Alþýðublaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 4
4 V ALÞÝÐUBLAÐK) ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 ■ Jafnaðarmaðurinn Ingibjörg Vilhjálmsdóttir ræðir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um bróður sinn Vilhjálm Sigur- stein, sögulega sendiför í drengsmálinu, leiðtoga jafnaðar- manna, þursaflokk Framsóknar, heilaþvegna allaballa, klofnings- sögu Alþýðuflokksins og mikilvægi þess að berjastfyrir réttlæti Jafnaðarstefnan var lífið sjálft „Jafnaðarstefnan er aðalbrautin," sagði skáldið Jón Skúlason Thoroddsen eitt sinn og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir hefur í áratugi brunað eftir braut jafnað- arstefnunnar og blæs ekki úr nös þótt orðin sé áttatíu og íjögurra ára gömul. Hún hefur allt frá bamsaldri verið sann- færður jafnaðarmaður, var á sínum yngri árum önnur tveggja kvenna í Fé- lagi ungra jafnaðarmanna og síðar virk í kvenfélagi Alþýðuflokksins. Hún var áskrifandi að Alþýðublaðinu í tæp sex- tíu ár og lét ekki frá sér áskriftina fyrr en hún fluttist á Elliheimilið Grund fyrir fimm árum. Þar hefur hún frían aðgang að málgagninu sem hún les samvisku- samlega í setustofu heimilisins. Ingi- björg er jafnaðarmaður eins og þeir ger- ast bestir og þvf kemur ekki á óvart þeg- ar hún segist aldrei hafa kosið annan flokk en Alþýðuflokkinn. Hefurðu aldrei svindlað? „Guð minn almáttugur, nei. Ég veit ekki til hvers ég ætti að gera það. Með því væri ég að svíkja sjálfa mig. Á heimili foreldra minna var jafnaðar- stefnan Iífíð sjálft. Við vorum öll jafn- aðarmenn, ég man aldrei eftir að hafa verið annað. Mér hefur sýnst á langri ævi að hugsjón um jöfnuð og réttlæti sé Um bróður sinn Vilhjálm: Allir sem kynntust honum hændust að hon- um. Hann var glaðlyndur og Ijúfur maður að eðlisfari. Hugurinn var svo lifandi. Logaði á honum eins og prímusi. sumum mönnum meðfædd og öðrum ekki. Já, ég held bara að það sé stað- reynd.“ Ljúfmennið Vilhjálmur Sigursteinn Ingibjörg ólst upp á Eyrarbakka þar sem faðir hennar stundaði sjómennsku. Um Ólaf Friðriksson: Ólafur var alltaf kátur og gat aldrei verið kyrr. Það var alltaf svo mikið að gerast í kringum hann. Seinna flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Ingibjörg giftist tuttugu og eins árs að aldri og gerði húsmóðurhlutverkið að ævistarfi sínu. Eiginmaður hennar, Magnús Jósefsson, vann í smjörlíkis- gerð og var sýningarstjóri í Trípolíbíó. Hún segir hann hafa verið sannfærðan jafnaðarmann þótt aðrir í ætt hans hafi fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum. Elstur í systkinahópi Ingibjargar var Vilhjálmur Sigursteinn, sem allt frá sautján ára aldri starfaði á Alþýðublað- inu sem blaðamaður og skrifaði þar meðal annars fræga pistla undir nafninu Hannes á hominu. Vilhjálmur, sem fékk lömunarveiki á öðm ári, bjó alla ævi við mikla fötlun sem bugað hefði veiklund- aðri menn, en hann lét aldrei deigan síga og hugrekki hans og seigla þóttu aðdá- unarverð. „Hann heyrðist aldrei kvarta og þess varð aldrei vart að fötlunin hefði lagst þungt á hann,“ segir Ingibjörg um bróð- ur sinn sem var níu ámm eldri en hún. „Hann var mikið góðmenni og mann- þekkjari sem leysti allra vanda. Allir sem kynntust honum hændust að hon- um. Hann var glaðlyndur og ljúfur mað- ur að eðlisfari. Hugurinn var svo lifandi. Logaði á honum eins og prímusi." Vilhjálmur lést árið 1966, mjög skyndilega: „Hann var að koma úr heimsókn og hitti þá vini sína, Ragnar í Smára og Sigurð Guðjónsson og bauð þeim heim. Þeir sátu saman í stofunni á spjalli þegar Vilhjálmur stóð allt í einu upp og sagðist ætla að skreppa fram. Hann fór síðan inn í herbergi sitt, hneig niður í rúmið, hafði fengið hjartaáfall. Ragnar sem var fljótfær og ör, stóð upp eftir að Vilhjálmur gekk úr herberginu og sagði: ,Já, ég er að fara“, og hentist út. Sigurður, sem var alltaf jafn rólegur, ætlaði sömuleiðis að ganga út en honum varð áður litið inn til Vilhjálms og sá að eitthvað alvarlegt var að. í því kom heimilisfólk heim og hringt var á sjúkra- bfl sem flutti Vilhjálm á spítala. Hann lést örfáum klukkustundum síðar. Hann var sextíu og þriggja ára. Þegar hann veiktist af lömunarveikinni sagði lækn- irinn við mömmu að hann gæti lifað til sextugs. Hann átti því nokkur ár umfram það.“ Sendiför í drengsmólinu Sem bam og unglingur var Ingibjörg nokkuð tíður gestur á Alþýðublaðinu og gegndi erindum fyrir bróður sinn. Ein sendiförin er öðrum sögulegri þótt Ingi- Greiðendur þungaskatts Munið að ál.estrartímabil vegna 3. gjaldtímabils 1996 erfrá 20. september til 10. október. Verið tímanlega og forðist áætlanir og aðrar álögur. Upplýsingar um álestraraðila er að finna á baksíðu nýju akstursbókarinnar. Þeir sem ekki hafa þegar sótt akstursbækur geta fengið þær hjá álestraraðilum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Mér finnst að menn eigi að haga lífi sínu þannig að þegar þeir i með góðri samvisku að þeir hafi aldrei nfðst á sam björg segist aðeins muna hana óljóst. Til hennar kom vegna „drengsmálsins" svo- kallaða árið 1921, þegar menn skipuðu sér í fylkingar og börðust vegna þeirrar óskar Ólafs Friðrikssonar að fá að taka að sér rússneskan dreng og ala hann upp hér á landi. „Ég var tíu ára þegar þetta var og ég man hvað við bömin fundum mikið til með þessum rússneska dreng sem alltof margir vildu gera heimilislausan. Einn daginn lét Vilhjálmur mig fá bréf sem hann hafði skrifað og bað mig um að fara með niður í Suðurgötu þar sem Ól- afur bjó, og fá bréfið manni sem átti að standa í skúmaskoti á vissum stað. Ég var send í þessa ferð því bróðir minn taldi að enginn myndi gmna barn um græsku. Óvinir Ólafs vöktuðu götuna, en það fór eins og Vilhjálmur hélt, eng- inn veitti mér athygli og ég kom bréfinu til skila. Ég hef aldrei vitað hvað í því stóð né hver það var sem tók við því.“ Ólafur Friðriksson var á þessum tíma ritstjóri Alþýðublaðsins og þar sátu þeir Jón Baldvinsson fyrsti formaður Al- þýðuflokksins gjaman á fundum. Báðir eru þeir Ingibjörgu minnisstæðir þótt samskiptin hefðu ekki verið náin: „Ég sá þessa menn á sínum vinnu- stað en talaði ekki við þá og þeir ekki við mig. Á þessum ámm vora böm ekki að trana sér fram, héldu sig' í ákveðinni fjarlægð frá fullorðnum og þeir full- orðnu vom ekkert að skipta sér um óf af bömunum. En ég sá þá og fylgdist með þeim. Jón Baldvinsson var góður maður, afskaplega rólegur, yfirvegaður og at- hugull. Þeir vom gjörólfldr menn, hann og Ólafur Friðriksson. Ólafur var alltaf kátur og gat aldrei verið kyrr. Það var alltaf svo mikið að gerast í kringum hann. Þegar tveir svo ólíkir menn beijast hlið við hlið þá verður úr góð blanda. Ólafur var meiri maður fólksins, ákafur hugsjónamaður, óskaplega mælskur og snjall ræðumaður. En Jón Baldvinsson kom miklu í gegn með hægðinni og samningsviljanum." Þursaflokkur Framsóknar og heilaþvegnir allaballar Hver finnst þér vera besta ríkisstjóm sem við höfum átt? „Mér fannst best þegar Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn voru saman í stjóm 1934-37. Þá var mest gert fyrir alþýðu manna og fólkið í landinu. Þá vom allt öðru vísi menn í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn en núna.“ Já, nú eru þeir ansi drumbslegir framsóknarmennimir. „Framsóknarflokkurinn er þursa- flokkur. Það þarf ekki annað en að líta á Halldór Ásgrímsson til að sjá það. Hann passar ekkert inn í embættið sem hann gegnir. Hann er utanrfldsráðherra en öll- um finnst eins og hann sé sjávarútvegs- ráðherra. Og þetta kvenfólk sem þeir era

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.