Alþýðublaðið - 25.10.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 25.10.1996, Page 3
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Ofurviðkvæmar opinberar sálir Halldór Halldórsson gerir mál ákæruvaldsins gegn ritstjóra Al- þýðublaðsins að umfjöllunarefni í HP í gær: Á mánudag bárust þær fréttir, að ríkissaksóknari hefði ákveðið að höfða opinbert meiðyrðamál að ósk fangelsismálastjóra gegn Hrafni Jök- ulssyni, ritstjóra Alþýðublaðsins, fyrir að hafa kallað Harald Johannessen fangelsismálastjóra „glæpamanna- framleiðanda ríkisins". Fyrstu við- brögð mín voru undrun yfir því, að Hrafni skyldi verða á að kalla Harald slíku nafni. Önnur sjónarmið Ástir samlyndra hjóna - í stíu? En eins og venjulega kom í ljós, að málið var ekki alveg svona einfalt. Nýr „titill“ á fangelsismálastjóra var niðurstaða sérstakrar ádeilugreinar, sem Hrafn skrifaði undir nafni um ýmsa gagnrýniverða þætti í félagslegu umhverfx fanga, sem hann greindi ffá. I greininni gerði haim Harald Johaim- essen m.a. ábyrgan fyrir fækkun heim- sóknartíma, banni við heimsóknum fanga í klefa hinna og að eiginkonum fanga væri stefnt í sérstök herbergi, hráslagalegar hrútastíur ástarinnar, að sögn Hrafns, auk þess sem skipan mála innan fangelsa væri með þeim hætti, að ungir menn, sem kæmu á Litla- Hraun forhertust innan um sér reyndari afbrotamenn og yrðu fulln- uma glæpamenn í vistinni. Þess vegna kallaði Hrafn fangelsið „uppeldisstöð" og Harald „glæpamannaframleið- anda“. Saimast sagna fnmst mér nýi titill- inn ekki vera þess eðlis, að Haraldur eigi að kippa sér upp við hann og hann er vissulega ekki mannorðs- skemmandi. Auk þess er hann vond íslenzka og lætur illa í eyrum. Hrafn heldur því íram, að fangelsismálastjóri (fangelsisstjóri er betra) beri einn ábyrgð á þessu ástandi, sem er ekki al- veg hárrétt. En stundum þarf að kveða sterkt að orði, til þess að eftir því sé tekið, eins og Hrafti sagði sjálftir í út- varpi. Nú hefur Haraldur Johannessen tryggt, að annað hvert mannsbam á Is- landi veit hvaða nafngift hann hlaut hjá Hrafni Jökulssyni. Eru þeir jafnhugrakkir og Gaukur? Venjan er sú, að meiðyrðamál séu höfðuð sem einkamál, en í þessu til- viki hefur ríkissaksóknari fallizt á kröfu lögmanns fangelsismálastjóra um, að í þessu tiltekna máli skuli höfðað opinbert sakamál vegna brota á hegningarlögum og lögum um prentrétt gagnvart starfsmanni ríkisins. Hrafn Jökulsson getur þakkað guði fyrir, að alræmd grein nr. 108 í hegn- ingarlögunum skuh hafa verið dæmd ólög af Mannréttindadómstólnum í máli Þorgeirs Þorgeirssonar. Laga- greininni lauk svo: „Aðdróttun, þótt sönn sé, varðar sektum, ef hún er bor- in fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Mál sem höfðað var gegn Þorgeiri vegna skrifa um lögregluharðræði fór fyrir Hæstarétt, þar sem Gaukur Jörunds- son, nú umboðsmaður Alþingis, var eini dómarinn af fimm á þeirri skoðun að þessi lagagrein bryti í bága við stjómarskrána. Sannast sagna er meið- yrðalöggjöfin á íslandi ónýt. En Hæstiréttur hefur í hendi sér að veija tjáningarfrelsið frekari áföllum. Til þess þarf örh'tið hugrekki. Á sama hátt og tjáningarfrelsið er vandmeðfarið hlýtur opinber persóna að velta alvarlega vöngum yfir því hvenær það er réttlætanlegt að setja skorður við tjáningarffelsinu með því að höfða meiðyrðamál. Ef starfstitli opinberrar persónu er breytt í háðung- arskyni í orðskrípi er það í sjálfu sér ekki gild málshöfðunarástæða. Óskiljanleg niðurstaða ríkissaksóknara í Viðskiptablaðinu skrifar Sig- urður Már Jónsson um sama mál en hann er manna kunnugastur þeim lögum sem lúta að meiðyrðum og tjáningarfrelsi: Það er ekki annað hægt en að óska Hrafni Jökulssyni, ritstjóra Alþýðu- blaðsins, til hamingju með það að fangelsismálastjóri ríkisins skuli hafa valið hann til að verða fyrsti íslenski samviskufanginn. Ákæra ríkissak- sóknara gegn Hrafni vegna skrifa hans um fangelsismál er með slíkum end- emum að flesta sem láta sig tjáninga- frelsi varða setur hljóða. Það er nánast hægt að fullyrða að ef Hrafn verður fundinn sekur fyrir íslenskum dóms- stólum þá muni MannréttindadómstóU Evrópu í Strassborg verða fljótur að sýkna hann. Ef menn skoða dóma- ffamkvæmd hjá þessum ágæta dóms- stóli, sem hefur óumdeilanlega lög- sögu á íslandi, þá er alveg ljóst að Hrafn starfar innan tjáningarfrelsisins og skiptir þá engu þó að hann hafi kosið að beita kjánalegum myndlík- ingum eins og „glæpamannaframleið- andi ríkisins". Vert er að minnast þess að þegar síðast fór mál til meðferðar Mannréttindadómsstólsins komst dómurinn að því að það væri fylgi- fiskur umræðunnar í lýðfijálsu rílci að „... valda sárindum, hneykslun eða ólgu.“ Á einum stað sagði í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í Þorgeirs- málinu: „Efni greinanna vörðuðu, svo sem reyndar var. óumdeilt, málefni sem varðar almenning mjög miklu. Það er rétt, að í báðum greinunum var tekið afar sterklega til orða. Þrátt fyrir það telur dómstóllinn, að þegar hlið- sjón er höfð af tilgangi þeirra og þeim áhrifum sem þeim var ætlað að ná verði ekki talið að það orðfæri sem notað var hafi keyrt úr hófi. Að síðustu telur dómurinn að sak- fellingin og refsingin hafi verið til þess fallin að draga úr opinni umræðu um málefni er varða almannahag." í ljósi niðurstöðu Þorgeirsmálsins er nánast óskiljanlegt að ríkissaksókn- ari skuli hafa komist að þeirri niður- stöðu að hægt væri að sakfella út frá þessu máli, nema að þrýstingurinn á hann hafi verið óvenju mikill í þessu máli. ■ Ahugamenn um hina pólit- ísku refskák velta nú málum fyrir sér i Ijósi nýjustu atburða í Alþýðuflokknum. Nái pólitísk erfðaskrá Jóns Baldvins Hannibalssonar ekki fram að ganga opnast ýmsir fróðlegir möguleikar. Guðmundur Árni Stefánsson heldur því til dæm- is opnu að hella sér í slaginn um embætti formanns. Hvernig sem það færi er Ijóst, að leita þyrfti að nýjum manni til að gegna stöðu varaformanns. Össur Skarp- héðinsson, sem Sighvatur Björgvinsson er talinn vilja sjá sér við hlið, hefur aftekið með öllu að verða varaformaður. Margir myndu án efa vilja sjá Rannveigu Guðmundsdóttur aftur sem varaformann, ekki síst konur. Færi svo, þá yrði að leita að ný, im formanni þingflokks. Augu flestra beinast að Össuri um það, enda gegndi hann emb- ættinu af miklum vaskleika áður en hann varð ráðherra. Hann mun hins vegar hafa látið (Ijósi þá skoðun, að yrði embættið laust færi best á þvi að sam- tvinnun þingmanna Alþýðu- flokks og Þjóðvaka yrði endan- lega undirstrikuð með því að Svanfríður Jónasdóttir verði formaður þingflokks jafnaðar- manna... Eftir að Elínu Hirst var sagt upp störfum hjá Stöö 2 hafa henni borist fjölmörg tilboð um starf. Meðal annars er því fleygt að fleiri en eitt stórfyrirtæki hafi borið víurnar í hana sem blaða- fulltrúa. Elfn mun hins vegar fara sér hægt þessa dagana. Hún tel- ur sig enn hafa mikið fram að færa á sviði fjölmiðlanna, og viil g’jarnan gefa sínum gömlu yfir- mönnum langt nef. Hver neit nema sú ósk hennar rætist fyrr en varir. Innan ríkisútvarpsins eru margir sem sjá í henni ferskt blóð, sem gæti nýst hinni stöðn- uðu ríkisstofnun á mörgum svið- um og er þá jafnvel talaö um stöðu Boga Ágústssonar... Forráðamenn innan forlagsins Vaka-Helgafell líta svo á að þeir séu síst minni á markaðin- um en Mál og menning þó svo að Ólafur Ragnarsson hafi aldrei látið þau ummæli falla op- inberlega enda óvarlegt að styggja risann. Þar vega bóka- klúbbar útgáfufyrirtækisins þungt en þeir eru rétt innan viö tug að tölu og í fullum gangi all- an ársins hring. Jólabókaútgáf- una líta þeir meira á sem sport en að þar verði mælistika lögð á umfangið. Vaka-Helgafell gefur út tvær bækur fyrir þessi jól sem skrifuð eru af fjölmiðlamönnum til margra ára. Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri DV hefur skrifað sina fyrstu „fullorð- ins-skáldsögu" en hann hefur sent frá sér nokkrar barna- og unglingasögursem hafa gengið vel. Skáldsagan heitir Draumar undir gaddavír og er sögusviðið sjávarþorp á Suðurnesjum árið 1959. Alþýðublaöiö hefur hlerað að hún byrji þar sem Elvis er í útvarpinu og Buddy Holly að kólna f gröf sinni. Elín Pólma- dóttir á Mogganum er einnig með bók þar sem amma hennar, langamma og langa-langamma eru í aðalhlutverki. Bók Elínar heitir Meðfortíðina (farteskinu... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Jón Teitur Sigurðsson verslunarmaður: Mér finnst þeir eiga rétt á sér enda ætla ég að bregða mér á einn slíkan fljótlega. Kristín Jóhannsdóttir nemi: Mér finnst þeir í góðu lagi. Þarna eru fallega’ konur sem eiga fullan rétt á því að sýna líkama sinn. Kristbjörn Kona sellóleik- ari: Þeir eru jákvæðir uppað ákveðnu marki. Ég fór sjálf á einn slíkan á dögunum. Mér finnst vanta klúbb þar sem karlar koma naktir fram. Inga Örlygsdóttir bar- þjónn: Ég vinn nú á einum slíkum svo mér hlýtur að finn- ast þeir eiga rétt á sér. Vigdís Þorvaldsdóttir þjónn: Mér finnst þetta frekar niðurlægjandi fyrir þessar kon- ur en menn verða að vinna fyr- ir sér. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ömurleg framkoma og algjör skítamórall Þóröur Magnússon eigandi skemmtistaðar- ins Ásakaffis um hljómsveitina Skítamóral sem stakk af frá balli í Grundafiröi. DV í gær. Gjarnan er vitnað í Davíð sem einhvern landsföður íslands. Það er kominn tími til þess að almenningur geri sér grein fyrir því að þarna fer lítiö fyrir föðurlegri umhyggju. Ásþór Magnússon fyrrum forsetakandídat í DV í gær. Eins og með ásum í Valhöll eru svo allar væringar gleymdar í veizlu að kvöldi. Jónas Kristjánsson kortlagöi kosti og galla Jóns Baldvins Hannibalssonar { leiöara sínum og telur honum þaö til mikill- ar prýöi aö vera ekki langrækinn einsog flestir pólitíkusar. DV í gær. En burtséð frá þessum sérstöku móðgunum þá er ég orðin dauðleið á Radíusbræðrum, svo rugiaðir sem þeir eru. Og illa klæddir í þokkabót á fínu balli eins og þarna á Hótel íslandi. Soffía hringdi í DV og baö frekar um Ómar Ragnarsson, hinn síkáta gleðigjafa og sígilda, en Radíusbræður. DV í gær. Hún minnti mig miklu meira á einhvern vinstribakkavesaldóm sem ber stundum á hjá ungum og rómantískum mönnum. Jón Baldvin Hannibalsson víöa á vettvangi fjölmiðla um þessar mundir, þarna að tjá sig ufn söguna sem sögð er í sýningunni Largo desolato í Borgarleikhúsinu. Mogginn í gær. Þátttakendur skoðanakönnunar- innar ganga eflaust út frá veru- leikanum eins og hann er, en ekki eins og hann ætti að vera. Ragnhildur Vigfúsdóttir jafnréttisfrömuöur um skoöanakönnun Gallup þar sem fram kemur aö meirihiuti ungs fólks vill aö „mamma sé heima“. DT í gær. Það er því full ástæða fyrir kvenréttindakonur og jafnréttissinnað fólk hvar sem er í heiminum að mótmæla móður- sýkislegum viöbrögðum leik- kvenna við líkfundum. Jóhannes Sigurjónsson í DT í gær. Hver sem er ætti t.d. að geta gengið inn í bókabúð og keypt kynlífstímaritið Bleikt og blátt án þess að vera álitin einhver „perri”. Fjölmiölarýnir DT í gær. fréttaskot úr fortíð »Danski Moggi« játar nú loks í ritstjómaigrein, sem annars er moldviðri eins og vant er, að hann hafi barist fyrir útlendum hagsmunum og móti íslenzkum hags- munum, og viðurkennir, að Alþýðu- blaðið hafi neytt hann til þessarar játningar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.