Alþýðublaðið - 23.10.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 23.10.1996, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Fjórir þingmenn Alþýðuflokksins hafa verið orðaðir við formennsku í flokknum. Þegar ákvörðun Jóns Bald- vins lá fyrir í gær hafði Alþýðublaðið samband við Sighvat Björgvinsson, Guðmund Árna Stefánsson og Össur Skarphéðinsson. Ekki náðist í Rannveigu Guðmundsdóttur, sem stödd er í útlöndum Mun gefa kost á mér - segir Sighvatur Björg- vinsson „Ég átti ekki von á því að þessi staða kæmi upp. Nú er það staðreynd. Jón Baldvin óskaði eftir því við mig að ég gæfi kost á mér sem formaður, og sagði að það væri sín niðurstaða eftir viðræður við fjöldamarga alþýðu- flokksmenn, að það væri farsælast. Ég gerði mér auðvitað ljóst að enginn í flokknum, af þeim sem nefndir höfðu verið, væri óumdeildur í þetta embætti og ég væri það ekki heldur. Eftir að hafa borið mig saman við ýmsa menn í flokknum, hef ég tekið ákvörðun um að svara málaleitan Jóns játandi og mun gefa kost á mér,“ sagði Sighvatur Björgvinsson alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið í gær. Sighvatur kemur af fundi með Jóni Baldvin, Össuri og Guðmundi Árna í gærmorgun: Hef tekið ákvörðun um að svara málaleitan Jóns Baldvins játandi. Össur og Guðmundur Árni koma af fundinum í gærmorgun. „Á önnur er- indi brýnni en þau sem felast í starfi formanns Alþýðuflokksins," sagði Össur en Guðmundur Árni ætlar að hugsa málið og sagði: „Hef fengið áskoranir frá fjölmörgum síðustu daga." Guðmundur Árni Stefánsson Gaumgæfi málin næstu daga „Það eru vitaskuld stór tíðindi þegar fomiaður Alþýðuflokksins til tólf ára tekur ákvörðun um að hætta leik þá hæst stendur. Sú ákvörðun er auðvitað tekin í dag þótt ýmsir hafi lesið þessa niðurstöðu úr ummælum hans síðustu vikumar. Mér fmnst eðlilegt í þessu ljósi að flokksmenn fái ráðrúm til að ræða og meta þessa nýju stöðu. Ég hef sem núverandi varaformaður flokks- ins fengið áskoranir ffá tjölmörgum á síðustu dögum að gefa kost á mér. Þau mál mun ég gaumgæfa næstu daga og taka ákvörðun uppúr næstu helgi,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson. Össur Skarphéðinsson Hef ekki Ijáð máls á framboði „Mér hefur um talsvert skeið verið ljóst að Jón Baldvin hygðist láta af formennsku. Það er vissulega mikil eftirsjá að honum, en hann hefur valið tímann af kostgæfni, því hann skilur Alþýðuflokkinn eftir á hægu en ör- uggu skriði, og hefur auk þess skapað farveg fyrir vemlega uppstokkun á vinstrivæng," sagði Össur Skarphéð- insson. Aðspurður hvort hann muni gefa kost á sér til formennsku svaraði Öss- ur: „Ég hef ekki ljáð máls á framboði við nokkum einasta mann, og ekki leitað eftir stuðningi nokkurs manns, enda á ég önnur erindi brýnni næstu misserin en þau sem felast í starfi for- manns Alþýðuflokksins." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Gerist ekki sjúkir emir...“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið formaður í Alþýðuflokknum í 12 ár og má segja að hann sé búinn að afplána sinn tíma á formannsstóli. Þegar menn hafa verið svo lengi í trúnaðarstöðu má búast við því að þeir séu búnir að áorka því sem þeir telja sig geta áork- að, komið sínum hugmyndum og baráttumálum á ffamfæri. Það held ég að Jón Baldvin hafi tvímælalaust gert. Það er viturlegt hjá honum að hætta á þessum tímapunkti, ella hefði það þýtt það að hann hefði orðið að sitja sem formaður framyfir næstu kosningar og leitt flokkinn þá. Ef það er satt að hann ætli ekki að hætta afskiptum af stjómmálum get ég samglaðst honum og Alþýðuflokkn- um með þá ákvörðun. Jón hefur ótví- ræða leiðtogahæfileika en að mínu mati liggja þeir fremur á hinu hug- myndalega sviði en hinu praktíska. Hann hefur komið með heilmikla ný- sköpun inní íslenska stjórnmálaum- ræðu og verið í fararbroddi fyrir ýms- um merkum málum sem hér hafa ver- ið á dagskrá hvort sem það hefur verið veiðileyfagjaldi, varðandi landbúnað- arstefnuna, tengslin við Evrópusam- bandið og fleira. Hann hefur lagt heil- mikið af mörkum í stjómmálaumræð- una. Hins vegar má segja um Jón að hann sé lagnari við að vekja upp deil- ur en að setja þær niður. Þar af leið- andi getur vel verið að flokksfor- mennska sé lýjandi fyrir hann, mann þeirrar gerðar. En ég vona sannarlega að hann hafi ekki sagt skilið við stjórnmálaumræðuna, að hann muni þar leggja sitt af mörkum héreftir sem hingað til. Þar á hann fullt erindi. Svo ég fari í smiðju til finnsku skáldkon- unnar Edith Södergran þar sem hún segir í ljóði sínu Til hinna sterku: Ger- ist ekki sjúkir emir sem veslast upp í fjötmm. Mér finnst þessi ljóðlína eiga vel við þegar Jón á í hlut. Hann hefur verið glæsilegur stjómmálamaður og það dapurlegasta sem fyrir slíka menn kemur er að lifa sjálfa sig. Það finnst mér hann ekki gera með því að hætta með þessum hætti. Ég skil vel að Jón vilji hætta á for- mannsstóli. Hann hefur skilað miklu starfi og ég reikna með því að hann geri það áfram sem pólitískur hug- myndafræðingur fremur en að taka þátt í hinu daglega streði. Menn verða að hafa í huga að mikilvægi stjórn- málaþátttöku fer ekki endilega eftir vegtillunum. Flokkar þurfa að eiga formenn og flokkar þurfa að eiga hug- myndafræðinga. Það þarf ekki endi- lega að fara saman. _____Ólafur Þ. Harðarson_ Hugmyndaríkur stjómmálamaður Jón Baldvin Hannibalsson er í hópi merkustu stjómmálamanna íslendinga á þessari öld og ásamt Gylfa Þ. Gísla- syni áhrifamesti leiðtogi Alþýðuflokks frá upphafi. Áhrif Jóns á íslensk stjómmál hafa einkum birst í tvennu. Hann hefur verið sá forystumaður ís- lenskur sem helst hefur talað fyrir aukinni samvinnu íslendinga við Évr- ópu. Forysta hans í EES-málinu hefur þegar tryggt honum sess í íslenskri stjómmálasögu. Auk þess er líklegt að þess verði minnst að hann varð fyrstur íslenskra stjórnmálaforingja til að mæla með aðild að ESB. Jón átti líka ríkan þátt í að endur- skilgreina stefnu Aljrýðuflokksins í anda nútímalegrar jafnaðarstefnu, þar sem áhersla er lögð á markaðslausnir í efnahagslífi í bland við öflugt velferð- arkerfi. Raunar var þessi áhersla í beinu framhaldi af stefnubreytingu Alþýðuflokksins 1958 í átt til frjáls- ræðis, sem Gylfi Þ. Gíslason stóð fyr- ir. Framsetning Jóns þótti hins vegar býsna róttæk á íslandi, enda hafa ís- lendingar verið seinni til að nota markaðslausnir en flest lönd Vestur- Evrópu. Nú ætti hins vegar öllum að vera ljóst að stefnuáherslur Jóns frá 1984 em mjög í takt við áherslur flestra jafnaðar- mannaflokka í álf- unni. Jón Baldvin hef- ur verið mjög hug- myndaríkur stjómmálamaður, kannski helsti hugmyndabanki íslenskra stjómmála síðustu 15 árin. Hann telst til mestu mælskumanna íslenskra stjórnmálamanna fyrr og síðar. Jón gerði sig líka gildandi á erlendum vettvangi, einkum sem utanríkisráð- herra - það nægir að nefna að hann er þjóðhetja í Eystrasaltsríkjunum. Jón Baldvin segist ekki hættur í stjórnmálum og auðvitað getur hann tekið virkan þátt þó hann sé ekki flokksformaður - raunar sinn sumum verkum betur. Það er hins vegar sjón- arsviptir af þessum litríka og umdeilda stjómmálamanni af formannsstóli. ______Einar Karl Haraldsson_____ Með rauða rós á grænu Ijósi Jón Baldvin Hannibalsson er ekki hættur í stjómmálum þótt hann sleppi stjórnartaumum í Alþýðuflokknum. Hann ætlar sér um sinn ljósmóðurhlut- verk fyrir nýja hreyfingu jafnaðar- manna og þessvegna er engin ástæða til þess að rita í minningarstíl um pól- itískan feril hans. Hér em því aðeins nokkrar ábend- ingar og ályktanir: I fyrsta lagi: Svona höfuð hefði átt að vera á stærri hreyfingu. I annan stað: Annar eins maður og Jón Baldvin hefði sómt sér vel að vera forsætisráðherra, enda lærði hann til þess að eigin sögn. í þriðja lagi slær honum enginn við í málsnilld og rökfestu á Alþingi. Tungutak hans ber af pólitísku málfari flestra annarra stjómmálamanna. Þar er ekki flatneskjan, klifunin og eft- iröpun merkingarlausra orðaleppa sem oft er áberandi í pólitískum umræðum. Jón Baldvin er fyrst og fremst mað- ur orða og hugmynda. „Með orðum stjómum við fólkinu", sagði Disraeli og það skal ávallt metið að formaður Alþýðuflokksins hefði hefur orðað hugsun sína skýrt. Hann er að því leyt- inu stjórnmálamaður eins og Carl Bildt í Svíþjóð, formaður Hægri flokksins, áður forsætisráðherra og nú samningamaður í Bosníu. Maður gat alltaf dáðst að framsetningu hans, skýrleika og pólitískri snerpu, enda þótt maður væri honum oft ósammála. Það er heil brú í hugmyndum Jóns Baldvins í efnahags-, atvinnu- og fé- lagsmálum. Og það er meira en hægt er að segja um marga aðra stjómmála- menn. En stundum fannst mér hann hér áður nota venjur sjötta og sjöunda áratugarins í nútíðina, og sannar það þá gömlu setningu Churchills að við breytum heiminum hraðar heldur en við náum að breyta okkur sjálfum. Og það hefui reynst Jóni Baldvin talsverð þraut að skapa stöðugleika og traust í kringum sig, eins og stundum vill verða um menn sem fyrst og ffemst ná vígstöðu með orðsins brandi. Barátta Jóns Baldvins gegn fá- keppni og sérhagsmunastjóm á Islandi leiddi hann tvisvar í þá gryfju að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Hann hélt lengi í þá von að hægt væri að mynda nýja viðreisnar- stjóm með tiltölulega ungum mönnum í forystu Sjálfstæðisflokksins, sem gæti beitt sér fyrir skynsemisstjóm í efnahagsmálum. Tilraunin með Þor- steini Pálssyni 1987 mistókst hrapal- lega. Og enn erfiðara var að skilja rík- isstjómina með Davíð Oddssyni. Hún var mynduð eftir að stjóm Framsókn- arflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags 1988 - 1991 hafði sýnt fram á að ekki var þörf á Sjálfstæðis- flokknum til þess að skapa stöðug- leika í efnahags- málum og byrja á því að breyta þungurn kerfum eins og landbún- aðarkerfinu. Jóni Baldvini stóð til boða að verða forsætisráðherra 1991. Margt hefði orðið öðruvísi ef hann hefði ljáð því eyra en ekki er vert að ræða um stjómmál í þáskildagatíð. Fetill Jóns Baldvins sem utanríkis- ráðherra var að mörgu leyti glæsileg- ur. Dirfskan sem fólst í viðurkenningu á sjálfstæði Eystarsaltsríkjanna og ein- beitnin í EES-málinu eru honum til hróss, enda þótt það hafi verið af óbil- gimi að fallast ekki á nauðsyn stjóm- arskrárbreytingar til þess að mega framselja þátt í íslensku fullveldi til al- þjóðlegra stofnana. Reynslan af Sjálfstæðisflokknum, reyrðum í viðjar sérhagsmuna, sæ- greifa og búfursta, hefur gert Jón Baldvin Hannibalsson sannfærðan um þörfina á stómm og breiðum jafnaðar- mannaflokki, sem fyrir eigin vélarafli geti breytt þjóðfélaginu til hagsbóta fyrir neytendur og nýjar kynslóðir. Og nú er ekki farið yfir landið á rauðu ljósi, heldur er að skipta úr gulu yfir í grænt. 1 þeirri för verður Jón Baldvin vonandi í faraibroddi með rauða rós í mund. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.