Alþýðublaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
■ Nýir eigendur Helgarpóstsins
„Skipt um
kennitölu
skuldirnar
skildar eftir“
Arnar Knútsson, nýr fram-
kvæmdastjóri: „Á prentsmiðjan
Oddi að bera ábyrgð á skuldbind-
ingum fyrri eigenda?"
„Menn geta kannski orðað þetta
þannig en ég spyr á móti: Á prentsmiðj-
an Oddi að bera ábyrgð á skuldbinding-
um fyrri eigenda,“ segir Amar Knútsson
starfandi framkvæmdastjóri Helgar-
póstsins í samtali við Alþýðublaðið.
Amar var spurður hvort ekki mætti nota
margnotaða fyrirsögn úr sögu Helgar-
póstsins við frétt af nýjasta gjömingnum
við rekstur blaðsins.
í dag mun nýtt fyrirtæki, með nýja
kennitölu, taka við rekstri Helgarpósts-
ins. Þegar þetta er skrifað var ekki enn
búið að ákveða nafn fyrirtækisins en
það er alfarið í eigu prentsmiðjunnar
Odda. Að sögn Amars stendur Miðill
hf., sem áður gaf út Helgarpóstinn, eftir
sem áður ábyrgur fyrir skuldum sem
tengjast fyrri rekstri, þar með töldum
ógreiddum launum. Eins og fram hefúr
komið í fféttum hefur blaðið verið aug-
lýst til sölu.
„Prentsmiðjan Oddi hefur aldrei verið
skráður eigandi blaðsins en hefur prent-
að það, og smátt og smátt eignast blaðið
vegna ógreiddra reikninga fyrri eig-
enda,“ segir Amar Knútsson sem er að
sögn fulltrúi nýrra eigenda fremur en
framtíðarframkvæmdastjóri. „Ég rek
blaðið þar til það verður selt. Það var
ekki vilji Odda að taka við fyrirtækinu,
en þurfti að gera það einfaldlega vegna
þess að með veðsetningum áttu þeir það
orðið margfalt. Nú er ætlunin að kfla
það upp í gæðum en blaðið er jafhframt
til sölu. Það er ekki á stefhuskrá eigenda
Odda að reka önnur fyrirtæki,“ segir
Amar. „En nú verða laun greidd, aldrei
þessu vant, og það verður staðið við all-
ar skuldbindingar sem ég geri við starfs-
fólk í nafni hins nýja fýrirtækis," segir
Amar. Hann segir jafhframt að Þorbjöm
Tjörvi Stefánsson, fráfarandi fram-
kvæmdastjóri muni ekki hafa neitt með
„nýja“ blaðið að gera.
Árnar segir rétt að eitthvað mikið
þurfí að gerast til að byggja upp tiltrú
lesenda að nýju en verið sé að vinna í
því., J>að er fullt af hugmyndum í gangi
og skemmtileg vinna framundan. Nú er
verið að ganga frá samningum við nýtt
og gamalt starfsfólk," sagði Amar en
vildi ekki gefa upp hvað þeir samningar
tækju til langs tíma. Hann sagði jafn-
framt að ekki væri ljóst hvort kaupendur
blaðsins væm nú þegar inni í myndinni
né hvert kaupverðið yrði. Allt slíkt hefði
Reynir' Karlsson lögfræðingur með
höndum. Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins var mikið reynt til að selja
blaðið áður en Oddi yfirtók það. Verð á
bilinu 4 til 12 milljónir var nefnt í því
sambandi.
Guðrún Kristjánsdóttir er nýráðinn
ritstjóri hins nýja Helgarpósts en hún
hefur verið blaðamaður þar (Pressunni,
Morgunpóstinum og HP) í rúmlega
fjögur ár og segist hafa upplifað ýmis-
legt á því tímabili. „Ef ég býð fólki
vinnu þá er það í nafni allt annarra
rekstaraðila en verið hafa. Þeir eru
traustir menn sem standa við sitt og hafa
alltaf gert það,“ segir Guðrún en Sæ-
mundur Guðvinsson, fráfarandi ritstjóri,
á auk fjölmargra annarra starfsmanna,
inni laun hjá Miðli sem nema hundmð-
um þúsunda. „Við emm að glíma við
skuldahala sem er frá því Eintak var og
hét. Fólk hefur ekki viljað skrifa fyrir
blaðið af því að það á inni hjá Eintaki.
Það er fólk sem vill ekki skrifa vegna
þess að það á inni hjá Morgunpóstinum.
Pistlahöfundar útum allan bæ sem eiga
inni hjá eigendum þeirra blaða. Mér
finnst hafa vantað þetta samhengi í
fréttaflutningi af þessu litla fyrirtæki,"
segir Guðrún Kristjánsdóttir sem boðar
nýtt og betra blað með auknum mann-
afla.
„Nú verða laun greidd, aldrei þessu vant, og það verður staðið við allar
skuldbindingar sem ég geri við starfsfólk í nafni hins nýja fyrirtækis,"
segir Arnar Knútsson fulltrúi nýrra eigenda Helgarpóstsins.
■ Seðlabankinn hækkar vexti
Fólk fjárfestir í fyrirheitum
- segir Sighvatur Björg-
vinsson alþingismaður.
„Vísbending um efa-
semdir í Seðlabankanum
um að ríkisstjórnin nái
markmiðum sínum."
„Þetta em merki þess að Seðlabank-
inn ætli að slá á þá neysluþenslu sem
hefur verið í gangi að undanfömu. í
mínum huga var það einungis spum-
ing um tíma hvenær Seðlabankinn
myndi bregðast við með þessum
hætti," segir Sighvatur Björgvinsson
alþingimaður um þá ákvörðun Seðla-
bankans að hækka vexti í viðskiptum
við innlánsstofnanir. Þetta þýðir að
viðskiptabankanir fylgja í kjölfarið og
hækka sína útlánsvexti. „I von um
betri tíð er fólk nú að fjárfesta í dýrum
hlutum og gerir það með því að slá lán
sem það ætlar sér síðan að borga í
framtíðinni í von um batnandi lífskjör.
Þetta eru fyrstu þenslumerkin. Þrátt
fyrir bjartari horfur er óvarlegt hjá
fólki að íjárfesta með þessum hætti í
framtíðinni."
f tilkynningu frá Seðlabankanum
segir að bankastjóm hafi tekið ákvörð-
un um 0,4 prósenta vaxtahækkun í
viðskiptum við inn'f-sstofnanir og
ávöxtun í tilboðu.n bankans í ríkis-
víxla á Verðbré aþingi íslands. Jafn-
framt verður 'ausafjárhh tfa.ll innláns-
stofnana hækkað úr 1 prósent í 12
Jakob, Björn, Gunnar, Egill og Ásgeir ætla að láta djassinn duna í Leik-
húskjallaranum í kvöld. Jakob Magnússon er ekki frá því að menn „djass-
ist" með aldrinum.
■ Jakob Frímann Magnússon í Reykjavík gagn-
gerttil að djassa á RúRek
Bak við poppköflótta for-
tíð blundar djassgeggjari
- segir Jakob Frímann Magnús-
son sem er ekki frá því að menn
„djassist" með aldrinum.
„Þetta er skemmtilegur hópur sem
gaman er að fá að grípa í með fyrir-
varalítið," segir Jakob Frímann Magn-
ússon í samtali við Alþýðublaðið. Hann
er kominn til landsins frá Lundúnum
gagngert til að spila á RúRek jazz-há-
tíðinni, nánar tiltekið í Leikhúskjallar-
anum - aðeins í kvöld. Jakob mun
koma fram ásamt Agli Ólafssyni og
tríói Björns Thorddsens sem þeir
Gunnar Hrafnsson og Ásgeir Óskars-
son skipa auk Bjöms.
Jakob segist vissulega vera sá jassg-
eggjari sem gefin eru fyrirheit um í
frægu lagi Stuðmanna um músíkalska
parið sem hlustar Ellington á og smellir
fíngrum í takt.
„Uppeldið var með þeim hætti. Jón
Múli plantaði þessu í hlustirnar á
manni frá unga aldri. Það er honum að
þakka hvað jassmenning er hér með
miklum blóma og Vemharður Linnet
heldur nú djasskyndlinum dyggilega á
lofti. Jón Múli var með mónópólí á út-
varpshlustun áratugum saman og alltaf
þegar maður heyrði röddina í honum
datt manni eitthvað sveiflukennt í
hug,“ segir Jakob og tekur undir það að
honum sé djassinn í blóð borinn.
„Já, þó að örlögin hafi hagað því
þannig að annarskonar músík hafi orð-
ið kærari með þjóðinni af því sem ég
hef fengist við um dagana. Djassin hef-
ur kannski þrengri hlustendahóp en
þessi breiðsíða sem Stuðmenn spiluðu
fýrir,“ segir Jakob.
Jakob Magnússon hefur gert nokkrar
plötur sem flokkast undir jass-fusion.
„Svo tóku við aðrir hlutir í lífinu. Mitt
áhugasvið spannar margskonar músík
og marskonar hluti.“
Jakob er ánægður með að hitta fyrir
sína gömlu félaga, Egil og Ásgeir á
þessum velli. „Það er nú aldeilis góður
og traustur félagsskapur að vera í en
við höfum í sjálfu sér ekki spilað svona
músík áður. Það er nýtt og gaman að
heyra hvað þeir em flinkir á því sviði.
um betri tíð
tólf prósent frá 1. október næstkom-
andi. Ákvörðunin er sögð gerð í því
skyni að stuðla áfram að lágri verð-
bólgu, en undanfarna mánuði hefur
verðbólgan hér á landi verið um 2 1/2
prósent, sem er meira en í viðskipta-
löndum okkar og nokkur hækkun frá
því sem var á síðasta ári.
„Sumir myndu ef til vill segja að
þetta væri vísbending um það að
Seðlabankinn væri ekki viss um að
ríkisstjórnin rnuni ná tökum á ríkis-
fjármálum, sem er náttúrlega megin-
viðfangsefni stjómarinnar við svona
aðstæður," sagði Sighvatur, sem sagð-
ist telja nokkuð víst að aðrir bankar
myndu fljótlega fylgja dæmi Seðla-
bankans.
Það kom mér þægilega á óvart en þetta
em svo snjallir piltar að það hggur allt
vel fýrirþeim á tónlistarsviðinu."
Tónlistin hefur ekki legið óbætt lúá
garði þegar Jakob er annars vegar. ,JEg
hef haldið mér við með „djammsessi-
onum“ í London einu sinni í mánuði í
HQ klúbbnum í Camden Town. Þá hef
ég tekið upp efni sem ég hyggst koma
frá mér fljótlega," segir Jakob. Hann
hefur ekki fengist við að spila annarra
manna tónlist áður. „Ég er núna að
læra eitthvað af því sem Bjöm Thor. og
félagar hafa verið að bæði semja og
spila eftir aðra. Auk þess flytjum við
eitthvað efni eftir mig.“
En er þetta leiðin: Úr poppi i jas-
sinn?
„Ég veit það ekki alveg. Ég hef altj-
ent hugsað mér að hafa þetta eitthvað
sem ég vil gamna mér við frameftir æf-
inni.“
Djassast menn upp með aldrinum?
,Já, ég gæti vel trúað því að það geti
verið einhver sannleikur fólginn í þeirri
kenningu. Ég hef að vísu mest gaman
að nýrri djass þar sem verið er að gæla
við ný sound, nýja rythma og nýjar
strúktúrhugmyndir. Ég sé ekki mína
leið liggja inní klassíska djasstónlist.
En ég hef gaman af henni.“
Jakob segir það aldrei hafa staðið til
að segja skilið við tónlistina. „Þetta
snýst um það að hafa gaman að þessu,
spila með góðum músíköntum,
skemmta sér og vonandi öðmm í leið-
inni.“
Áskell Másson tónskáld lét þess svo
getið að poppið væri bemskubrek. Jak-
ob tekur ekki í sama streng: „Ég iðrast
einskis og hef enga komlexa. Bak við
poppköflótta fortíð blundar djassgegg-
jari.“
F.h. Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, er óskað eftir tilboð-
um í:
1. Gler.
2. Blikksmíði
í 102 íbúðir við Álfaborgir/Dísaborgir í Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr.
10.000,- skilatr. fyrir hvort verk.
Opnun tilboða: miðvikud. 2. okt. nk. kl. 11.00 á
sama stað.
hnr 126/6
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar-
stofnunarinnar Skógarbæjar, óskar eftir tilboðum í
múrverk innanhúss fyrir hjúkrunarheimilið Skógarbæ
að Árskógum 2 í Reykjavík. Helstu verkþættir eru gólf-
lögn, hlaðnir innveggir og múrhúðun hlaðinna veggja.
Útboðsgögn eru afhent á skrifst. vorri gegn kr. 15.000,-
skilatr.
Opnun tilboða: fimmtud. 10. okt. nk. kl. 11.00 á
sama stað.
bgd. 127/6
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar-
stofnunarinnar Skógarbæjar, óskar eftir tilboðum í
pfpulagnir fyrir hjúkrunarheimilið Skógarbæ að Ár-
skógum 2 í Reykjavík. Verkið tekur til fullnaðarfrágangs
vatns- og hitakerfa, frárennslislagna og hreinlætistækja.
Útboðsgögn eru afhent á skrifst. vorri frá þriðjud. 24.
sept. nk. gegn kr. 15.000,- skilatr.
Opnun tilboða: fimmtud. 17. okt. nk. kl. 11.00 á
sama stað.
bgd 129/6
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir til-
boðum í leikskólann Árborg í Reykjavík. Verkið felst í
breytingum og endurbótum á eldra húsnæði, fullnaðar-
frágangi á 175 m2 viðbyggingu, ásamt frágangi lóðar
vegna viðbyggingarinnar.
Framkvæmdum á að Ijúka 15. ágúst 1997.
Útboðsgögn eru afhent á skrifst. vorri gegn kr. 10.000,-
skilatr.
Opnun tilboða: þriðjud. 15. okt. nk. kl. 14.00 á sama stað.
bgd 130/6
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616