Alþýðublaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
■ Jenny Lind var frægasta söngkona 19. aldar, en yfirgaf sviðið tæplega þrítug
vegna trúarsannfæringar sinnar. Kolbrún Bergþórsdóttir segirfrá söngkonunni
Sænski næturgalinn
Hún hét Jenny Lind og var köll-
uð Saenski næturgalinn. Hún
var dáðasta söngkona 19. aldar
og þegar hún hélt í tónleikaferð til
Bandaríkjanna sagði New York Her-
ald að koma hennar hefði sömu þýð-
ingu og væru þar á ferð snillingar á
borð við Dante, Tasso, Rafael, Shake-
speare, Goethe, Thorvaldsen eða
Michelangelo.
Prestur í Boston gerði list hennar
að umræðuefni í sunnudagspredikun
sinni, sem einkenndist af einlægri að-
dáun á list söngkonunnar. í miðri
predikun reis einn kirkjugesta úr sæti
sínu, örskammt frá predikunarstóln-
um, og spurði hvort þeir sem dæju
meðan þeir væru á tónleikum hjá
Jenny Lind kæmust til himna. Prestur-
inn svaraði hinn afundnasti: „Kristinn
maður fer til himna, sama hvar hann
deyr og heimskingi verður aldrei ann-
að en heimskingi sama hvar hann deyr
og þá skiptir engu hvort hann stendur
nálægt predikunarstól eða ekki.“
Vinsældir Jenny Lind í Bandaríkj-
unum tóku á sig ótrúlegustu myndir.
Þegar kosið var um borgarstjóra í
New York fékk hún nokkur atkvæði.
Dansar voru tileinkaðir henni og um
hana voru samdir söngvar. Hótel voru
skírð eftir henni og hið sama átti við
um alls kyns húsgögn, föt, matvöru og
önnur þarfaþing. Það var til sérstakur
Jenny Lind teketill og þegar hann
hafði verið fylltur af vatni og settur
yfir eld var hann sagður „syngja“ í
nokkrar mínútur.
Bandaríkjamenn dáðu Jenny Lind
á þann öfgafulla hátt sem þeim einum
er iagið. I Evrópu var söngkonan jafn-
dáð en ólíkt meiri virðuleikablær
hvfldi yfir þeirri aðdáun. Tónskáldið
fræga Felix Mendelssohn sagði: „Hún
er jafnoki mestu listamanna sem
heimurinn hefur átt og sá mesti sem
ég þekki." Og einn mikilhæfasti leik-
ari þess tíma, Bretinn Macready, sagði
hana vera mest töfrandi söng- og leik-
konu sem hann hefði nokkru sinni
séð. „Lífskraftur hennar, fjörið, kímn-
in, ástríðan og innlifunin; allt er jafn
ósvikið," sagði hann. Harðjaxlinn
Disraeli sagði að ferill hennar væri
dæmi um það þegar mannsandanum
tækist að rísa hvað hæst.
„Hvernig á ég að vita hvern-
ig ég söng?"
Jenny Lind fæddist utan hjóna-
bands í Stokkhólmi árið 1820. Móðir
hennar hafði skilið við eiginmann sinn
vegna ótryggðar hans. Henni virðist
því hafa verið fijálst að giftast föður
Jennýjar en gerði það þó ekki fyrr en
dóttirin var orðin fimmtán ára. Móðir-
in hafði erfiða skapgerð og faðirinn
var veikgeðja og drykkfelldur. For-
eldramir sinntu dóttur sinni lítt og
fengu einungis áhuga á tilvist
hennar þegar nafn hennar var
á allra vörum og fé mátti
hafa af henni.
Snemma kom í ljós að
Jenny hafði fádæma gott
tóneyra. Þriggja ára
gömul gat hún leikið á
píanó lagstúf sem hún
hafði heyrt lúðra-
sveit leika á götu, og
áratugum síðar rifj-
aði hún upp lagið
og lék það fyrir
dóttur sína.
Jenny var níu
ára þegar þjón-
ustustúlka dans-
meyjar við Kon-
unglega óperu-
húsið heyrði hana
syngja fyrir kött-
inn sinn og vakti
athygli húsmóður
sinnar á hæfileik-
um bamsins. Jenny
var þá kostuð í
leiklistarskóla þar
sem hún lærð bæði
leik og söng. Hún
lærði síðan í Frakk-
landi hjá mesta söng-
kennara þess tíma,
Manuel Garcia. Hún vakti
gífurlega hrifningu þegar
hún söng hlutverk Normu í
ópem Bellinis í Berlín og eftir
það söng hún víðsvegar um Evr-
ópu og í Bandaríkjunum við stór-
kostlegar undirtektir.
Jenny Lind hafði afar þýða og
mikla kóloratúrrödd og geysilegt
raddsvið. Henry Cabot Lodge heyrði
hana syngja þegar hann var barn.
„Hún var ekki fríð kona, mjög látleys-
islega klædd og í ungum augum mín-
um var hún miðaldra," sagði hann.
„Hún söng meðal annars einn eða tvo
enska söngva sem ég man sérstaklega
eftir og rödd hennar fannst mér sú dá-
samlegasta sem ég hafði nokkm sinni
hlýtt á. í henni var slflc fegurð að ég
man hana enn og hef aldrei hlýtt á
neitt sem tekur henni fram.“
Jenny Lind hóf feril sinn á því að
syngja í verkum eftir Meyerbeer, en
varð síðan viðurkenndur Mozart túlk-
andi. Hún hafði einstakt dálæti á Moz-
art sem hún kallaði ætíð „hinn guð-
dómlega Mozart". Mendelssohn,
Handel, Haydn, Schubert, Schumann
og Bach voru einnig tónskáld sem
henni vom einnig sérlega kær. Hún
söng? Ég stóð hægra megin við mann-
inn og tjandmaður hans vinstra megin
við hann, og allt sem ég gat hugsað
um var hvemig ég ætti að fara að því
að bjarga honum.“
Hún þjáðist alla tíð af áköfum
sviðsótta og hana hijáði stöðugur
höfuðverkur, sem virðist hafa
stafað af andlegu álagi, enda
lagði hún ákaflega hart að sér
í túlkun á list sinni. Sem
dæmi má nefna að hún
leyfði aldrei staðgengli að
ganga yfir brúna í svefnat-
riðinu í La Sonnanbula,
eins og þá var vaninn,
heldur krafðist þess að fá
að gera það sjálf þótt
hún kviði atriðinu ákaf-
lega. Og eftir að hafa
sungið hlutverk Normu
var hún ætíð svo lflcam-
lega örmagna að hún
varð að leggjast fyrir í
nokkra daga. ,,Já, ég gaf
of mikið af sjálfri mér í
list minni, allur lífskraft-
ur minn var um það bil
að þverra,“ sagði hún
undir lok ævi sinnar.
Biblían og sólsetrið
Jenny Lind var langt frá
því að teljast fnð kona. „AU-
ul. Hún rökstuddi þessa ákvörðun sína
einstaka sinnum með því að erkibisk-
upinn af Kantaraborg hefði sagt að
það væri syndsamlegt að syngja í leik-
húsum óg það hlyti að vera satt fyrst
hann hefði haldið því fram. I stað
óperusöngs einbeitti Jenny sér nú að
söng f óratóríum. „Ég er farin að
syngja það sem ég hef lengi þráð -
óratoríur. Þar get ég sungið tónlistina
sem ég ann og textinn fær mig til að
finnast ég vera betri manneskja,"
sagði hún.
Vinur hennar kom eitt sinn að
henni þar sem hún sat úti við með
opna biblíu í kjöltunni og horfði á sól-
setrið. „Hvemig stóð á því að þú yfir-
gafst leiksviðið á hátindi frægðarinn-
ar,“ spurði vinurinn. Jenny Lind lagði
hönd á biblíuna og svaraði: „Vegna
þess að á hvetjum degi fékk það mig
til að hugsa minna um þetta - og alls
ekkert um þetta,“ bætti hún við um
leið og hún benti í átt að sólarlaginu, -
, Jivað annað gat ég gert.“
Þessi mikla listakona átt sér þann
draum æðstan að komast í farsælt
hjónaband og sagðist hafa háleitar
hugmyndir um að finna manneskju
sem hún gæti algjörlega gefið sig á
vald. En lflct og þeir sem leita full-
komnunar í annarri manneskju varð
hún fyrir nokkrum vonbrigðum í
einkahfi.
Milli hennar og tónskáldsins Felix
Mendelssohn ríkti einlæg aðdáun og
gagnkvæm ást og hefði hann ekki ver-
ið giftur fyrir þá hefðu þau lflcast til átt
farsælt samlíf. Þegar Mendelssohn lést
langt um aldur fram tók hún dauða
hans svo nærri sér að í tvö ár gat hún
ekki hugsað sér að syngja lög hans.
Þegar Ruskin nefndi Mendelssohn eitt
sinn á nafn í samtali þeirra spurði hún
hvort hann hefði þekkt hann. Ruskin
neitaði því. „Það var lán fyrir þig,“
svaraði hún, „missirinn var svo mik-
ill.“
Jenny Lind, eða Sænski næturgalinn
eins og hún var venjulega kölluð, um það leyti sem
hún lagði upp í mikla frægðarför til Bandaríkjanna.
Hún þðtti ekki fríð kona en hafði það sem meira
máli skiptir, afburða hæfileika og persónutöfra.
Snillingar á borð við Felix Mendelssohn og Hans Christian
Andersen festu ást á henni.
Menntamálaráðuneytið
Stöðupróf
Stöðupróf í framhaldsskólum fara fram í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð dagana 20. - 23. ágúst næstkomandi
sem hér segir:
enska og tölvufræði þriðjudag. 20. ágúst
norska, sænska, danska og þýska miðvikudag 21. ágúst
stærðfræði fimmtudag 22. ágúst
franska, ítalska og spænska föstudag 23. ágúst
Öll próf hefjast kl. 18.00
Stöðuprófin eru opin öllum framhaldsskólanemum sem
orðið hafa sér úti um einhverja þekkingu umfram
grunnskóla. Skráning fer fram á skrifstofu Menntaskól-
ans við Hamrahlíð í síma 568 5140 kl. 9.00 - 12.00 og
13.00 -16.00 til og með 19. ágúst.
Prófgjald er kr. 1.500 og greiðist á prófdegi.
Menntamálaráðuneytið, 13. ágúst 1996
h a f ð i
hins vegar lítið dálæti á Brahms og
rifrildi um tónlist hans batt endi á vin-
áttu hennar við Klöru Schumann.
Henni var í nöp við tónlist Wagners
og hélt því fram að ekki væri hægt að
syngja hana án þess að skaða röddina.
Til þess var tekið hversu skýrt og
greinilega Jenny Lind söng þannig að
hvert orð heyrðist. Hún hafði ákaflega
fallega sviðsframkomu og hreyfmgar
hennar báru með sér mikinn þokka.
Hún þótti frábær túlkandi. Tónskáldið
Berlioz sagði að hún væri eina söng-
konan sem sýndi sannfærandi leik sín-
um í túlkun á geðveiki Luciu í óperu
Donizettis Lucia di Lammermoor.
Hún lifði sig algjörlega inn í hlut-
verk sín, en gerði það á tilfmningaleg-
an fremur en meðvitaðan hátt. „Eg
hugsa sjaldnast um áhrifin sem ég
ætla mér að vekja, og ef hugsun um
það hvarflar að mér, spillir það fyrir
leik mínum,“ sagði hún. „Mér finnst,
þegar ég er á sviðinu, að ég finni fyrir
öllum tilfinningum persónunnar. Ég
ímynda mér sjálfa mig í sporum henn-
ar, reyndar finnst mér ég vera hún, og
ég hugsa aldrei um áhorfendur."
Þegar hún var eitt sinn spurð um
söng sinn í ákveðnu atriði í óperunni
Roberto il Diavolo svaraði hún:
„Hvernig á ég að vita hvernig ég
ir Sviar eru fallegir. Fæstir þeirra hafa
útlit á við mitt,“ sagði hún. Og þegar
hún var spurð af hveiju hún hefði neit-
að boði um að syngja í París svaraði
hún: „Ég er of ljót. Með kartöflunefið
mitt mun mér aldrei vegna vel í Par-
ís.“ En hún bætti skortinn á fríðleika
upp með miklum persónutöfrum. Hún
var hjartahlý kona sem unni bömum
og dýrum og mátti ekkert aumt sjá.
Meirihlutann af tekjum sínum gaf hún
til mannúðarmála. Hún þótti hins veg-
ar nokkuð sérsinna, var lítið gefin fyrir
margmenni og átti því til að sýna
ókunnugum kulda.
Hún mikil trúkona, staðfastur mót-
mælandi og hafði megnustu and-
styggð á kaþólikkum. Trúarsannfær-
ing hennar gat stundum tekið á sig
sérkennilegar myndir. Hún hafði til
dæmis ímugust á Goethe því hún taldi
að verk hans drægju úr trúarvitund
þýsku þjóðarinnar. Og eitt sinn þegar
vinkona hennar sat með henni á veit-
ingastað sneri Jenny sér að henni benti
henni á lítinn ítalskan dreng og sagði
andvarpandi: Tókstu eftir drengnum?
Ég er að reyna að umbera hann, en
hann er kaþólskur."
Trúarsannfæring hennar átti stóran
þátt í því að hún dró sig í hlé frá sviðs-
Íeik einungis tuttugu og níu ára göm-
Danska skáldið Hans Christian
Andersen bað hennar nokkmm sinn-
um. En hún unni honum einungis sem
vini, og þegar hún þreyttist á bónorð-
um hans rétti hún honum spegill til að
minna hann á hversu mjög hann skorti
fegurð. En milli þeirra ríkti flestum
stundum mikil vinátta og virðing.
Hann sagði: „Það var vegna Jenny
Lind sem ég varð fyrst meðvitaður um
helgi skáldskaparins; Það var hún sem
kenndi mér að maður verður að
gleyma sjálfum sér í þjónustu við al-
mættið."
Jenny Lind trúlofaðist tvisvar en
sleit báðum trúlofunum. Hún giftist
rúmlega þrítug, Otto Goldschmidt,
þýskum píanóleikara sem var átta ár-
um yngri en hún. Þau bjuggu lengst af
á Englandi og eignuðust þrjú börn.
Hjónaband þeirra varð einkar farsælt
en margir urðu til að líta sambandið
homauga eingöngu vegna þess að eig-
inmaðurinn var yngri en eiginkonan
og hún naut meiri velgengni en hann.
Alls kyns sögur komust á kreik um
ósætti þeirra á milli og loks brá Jenny
Lind á það ráð að höfða meiðyrðamál
vegna illmælginnar. Hún vann málið
og voru dæmdar skaðabætur.
Jenny Lind lést árið 1887 eftir
margra ára baráttu við krabbamein. ■
Alþýðublaðið
Aðeins 950 krónur á mánuðiHringdu eða sendu okkur línu eða símbréf
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu
Nafn
Heimilisfang
Bæjarfélag
Kennitala
Ég óska eftir að greiða með
greiðslukorti númer:
gíróseðli
Gildir til: