Alþýðublaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 7. ágúst 1996 115. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
■ Hljómsveitin Norðanpiltar æfir grimmt fyrir árlega
sumartónleika í Deiglunni
Krossfestir
-einu sinni á ári
- segir Guðbrandur Siglaugsson
Norðanpiltur, sem er staddur í æf-
ingabúðum á Akureyri
„Hljómsveitin Norðanpiltar kom fyrst
fram í júní 1990. Þá vorum við tilbúnir
með pottþétt tveggja tíma prógramm,
því við höfðum æft strangt í gamla
bamaskólanum á Akureyri. Allir erum
við frá Akureyri - Kristján Pétur Sig-
urðsson og Jón Laxdal þekkjast reyndar
írá Reykjavík og eru þessvegna alltaf að
drekka te. Fljótt vom örlög okkar ráðin,
því æfingarnar í bamaskólanum vom
þvílíkt sældarlíf. Við vomm alltaf hálf-
fullir - og það hélt okkur við efhið.
Við æfðum mikið á meðan við bjugg-
um allir fyrir norðan, vorum afskaplega
iðnir verð ég að segja, en síðan ég flutti
útá land fyrir þremur árum hafa æfmg-
amar ekki verið margar. En fyrir hvert
gigg fömm við í einskonar æfmgabúðir;
rennum prógramminu einu sinni eða
tvisvar á dag. Sumartónleikamir í Deigl-
unni verða næsta laugardag og þess-
vegna hef ég verið héma á Akureyri í
fjóra daga. Æfmgabúðimar em strangar;
þolfimi og allt þetta, hvað það nú heitir.
Engir ljósabekkir, því einsog allir vita er
alltaf gott veður á Norðurlandi.
Þegar við komum fyrst ffam var heil-
mikið að gerast í tónlistarlífi á Akureyri,
menn flykktust útúr skúranum. Við vor-
um ansi duglegir að koma fram; svo
vom haldnir í Dynheimum stórir minn-
ingartónleikar um Steinþór í Fræbblun-
um. Enginn átti von á margmenni,
kannski velviljuðum vinum, en við troð-
fylltum húsið. Uppúr því varð Hring-
leikahús Akureyrar til; fjöldi hljóm-
sveita frá Akureyri og ein frá Húsavík
héldu tónleika vítt og breitt um Norður-
land... það var heilmikill sirkús. Sem
yfirleitt vakti lukku, en það var nú mis-
jafnt hversu margir sýndu þann áhuga á
okkur að drffa sig á konsert. Til dæmis
mættu örfáar hræður í Skagafirði. Sem
þótti nokkuð gott; ég hef verið á böllum
í Miðgarði, þar sem enginn kom. Ekki
einn einasti maður.“
En þið hafið vakið lukku víðar en í
Skagafirði...
„Norðanpiltar em heilmikið forffam-
aðir; árið 1994 fómm við í tónleikaferð
til Englands og spiluðum vítt og breitt
um London og í Colchester. Það er stór-
skemmtilegur bær, sem geymir leifar frá
Normannatímabilinu, svo okkur fannst
mjög við hæfi að spila á þvílíku menn-
ingarsetri. Þó hljómsveitin sé bráð-
skemmtileg verður að viðurkenna þá
sorglegu staðreynd að þetta er dálítil
menning sem við emm að fást við. Jak-
ob Frímann og Ragnhildur Gísladóttir
drógu einhvem mann inní æftngahús-
næðið okkar, og sá var víst fram-
kvæmdastjóri listahátíðar í Colchester.
Hann heillaðist og feijaði okkur til Eng-
lands með pompi og prakt. Við spiluð-
um í kirkju í þessum fallega bæ, á loka-
kvöldi listahátíðarinnar, og fyrst við
vomm komnir á þetta land tróðum við
upp víðsvegar í London.“
Og vegur Norðanpilta hefur vaxið
stöðugt síðan þá?
„Já, auðvitað var haldið áfram, og
síðan höfum við spilað í Deiglunni á
Akureyri í ágúst á hverju ári. Alltaf
sama prógrammið. Og sama fólkið
kemur að hlusta á okkur. En tónleikamir
vekja talsverða lukku, svo eitthvað
stækkar hlustendahópurinn; fólk kemur
utanað landi núorðið til þess að heyra í
okkur. Og við laumum sosum að einu
o'g einu nýju lagi.
Hljómsveitin er mjög sjónræn. Við
emm þrír, þaraf tveir með gítara ffama-
ná sér. Jón er ekki með gítar en dansar
mikið, það er rétt að við hinir getum
stigið einföldustu spor með hljóðfærin í
fanginu. Fyrir framan okkur höfum við
grind með textunum - þó við séum bún-
ir að troða upp hundrað sinnum kunnum
við ekki textana og þurfum að hafa þá
fyrir framan nefið á okkur, í stórri
möppu. Mappan er reyndar týnd, þannig
að það er aldrei að vita nema hljóm-
sveitin sé hætt. Eg hef verið sveittur
heima síðustu þtjár vikumar, að róta í
drasli og reyna að finna uppköst að text-
unum. Síðast vomm við með möppuna
á tónleikum á Listahátíð í júní, en hún
hefur ekki sést síðan. Það er sosum
kominn tími á að semja nýja texta og
ætli við neyðumst ekki til þess ef mapp-
an finnst ekki.
Ég held ég sé ekkert að ljúga, þegar
ég segi að textamir okkar séu - eða hafi
verið, finnist mappan ekki - prýðilegir.
Þegar fólk hefur hlustað á okkur í mörg
ár syngja sömu lögin, lærir það að meta
kveðskapinn. Annars erum við ansi
skýrmæltir; eitthvað annað en þessi
tyrkneska söngkona sem þeir dubbuðu
uppí Næturdrottningu hjá Islensku óper-
unni í vetur, og létu syngja á íslensku.
Ég skildi ekki orð af þvf sem hún
sagði."
Ykkur hefur ekki dottið í hug að taka
eitthvað uppá band, svona ef textamir
skyldu allir týnast?
„Við tölum um það í hvert einasta
skipti sem við hittumst að taka upp -
bara á venjulegt segulband. Það hefur
ekki orðið, svo aðeins er til ein upptaka
sem er sérstaklega vond, tekin upp í
steinhúsi í Vesturbænum fyrir margt
löngu. Svo á jú Ríkissjónvarpið aðra
upptöku, sem er off spiluð þegar það er
stutt hlé í dagskránni. Ein mínúta tutt-
uguogfjórar sekúndur skilst mér.
Allir semjum við ljóð og texta, en
lagasmiðimir em tveir, ég og Stjáni Pét-
ur. Jón er ekki mjög mikill tónsmiður.
Hver semur í rauninni fyrir sig, þó hinir
taki undir - þetta er jú samæfð hljóm-
sveit. Einu sinni vom Norðanpiltar fjór-
ir; við vomm með bassaleikara, sem
hefur lent í ýmsu og síðast lenti hann á
sjó, og við höfum lítið séð af honum
síðan.“
Og þú hefúrgefið út sjö Ijóðabœkur?
, Já, þær hef ég skrifað, vélritað, sett
upp, stundum ljósritað, annars fjölritað
SOtSDANMl.TAR I
KORÐAWlUAílj
SVXiJANPIiT*'-'. j
NORaA.NTlLTASl
sohdaSpí ltar
.SVWiWA/t
Guðbrandur, Jón Laxdal og Krist-
ján Pétur, Norðanpiltar: Þó hljóm-
sveitin sé bráðskemmtileg verður
að viðurkenna þá sorglegu stað-
reynd að þetta er dálítil menning
sem við erum að fást við.
j ■ Verslunarmannahelgin
| 89 óhöpp í
i umferðinni
eða silkiprentað. Svo hef ég límt þetta !
og pakkað... og á mikið til á lager. Ég I
er afskaplega lélegur sölumaður. Einu I
sinni reyndi ég að selja - og þá rauk j
jtetta auðvitað út, en það var svo leiðin- j
leg vinna, að ég ákvað að varðveita :
bækumar heldur á lager.
Þarað auki er ég að vinna að endur- !
minningum manns, sem ólst upp í inn- j
bænum á Akureyri og fluttist síðan upp- j
að Barnaskóla íslands. Hefur komið j
víða við. Maðurinn er golfleikari og j
fyrrverandi bikarmeistari í billjarð, og :
hefur troðfyllt Miðgarð. Við höfum enn '
ekki haft tíma til þess að setjast al- !
mennilega við, en þetta er í bígerð. Þess j
á milli vinn ég í skiltagerð. Ég flutti útá I
land [til Reykjavíkur] fyrir þremur ámm j
síðan; það er sosum huggulegra heldur- j
en í höfuðborginni fyrir norðan. Það j
liggur fyrst og fremst í fjöldanum. í •
Reykjavík em fleiri, því er ekki hægt að !
neita.“ j
Ertu geysilega spenntur fyrir tónleik- j
unum á laugardaginn? j
„Ég viðurkenni að ég hef ansi gaman j
af þessu, en það er ekki bara gaman. j
Það getur ekki verið gaman að láta •
krossfesta sig einu sinni á ári... við !
höngum þama þrír, einsog þeir héngu á j
Golgata, og svo kemur skríllinn að I
glápa á. Og þessi í miðjunni, hann dans- j
ar mest.
Ég held varla að það geti verið ein- j
hver boðskapur sem við flytjum, einsog •
sá sem dansaði mest á Golgata. Kannski .
helst sá að það geri þetta enginn fyrir !
mann. Þetta spilar sig ekki sjálft.“ I
i
Fjórir hlutu alvarleg meiðsl í um-
ferðarslysum um verslunarmanna-
helgina í ár. Fjórtán urðu fyrir minni
háttar meiðslum, þar af voru meiðsl
óveruleg hjá nokkrum. Alls skráði
lögregla 89 umferðaróhöpp um helg-
ina, þaraf voru 29 í Reykjavík og
tengjast því tæpast umferð ferða-
manna. Aðeins færri voru teknir
grunaðir um ölvun við akstur í ár en
á síðasta ári eða 66, en voru 73 um
versiunarmannahelgina í fyrra. Um
verslunarmannahelgina 1992 voru
107 teknir grunaðir um ölvun við
akstur. Það var mat lögreglumanna
að eftirlit með ölvunarakstri hefði
verið með mesta móti í ár. Þá bar
töluvert á hraðakstri, meðal annars í
Árnessýslu og í Húnavatnssýslum.
Umferð var talsvert dreifð um landið
um helgina og var til dæmis áberandi
meiri á Norðurlandsvegi en í fyrra.
Þá dreifðist umferðin meira en oft
áður vegna rysjótts veðurs.
■ Landslag
Úrelt myndefni?
í dag opnar Ingimar Ólafsson
Waage sýningu á landslagsmálverkum
i Gallerí Greip, Hverfisgötu 82. Ingi-
mar lauk námi við Myndlista- og
handíðarskólann og stundaði fram-
haldsnám í Frakklandi. í Gallerí Greip
sýnir hann málverk unnin á þessu ári.
Viðfangsefni Ingimars er landslag og
veltir hann fyrir sér þeirri klassísku
spurningu hvort hið dæmigerða ís-
lenska myndefni, landslagið, sé með
öllu úrelt, eða hvort það á erindi við
nútímamanninn. Sýningin, sem er
önnur einkasýning Ingimars, opnar
formlega í dag og verður opin ffá tí-
unda til 25. ágúst.
■ Tónleikar á Akureyri
Hindermith,
Shostakovisj,
Atli og Hafliði
Annað kvöld halda Jónas Sen pí-
anóleikari og Stefán Örn Arnarson
sellóleikari tón-
leika í Deiglunni
á Akureyri. A
efnisskránni era
verk eftir Hind-
ermith, Sho-
stakovitsj, Atla
Heimi Sveinsson
og Hafliða Hall-
grímsson. Jónas
Sen er tónleika-
gestum að góðu
kunnur en hann
þótti strax í æsku
sýna afburða
hæfileika og hef-
ur síðan komið víða fram sem einleik-
ari og jafnan vakið hrifningu áhorf-
enda. Stefán Örn er nýkominn heim
frá námi í Bandaríkjunum og er ný-
ráðinn sellókennari við Tónlistarskóla
Akureyrar. Þá má geta þess að Stefán
Öm komst nýverið í úrslit Tónvakans,
tónlistarkeppni ungra einleikara, þar
sem efnilegustu hljóðfæraleikarar
landsins leiða saman hesta sína.
Jónas Sen verður
ásamt Stefáni Erni
með tónleika í
Deiglunni.
■ Seðlabanki
Gjaldeyrisstað-
an styrkist
Gjaldeyrisforði og gjaldeyrisstaða
Seðlabankans nettó styrktust um 5,6
milljarða króna í júlí. Batinn skýrist af
erlendri lántöku ríkissjóðs. Að henni
slepptri nam gjaldeyrissala bankans
tæpum 0,8 milljörðum króna nettó í
mánuðinum.
Heildareign Seðlabankans í mark-
aðsskráðum verðbréfum lækkaði í júlí
um rúma 4,7 milljarða króna og er þá
miðað við markaðsverð í upphafi og
lok mánaðarins. Eign bankans í spari-
skírteinum ríkissjóðs lækkaði um 1,9
milljarða króna, einkum vegna inn-
lausnar, ríkisbréfaeignin jókst um 0,3
milljarða króna en ríkisvíxlaeignin
lækkaði um rúma 3 milljarða króna.
Samtals lækkuðu kröfur bankans á
ríkissjóð og ríkisstofnanir um rúma
6.4 milljarða króna í mánuðinum og
vom 10,7 milljörðum króna lægri en í
árslok 1995. Kröfur Seðlabankans á
innlánsstofnanir lækkuðu um 0,5
milljarða króna og höfðu lækkað um
3.4 milljarða króna frá áramótum.
Gmnnfé bankans lækkaði um tæpan
0,1 milljarð króna í júlí og var í lok
mánaðarins tæpum 1 milljarði króna
lægri en í ársbytjun.
heimilin og konur í atvinnulífið
■ Jafnréttismál
Karlar inná
- segir Hildur Jónsdóttir
jafnréttisráðgjafi.
,Eæðingarréttur karla er allstaðar til
umfjöllunar og verið að tengja jafn-
réttisumræðuna inná karla meira en
verið hefur,“ segir Hildur Jónsdóttir
jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar.
Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar
hefur sótt um styrk til Evópusam-
bandsins uppá 8,4 milljónir til jafnrétt-
isverkefnisins Karlar og fæðingaror-
lof. Kostnaðaráætlun hljóðar uppá
14,4 milljónir og er gert ráð fyrir því
að borgin greiði mismuninn eða 40
prósent. Verkefnið felur í sér gerð
heimildarmyndar og rannsókna í
kringum það hvaða áhrif fæðingaror-
lof hefur á sjálfsmynd föðurins, tengsl
við barn sitt, verkaskiptingu inná
heimilinu og þar með á jafnrétti kynj-
anna. Hildur er mjög bjartsýn á að
styrkur fáist til verkefnisins en úr því
fæst skorið um miðjan septembermán-
uð. „Ef við fáum ekki styrkinn verð-
um við að endurskoða allar okkar
hugmyndir því jafnréttisnefndin hefur
ekki úr neinum peningum að moða,“
segir Hildur.
„Það er allstaðar verið að leita
lausna á því að samræma betur fjöl-
skylduábyrgð og atvinnulíf. Ekki bara
þannig að konumar standi uppi með
ábyrgðina á hvorutveggja heldur að
karlamir komi meira inná heimilin til
að konurnar geti verið virkar í at-
vinnulífinu," segir Hildur.
Hildur segir að það sé almennur
vilji fyrir því að gefa körlum einhvem
sjálfstæðan rétt til töku fæðingaror-
lofs. Það breyti þó ekki þeirri stað-
reynd að fæðingarorlofsmálin eru í
það heila tekið í miklum ólestri.
„Það er mikill réttindamunur milli
kvenna sem vinna hjá hinu opinbera
annars vegar og kvenna sem vinna á
almenna vinnumarkaðinum hins vegar
- og síðan milli karla og kvenna.
Sá réttur sem karlar hugsanlega
geta haft er alltaf afleiddur af rétti
móðurinnar og stundum fellur hann
alveg niður, Það em gloppur í kerfinu
og sumir hafa engin tök fæðingaror-
lofi,“ segir Hildur en kæmnefnd jafri-
réttismála hefur oft bent á að þama sé
verið að brjóta jafnréttislög á feðmm.
Hildur segir það vera verkefni jafn-
réttisnefndarinnar að fæðingarorlofs-
réttinn sé einn og hinn sami yfir alla
línuna. „Fæðingarorlofsréttur opin-
berra starfsmanna er einn af þessum
réttum sem þeir vilja ekki gefa eftir.
Konur þar hafa haft meiri rétt en kon-
ur úti á hinum almenna vinnumarkaði
og vilja ekki gefa það eftir og standa
gegn öllum hugmyndum um að jafna
niður á við: Að jafna réttinn með því
að minnka hann hjá þeim sem hafa
eitthvað meira. A því hefur alltaf
strandað hingað til. Stjórnvöld hafa
ekki verið reiðubúin til að laga þetta
ástand öðmvísi en að skerða réttindi
þeirra hópa sem mestan hafa réttinn
og þannig hefur þetta mál verið í
hnút,“ segir Hildur Jónsdóttir.