Alþýðublaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 4
w JAFNAÐARMAÐURINN Kolbeinn Einarsson skrifar Tíu goðsagnir um fólksfjölgun Flestir hafa einhvem tímann leitt hugann að „fólksfjölgunarvandanum". Slíkt hefur oftar en ekki í för með sér kvíðaköst og snert af innilokunar- kennd. Hér á fslandi emm við bless- unarlega laus við flesta fylgifiska þessarar miklu fjölgunar, en við höf- um þó komið okkur upp ágætis til- raunastofu í þessum efnum - smávax- ið vegakerfi og mikill fjöldi einkabfla gefur okkur kost á að upplifa þær geðshræringar sem fylgja því að kom- ast hvergi fyrir öðm fólki. Að öllu gamni slepptu, þá er þessi rnikii vandi eitthvað sem við eigum tvímælalaust að staldra við. Þegar greinarhöfundur fór á stúfana til að kynna sér þetta mál þá kom í ljós að hugmyndir fólks um vandann og umfang hans em dálítið í ætt við hugmyndir fólks um strúta. Fólk talar gjaman um að „stinga höfð- inu í sandinn", og er þá að vísa til þeirrar alkunnu staðreyndar að strútar stinga höfðinu í sand þegar hætta steðjar að þeim. En þegar betur er að gáð að þá finnst enginn sem hefúr séð strút stinga höfðinu í sand við slíkar kringumstæður. Staðreyndin er nefni- lega sú að strútar em ansi góðir hlaup- arar og sterkir þar að auki, þeir snúast því annaðhvort til vamar eða þeysa á brott ef hætta steðjar að þeim. Hér er sumsé um ranghugmynd að ræða. Hér er ætlunin að reyna að komast örlítið nær kjama málsins um „fólksíjölgun- arvandann“ og horfast í augu við hann, - en ekki að stinga höfðinu í sandinn. 1 . Fólki á jörðinni fjölgar með veldisvexti Árið 1798 hélt séra Thomas Robert Malhus því fram að samfélög tvöfaldi ijölda sinn á ákveðnu tímabili og haldi svo áfram að tvöfalda hann á sama tímabili allar götur þar á eftir. Hann tók dæmi af fólkstfjöldanum í Norður- Ameríku sem þá hafði tvöfaldast á 25 ámm. Staðreyndin er sú að fæst sam- félög halda áfram að vaxa með þess- um hraða mjög lengi. Fyrir 2000 ámm vom um 250 milljónir manna á jörð- inni. Það tók þann hóp 1650 ár að tvö- faldast. Næsta tvöföldun tók 200 ár, 1830 náði íjöldinn einum milljarði. Tvöföldunartíminn hélt áfram að stytt- ast, aðeins 100 ár í viðbót og fjöldinn skreið yfir 2 milljarða, 45 ár liðu og fjöldinn varð 4 milljarðar. Aldrei fyrr en á 20.öldinni hefur manneskja lifað tvöföldun tegundarinnar. En þetta er að breytast. 1965 var vöxturinn um 2 prósent á ári (nægir til tvöföldunar á 35 ámm), en hefur nú fallið niður í 1,5 prósent (46 ára tvöföldun). í fyrsta sinn £ sögumannkynsins hefur hægst á fólksfjölguninni - þrátt fyrir lægri dánartíðni - vegna þess að fólk eign- ast færri böm. Ergo : Fólki fjölgar ekki með veldisvexti. 2. Vísindamenn vita hversu mörg við verðum eftir 25,50, jafnvel 100 ár frá deginum í dag. Það hefur hvorki tekist að spá með réttu fyrir um breytingar á fæðingar- tíðni né dánartíðni. Til dæmis sáu menn ekki fyrir mikla lækkun í dánar- tíðni þriðjaheimsins að lokinni síðari heimsstyijöld. Hins vegar er hægt að spá fyrir um fjölda ellilífeyrisþega eft- ir 20 ár eða hversu margir á aldrinum 18-65 ára verða lifandi eftir 18 ár og þess háttar. 3. Það er einn tiltekinn þáttur sem hamlar fólksfjölgun. Árið 1679 áætl- aði Anton van Leeuwenhoek (sá er fann upp smásjána) hversu mörgum manneskjum jörðin gæti haldið uppi. Hann gerði ráð fyrir því að einungis jarðnæði hefði takmarkandi áhrif á fjöldann. Ennfremur gerði hann ráð fyrir þvf að jörðin gæti ekki verið þétt- ar setin en Holland var þama á ofan- verðri 17. öld, eða um ein milljón manns - 300 manns per fermflu. Hon- um reiknaðist til að Holland væri um það bil 1/13400 af heildar flatarmáli jarðarinnar og þess vegna ætti jörðin að geta borið 13,4 milljarða manna. Þetta hefur reynst vera dálítið flókn- ara. Þannig búa menn gjaman fleiri en 300 per fermflu í dag vegna framfara í tækni og betra umhverfis, blómlegs efnahags og fjölskrúðlegs mannlífs sem sannarlega hefur mikið aðdráttar- afl. Önnur kenning gengur út á að framboð matar sé sá þáttur sem tak- markar fjölgun. I raun og vem fer það ekki eftir því hversu mikinn mat fólk getur veitt sér hversu mörg böm það eignast (nema þar sem fólk sveltur um 257 trilljón dollara sem er nálægt því að vera 10 sinnum heimsfram- leiðslan á ári. Þessar sætaferðir myndu því gera okkur hin sem eftir væm nokkum veginn gjaldþrota, - og við sætum ennþá uppi með fjölgun upp á 1,4 prósent á ári eða tvöföldun á 50 ámm. Það ætti því að vera ljóst að við emm ekki á leiðinni út í geim í stómm stfl á næstunni, nema að það næðust hagstæðir samningar við innrásarliðið úrID4!!! .Tæknin mun Ieysa öll okkar vandamál, þar á meðal þetta. Einu sinni héldu menn að skipa- 6. Á Vesturlöndum er enginn fólksfjölgunarvandi. Þegar böm fæðast hverra foreldar vilja þau ekki, þá hlýtur það að teljast vera fólksijölgunarvandi. I Bandaríkj- unum urðu 5,4 milljónir kvenna bamshafandi árið 1987. Af þeim vom 3,1 milljónir (57 prósent) óléttar óvilj- andi. Af þeim fór 1,6 milljón í fóstur- eyðingu, 1,5 milljón fæddu. Ungar og fátækar konur em líklegri til þess að verða óléttar en aðrar. Þetta er vanda- mál sem við verðum að horfast í augu við. „Goðsagnir um fólksfjölgun lifa sínu sjálfstæða lífi, líkt og goðsögnin um strútinn sem ku stinga höfðinu í sandinn!" heilu hungri). Þvert á móti, íjöldi bama á hveija konu er lægstur þar sem mest framboð er af fæðu til dæm- is í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum, en hæstur þar sem lítið er að hafa eins og í Afríku sunnan Sahara. Frá því að van Leeuwenhoek gaf út sína kenn- ingu hafa verið gefnar út að minnsta kosti 65 mismunandi skýrslur þar sem gert er ráð fyrir einum takmarkandi þætti á vöxt mannkynsins, til dæmis framboði ferskvatns, matar, eldsneyt- is, ljóstillífunar, fosfórs, köfnunarefnis og hugvits. Niðurstöðumar em vægast sagt ekki samhljóða, það er frá 1 millj- arði upp í 1 trilljarð (1000 milljarðar). Oftar en ekki hefur smiðum þessara kenninga sést yfir að eitthvað gæti komið til sem breytti aðstæðum áður en að þess takmarkandi þáttar sem að þeir einblína á fer að gæta. Einnig má ekki gleyma að hugarfarsbreytingar geta haft mikil áhrif, til dæmis gæti bóndakona í Kenýa ákveðið að góð menntun barna sinni væri dýrmætari en gildi þeirra sem landbúnaðarvinnu- véla og þess vegna ákveðið að eignast færri böm til að geta tryggt þeim góða menntun. 4. Fólksfjölgunarvandann má leysa með því að stofna nýlendur á nálægum plánetum og tunglum. Stöldrum aðeins við þetta. Fólk á okkar ágætu jörð er um það bil 5,7 milljarðar í dag. Okkur fjölgar um 1,5 prósent á ári. Segjum að við vildum hægja á fjölguninni um 0,1 prósent með því að flytja þann fjölda út í geim á hverju ári. Það þýðir að við þyrftum að senda 5,7 milljón manns í ár að minnsta kosti. Að skjóta upp geim- skutlu með 10 manns um borð kostar um 450 milljón dollara, eða 45 milljón dollara á haus. Að flytja þessa 5,7 milljón „sjálfboðaliða" myndi kosta smíðar myndu stöðvast vegna skorts á nógu háum tijám í möstur. Einu sinni héldu menn að jámbrautir myndu leggjast af vegna skorts á timbri til að hafa milli teinanna. Menn héldu einn- ig að efnahagur heimsins myndi lam- ast vegna skorts á kolum. Með tíð og tíma fundu menn út að sniðugt væri að smíða möstur úr málmi, og svo að sleppa þeim alveg og hafa um borð gufuvél. Menn hættu að nota tré milli jámbrautateina og notuðu steypu í staðinn. Svo komu hraðbrautir, menn fundu upp betri aðferðir til að vinna kol úr jörðu. Gas og olía, kjamorka og vatnsaflsvirkjanir komu til sögunnar og menn hættu að tapa svefni vegna yfirvofandi kolaskorts. En þessar lausnir höfðu líka ný vandamál í fór með sér. Súrt regn, hratt vaxandi magn af koltvísýringi í andrúmsloft- inu, sviðin jörð eftir kjamorkuslys og götótt ósónlag til að nefna nokkur. Bjartsýnir tæknihyggjumenn halda því samt fram að tæknivædd iðnaðarríki nútímans munu leysa þessi og svipuð vandamál jafnóðum og þau koma upp. Eins og í gamanleik þá snýst þetta um réttar tímasetningar. Fyrir hvert tilvik þar sem tæknin kom til skjalanna á elleftu stundu og leysti málin er hægt að benda á annað þar sem hún kom of seint eða hefur ekki ekki séð sér fært að mæta. Berklar em ágætt dæmi þar sem lausn læknavísindanna er dapur- leg. Einn af hverjum þremur einstak- lingum í heiminum er sýktur af berkl- um (til dæmis er helmingur allra sem búa í Afríku talinn sýktur) og þrjár milljónir deyja árlega úr þessum skæða sjúkdómi. Þrátt fyrir áratpga rannsóknir þá breiðast nú út afbrigði berkla sem enginn lyf verka á. Það mun taka vi'sindin langan tíma að sigr- ast á sumum af okkar stærstu vanda- málum, - ef þau þá geta það. 7. Fjölgun fólks í þriðja heiminum er ekki vandamál okkar hér á Vest- urlöndum. Það þarf nú ekki nema einn meðal fréttatíma til þess að leiðrétta þetta. Flóttamenn og innflytjendur eru viða mikið vandamál í vestrænum samfé- lögum. Sjúkdómar þurfa ekki vega- bréf og ferðast auðveldlega milli heimsálfa. Auk þess að vera fómar- lömb vandans þá erum við einnig vfða rót hans. Arðrán og kúgun vestrænna ríkja á þjóðum þriðja heimsins er óumdeilananleg staðreynd og okkur hlýtur að renna blóðið til skyldunnar að stuðla að lausn þeirra vandmála sem við höfum svo sannarleg átt þátt í að skapa. 8. Kaþólska kirkjan ber ábyrgð á fólksfjölgunarvandanum I sumum löndum hefur stefna kirkj- unnar vissulega hindrað aðgengi fólks að getnaðarvömum og gert mönnum erfitt fyrir að stuðla að smærri fjöl- skyldum. En þegar til kastanna kemur þá er það ekki trú fólks sem hefur af- gerandi áhrif í þessum efnum. Þar nægir að benda á að Spán og ftalíu. í þessum tveimur rammkaþólsku lönd- um, ásamt Hong Kong er fijósemi hvað minnst í heiminum, eða um það bil 1,2 böm á konu. I Suður-Ameríku þar sem þorri fólks er einnig kaþólsk- ur hefur fijósemi fallið og er nú jöfn heimsmeðaltalinu sem er 3,1 böm á konu. f Bandaríkjunum er frjósemi kaþólskra sú sama og mótmælenda og kannanir sýna að fimm af hverjum fjómm kaþólikkum þar eru fylgjandi því að fólk noti getnaðarvamir og skipuleggi fjölskyldustærð sína. 9. Plágur, farsóttir, hungursneyð og stríð eru aðferð náttúrunnar (eða Guðs) til að stemma stigu við fólksfjölgun. Þessa hugsun má rekja nijög langt aftur í tímann, allt til þess er menn fóm fyrst að búa saman í bæjum í Ba- býlóníu 1600 fyrir Kristsburð. Sam- kvæmt Babýlóníumönnum var það svo að þegar fólkið raskaði ró Guð- anna þá lögðu þeir plágur á það til þess að fækka fólki á jörðinni. Plágur em oftast sjúkdómar sem einhvers- konar vímsar, bakteríur eða aðrar ör- vemr em valdar að. Þegar fólk fór fyrst að búa saman í þéttbýli þó komu upp áður óþekkt vandamál í tengslum við úrgang, meindýr og geymslu á matvælum. Oftar en ekki hafa þessir fyrstu borgarvísar verið góð uppeldis- stöð fyrir allrahanda örvemr og þær verið valdar að hremmingum íbúanna. Nútíma farsóttir, þrátt fyrir miklar þjáningar sem þeim fylgja verða seint taldar hafa vemleg áhrif til fólksfækk- unar. Ebola farsóttin sem komst í kast- ljós fjölmiðla á síðasta ári lagði að velli 244 einstaklinga - eða færri en fæðast á hverri mínútu. AIDS sem flestir em hvað skelfdastir við hefur haft langsamlega mest áhrif £ Afríku. Það var talið árið 1994 að vöxtur á ári £ heimsálfunni fram til ársins 2005 drægist saman vegna AIDS úr 3,13 £ 2,88 prósent. Það þýðir að mannfjöld- inn £ Afrfku ætti að tvöfaldast á 24 ár- um £ stað 22. Hungursneyð f nútfman- um má að litlu leyti rekja til náttúm- hamfara. Margir muna enn eftir Pulitzer verðlaunaljósmynd frá 1993 þar sem súdanskt stúlkubam lá örmagna af hungri á stfg og fyrir aftan húkti hræ- gammur sem beið eftir þvf að fiún geispaði golunni. Um þær mundir'var rfldsstjóm Súdan að opna land sitt fyr- ir alþjóðlegu hjálparsstarfi, svæði þar sem lengi hafði geisað borgarastyij- öld. Ef hjálparstofnanir hefðu fengið að fara fyrr inn £ landið hefði mátt koma f veg fyrir uppskembrest og þá hefði engin hungursneyð orðið. Þetta er ekki dæmi um guðlega ihlutun eða verk náttumnnar, heldur er þetta ein- faldlega mannanna verk - póhtfk. Stríð hafa heldur ekki haft mikið að segja hvað varðar vöxt mannkynsins. Það er varlega áætlað að um 200 milljónir hafi látið h'fið í styijöldum á þessari öld. Fólki hefur engu að síður fjölgað úr 1,7 milljarði árið 1900 í 5,7 milljarða í dag. Fjölgun um 4 millj- arða, eða 20 sinnum tala fómarlamba styrjalda þessarar aldar. 10 F. Konur eru lykillinn að lausn fólksfjölgunarvandans Það þarf tvo til að dansa tangó. Það er vissulega rétt að það er nauðsynlegt að bæta menntun, lagalega stöðu, og velferð kvenna í þriðja heiminum, þar sem vandinn er mestur. En eins og al- þjóðlegar stofnanir em nú að uppg- vöta að þá er óskynsamlegt að skilja karlmennina útundan þegar fræðsla um þessi mál er annarsvegar. Því mið- ur hefur sú verið raunin þar til nýlega, en nú horfir til betri vegar í þessum efnum. Ranghugmyndir eins og þær sem hér hafa verið teknar fyrir em afar lífs- seigar. Þegar maður hittir einhvem sem heldur því fram að Indveijar hafi aldrei haft það jafn skítt og í dag þá bendir maður honum vinsamlega á að þjóðarframleiðsla Indveija hefði vaxið um 3 prósent á ári frá 1980 til 1993 og að lífslíkur hefðu vaxið úr 39 ámm á tímabilinu 1950 til 1955 í 58 ár á tímabilinu 1985 til 1990. Einnig að þá hefði fijósemi fallið úr 6 bömum per konu á fyrra tímabilinu niður í 4,1 að meðaltali á því seinna. Svarið sem maður fær er að það skipti ekki máli, fólk hefði það ömgglega verra nú en nokkm sinni á Indlandi. Goðsagnir um fólksíjölgun lifa sínu sjálfstæða lífi, likt og goðsögnin um strútinn sem ku stinga höfðinu í sand- Höfundur er formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.