Alþýðublaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 5
 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 fiBfi a s kv r i n g| n lagði hann fram „pólitíska erfðaskrá" um hvernig hann vill að forystusveit flokksins en „erfðaskráin" féll í misgóðan jarðveg. Sighvatur Björgvinsson hefur lýst yfirfram- fti formaður Alþýðuflokksins gagnrýndur harðlega. Mér finnst að hann hafi gengið í gegnum þroska- skeið sem er mjög mikilvægt fyrir stjómmálamenn.“ Áhrifamaður í flokknum sagði hinsvegar að -Guðmundi Árna væri nauðsynlegt að halda friðinn, og bætti við: „Eg skil manninn hreinlega ekki. Hann segist ætla að hlusta á stuðn- ingsmenn sína áður en hann tekur ákvörðun um framboð. Ef hann gerir það sem hyggilegast er, og fer ekki fram, þá er hann hka að skýra ffá því að stuðningsmennimir hafi ekki verið nógu margir." Félagi í Sambandi ungra jafnaðar- manna kvaðst telja Guðmund alltof umdeildan í flokknum til að geta náð kosningu sem formaður. Utilokað væri að hann gæti fengið meirihluta atkvæða á flokksþingi. Stuðningsmenn Guðmundar Áma segja að kjör hans myndi staðfesta kynslóðaskipti í Alþýðuflokknum, hann eigi að baki glæsÚegan feril sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar og viti þaðan hvernig það er að veita stórum og pattaralegum Alþýðuflokki forystu. í sanítali við Alþýðublaðið f gær sagði Guðmundur Árni að sterkar raddir í flokknum krefðust kosninga. „Auðvitað eru glögg kaflaskil þegar Jón Baldvin lætur af formennsku eftir tólf ár. Ég hygg að það séu sterk rök að flokksmenn hafi valkosti þegar næsti formaður er valinn." Ein ástæða þess að Guðmundur Ámi íhugar ffamboð í fullri alvöru, er að hann á erfitt með að horfa uppá Sighvat setjast í formannsstólinn. Þetta staðfesta stuðningsmenn Guð- mundar Áma. Einn sagði: „Það verður á brattann að sækja fyrir Guðmund Áma en hann hefur allt að vinna. Það verður erfitt fyrir hann að sitja þegj- andi og hljóðalaust undir formennsku Sighvats." Uppgjör á Reykjanesi? Rannveig Guðmundsdóttir er held- ur ókát, sem fyrr sagði, með hvemig Jón Baldvin lagði línur um framtíð Alþýðuflokksins um leið og hann til- kynnti að hann yfirgæfi brúna. Sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðsins mun Rannveig hafa minnt Jón Bald- vin á, að sjálfur bauð hann sig fram með tíu daga fyrirvara gegn sitjandi formanni árið 1984: „Og þá var ekki verið að hugsa um einingu flokksins eða hvernig ætti að halda friðinn," sagði stuðningsmaður hennar. Rannveig og Guðmundur Ámi em bæði þingmenn Reykjaness, og áttu í harðri baráttu í prófkjöri fyrir síðustu þingkosningar. Rannveig hafði betur, en efalítið munu þau aftur takast á fyr- ir næstu kosningar. Ymsir flokksmenn gerðu að umtalsefni hvaða staða kem- ur upp í kjördæminu ef annaðhvort eða bæði fara fram. Einn heimilda- maður sagði um þetta: „Rannveig gæti setið á ffiðarstóli. Ef hún gefur kost á sér sem formaður gerir Guðmundur Árni það líka, og öfugt. Það snýst um forystuna á Reykjanesi. Hvomgt getur unað hinu þess að vera formaður Al- þýðuflokksins. Ef þau fara bæði fram munu atkvæðin skiptast á milli þeirra og Sighvatur verður formaður. Eg tel reyndar 99 prósent líkur á því að Sig- hvatur verði formaður einsog staðan er núna.“ Annar viðmælandi, sem kvaðst hlynntur ffamboði Rannveigar, sagði: „Eg hef áhyggjur af því að það muni valda uppnámi í kjördæminu ef þau fara bæði ffam.“ Áhrifamaður í flokknum mat stöð- una svona: „Þeir sem fara í þetta munu allir skaða sig, nema Sighvatur sem á að vera nokkuð öruggur með sigur. Össur mun ekkert gera. Rann- veig lætur einsog það sé móðgun við konur að Jón Baldvin skuli ekki velja sig sem eftirmann sinn. Hún virðist vera búin að gleyma því að hún er for- maður stærsta þingflokks stjómarand- stöðunnar. Það felst allmikil virðing í því. Ég tel það reyndar henta Sighvati ágætlega ef annaðhvort Rannveig eða Guðmundur Ámi bjóða sig fram. Ef Rannveig fer ein ffam gegn Sighvati mun hún ekki hafa það. Ef Guðmund- ur Ami fer einn fram mun hann ekki hafa það. Ef þau fara bæði fram er það fyrirsjáanlegt pólitískt sjálfsmorð. Éini maðurinn sem hefði getað ógnað Sig- hvati Björgvinssyni er Össur Skarp- héðinsson, hefði hann haft áhugann. En hann hefur ekki áhuga á að blanda sér í baráttuna og fær tæplega meiri áhuga þegar hún er orðin að eintómu mgli.“ Á jsessari stundu er ógjömingur að spá fyrir um hvort Rannveig gefur kost á sér. Hún sagði í Alþýðublaðinu í gær að ef vilji er fyrir hendi meðal flokksmanna að kjósa milli ffambjóð- enda til formanns, þá ætti sá vilji að vera ljós viku fyrir flokksþing. Hún útilokaði hinsvegar ekki að hún tæki ákvörðun fyrir þann tíma. Rannveig hefúr gengið lengst for- ystumanna flokksins í gagnrýni á pól- itísku erfðaskrána, og kallaði hana „- óklókt útspil“ í blaðinu í gær. f sam- tölum við stuðningsmenn hefur Rann- veig lýst talsverðri gremju í garð Jóns Baldvins, og riljað upp að hann studdi hana ekki þegar þingflokkurinn valdi tvo nýja ráðherra sumarið 1993. Rannveig sagði í samtali við blaðið í gær, að engu væri við fyrri yfirlýs- ingar að bæta í bili. Hún muni fylgjast með þróun mála og tilkynna ákvörðun sína þegar þar að kemur. Óvissa um varaformennsku Meðan skjálfti fer um Alþýðuflokk- inn vegna formannsskipta hafa fáir leitt hugann að varaformannsembætt- inu. Guðmundur Árni Stefánsson gegnir embættinu nú og hafði, áður en Jón Baldvin ákvað að hætta, sagt að hann myndi gefa kost á sér áfram. Þetta kann að breytast ef Sighvatur og Guðmundur Ámi glíma um for- mennskuna. Á þriðjudagsfundinum munu þessi mál hafa komið aðeins til umræðu. Þar útilokaði Sighvatur að hann gæfi kost á sér í varafor- mennsku, ef hann tapaði formanns- kosningum fyrir Guðmundi Áma, og taldi slíkt ekki viðeigandi. Óljósara er hinsvegar hvemig Guðmundur Ámi myndi bregðast við ósigri fyrir Sig- hvati. Víst er um, að Guðmundi Árna mun veitast nokkuð létt að halda vara- formennskunni ef hann lætur for- mannskjörið framhjá sér fara. En komi sú staða upp að Sighvatur verði formaður og Guðmundur Ámi hætti sem varaformaður er enginn augljós kandidat fyrir hendi. Nafn Rannveigar hefur verið nefnt, en óvíst er að hún myndi sækjast eftir varaformennsku þarsem hún gegnir mikilvægu emb- ætti sem formaður þingflokks jafnað- armanna. Hörö átök ósennileg Mál málanna í íslenskum stjómmál- um næstu tvær vikur snýst um hver verður ellefti formaður Alþýðuflokks- ins. Ósennilegt er að til harðvítugrar baráttu komi, þótt aðrir en Sighvatur gefi kost á sér. Af samtölum við flokksmenn mátti glöggt ráða að þeim var í mun að halda ffiðinn. „Á þeim tímamótum þegar Jón Baldvin hættir formennsku og segist vera á leið úr pólitík verða alþýðu- flokksmenn aúðvitað að standa sam- an,“ sagði gamalreyndur flokksmaður. „Það er enginn heimsendir þó það sé kosið á milli manna, slíkt er sjálfsagt og eðlilegt. En öllu skiptir hvemig til tekst að loknu flokksþingi. Margir al- þýðuflokksmenn eru svolítið óöryggir um hvað framtíðin ber í skauti sér, og eiga erfitt með að sjá fyrir sér Alþýðu- flokkinn eftir Jón Baldvin." Þótt innihald pólitískrar erfðaskrár Jóns Baldvins Hannibalssonar sé um- deilt, virðast alþýðuflokksmenn þó á einu máli um að koma í veg fyrir eijur og sundrungu. Slíkt heimilisböl er þeim í alltof fersku minni. ■ Undirbúningi fyrir flokksþing Alþýðu- flokksins lokið Búist við allt að 350 fulltrúum á flokks- þing „Ef kosið verður á milli manna í embætti formanns flokksins reiknum við með allt að 350 fulltrúum á fiokksþingið. Ef ekki verður kosið á milli manna í embættið þá verða full- trúar eitthvað færri,“ segir Karl Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Al- þýðublaðsins, en hann hefur ásamt hóþi fólks unnið að undirbúningi fyr- ir flokksþing Alþýðuflokksins sem haldið verður 8.-11. nóvember næstkomandi í Perlunni. Skipulagsvinna hefur staðið yfir frá því í sumar og Karl segir að henni sé svo til lokið. Flokksfélög víða um land hafa verið eða eru að búa sig undir að kjósa fulltrúa á flokksþing og vonast er til að niður- stöður úr þeim kosningum liggi fyrir á næstu dögum. Flokksþingið hefst með þingsetn- ingu á föstudegi. Þann dag munu málefnahópar taka til starfa og kynna málefnavinnu sína sem lögð verður fyrir þingið til samþykktar. Kosning- ar í öll embætti flokksins, nema flokksstjórn, fara fram á laugardegi og eiga úrslit að liggja fyrir þann sama dag. Hátíðarkvöldverður og dansleikur verður um kvöldið. Á sunnudag lýkur málefnavinnu og verður kosið verður í flokksstjórn þann sama dag. Þinginu lýkur síðan klukkan tvö. Karl hvetur alþýðuflokksmenn til að mæta á þingið og í hátíðarkvöld- verðinn. „Við erum að fagna 80 ára afmæli Alþýðuflokksins og flokkur- inn er að kveðja Jón Baldvin Hanni- balsson eftir tólf ára formannssetu. Það er því ærin ástæða fyrir fólk að fjölmenna," sagði Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.