars kjól sem
hún klæddist í brúðkaupi Svíakon-
ungs. Mér fannst Halldóra Eldjárn
hlédræg og hógvær kona, og það var
ákaflega þægilegt og gott að vera í ná-
vist hennar," segir Gróa. Gróa saum-
aði einnig viðhafnarkjóla á Vigdísi
Finnbogadóttur í embættistíð hennar,
þar á meðal kjól sem Vigdís klæddist í
fyrstu utanlandsferð sinni í embætti og
var það veislukjóll úr kínversku silki,
fölgrænn með litlum rósum.
Gróa fékk þakkarbréf ffá skrifstofu
forseta Islands fyrir vel unnin störf.
,,Ég týndi bréfinu," segir Gróa. „Það
hefur líklega farið inn í tískublað, alla-
vega hvarf það.“ Gróa segist hafa átt
mjög ánægjuleg samskipti við Vigdísi
sem hún segir vera mjög lifandi og
hlýja konu.
Gróa hefur nú nýlokið við að
sauma viðhaínarkjól á Guðrúnu Katr-
ínu Þorbergsdóttur.
„Mér fannst svo frábært þegar írski
forsetinn, Robinson, sagði í viðtali hér
á landi að hún færi aldrei út fyrir land-
steinana án þess að vera í fötum eftir
írska hönnuði. í framhaldi af því sendi
ég Guðrúnu Katrínu bréf, vegna þess
að ég var viss um að þau hjón yrðu
kosin, og sagði að mér yrði heiður að
því að sauma á hana kjól sem hún
gæti klæðst á viðhafnarstundum. Guð-
rún Katrín kom síðan til mín með snið
af kjól. Hún veit allt um saumaskap
enda mikil hannyrða- og listakona.
Hún er einnig stórglæsileg kona, ákaf-
lega alþýðleg í framkomu en um leið
mjög virðuleg" segir Gróa.
Kjóllinn sem Gróa saumaði á Guð-
rúnu Katrínu er úr tvíofnu indversku
silki, gulllitaður og rauðmynstraður,
lagður silkiböndum með örmjóum 24
karata gullböndum beggja vegna við.