Alþýðublaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 s k o ð u n ■ Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar um sameiningarmál á vinstri væng Alþýðubandalagið í hlutverki íhaldsins Alþýðubandalagið hefur tekið að sér það hefðbundna hlutverk íhaldsins að standa vörð um óbreytt ástand á flestum sviðum. Það er varla til svo myglað kerfi úr fortíðinni að þar sé ekki reynt að verjast. IGarðar fellur því miður í sömu gryfjuna og margir vinstrimenn. Hann er duglegur við að sálgreina fortíðina, botnar lítið í samtíðinni og sér framtíðina í þoku. Sagt hefur verið að ein helsta or- sök íhaldsseminnar sé skortur á ímyndunarafli og er vel hægt að trúa því, en þá kemur spurningin: hvað er íhaldssemi? Vanalegt svar er: að halda í það sem er, varðveita ríkj- andi ástand sem mest óbreytt. And- stæðan er svo krafa um breytingar. Þannig er hefðbundin staða hægri og vinstri manna. Vinstri menn vildu um- tuma því sem hægri menn vildu kyrrt. Þetta sýnist nú hafa breyst og það svo að „íhaldsmenn" hafa barið bumbur og krafist þjóðfélagsbreytinga, en „- vinstri menn“ hafa snúist til vamar og tekið að sér hið hefðbundna hlutverk íhaldsins. Af þessum ástæðum meðal annars hafa hugtökin hægri, vinstri glatað að nokkru sinni fyrri merkingu. Hér verður þó reynt að nota þau á hefðbundin hátt. Smávegis um fortíðina að hætti vinstri manna: Sem flestir vita skiptist hreyfmg sósíalista í tvö alþjóðasam- tök, sósíaldemókrata og kommúnista. Á Norðurlöndum voru sósíaldemó- kratar svo öflugir að þeir gátu lagt gmnn að þjóðfélögum sem -orðið hafa fyrirmyndir annarra. Þetta gerðu þeir í samvinnu við hreyfingar verkalýðs og samvinnumanna. Hér var afturámóti stríð milli fyrrgreindra aðila, því kommúnistar urðu hér snemma öflug- ir. Forystumenn þeirra vom um margt hæfari áróðursmenn en foringjar Al- þýðuflokksins, auk þess sem Alþýðu- flokkurinn var duglegur að losa sig við suma helstu leiðtoga sína. Báðir aðilar leituðu sitt á hvað eftir stuðn- ingi „íhaldsins“ í þessu stríði auk sam- bands við erlenda valdhafa. Af þess- um ástæðum snerist „vinstri pólitíkin" hér á landi svo mjög um utanríkismál eða alþjóðapólitík að okkar eigið þjóðfélag nær gleymdist stundum í hasamum. „Vinstri menrí* urðu því áhrifaminni hér en annars staðar á Norðurlöndum og hér varð ekki til velferðarsamfélag líkt því sem þróað- ist þar. Alþýðubandalagið í hlutverki íhaldsins Þessu stríði ætti nú að vera löngu lokið því forsendumar em brostnar, en það er öðru nær. Alþýðubandalagið hefur tekið að sér það hefðbundna hlutverk íhaldsins að standa vörð um óbreytt ástand á flestum sviðum. Það er varla til svo myglað kerfi úr fortíð- inni að þar sé ekki reynt að veijast. Þá minnir þjóðemisstefnan þar stundum á „nasjónalsósíalisma" svo gæfuleg stefna sem það nú er. Þá er Vikublað- ið til dæmis enn skrifað í anda pólit- ísks rétttrúnaðar í stíl kommúnismans, samkvæmt gömlu ritúali. I blaðinu 26. júlí síðast liðinn segir til dæmis að „verkalýðshreyfingin sé pólitískt steindauð" og rökin: Vikublaðið reyndi að selja nokkmm verkalýðs- kontómm áskrift en fékk neitun og blaðið segir af þessu tilefni: „Verka- lýðsfélag sem veltir mörgum tugum milljóna króna getur ekki keypt áskrift að blaði sem er sprottið úr jarðvegi verkalýðsstjórnmála". Ætli blaðið teldi „verkalýðshreyfinguna" pólitiskt lifandi hefði kontórinn keypt áskrift- ina? Og enginn efi varðandi „verka- iýðsstjórnmálin". Adressa þeirra er á Vikublaðinu. Hér mætti auka við pistli um verkalýðsfélög og verkalýðspólit- ík, en rúmsins vegna er því sleppt. Alþýðubandalagið ætti að hafa burði til forystu um áðumefnda sam- einingu eða gerast öflugur flokkur nú- tíma félagshyggju, en hefur afsalað sér hlutverkinu með því að gerast mál- svari fortíðar gegn nútímanum. í ljósi sögunnar ætti Alþýðuflokkurinn ekki síður að vera í stakk búinn fyrir þetta hlutverk og málgagn hans er þrátt fyrir allt ólíkt líflegra en Vikublaðið. En einnig hann afsalar sér hlutverkinu með því að boða útópíska trú á sælu- ríki Evrópusambandsins. Þótt við sé- um Evrópumenn og viljum vonandi tilheyra Evrópu þá hefur Evróputrú- boð flokksins ekki gert annað en firra flokkinn þátttöku í réttlætisbaráttu hér innanlands. Kvennalistinn er stundum nefndur í umræðunni um margnefnda sameiningu, en hann hefur kosið að fremja póhtískt sjálfsmorð með því að boða trúarbrögð sem kallast femínisti í stað þess að gerast málsvari heimil- anna í landinu. Niðurstaðan er sú að þessir þrír flokkar eru í reynd allir óhæfir til að gegna því hlutverki að „sameina vinstri menn“, hvort sem þeir eru sam- einaðir eða sundraðir. Forysta þeirra yrði að víkja fyrir öðrum eða skipta um forrit í höfðinu á sér, ætti einhver von að vakna um það. „Hreyfing Jó- hönnrí* sýndi á sínum tíma áhugann og þörfma fyrir nýtt pólitískt afl en allt var það drepið í fæðingu af gömlu flokksfólki, en flokksstjómir virðast ekkert hafa af því lært. Gryfja vinstri manna Vikublaðið er afburða lélegt blað og skilningsleysi skrifara þess nánast sorglegt. Mér barst í hendur eintak frá 26. júlí síðast liðnum þar sem birt er löng grein eftir Garðar Vilhjálmsson og nefnist hún Jafnaðarstefna-Frjáls- hyggja- Samfélagshyggja, en hún varð kveikjan að þessum skrifum. Garðar tilheyrir líklega „hinni nýju stétt“ sem oft talar nú í nafni verkalýðshreyfing- ar, samanber hagfræðinga A.SÍ. Hann er kynntur svo í blaðinu: „Höfundur er stjómmálafræðingur með meistarapróf í opinberri stjómsýslu og stefnumót- un. Hann er formaður A.B.K. og skrif- stofustjóri Iðju, félags verksmiðju- fólks“. Það er rétt hjá Garðari að uppbygg- ing vestrænna þjóðfélaga eftir stríð var að miklu leyti byggð á hugmynda- fræði jafnaðarstefnunnar, þó í minna mæli hér en til dæmis annars staðar á Norðurlöndum. Við þekkjum hins vegar samráðskerfin sem byggjast á samráði ríkisvalds, samtaka atvinnu- rekenda og launafólks og vitum að þannig var „utanaðkomandi sérfræð- ingum miðstýrðra samtaka hleypt að hagstjóm þjóða" í trausti þess að frið- ur héldist í samfélaginu, það er til að forðast óæskilegar kröfur. Þá er ekki síður rétt að „ástæða þess að fólk kýs yfir sig fijálshyggju er að stómm hluta sú að fólk ber ekki traust til stofnana samfélagsins", því sannarlega hafa sumar opinberar stofnanir brugðist væntingum fólks og þörfum og jafn- vel hlutverki sínu og „stofnanir verka- maður sjónvarps- og fjarskiptatækja kemur hann til ungs manns sem kær- astan hefur yfirgefið. Kunningsskapur tekst með þeim og fara þeir saman út að skemmta sér á kvöldin - en ekki er allt sem sýnist. Viðgerðarmaðurinn hefur ekki getað haldið starfi og geng- ið undir ýmsum nöfnum. Brátt fær lýðshreyfingar hafa lotið sömu örlög- um“. Hér mætti bæta „félagshyggju- flokkunum" við. Garðar eyðir miklu rúmi í frjáls- hyggjuna og víst er að frjálshyggjan sem útópía er dauðadæmd eins og aðr- ar útópíur og skefjalaus og heimskt kapphlaup um auð og ofursæld getur tortímt lífríkinu. Það verður aldrei sátt í heiminum um grófan mismun lífs- kjara. Besta ráðið til friðar er því að jafna lífskjör og önnur réttindi. Eg er þó ekki sammála öllu sem Garðar seg- ir um frjálshyggju, þótt hér sé ekki rúm til að rekja það allt. I kommún- ismanum var mikill siður að bölva „markaðsöflunum" og telja þau ímynd hins illa. Andstæðan var opinber rekstur, en það er einmitt hann sem hefur brugðist. Fólk hefur séð að „þjóðnýting" er sjaldan í þágu þjóðar- innar, heldur valdhafanna. Fólk vill ekki völd stjórnmálamanna á öllum sviðum og treystir þeim illa. Markaðs- verslun er til dæmis vinsælli en opin- ber verslun því hún er lýðræðislegri og leggur meiri áherslu á frumkvæði og persónufrelsi. Markaðsviðskipti með frjálsri samkeppni leiða þannig stundum til betri lífskjara en opinber rekstur. Markaðurinn og samkeppnin eru góð þar sem þau virka, en því fer ljarri að þau virki allsstaðar. Við lifum í kapítalískum heimi þar sem mark- aðsviðskipti eru ríkjandi og verðum að taka þátt í þeim og standast sam- keppni. Við setjum þó ekki heilbrigð- iskerfið á markað þar sem lækning fæst aðeins gegn greiðslu eða skóla- kerfi þar sem enginn fær menntun nema kaupa hana og eins er með hús- næðiskerfi, þar sem enginn getur tryggt sér húsnæði nema eiga peninga. Þá hefur viðskiptatækni vaxið svo ótt að ráðamenn ná vart að koma þar böndum á, þrátt fyrir fjölþjóðleg sam- tök. Þetta er félagshyggjumönnum víða orðið ljóst og hafa því breytt stefnu sinni í samræmi við það. Ymsir hafa þó fallið á því prófi, meðal ann- hennar, 22.-28. maí í sumar. Há- spennumynd er hún, afsprengi tíunda áratugarins, þótt hún sé endurgerð sjónvarpsmynd frá sjöunda áratugnum af toga Bond-myndanna. Söguhetjan er í bandarísku leyniþjónustunni, CIA, sem starfsvettvangur er haslaður utan lands. Hefst myndin í Prag, þar sem arra breski Verkamannaflokkurinn sem mátti þola stjómarandstöðu kjör- tímabil eftir kjörtímabil, uns hann hafði vit á að breyta stefnu sinni og velja sér nýja forystu. Síðast er ég vissi lafði Major á einu atkvæði. Eg tel því ekki að frjálshyggjan sé alvond, jafnvel að hún hafi á sumum sviðum verið nauðsynleg. Ekki vegna þess að ég sjái hana fyrir mér sem framtíðarform mannlegs samfélags, heldur vegna þess fyrst og fremst hve hún hefur ýtt harkalega við mönnum og krafið þá um endurskoðun og end- urmat. Þeirri kröfu verða meðal ann- ars félagshyggjumenn að svara en ekki með því að ganga afturábak. Þama er komið að vanda íslenskra fé- lagshyggjumanna. Þeir hafa reynst ófærir um að mæta frjálshyggjunni Iflct og breski Verkamannaflokkurinn. Ætla mætti að maður með menntun Garðars Vilhjálmssonar hefði fram að færa einhveijar hugmyndir eða tillög- ur varðandi stefnumótun fyrir félags- hyggjumenn samtímans að vinna eftir, en því er ekki að heilsa. Hann telur að vísu upp nokkur almenn atriði svo sem jöfn tækifæri, meiri samvistir, betri menntun, heilsuvemd og vinnu fýrir alla, baráttu gegn vímuefnum og hreint loft. Þetta er svo sem gott og blessað en varla þarf meistarapróf í stefnumótun til þess arna. Ekki orð um sjávarútveg, landbúnað, verslun, iðnað eða til dæmis húsnæðismál sem nú brenna á fólki. Ekkert um opinber- ar stoíhanir sem „fólk ber ekki traust til“ og hann segir þó að eigi að vera í „sífelldri þróun". Garðar fellur því miður í sömu gryfjuna og margir vinstrimenn. Hann er duglegur við að sálgreina fortíðina, botnar lítið í sam- tíðinni og sér framtíðina í þöku. Hve- nær ætla þessir menn að setja fram hugmyndir um til dæmis „félagsvæð- ingu“ sem valkost á móti hreinni „fijálshyggju". Hvenær? ■ leysi sitt tekst hún margt á hendur, meðal annars innbrot inn í tölvumið- stöð bandarísku leyniþjónustunnar í Langley, en það er ekki heiglum hent. (Ábendinga er leitað í Rififi). Mynd þessi hefur öllu léttara yfirbragð en Bond-myndimar og mun ætluð yngri áhorfendum - öðrum fremur. ■ Enn farið á kostum Stjörnubíó: Kaplagaurinn ★★★★ Aðalleikendur: Jim Carrey, Matt- hew Broderick, Leslie Mann Jim Carrey bregst ekki væntingum ungu kynslóðarinnar. Sem viðgerðar- Kvikmyndir | Haraldur Jóhannsson hagfræðingur skrifar kunningi hans meira en nóg af uppá- tækjum hans, en reynist ekki auð- hlaupið að losna við hann. Nær hvert atvik er með ólíkindum og þau skop- leg, þótt mismikið reyni á hlámrtaug- arnar. Öðrum þræði er mynd þessi sýnilega ætlað að vera aldarspegill og að nokkm sakir þess kann hún að vera fjölær. Sonur Bonds? Bíóborgin: Mission Impossible ★★★ Aðalleikendur: Tom Cruise, Jon Voight Aðsóknarmet varð að mynd þessari í Bandaríkjunum fyrstu sýningarviku CIA-flokkur bíður afhroð sakir svika eins meðlima hans. Er söguhetjan grunuð um svikin. Til að sanna sak-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.