Alþýðublaðið - 25.10.1996, Síða 2

Alþýðublaðið - 25.10.1996, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 s k o ð a n i r 21200. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Simi 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Gró Harlem kveöur Á vettvangi norrænna jafnaðarmanna er skammt stórra högga í milli. í sömu vikunni hafa tveir forystumenn jafnaðarmanna ákveðið að finna kröftum sínum annan leikvang, því auk Jóns Baldvins tilkynnti Gró Harlem Brundtland fyrr í þessari viku að hún hygðist láta af embætti forsætisráðherra í dag. Gro Harlem hóf þátttöku í stjómmálum fyrir rúmum fimmtán ámm. í áratug hefur hún verið forsætisráðherra, og það segir sína sögu um einstaka hæfileika hennar að engu hefur skipt þó Verka- mannaflokkurinn hafi ekki notið meirihluta á þingi. Forysta hennar hefur verið jafh afdráttarlaus íyrir því. Á hennar tíð hafa norskir jafnaðarmenn leitt þjóð sína á vit velsældar sem engin önnur þjóð nýtur. Fyrir það munu jafnt félagar hennar í Verka- mannaflokknum, sem norska þjóðin öll, minnast stjórnartíðar hennar með virðingu og hlýju. Einsog Jón Baldvin, hefur Gró valið hentugan tíma til að segja af sér. Hún hefur mjög styrka stöðu í norskum stjómmálum. Hins vegar örlar á því í norskum fjölmiðlum, einnig þeim sem jafnað- aimenn ráða fyrir, að forystuskipti séu að verða tímabær. Á liðnu sumri lenti Gró þannig í nokkrum hrakningum vegna ummæla sinna í sænskum sjónvarpsþætti, þar sem hún var spurð eftir við- horfi sínu til leynilegra hlerana sem stundaðar vom á stjómartíð jafnaðarmanna. Það gerðist að sönnu fyrir hennar tíma, en Gró þótti svara ógætilega. Sömuleiðis var deilt á hana innan Verka- mannaflokksins fyrir afstöðu til innflytjenda, og ritstjóri erlendra frétta norska Alþýðublaðsins skrifaði bók, þar sem Gró var bein- líúis sökuð um að hafa stuðlað að neikvæðri umræðu um innflytj- eijdur. Eitt beittasta vopn Gró, góð tök á fjölmiðlum, var því ber- sýnilega tekið að slævast og þreytu tekið að gæta gagnvart for- saatisráðherranum. Einsog er aðall góðra leiðtoga skynjaði Gró að tími hennar var kominn, - til að skipta um farveg. Stundum er sagt að heppnin fylgi þeim sem býr yfír snilld af- burðamannsins í stjómmálum. Lukkan var sannarlega fylginautur Gró á velli stjómmálanna, þó hún viki stundum ffá henni á ör- lagastundum í einkalífi. Veikir forystumenn á hægri vængnum styrktu stöðu hennar, og gerðu henni kleift að ná yfirburðatökum á hinni pólitísku umræðu. Um leið gerði tiltölulega nýfundinn ol- íuauður henni mögulegt að hrinda í framkvæmd mörgum velferð- armálum jafnaðarmanna, sem öðmm þjóðum hefur ekki enn tek- ist. Fyrir vikið hefur hún náð því að verða í hugum Norðmanna að þjóðarmóður, sem almenningsálitið hefur lyft yfír hefðbundn- ar skurðlínur. Atorka hennar og hæfileikar sköpuðu henni þó ekki aðeins að- dáun heima fyrir, því á alþjóðavettvangi hefur hún sannarlega lát- ið að sér kveða. Hún var í forsvari fyrir nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna, sem samdi hina frægu Umhverfisskýrslu, þar sem nýrri og róttækri greiningu var beitt á þann vanda sem mannkyn- ið á við að etja í umhverfismálum. Hugtök einsog „sjálfbær þró- un“ em arfleifð hennar og veittu nýjum skilningi inní umræðuna. Umhverfisráðstefnan í Ríó var ein af hugmyndum hennar, en þar komust hin hrikalegu vandamál umhverfisins í þriðja heiminum loksins í kastljós heimsins. Sömuleiðis var það ríkisstjóm hennar, sem með leynd vann að hinum sögulegu samningum Palestínu- manna og ísraela, sem sköpuðu farveg fyrir frið í Miðausturlönd- um uns hinn gæfulausi Netanyahu forsætisráðherra kom þeim fyrir kattamef. Fyrir þetta verðskuldar Gro Harlem Bmndtland mikilvægan sess í stjómmálasögu Norðurlanda. Enginn norrænn Ieiðtogi utan Olof Palme hefur skapað jafn sterkan straum á veraldar vísu og hún. Hæfileikar hennar em of miklir til að hún megi setjast að fullu í helgan stein. Engum blandast því hugur um að Davíð Oddsson forsætisráðherra talai' fyrir munn allrar þjóðarinnar þeg- ar hann segir, að ísland muni sannarlega styðja Gro Harlem Bmndtland fari svo að hún gefi kost á sér til embættis aðalritara Sameinuðu þjóðanna. ■ Islenskir arkitektar I ✓ Islendingar hafa löngum litíð arkitekta homauga. „Sjaldséður er arkitekt með eftirtekt” segja þeir. Að vissu leytí er hér um að ræða gamla landlæga andúð á menntuðum yfirboðurum. „Að mx'ga uppi' vindinn, einsog verkfræðingur” er önnur svona seming. íslendingar treysta á brjóstvitið. íslendingar hugsa semsagt ekki með höfðinu heldur brjóstinu; þeir berja sér á það líkt og á dyr véfréttarhofsins og bíða svo eftir svari. Ef stendur á því hella þeir í sig bijóstbir- tu þar til fer að rofa tíl í kassanum sem er í raun einskonar svartur kassi sem er opnaður þegar íslendingurirui deyr til að sjá ,Jtvað það var sem fór úrskeiðis”; við krufningu kemur í ljós „hvað það var sem var að honum”? Jú. Of mikið brjóstvit. Hann treysti um of á brjóstvi- tið. Fór ekki eftir því sem læknarnir sögðu honum. Hellti í sig um of af brjóstbirtu. Itur | Hallgrímur Helgason skrifar Þegar íslendingar eru fullir fyllast þeir sannleika. Þeir fyllast einhverjum innri og æðri en mjög óljósum sannleika sem er yfir allar staðreyndir og útreikninga hafinn. Þegar kemur að tímasetningu á væntanlegu Skeiðarárhlaupi taka sjón- varpsáhorfendur meira mark á jarminu í öldnum bónda undir Lómagnúpi en nýmenntuðum raunvísindamönnum búsettum í trjágrónum hverfum umhverfis Háskólann. ,Já, hann sagði að þetta yrði ekki fyrr en næsta vor...og þeir vita þetta þessir kallar.” Og svo er sagt „Hann veit nú hvað hann syngur”. Það er engu líkara en flestir orðskviðir íslendinga varðandi sannleikann séu tengdir við fylleri, vitíð hleypur í menn þegar þeir eru viti sínu fjær, sannleikurinn kemur í ljós þegar menn fara að syngja. „Hann veit nefi sínu lengra” er líka sagt, og maður sér alltaf fyrir sér þetta íslenska alþýðu-nef rauðþrútið af drykkju. Þegar fslendingar verða fullir fyllast þeir sannleika. íslendingar em alltaf full- ir af sannleika. „Helvítis kjaftæði” segja þeir, „þetta eru ekkert annað en and- skotans bjánar” þmma þeir útí loftíð yfir opnum stút og eru þá kannski að tala um...arkitekta. Arkitektar em yfirleitt frekar myndar- legir menn. Þetta er yfirleitt vel gert og vel gefið fólk. Arkitektar klæðast smekklegum fötum; það er yfir þeim léttur listrænn blær. Léttur listrænn blær. Arkitektar brúa bilið á milli bjórsjúskaðra og bóhemjandi myndlist- armanna og sléttra og felldra raunvísin- damanna, hinna reglustikuðu terlínsálna. Arkitektar urðu þeir sem að loknu stærðfæðilegu stúdentsprófi fundu til listrænnar löngunar en ekki nægilega sterkrar til þess að fóma fyrir hana fjöl- skyldulífi, jeppadraumi og lax- veiðitúrum. - Reyndar eru til þeir arkitektar sem gefa lítið fyrir slíka hlutí og langar í raun ekki í laxveiði en neyðast þó til þess starfs síns vegna: Á Vikupi Laxárbökkum og í koníaksfylltum veiðhúsum landsins em dílamir gerðir; þar er best að hitta á bankastjórana og tryggingarkóngana mjúka að loknum þríréttuðum dinner í íslenskum afdal; þar eru milljónir tryggðar í hönn- unarkostnað. Og þegar ekið er úr hlaði að morgni verður arkitekitinn að vera á nýlegum landkrúser-jeppa. Menn aka ekki burt með milljónasamninga í han- skahólfinu á Lödu. Það er því dýrt að vera arkitekt, nokkuð sem almenningur skilur ekki þegar hann af sínu mis- dmkkna og fávísa bijóstviti kvartar yfir ótrúlegum tölum í sambandi við hönn- unarkostnað. En arkitektinn er sem sagt létt listrænn maður sem, til að leggja áherslu á þá hlið í sér, fer oft útí' talsverða sund- urgerð í klæðnaði. Til þess að aðgreina sig frá þurrkuntulega klæddum embætt- ismönnum og tæknifræðingum setur hann upp mjög spes slaufu, snyrtir skegg sitt á sérviskulegan máta, gengur kannski í gulum jakka, er svolítíð öðm- vísi. Gleraugu arkitekta em gjaman með ákaflega hannaðri glemmgjörð og inní hana er steyptur svona lítil litrík grind, einskonar jámagrind, eða þá að glerau- gun era eitt magnað glerverk á la Leifur Breiðfjörð, kaxmski til að undirstrika það að nú hfeur Iögum samkvæmt verið ban- nað að reisa nýbyggingu á íslándi öðm- vísi en þar fýlgi með eitthvað mjög djúpt glerverk eftir Leif Breiðljörð, ef glerverk geta þá verið djúp yfir höfuð. Konur í hópi arkitekta ganga í kjólum keyptum erlendis, póstmódemískum, eða dekon- strúktívum pilsum og drögtum tileinkuðum Frank Lloyd Wright; þær nota Mondrian-ilmvatn. Þetta er fólk menntað erlendis og það sést langar leiðir. Það er einhver frönsk vínsmökku- narundrun í því hernig hann lyftir augabrúnunum þessi, eða þessi þarna stendur í kokteilboðum dáldið eins og skýjakljúfur, stendur þarna eins og Philip Johnson hafi sagt honum að gera að. Og þarna kemur einhver gangandi með skandinavísku göngu-skíða-lagi. Og svo em þeir auðvitað til sem ganga með Bauhaus-göngulagi. Þ.e.a.s. ganga í þeim einum tílgangi að ganga. Andlit arkitekta: I svip þeirra er alltaf einhver hönnun: Afþví starf þeirra felst í því að setja svip á umhverfið reyna þeir að setja sinn eigin svip á andlit sitt; ekki alveg ánægðir með hönnun af hendi náttúmnnar reyna þeir að hanna andlit sitt upp á nýtt. f stutm máli. Arkitektar eru alltaf talsvert tilgerðarlegir. Arkitektar em verkfræðingar sem lan- gaði til að verða listamenn. Arkitektar KO 25. október em tílgerðarlegir verkfræðingar. En öll Ust er tilgerð og hvað er hön- nun híbýla annað en ein endalaus tilgerð út í gegn? í hveiju felst munurinn á stíl- brigðum i' arkitektúr, öðm en mismun- andi tilgerðarlegum útgáfúm af tiktúmm hverrar kynslóðar. Eða hvemig fór ekki fyrir byggingarlistinni þegar hverkonar tilgerð var talin höfuðsynd og allt dund og dúll bannað með lögum? En í raun var módernisminn einnig tilgerðarlegur. Þó hann kenndi sig við notagildið var hann líka stfll,- Og á endanum varð hann leiðinlegri en aðrir stílar vegna þess að tilgerðin var ekki viðurkennd. Hin fasís- ka naumhyggja módernismans útvat- naðist á mjög þurran hátt í meðföram ómenntaðra tæknifræðinga og gaf okkur leiðinlegasta tímabil í sögu byggingarlis- tarinnar eins og Bretaprins, stéttaróvin- urinn mikli, hefur réttilega bent á. Reyndar hittist svo óheppilega á að Reykjavíkurborg byggðist að mesm upp á þessu tímabili. Frá Snorrabraut og uppí Breiðholt standa nokkurrra áratuga gömul hverfi sem menn em nú almennt sammála um að sé ljótasta borgarbyggð í heimi. Og þetta er að sjálfsögðu arkitektum að kenna. f ljósi þessa ættum við að geta skilið þá vantrú sem blundar í almenningi gagnvart þessu starfi. Þó almenningur sé vitlaus, eins og við vitum öll, og hafi ekkert fegurðarskyn, þá er fólk þrátt fyrir allt í bestri aðstöðu til að segja hvort því líði vel eða illa. Engin önnur starfsstétt hefur jafn mikil, djúp og langvarandi áhrif á líf fólks og arkitektar. Arkitektinn hannar daglegt umhverfi okkár. Hugmýndir hans eru færðar í steypu og, glér og munu standa allt fram í fornminjar framtíðar um vestræna siðmenningu. Hugdettur úr höfði hans falla ekki í gleymskuþró eins og hver önnur mylsna af borði tímans heldur eru járnbentar langt inní framtíðina. Einhver til- gerðarleg dilla sem datt om' arkitekt árið 1962 er okkur dagleg þjáning enn þann dag í dag. Og þama er ef til vill komin helsta. skýringin á andúð almenmngs í garð.arkitekta.. Okkar daglega líf fér fram í höfði arkitekts. Við búum í hugum arkitekta. Fræg er sagan um heilt hverfi í Breiðholti sem hannað var sérstaklega til þess að mynda rósamunstur séð úr lofti, úr flugvél. Líf okkar átti svosem aldrei að verða neinn dans á rósuni og því síður dans í rósum en það era einmitt svona rósir sem arkitektum hættír tíl að gera sem koma óorði á straf þeirra. Þær verða til þegar arkitektinn gléymir upphaflegum tilgangi síhum, Sem átti að vera þjónustá við kúnnaiin; að hánná um hann þægileg og í senn falleg og andauðgandi híbýli, og tekur sjálfan sig of hátíðlega sem listamann: Verk hans verður tjáning en ekki þjónusta. Tjáning hans verður ævilöng þjáning okkar. Þessi tilhneiging er létt útgáfa eða ómeðvitaður angi af þeim fasisma sem þessi öld okkar var svo lengi mörkuð af, hvort sem hann birtist í hreinræktaðri mynd þjóðernishyggju, alræði öreiga eða þeirri hættulegu trú módemismans að menntaðir menn ættu að hafa vit fyrir almenningi. ■ Atburðir dagsins 1556 Karl V Spánarkonungur dregur sig í hlé í klaustur og skiptir ríkinu milli sonar síns og bróður. 1852 Bamaskólinn á Eyrarbakka settur í fyrsta sinn. Hann er elsti bamaskól- inn sem enn er starfræktur. 1875 Fyrsta borgaralega hjóna- vígslan fór fram á íslandi. 1971 Tævan vísað úr Sameinuðu þjóðunum til að rýma fyrir Kínverjum. Afmælisbörn dagsins Jóhann Strauss 1825, austur- rískur tónsmiður, kunnastur fyrir vinsæla valsa. Georges Bizet 1838, franskt tónskáld, höfundur Carmen. Pablo Pic- asso 1881, spænskur listamað- ur. Atli Geir Grétarsson 1963, dægurlagahöfundur og söngvari Kálra pilta úr Hafnar- firði. Annáisbrot dagsins Ein kona drap bam sitt í læk og í því bili, sem bamið gaf af sér 3 hljóð, varð himinninn blóð- rauður og heyrðust 5 hljóð í lopti. Vatnsfjarðarannált 1615. Orðatiltæki dagsins Daufleg þykja mér guðspjöllin, enginn er í þeim bardaginn, einsog kerlingin sagði. Súpa dagsins Konur og súpur á ekki að láta bíða, þá kólna þær. O. Serander. Spekingar dagsins Ekki hafa Hofverjar verið spekingar miklir en þó helir þeim vel flest tekist. Vopnfiröingasaga. Orð dagsins Frelsið cr ei verðlng vara, veitist ei með tómum lögum. Það er andans ófœdd dóttir, ekki mynd úr gömlum sögum. Hannes Hafstein. Skák dagsins Tékkneski stórmeistarinn Jansa hefur aldrei verið í fremstu röð en hann á sína spretti. Hann leikur listir sfnar í skák dagsins gegn Konopka. Liðsafli er jafn en hvítir menn Jansa era bctur í sveit seltir. og hann blæs nú lil orrastu. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxg6!I Bxg6 2. Bxg6+ Kxg6 3. Dg4+ Kf6 4. Dd5+ Örlög Konopka eru innsigluð. Hann gafst upp. Góða helgi...

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.