Alþýðublaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 s k o ð a n MHBUBLOID 21160. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Menning og pólitík Einsog fram kom í Alþýðublaðinu í gær munu sjö listamenn hljóta starfslaun Reykjavíkurborgar í ár. Listamennimir fá starfs- laun í þijá til níu mánuði, og nema þau ríflega 90 þúsund krónum á mánuði. Launin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu á morgun, og er ekki að efa að fyrirmenn muni stíga á stokk og setja á hefðbundnar tölur um gildi menningar. Hætt er við að formið beri innihaldið ofurliði, einsog gjaman þegar pólitíkusar taka að dásama menningu. Staðreyndin er nefnilega sú að sárafáir stjómmálamenn hafa snefil af áhuga á menningarmálum, nema á tyllidögum. Fátækleg framlög til menningarmála tala þar ským máli, sem og slóðaskapur á margvíslegum sviðum. Þannig hefur árum saman verið íjasað um nauðsyn tónlistarhúss en líklega þarf að bíða eitthvað fram eftir næstu öld uns það rís. Stjómmála- mönnum er líka tamt að grípa til orðaleppa um bókaþjóðina, en vfluðu þó ekki fyrir sér að skattleggja bókaútgáfu um svipað leyti og hún átti í miklum hremmingum. Reykjavflcurborg hefur litla ástæðu til að monta sig af ræktar- semi við menningarmál. Starfslaunin sem úthlutað verður á morgun em ágætt dæmi um það, enda er rausnarskapurinn mjög af skomum skammti. Framan af tíðkaðist að veita starfslaun í eitt til þijú ár, og gefa þannig launþegunum kost á að helga sig list- inni alfarið og áhyggjulítið í langan tíma. Þriggja mánaða launin sem nú er úthlutað em marklitlar sporslur, og nýtast tæplega til mikilla afreka. En það breytir áreiðanlega ekki þeirri staðreynd að athöfnin í Ráðhúsinu verður hátíðleg og ræðumar uppblásnar - og innantómar. Verkmenntasetur í Eyjum Lúðvík Bergvinsson alþingismaður hefur sett fram hugmynd um að komið verði á laggimar verkmenntasetri sjávarútvegsins í Vestmannaeyjum. í viðtali við Alþýðublaðið á þriðjudag segir Lúðvík að margar en smáar stofnanir séu fyrir í Eyjum sem hægt væri að samhæfa á þessu sviði: útibú ffá Háskóla íslands, stýri- mannaskóli, iðnskóli, vélskóli, framhaldsskóli og rannsókna- stofnun sjávarútvegsins. Um þetta segir þingmaðurinn: ,fliinn og tveir menn em að garfa í hverri stofnun. Hugmyndin er sú að tengja þær saman og styrkja og gera þama einhverskonar verk- menntasetur." Þingmaðurinn segir réttilega að verkmenntun á sviði sjávarút- vegs hafí nokkuð setið á hakanum, en það sæmir tæpast jafn mik- illi fískveiðiþjóð og okkur. Orðrétt segir Lúðvík: „Við íslendingar emm hvað fremstir á þessu sviði og okkar hugmyndir, ef þetta gengur eftir, em að þama væri hægt að koma á fót alþjóðlegum skóla. Við emm að flytja út þekkingu á þessu sviði nú þegar. En það vantar stofnun sem heldur utan um þessi atriði.“ Þetta em orð að sönnu. Það færi líka vel á því að byggja upp verkamenntasetur sjávarútvegsins í Vestmannaeyjum, einum helsta útgerðarbæ landsins. Nettir jafnaðarmenn? Ryðgað jámtjaldið í Evrópu féll ár- ið 1989. Talnaglöggir menn geta reiknað út að síðan eru liðin tæp sjö ár. Engu að síður virðist kommún- ismaumræðan enn lifa góðu lífi, þó hún fari dulítið hljóðar en á árum áð- ur. Margir misstu fótana við þessi tímamót, í öðrum hlakkaði svo að undir tók í umhverfinu. Nokkur um- ræða hefur farið fram hér í þessu ágæta blaði síðustu vikur eftir að frá- sagnir af mannáti í menningarbylting- unni tóku að berast og birtast á prenti. Á ég þá einkum við viðtal við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing og grein sem faðir minn skrifaði sem við- brögð við því. Pallborðið Æ •■ Þóra *• Arnórsdóttir Lé, skrifar Kommúnismi hefur verið skil- greindur sem vinstri öfgastefna. Það kom mér því mjög á óvart þegar einn blaðamanna blaðs allra landsmanna, Morgunblaðsins, fór að þrátta við mig um stjórnmálaástandið í Dóminí- kanska lýðveldinu en þar hefur hann komið nokkrum sinnum sem farar- stjóri. Hann er fyrrum virkur SUS-ari, en segist nú eiginlega vera „nettur" jafnaðarmaður. Hans skoðun er á þessa leið: „Sumu fólki bara þarf að stjóma. Og kosningar, ég meina, þá er hver höndin upp á móti annarri og enginn ánægður. Þetta fólk er svo glatt og hamingjusamt, ánægt með sitt, miklu hamingjusamara en við peningapúkamir sem aldrei emm sátt. Líttu á Sovétríkin, Þóra, maður leit upp tiJ þeirra, þeir áttu frábær íþrótta- lið og svona. Nú er þetta allt skipt, rústir einar og stríð í Tsjetsjému.“ Þetta er enginn uppdiktaður „kunn- ingi“, heldur maður sem telur sig frjálslyndan í skoðunum: „nettan“ jafnaðarmann. Það kemur nú ekki oft fyrir mig, en þama í bflnum varð ég alveg orðlaus. Hvernig er hægt að voga sér að nefna sjálfan sig jafnaðar- mann og missa svona algerlega sjónar á öllum grundvallarsjónarmiðum þeirrar stefnu? Jú, Sveinn minn Guðjónsson, það var eflaust hægt að vera hamingju- samur, una glaður við sitt í Sovétríkj- unum sálugu - þar til einn daginn að þú hlærð að vitlausum brandara eftir að hafa skellt í þig nokkmm vodka- staupum. Og nágranni þinn, sem aldrei hefur líkað sérlega vel við þig (sennilega öfundað þig af allri þessari hamingju) segir frá flissinu á réttum stöðum. Bingó. Einn morguninn skömmu síðar finnst hvorki tangur né tetur af Guðjónsonovits- fjölskyldunni og síðan hefur ekkert spurst til þín og þinnar fjölskyldu. Ef til vill munu ætt- ingjar grafa einhver skjöl upp úr köss- um áratugum síðar, ef þau em þá til. Lestu bókina „Veröld ný og góð“ (e. Brave new world) eftir Aldous Huxley og spurðu sjálfan þig hvort fólkið þar sé hamingjusamt. Ef þú segir já, þá hefurðu ekkert skilið af því sem ég er að segja. Það er hægt að reyna að gera gott úr öllu, maður á víst bara eitt líf íyrir víst og það þýðir lítið að leggja árar í bát og gefast upp þó þjóðfélagið sé ekki eins og maður vildi. En án gmndvallarmannréttinda verður þjóð ekki hamingjusöm, á því stend ég fastar en fótunum. Nema þá miðað við aðstæður. Erum við þá komin að þeirri fleygu setningu að mannréttindi séu afstæð? Ymsum fannst viðbrögð föður míns við viðtalinu við Ara Trausta heiftar- leg og bera vott um ofstæki í hina átt- ina, hann sæi bara rautt þegar minnst væri á kommúnisma og menn verði nú að gera sér grein fyrir að Marx var bara hugmyndafræðingur og tilraunin með kommúnismann mistókst og... Þessi rök gilda bara ekki hjá þeim sem kynnst hafa framkvæmd hans af eigin raun. Þegar þú hefur horft upp á fjölskyldur vina þinna og skólabræðra leystar upp og sundraðar, þegar þú hefur fylgst með fólki hverfa f Gúlag- ið í þvflíku magni að það er yfirþyrm- andi, þegar þú hefur upplifað óttann sem bjó í hjarta sérhvers borgara um að hann væri næstur, þá finnst mér ekkert skrítið að viðbrögðin verði hörð. Ég skil ósköp vel þá sem sáu kommúnískt þjóðfélag fyrir sér í hill- ingum og studdu málstaðinn til þess að byrja með, einkum þá verkamenn sem lifðu í örbirgð á smánarlaunum. Jöfnuður var orðið sem klingdi bjöll- um, markmiðið sem glitti í við gullin- rauðan sjóndeildarfiringinn í austri. En þeir sem héldu því áfram eftir að þeir vissu betur, þeir verðskulda vissulega fyrirlitningu, þar erum við feðginin sammála. Ofurtrú á kapítalismann er raunar síst skárri, það sést greinilega nú þegar þessi fyrrum kommúnistalönd eru að byggja upp efnahagslífið. Öll þau mannlegu gildi sem voru í hávegum höfð, eru að rjúka út í veður og vind víðast hvar. „Money talks“, eins og einn ágætur kínverskur kaupsýslu- maður sagði. Þetta er vissulega sorg- leg þróun og það er von mín að pen- dúllinn nái jafnvægi þama mitt á milli þegar hann sveiflast til baka. En þetta er ekki eitthvað sem þú neyðir fólk til að trúa á og lifa eftir, samhygð og bróðurkærleikur er tilfinning sem verður að vera sjálfsprottin. Það er nú munurinn á jafnaðarmanni og „nett- um“ jafnaðarmanni. Höfundur er háskólanemi og framkvæmda- stjóri Sambands ungra jafnaöarmanna. IJú, Sveinn minn Guðjónsson, það var eflaust hægt að vera hamingjusamur, una glaður við sitt í Sovétríkjunum sálugu - þar til einn daginn að þú hlærð að vitlausum brandara eftir að hafa skellt í þig nokkrum vodkastaupum. Atburðir dagsins 1920 Sveinn Bjömsson skipað- ur fyrsti sendiherra Islands; í Kaupmannahöfn. 1941 Win- ston Churchill forsætisráðherra Breta kemur til Reykjavfkur. 1949 Rithöfundurinn Margaret Mitchell deyr, höfundur Gone with the Wind. 1956 Leikarinn Bela Lugosi deyr, frægastur fyrir leik í hryllingsmyndum. 1960 Kýpur verður lýðveldi. 1977 Konungur rokksins, Elvis Presley, deyr. Afmælisbörn dagsins Georgctte Heyer 1902, enskur rithöfundur. Charles Bukowski 1920, bandarískur rithöfundur. Menachem Begin 1913, forsætisráðherra Israels 1977-83. Shimon Peres 1923. ísraelskur stjórnmálamaður sem veginn var fyrr á árinu. Ted Hughes 1930, lárviðar- skáld Breta. Madonna 1958, bandarísk poppstjama. Annálsbrot dagsins Byrjaðist ósamþykki með Frönskum og Enskum. Spansk- ir og Póllenzkir gerðu hvor öðmm stóran skaða, og var þá að heyra um allan heiminn, svo langt til spurðist, sUíð og styij- öld, og einn herra öðrum móti. Enginn pótentáti sat með friði, utan kjörfurstinn af Saxen. Gott komár í útlöndum. Skarösárannáll 1626. Líf dagsins Var þetta kanski lífið: að hafa elskað citt sumar f æsku, og ekki hafa gerl sér það ljóst fyr- en það var liðið, nokkur sjóvot spor á gólfinu og sandur í spor- unum, ángan af konu, mjúkar elskandi varir í rökkri sumar- næturinnar, sjófugl; og sfðan ekki meir; liðið. Halldór Kiljan Laxness, Heimsljós. Málsháttur dagsins Enginn er sæll fyrir sitt enda- dægur. Orð dagsins Ljáið byrði lífs mér alla, létt skal bera meir en það, megi eg þreyttur liöfði halla hálsi björtum meyjar að. Grímur Thomsen. Skák dagsins Hollendingurinn Jan Timman og Bretinn Nigel Short eru meðal sterkustu skákmanna heims, og eiga aukþess sameig- inlegt að vera frumlegir og mistækir. Þeir tefldu skák dagsins í Tilburg 1990; Tim- man hafði hvítt og átti leik og lauk skákinni með sígildu og bráðfallegu stefi. Hvítur nuitur í fjórum leikj- um. 1. RI7+ Kg8 2. Rh6++ Kh8 3. Dg8+1! Hxg8 4. Rf7 Skák og mát! Þetta heitir svæfmgarmát og kemur afar sjaldan upp, og næstum aldrci hjá mjög sterk- um skákmönnum. Góða helgi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.