Alþýðublaðið - 27.08.1996, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
I e i k h ú s
Framúrskarandi fíflaskapur
Sirkús Skara skrípó
Loftkastalinn
Hytjendur: Óskar Jónasson, Eva
María Jónsdóttir, Ragna Sara
Jónsdóttir, Sigutjón Kjartansson
og Kristjana Stefánsdóttir.
Leikstjóri: Baltasar Kormákur
Ljós: Helgi Jóhannesson
Leikmynd: Óskar Jónasson
Búningar: María Ólafsdóttir
Hugmyndin: Klaufski töframaður-
inn (og þar með fyndni) er ekki beint
ný af nálinni. Það er einsog hún hafi
alltaf verið til. En þegar ég hugsa útí
það, þá hef ég aldrei séð sýningu sem
þessa og man ekki til þess að slfk hafi
verið sett upp. I það minnsta ekki hér-
lendis allra síðustu áratugina. Sem
gerir hugmyndina frumlega? Það
skiptir kannski ekki öllu máh. „To be
is to do“ sagði Jean-Paul Sartre. Ég er
ekki að gera lítið úr hugmyndavinnu
þegar ég segi að það sem máh skiptir
er ffamkvæmdin. Óskar Jónasson og
hans fólk hafa lagt mikla vinnu í
þessa hugmynd og uppskera eins og
til er sáð. Misgóði töframaðurinn er
þakklátt „consept" að því leyti að öll
mistök, allan hallærisgang, vandræða-
og klaufaskap má afsaka með þeirri
staðhæfingu að svona eigi þetta ein-
faldlega að vera: töframaðurinn er svo
lélegur. Talsverð hætta er á að að-
standendur sýningar á borð við Sirkús
Skara skrípó kasti til höndum í skjóli
þess. Því er ekki til að dreifa hér.
Sýningin er framúrskarandi, vand-
aður fíflaskapur sem hittir beint í
mark. Enn ein rósin í hnappagat Balt-
asar Kormáks leikstjóra en það virðist
sama hvað hann snertir með sínum
leikstjómarputtum, það breytist í gull.
Allir vita hvemig Hárið gekk hér um
árið en þar var lagður grundvöllur að
veldi þeirra Baltasars, Halls Helga-
sonar og Ingvars H. Þórðarsonar. Ef
að líkum lætur á þessi sýning eftir að
ganga í vetur. Ég var staddur á 6. sýn-
ingu og stappfullt var og rífandi
stemmning.
Óskar Jónasson ætti í fullri alvöm
að huga að því að snúa sér alfarið að
töframennsku og hætta að velta þessu
kvikmyndabrölti fyrir sér. Hann er
eins og fæddur í þetta hallærislega
glimmerhlutverk og er orðinn býsna
slyngur töframaður. Altjent sá ég ekki
að þama væru brögð í tafli. Það mætti
velta því fyrir sér hvort fimi hans á
sviði galdra skapi ekki togstreitu við
það sem lagt er upp með - misheppn-
aða töframanninn. En það er ekki að
sjá heldur þvert á móti styrkir það
„showið". Óskar verður ömggari með
sig á sviði með hveijum deginum. Ég
sá Óskar troða upp í Berlín sálugu
fyrir nokkram ámm í hlutverki Skara
skrípó þar sem hann meðal annars
sýndi hið ógeðfellda „smokkabragð“.
Hann sem sagt treður smokknum...
já. Smokkabragðið hefur fylgt Skara
allar götur síðan og er einskonar
vömmerki hans. Óskari hefur fleygt
fram í hlutverkinu síðan þá.
Abrakadabra-systur mynda lauk-
rétta gjörð utan um Skara skrípó og
fara á kostum. Þær em liprar með af-
brigðum, spikk og span og hæfilega
sexí aðstoðarmeyjar, dansa eins og
englar og gefa Skara ekkert eftir í
galdramennskunni. Fallbyssuatriðið
var einkar tilþrifamikið og jafnvel
betur útfært en hjá Amóri Bjömssyni
í hlutverki fallbyssukóngsins í Fúsa
froskagleypi sem Leikfélag Hafnar-
fjarðar færði upp hér um árið.
Senuþjófurinn er að mínu viti Sig-
urjón Kjartansson. Einhverra hluta
vegna minnir Sigurjón mig alltaf á
þýskan klámmyndaleikara. Ég veit
ekki hvað er því nú er Sigurjón til
dæmis ekki með rytjulegt yfirvara-
skegg. Því miður er ég enginn sér-
fræðingur í þýskum klámmyndum og
hugsanlega er það einmitt þessi skort-
ur á sérþekkingu sem veldur því að ég
sé hann fyrir mér í þessu hlutverki.
Sigurjón gegnir hlutverki sögumanns
auk þess sem hann myndar söngdúett
ásamt Kristjönu Stefánsdóttur. Hann
fer á kostum, einkum í hlutverki rokk-
kóngsins Elvisar og virðist kunna sér-
staklega vel við sig í þeirri glimmer-
veröld sem umgjörð sýningarinnar er.
Þá var Sigurjón einkar sannfærandi
sem fslenskur smaladrengur. Félagi
hans í dúettinum, Kristjana frá Sel-
fossi, var einnig sem sköpuð til að
vera partur af sýningu á borð við Sir-
kús Skara skrípó.
Lagavalið vekur athygli. Mestan
part em fluttir smellir frá þeim tíma
þegar hvað minnst var að gerast í
popptónlistinni. Sérstaklega var út-
gáfan á meistaraverki Johnny Tem-
pest og félaga hans í sænsku þunga-
rokkhljómsveitinni Europe vel heppn-
uð. Hljómsveitin Kanada var furðu
þétt en þar eru meðal annars á ferð
synir Kjartans Ragnarssonar og Þór-
arins Eldjáms, þeir Ragnar og Ulfur.
Ljós, leikmynd og einkum búningar
vom vel við hæfi.
Að öllu þessu sögðu er ljóst að ég
skemmti mér prýðilega á Sirkúsi
Skara skrípó og get óhikað mælt með
sýningunni við alla þá sem vilja létta
lund sína og geð.
IEinhverra hluta vegna minnir Sigurjón mig alltaf á
þýskan klámmyndaleikara. Ég veit ekki hvað er því nú
er Sigurjón til dæmis ekki með rytjulegt yfirvaraskegg.