Alþýðublaðið - 27.08.1996, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
A hverju á umræðan að hefjast?
ísland og Evrópusam-
bandið-1. grein
Ekki eru nema rúm tvö ár síðan við
íslendingar fögnuðum 50 ára afmæli
lýðveldisins. Þá bærðust í brjóstum
landsmanna djúpar og einlægar til-
fmningar til lands og þjóðar. Til þeirra
tilfinninga er nærtækt að höfða á sl£k-
um tímamótum enda sjálfstæðið og
saga þess, þjóðemið og hin menning-
arlega arfleifð mikilvægustu þættimir
í skilgreiningu okkar á okkur sjálfum
sem þjóð og nokkuð sem við viljum
ekki glata.
Pallborðið |
Magnús M.
Norðdahl
skrifar
framvegis. Eða á hinn bóginn yfirlýs-
ingar í einhverjum ungmennafélags-
anda um að „unga fólkið" vilji aðild
vegna þessa eða hins, en aðallega af
því að þeirra sé framtíðin. Og jafn-
framt að ekki sé spilað á hræðslu um,
að tíminn sé að hlaupa ffá okkur og ef
ekki sé hoppað um borð núna sé fram-
tíðin að eilífú glötuð. Tökum aðalat-
riðin fyrst.
Eg held að flestir geti deilt þeirri
hugsun með mér að hagsmunir nokk-
urra kynslóða eða afmarkaðra at-
vinnugreina skipta engu máli í unt-
ræðu, sem lýtur að forsendum þess að
hér þrífist sjálfstæð þjóð um ókomna
framtíð. Menn skulu ekki ímynda sér
að Hagtölur mánaðarins, valdar ESB-
reglugerðir eða úrval af ræðum Páls
Péturssonar verði varðveittar i sér-
hönnuðum kjallara Ámastofhunar árið
2200. Öðru nær. Þar verða ennþá þús-
undáragömul skinnhandrit að viðbætt-
um, ef til vill, handritum elstu skálda,
frumgerðum íslenskra kvikmynda og
öðrum menningarverðmætum, sem
falla til í tímans rás og viðhalda sér-
stæði okkar og stolti yfir því að vera
það sem við erum.
Með öðrum orðum. Umræðan um
ESB þarf að hefjast á hreinskilinni og
vitrænni umræðu um sjálfstæðið og
fullveldið. Umræðu um hver við er-
um, hvað við eigum og hverju við
viljum ekki gláta. Engum dylst að
ESB héfur þegar, og mun halda áfram
• ,að híifa. x iötæk áhrif á íslenskt samfé-
lag, hvort heldur við erum þar innan
eða utan. Rökin með og á móti aðild
eru margvísleg. Páll Skúlason heim-
spekingur segir um rökin gegn aðild:
„Sterkustu rökin gegn aðild eru þau að
við séum ekki andlega reiðubúin og
ekki nægilega sjálfstæð til að taka
fullan þátt í þeirri nánu samvinnu sem
af okkur yrði krafist.“ Undir það tek
ég með honum og þatin undirbúning
þarf þá að hefja. Þá skiptir ekki öllu
máli hvort af aðild verður eða ekki því
hvort heldur svarið verður já eða nei
rekari skýringa^.lögi. j;2ielyr það i sér.að við^l^t^áljiyjgðiá
" ðlaða stærð ífe^>TþWfT»ð'Vera sj'álfktæðil^öerÍtóaStiSog
urrí,-óýTirstTganlegt skrifræði og sVo Páll Skúlason segir: „Forsendur sjálf-
Stór þáttur í farsæld og vinsældum
Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi
forseta, fólst einmitt í því, að hún gat
tjáð þessar tilfinningar í orðum og
gjörðum. af hógværð og alúð og án
pólitískrar flatneskju. Það sama verð-
ur ekki sagt um hátíðaræður ýmissa
annarra landsins feðra og umræðuna
.um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á
Álþingi. Höfðun margra stjórnmála-
manna til sjálfstæðis okkar og nienn-
ingar einkenndist í þeirri umræðu oft-
ast af þjóðemishyggju og heimóttar-
skap. Þess vegna held ég að það væri
glapræði að reyna að hefja umræðu
um hugsanlega aðild að Evrópusam-
bandinu (ESB) án þess að reyna fyrst
að skilja eilítið í okkur sjálfum og
hveijar við teljum að séu nauðsynleg-
ar forsendur fyrir því að við þrífumst
sem sjálfstæð þjóð. Það er ekki ásætt-
anlegt í jafn mikilvægu máli, að um-
ræðan_fjjrtúJ.j leðjuslag um glatað
sjáig^íðr
uníí'fe'irk
Ef við skorumst undan þvf að axla þessa ábyrgð, er allt
eins líklegt að dapurlegra verði um að litast á Þingvöll-
um 17. júní 2044 en var vorin 1944 og 1994.
stæðisins er að finna í þeirri siðferði-
legu skynsemi sem er að verki hið
innra með þjóðinni sjálfri í viðleitni
hennar til að vera ábyrgð á sjálfri sér.“
Ef við skorumst undan því að axla
þessa ábyrgð, er allt eins líklegt að
dapurle^ra verði um að litast á Þing- ,
völlúm 17. júní 2044 en var vorin
1944 og 1994.
Það eru þrjú ár til næstu kosninga
og Evrópumálin verða örugglega ofar-
lega á baugi í kosningabaráttunni. Við
skulum nota tímann vel og reyna að
koma því þannig fyrir að umræðan
snúist urn aðalatriðin, sem eru
sjálfstæðið í öllum merkingum þess
orðs og framtíð Islands í samfélagi
þjóðanna.
Sjálfstæðismenn halda
landsfund í október, ári á
eftir áætlun. Mikil áhersla er
lögð á að gera samkomuna
sem glæsilegasta og er búist
við hátt á annað þúsund
landsfundarfulltrúum. Ekki
er gert ráð fyrir að tek-
ist verði á um stór-
mál, hejdur harnr-
að álgöðúrri ár^'
angri flokksins við
stjórn landsins.
Davíð Oddsson
verður vitanlega
endurkjörinn for-
maður og fátt get-
ur komið í veg fyrir
endurkjör Friðriks
Sophussonar varafor-
manns. „Sjálfstæðar konur"
sóttu nokkuð að Friðriki í
fyrra og gerðu tilkall til emb-
ættis hans. Þá komu upp
hugmyndir um að bæta
hreinlega við öðru embætti
varaformanns, en sú tillaga
mælist illa fyrir í flokknum
og mun ekki koma til fram-
kvæmda. Því er talið að Frið-
rik gefi ótrauður kost á sér
áfram og nái endurkjöri, þótt
ekki muni hann hljóta rúss-
neska kosningu einsog fé-
lagi Davíð...
ið mikla ritverk Árna
Björnssonar um
Sögu daganna hefur
selst vel, auk þess
að afla höfundi
sínum doktors-
nafnbótar. Ný
og aukin útgáfa
væntanleg hjá
Máli og menn-
ingu í haust, og
verða þarýmsar
forvitnilegar við-
bætur...
g aðeins meira um
bækur. Á næstunni er
loks von á nýrri útgáfu af
Flugum eftir Jón Thorodd-
sen yngra. Þar er um að
ræða fyrstu prósaljóðabók-
ina sem út kom á íslensku.
Bókin var fyrst gefin út árið
1922, þegar höfundurinn var
24 ára, en féll síðan í
gleymsku uns hún var end-
urútgefin fyrir tíu árum.
Guðmundur Andri Thors-
son rithöfundur og vikupilt-
ur hefur skrifað stórfróðleg-
an og skemmtilegan inn-
gang að bókinni. Jón Thor-
oddsen lést árið 1924, að-
eins 26 ára gamall, en hann
var almennt álitinn mesta
leiðtogaefni jafnaðarmanna
á íslandi_
Alþýðuflokksmenn á Vest-
fjörðum héldu kjördæm-
isþing um helgina og þótti
það lukkast vel. Það þótti
sæta nokkrum tíðindum að
meirihluti þingflokks Alþýðu
flokksins heimsótti þingið:
Fleimamaðurinn Sighvatur
Björgvinsson var vitanlega
á staðnum, og Jón Baldvin
Hannibalsson formaður
flokksins og Guðmundur
Árni Stefánsson varafor-
maðurfluttu ræður. Þá kom
Gísli S. Einarsson þing-
maður Vestlendinga í heim-
sókn, en ekki fylgir sögunni
hvort nikkan var með í far-
angrinum...
„Aftur? Jæja... Dömur mínar og herrar. Þá er það óskalag
og enn og aftur fáum við... Hæ, hó, hopp og hí og hama-
gangur á Hóli."
f i m m á f ö r n u m v e g i
Hvað finnst þér um frammistöðu heilbrigðisráðherra?
Egill G. Vigfússon bíl-
stjóri: Ég held að hún sé góð
rniðað við það sem hún hefur
úr að spila.
Páll S. Pálsson myndlista-
maður: Niðurskurður er
aldrei vinsæll. Ekki myndi ég
vilja vera í hennar sporum.
Anna Mikaelsdóttir
sjúkraliði: Þetta er alltaf
spuming um forgangsröð. Hún
er undir mikilli pressu frá
ýmsunt stöðum.
Áslaug Dröf Sigurðar-
dóttir nemi: Ég held að hún
standi sig bara sæmilega. Allir
gera þó sín mistök.
Valdimar Hauksson nemi:
Hún er ekki nógu góð. Alltof
ómarkvissar skurðaðgerðir hér
ogþar.
JÓN ÓSKAR
m e n n
Almælt er líka að kvennabók-
menntirnar séu íslenskri sagna-
gerð það sem kommúnisminn var
rússneskri menningu, að drepa
eigin hugsanir með stagli.
Guðbergur Bergsson í DV í gær.
Sumir hafa hækkað í tekjum en
ýmislegt í lífstíl þeirra gerir kröf-
ur til meiri tekna en þeir í raun
virðast hafa samkvæmt útsvars-
álögum.
Jóhannes Geirdal bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjanesbæ um skatt-
greiðslur flottræfla á Suðurnesjum. DV í
gær.
Ég sagði við sjálfan mig þegar
mér var boðið þetta verkefni að
nú væri síðasta útkall í íslenska
blaðaheiminum á þessari öld.
Stefán Jón Hafstein galvaskur í Tímanum á
laugardag.
í árdaga iærðu sendiboðar tíðindi
góð eða i11, og sagan segir að
harðsvíraðir valdsmenn hafi gert
þá sendiboða höfðinu styttri sem
sögðu ótíðindi. Nú eru þessir tím-
ar löngu liðnir...
Jón Kristjánsson ritstjóri Tímans og for-
maður fjárlaganefndar í blaði sínu á laugar-
dag.
Brahms varð hins vegar að hálf-
gerðri hádeyðu á annars þokka-
legum tónleikum, ef svo mætti
snara „antiklimaks".
Ríkharður Ö. Pálsson í dómi sínum um
kammertónleika í Sigurjónssafni. Mogginn
á sunnudag.
Aðeins hálfum mánuði fyrr bar
upp á sama stað sömu
Gömbusónötu Bachs nr. 2 í D-dúr,
þá leikna á selló og píanó, og
mætti kalla, að víða deilist In-
gjaldsfíflið - og jafnframt í
flestöðrum útgáfum en hinni upp-
haflegu fyrir gömbu og sembal.
Ríkharður aftur.
„Frumatriöi heilbrigðrar skyn-
semi“, sagði hann [Oscar Wilde],
„er að vera á öndverðum meiði
við þrjá fjórðu hluta brezks al-
mennings". Eftir forsetakosningar
eiga víst margir auðvelt með að
taka undir það!
Matthías Johannessen í Helgispjalli á
sunnudaginn.
En þótt okkur þyki einatt að Bleik
sé brugðið, getur hann verið við
hestaheilsu. Oft er það líka svo,
að það er Bleikur í okkur sjálfum
sem á í einhverju basli, en við
getum ekki alltaf aðgreint hann
frá umhverfinu.
Matthías aftur á djúpu nótunum.
fréttaskot úr fortíð
Líku líkt
í nokkrum prentsmiðjum í Kristjaníu
var fyrir skömmu auglýst af hálfu
eigendanna, að frá næsta kaupgjalds-
degi lækkaði kaupið um 4,7 prósent.
Verkafólkið í þeim öllum sendi jægar
í stað svar: Frá og með næstu viku
minnka afköstin við vinnuna um 4,7
prósent.
Alþýðublaðið, miðvikudaginn 4. apríl
1923.