Alþýðublaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
B3
jaf naðarmaðurinn
„Egget
ekkert
„Kínversk stjórnvöld gripu tækifærið og námu
hann [Gedhun Choekyi Nyima], fjölskyldu hans
og um 50 friðsama mótmælendur á brott og
fangelsuðu í Kína. Síðan útnefndu þau strengja-
brúðu sína sem eftirmann hans."
ur hann sem lamaður, segir síðan: „ég
get ekkert sagt“, rífur af sér míkrófón-
inn og opnar ekki munninn meir. Lýs-
ingamar í þessum þætti saman við lif-
andi frásagnirnar skildu engan eftir
ósnortinn. Við urðum fyrir svo mikl-
um áhrifum af þessu kraftmikla fólki
sem er að beijast fyrir lífi þjóðar sinn-
ar, að við ákváðum að fræðast meira
um þetta mál og fengum fram-
kvæmdastjóra TYC, stórglæsilega
stúlku að nafhi Yangchen Dolkar til
að segja okkur nánar frá málavöxtum.
minnsta kosti 1,2 milljónir Tíbeta ver-
ið myrtar.
Kínversk stjómvöld nota Tíbet sem
ruslahaug, senda þangað alls kyns
rumpulýð og óbótamenn, umbuna
þeim með ókeypis húsalóðum og alls
kyns ívilnunum á meðan Tíbetar þurfa
að borga af hveijum einasta smáskika
sem þeir eiga. Það em einnig vísbend-
ingar um að þar sé kjamorkuúrgangi
komið fyrir. Þó að við séum ekki
nema þetta 6 milljónir, þá erum við
samt sett undir sama hatt hvað varðar
„...stundum er hópi
ungra stúlkna sópað
upp af götunni og
gerð á þeim ófrjósem-
isaðgerð, þeim síðan
hent út á götuna aftur,
oft án þess að þær viti
hvað var gert við
þær."
sagt"
f öllu auglýsingaflóðinu um uppá-
komur og dagskrár þriðjudagskvölds-
ins rákumst við á eina sem vakti at-
hygli okkar. Þetta var dagskrá sem
helguð var Tíbet og fór ffarn á heima-
velli okkar í Valhöll. Við settumst því
á fremsta bekk þegar þau stigu á
stokk, formaður og fram-
kvæmdastjóri Tibetan
Youth Congress sem er
með skrifstofur í
Dharamsala í Ind-
landi, þar sem út-
lagastjórn Tíbet
hefur aðsetur.
Kínverjar her-
tóku landið fyrir
fjörutíu árum og
banna því alla
slíka starfsemi
innan tíbetsku
landamæranna. Þau
sögðu okkur frá land-
inu sínu, sungu tfbetska
tónlist og enduðu á að sýna
sjónvarpsþátt sem BBC
gerði um Tíbet. Öllum fjöl-
miðlamönnum er bönnuð
innganga í landið, en með
leynilegum myndavélum
og öðrum hundakúnstum
tókst þáttagerðarmönnunum að festa á
filmu og sýna við hvaða aðstæður Tí-
betar virkilega búa. Lokaatriði þáttar-
ins er áhrifaríkt, eins og reyndar þátt-
urinn allur, þar situr kínverski sendi-
herrann í Bretlandi fyrir framan sjón-
varp þar sem honum hafa verið sýndar
upptökumar frá Tíbet. Hann hefur þá
nýlokið við að romsa upp úr sér upp-
loginni lýsingu á lífskjörum Tíbeta.
Þegar hann er beðinn um viðbrögð sit-
Hvenœr missti Tíbet sjálfstœði sitt?
„Kínveijar byrjuðu að Mutast til um
málefni okkar 1949 en hemámu land-
ið ekki endanlega fyrr en 1959. Þá
flúði Hans heilaga hátign Dalai Lama
til Indlands og foreldrar mínir og
margir aðrir tóku þá ákvörðun
að fylgja honum þangað.
I Dharamsala situr út-
lagastjóm Tíbets und-
ir forystu Dalai
Lama, en hún er
kjörin af þeim
120.000 tíbetsku
flóttamönnum
sem dreifðir em
um heiminn."
Þannig að þú
hefur aldrei séð
heimaland þitt?
,JSTei. Því miður. Ég
á mér enga ósk heitari en
að komast til Tíbets. Sjálf-
stæðs Tíbets."
Hver er staða tíbetsku
þjóðarinnar núna, fjörutíu
árum eftir hemám?
„Tíbetskt samfélag snýst
um trú. Dalai Lama hefur
haldið lífinu í þjóðinni allan þennan
tfma. Þegar ferðamaður sleppur eitt
augnablik undan vökulu auga yfir-
valda, þá þyrpist að honum fólk. Ekki
til þess að betla mat eða peninga,
heldur til að biðja um mynd af Dalai
Lama. Það er stranglega bannað að
eiga slíkar myndir, en fólk lifir á
þessu. Nú eru Tíbetar aðeins um 6
milljónir, en Kínveijar í Tíbet em um
7,5 milljónir. Frá innrásinni hafa að
Gedhun Choekyi
Nyima er yngsti
pólitíski fangi
veraldar, aðeins
sjö ára.
bameignir, aðeins eitt bam á hjón. Það
dugir þó greinilega ekki til að mati
stjórnvalda, því stundum er hópi
ungra stúlkna sópað upp af götunni og
gerð á þeim ófrjósemisaðgerð, þeim
síðan hent út á götuna aftur, oft án
þess að þær viti hvað var gert við þær.
Bamadauði er líka 3-4 sinnum meiri
en í Kína, enda em hvítvoðungar iðu-
lega myrtir, þó svo að stjómvöld muni
aldrei viðurkenna það.
Fólki er bannað að ferðast á milli
landsvæða, ef þú býrð í Lhasa, höfuð-
borginni, þá þarftu vegabréfsáritun til
þess að heimsækja ættingja sem búa
utan hennar. Menntun er lítil sem eng-
in, og þau böm sem hana fá, læra ekki
tíbetsku og tfbetska stafrófið, heldur
kínversku. Nú em um 70% Tíbetbúa
ólæsir. Menntun er eins og við vitum
öll, grundvöllur alls, þannig að við
höfum boðið til okkar f Dharamsala tí-
betskum börnum til að veita þeim
menntun. Það eru dæmi um hópa
bama frá 6-8 ára sem hafa gengið alla
leið, yfir fjöll og fimindi, til þess að
komast til okkar. Það er ekkert lítið
þrekvirki, því ekki er útbúnaðinum
fyrir að fara og Tíbet liggur 14.000 fet
yfir sjávarmáli (um 4200 m). Þá ganga
þau alla nóttina og sofa á daginn til
þess að verða ekki gripin af kínversk-
um varðliðum...“
Hvað gerist efþau éru gripin ?
„Ef þau em heppin, þá em þau send
aftur til foreldra sinna, annars em þau
myrt. Nú hafa Kínverjar hins vegar
bannað þetta og krefjast þess að þeir
foreldrar sem eiga börn sem eru í
skóla hjá okkur kalli þau heim. Ef þau
ekki geri það, þá verði.þeim refsað
harðlega, með ýmis konar aðgerðum,
efnahagslegum og öðmm. Auk þess er
verið að eyðileggja landið okkar, ótak-
markað skógarhögg gerir það að verk-
um að æ stærri hluti þess verður
óbyggilegur. Allar auðlindir okkar em
að hverfa."
Hvað með sérstœða menningu ykk-
ar, lifirhún?
„Tíbet á sér meira en 2000 ára
menningarsögu. I upphafi þessarar
aldar hafði enginn vestrænn maður
barið höfuðborgina Lhasa augum. Nú
blasir dauðinn við. Fyrir menningar-
byltinguna vom 6230 klaustur í Tíbet.
Eftir hana vom þau 13, þeim var öll-
um rústað og öllum verðmætum stol-
ið. Það em ef til vill ekki mikil verald-
leg verðmæti, en óbætanleg menning-
arverðmæti íyrir þjóðina. Munkar hafa
einnig verið pyntaðir og myrtir á svo
hrottalegan hátt að fólk vill helst ekki
heyra af því. Nú hafa Kínverjar líka
fundið leiðina sem mun líklega gera út
af við þjóðina ef ekkert verður að gert.
Dalai Lama „þekkir“ næstæðsta La-
mann, Panchen Lama, endurfæddan í
ungum munki. Þeir em leiðtogar þjóð-
arinnar og vinna náið saman. I maí á
síðasta ári þekkti hann ellefta Panchen
Lamann í litlum 6 ára dreng að nafni
Gedhun Choekyi Nyima. Kínversk
stjómvöld gripu tækifærið og námu
hann, fjölskyldu hans og um 50 frið-
sama mótmælendur á brott og fangels-
uðu í Kína. Síðan útnefndu þau
strengjabrúðu sína sem eftirmann
hans. Þegar Dalai Lama deyr þekkir
Panchen Lama í hveijum hann endur-
fæðist og með því að rjúfa þessa
hringrás tel ég að kínverskum stjóm-
völdum muni takast ætlunarverk sitt -
að útrýma tíbetsku þjóðinni. Að öllu
óbreyttu verður tíbetska þjóðin ekki til
eftir 20 ár. Þá verður ekki aftur snúið."
Á þessu hlýja sumarkvöldi í
Rheinaue Park, fómm við allt í einu
að líta umhverfið öðrum augum, aug-
um íslendinga sem búa í sjálfstæðu
velferðarþjóðfélagi og helsta umkvört-
unarefnið er hátt matarverð. Daglaun
Tíbeta em um 35 krónur á dag. Innrás
Kínverja gerðist eftir að Sameinuðu
þjóðimar voru stofnaðar og eins og
Tseten Norbu, formaður Tibetan
Youth Congress sagði: „Við erum
ekkert öðruvísi en Kúveitar - hvers
vegna þurfum við að þjást svona? Er-
um við óvinir einhverra?"
Yangchen Dolkar: Að öllu óbreyttu
ár. Þá verður ekki aftur snúið.
verður tíbetska þjóðin ekki til eftir 20
Hreinn Sigmarsson skrifar
Spjall úr Austfjarðaþokunni
Ungir jafnaðarmenn hafa ekki haft sig mikið í
frammi í umræðunni um flutning ríkisstofnana
og er það nokkuð merkilegt þar sem sterkustu
vígi Alþýðuflokksins eru í þéttbýlinu á suðvest-
urhorninu.
Gamall draugur hefur gengið aftur í
þjóðfélagsumræðunni eftir að mesti
glansinn fór af forsetakosningunum.
Þessi draugur er innfluttur eins og
mörg fyrirbæri í samfélagi okkar og á
rætur sínar að rekja til Norðurland-
anna. Auðvitað er verið að tala um
flutning ríkisstofiiana út á land.
Greinarhöfundur býr úti á landi og
hefur farið marga hringi í afstöðu
sinni til flutnings ríkisstofnana frá
gömlu og góðu Reykjavík. Ástæður
þess að kvarnirnar hafa ekki viljað
stöðva eru þær að efnahagsleg rök
eiga ekki upp á pallborðið þegar þessi
umræða á sér stað. Það er aldrei
minnst á hvað flutningurinn muni
kosta og alls ekki hver verði heildar-
kostnaður við flutning allra ríkisstofn-
ana sem áætlaður er. Það er deginum
Ijósara að flutningur ríkisstofnana
kostar peninga og þeir eru greiddir úr
ríkissjóði sem fjármagnar útgjöld sín
með því að taka skatt af borgurunum.
Tekjuskattur, virðisaukaskattur, eigna-
skattur og svo mætti lengi telja. Allir
vita að ríkissjóður er rekinn með halla
og hefur verið í mörg ár. Flutningur
ríkisstofnana út á land gerir ekki
gæfumuninn í því hvort afgangur eða
halli er á rfkissjóði en það er alveg
ljóst að seint bætir flutningur ríkis-
stofnana afkomu ríkissjóðs.
Til hvers er þá barist? í fyrsta lagi
er stofnunum dreift út um alít land og
því koma fáar stofnanir í hlut hvers
bæjarfélags. Niðurstaðan er alltaf sú
sama: aukinn kostnaður fyrir borgar-
ana og ávinningurinn óljós.
En hvað er til ráða? Ríkisvaldið
neyðist til þess af og til að setja á fót
nýjar stofnanir og ætla má að til þeirra
sé stofnað af meiri hraða en stofnanir
hafa verið fluttar út á land að undan-
fömu. Þar sem það er alveg sjálfsagt
að fleiri sveitarfélög en Reykjavík fái
að njóta góðs af starfsemi ríkisins ætti
það að liggja beinast við að í stað þess
að flytja rótgrónar stofnanir á milli
sveitarfélaga verði mörkuð sú stefna
að nýjar ríkisstofnanir verði staðsettar
á fáum en vel völdum stöðum úti á
landi. Spumingunni um hvaða staðir
komi til greina er ekki alltaf auðsvarað
en Akureyri og Egilsstaðir virðast
góðir kostir. Egilsstaðir em að vísu lít-
ið samfélag með um það bil 1.500
íbúa og óvenju hátt hlutfall starfa í op-
inberum geira (um 33%) en er engu
að síður íramtíðar höfuðstaður Austur-
lands.
Ungir jafnaðarmenn hafa ekki haft
sig mikið í frammi í umræðunni um
flutning ríkisstofnana og er það nokk-
uð merkilegt þar sem sterkustu vígi
Alþýðuflokksins eru í þéttbýlinu á
suðvesturhorninu. Með því að setja
þessa skoðun fram getur vel farið svo
að óvildarmönnum mínum í dreifbýl-
isarmi slokksins fari fjölgandi en sú
staðreynd skiptir miklu minna máli
heldur en skynsöm stefna stjómmála-
manna, stefnumótun og framkvæmd.
Höfundur er formaður Félags ungra
jafnaðarmanna á Austurlandi.