Alþýðublaðið - 25.10.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.10.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐHD FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 ■ Jón Baldvin Hannibalsson er að hætta sem formaður Alþýðuflokksins og á þriðjudagin skipti með sér verkum. Alþýðuflokksmenn sjá á eftir Jóni Baldvin úrformannsembættinu boði til formanns, Rannveig og Guðmundur Árni eru að hugsa málið. Erfðaskráin iimdeMda & ellel Jón Baldvin Hannibalsson stóð í ströngu á þriðjudaginn. Laust upp- úr klukkan hálftíu um morguninn hitti hann Sighvat Björgvinsson, Guð- mund Árna Stefánsson og Össur Skarphéðinsson á fundi í þingflokks- herbergi Alþýðuflokksins. Þeir ræddu saman í þrjá stundarfjórðunga, og á eftir hringdi Jón Baldvin í Rannveigu Guðmundsdóttur til New York. I há- deginu fundaði hann með fram- kvæmdastjóm Alþýðuflokksins. Síð- degis hélt Jón Baldvin svo blaða- mannafund í Alþingishúsinu og til- kynnti að hann ætlaði að láta af for- mennsku Alþýðuflokksins á flokks- þingi í nóvember. Jafhframt rakti hann skoðanir sínar á hvemig forysta Al- þýðuflokksins ætti að vera skipuð þegar hann hættir formennsku. Enginn veit hvað átt hefur, fyrren misst hefur Langflestir flokksmenn vonuðu að Jón Baldvin myndi gegna formennsku áfram, og efamál að jafnmikil eining hafl áður verið um hann innan flokks- ins, að minnsta kosti hin síðari ár. Fyr- ir þessu vom einkum tvær ástæður. Undir forystu Jóns Baldvins náði Al- þýðuflokkurinn að rífa sig uppúr djúp- um öldudal og siglir blíðan byr í skoð- anakönnunum, sameiningarmál á vinstri væng hafa loks komist á rek- spöl og forysta Alþýðubandalagsins er með þeim hætti að almennt er litið á Jón Baldvin sem oddvita stjómarand- stöðunnar. Hin ástæðan fyrir þvf að al- þýðuflokksmenn vildu ekki að Jón Baldvin léti af embætti var sú, að margir óttuðust að formannskosningar gætu orðið afdrifaríkar og sársauka- fullar, auk þess sem ýmsum veitist erfitt að sjá fyrir sér annan formann í Alþýðuflokknum en Jón Baldvin Hannibalsson. Og reyndar em alþýðuflokksmenn ekki einir um að sjá á eftir Jóni Bald- vin. Eitt skýrasta dæmið um þetta er forystugrein Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV, sem vandaði Jóni Bald- vin sjaldan kveðjur gegnum árin og gagnrýndi hann oft harkalega. í gær skrifar Jónas um feril Jóns Baldvins, og ályktunarorð hans eru ótvíræð: „Effir tilraun til heiðarlegrar kortlagn- ingar á ferli fráfarandi formanns Al- þýðuflokksins er niðurstaðan sú, að enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Ekkert samkomulag um erfðaskrána En þótt Jón Baldvin láti af embætti með ftiilri reisn og sóma em alþýðu- flokksmenn ekki á eitt sáttir um ágæti hinnar „pólitísku erfðaskrár" hans. Hann skýrði sjónarmið sín á blaða- mannafundinum á þriðjudag, og lagði áherslu á að Alþýðuflokkurinn ætti að forðast átök um förystuna. Fjórir þing- menn hafa verið orðaðir við embættið og Jón Baldvin lagði línur um hvemig þeir gætu saman myndað forystusveit, án átaka og uppgjörs. Erfðaskráin gerði ráð fyrir að alþýðuflokksmenn sameinuðust um að Sighvatur Björg- vinsson yrði formaður, Guðmundur Ámi Stefánsson gegndi áfram varafor- mennsku, Rannveig Guðmundsdóttir leiddi þingflokk jafnaðarmanna sem fyrr og að Össur Skarphéðinsson yrði formaður ffamkvæmdastjómar. Dagana fyrir blaðamannafundinn hafði Jón Baldvin lýst þessum sjónar- miðum sínum í samtölum við þing- menn flokksins, en Rannveig mun ekki hafa heyrt um þau fyrren á þriðjudag. Fæstir bjuggust hinsvegar við að Jón Baldvin myndi leggja „erfðaskrána" fram opinberlega og svo afdráttarlaust. í frétt DV í gær segir að samkvæmt Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson koma af morgunfundinum á þriðjudag með Jóni Baldvin og Sighvati. Guðmundur Árni gefur væntanlega yfirlýsingu í byrjun næstu viku um hvort hann fer í framboð, en talið er útilokað að Össur gefi kost á sér. Rannveig Guðmundsdóttir. Gengur lengst for ystumanna Alþýðuflokksins í gagnrýni á pólit ísku erfðaskrána, og útiiokar ekki að hún gei kost á sér til formennsku í flokknum. heimildum blaðsins hafí verið „búið að ná samkomulagi um þann valdapír- amída sem Jón Baldvin nefndi sem óskaniðurstöðu sína á fréttamanna- fundinum. Jón átti bara ekki að skýra frá því opinberlega." Þetta er rangt. Guðmundur Árni, Rannveig og Össur höfðu aldrei sagt að þau samþykktu tillögur Jóns Bald- vins - enda hafði ekkert þeirra, nema helst Össur, útilokað að bjóða sig fram til formennsku. Þá hafði Jón Baldvin sagt á morgunfundinum með Sighvati, Guðmundi Árna og Össuri að hann kynni að gera grein fyrir tillögu sinni á blaðamannafundinum, og þeir gerðu ekki athugasemdir við það, samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins. Þegar Jón Baldvin ræddi símleiðis við Rannveigu eftir fúndinn með þre- menningunum og skýrði henni frá hugmyndum sínum mun hún hafa tek- ið þeim vægast sagt fálega. Hún var vitanlega til umræðu sem hugsanlegur arftaki Jóns Baldvins, og hafði sagt stuðningsmönnum sínum að hún myndi hugsa ráð sitt í utanferðinni og taka ákvörðun þegar hún kæmi heim 2. nóvember. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins sagði Rannveig við Jón Bald- vin á þriðjudag að hún teldi mjög mis- ráðið að hann gerði pólitíska erfðaskrá af þessu tagi, og varaði hann við því að gera hana að umræðuefni opinber- lega. „Kergja í mönnum" Erfðaskrá Jóns Baldvins féll líka í misgóðan jarðveg meðal þeirra flokksmanna sem í nóvember koma til flokksþings í Perlunni. „Mér finnst ekki smekklegt af for- manninum að gera pólitíska erfðaskrá og kortleggja hvernig valdastrúktúr flokksins eigi að vera í framtíðinni," sagði Gísli Hjartarson á Isafirði, sem þó er sammála Jóni Baldvin um að Sighvatur sé vænlegastur sem næsti formaður. Einn af áhrifamönnum Sambands ungra jafnaðarmanna var líka ósáttur: ,T»að er kergja í mönnum yfir því að Jón skuli hafa stillt mönnum upp. Menn vilja ekki láta segja sér fyrir verkum." Helga E. Jónsdóttir, formaður Landssambands alþýðuflokkskvenna, tók í sama streng: ,JBg er enganveginn sátt við þessa pólitísku erfðaskrá Jóns Baldvins. Ég segi bara 3-0 fýrir karla einsog fyrri daginn í þessum flokki. Ég sé fyrir mér þessar sömu ásýndir áffam. Mér finnst það óviðunandi. Við eigum sjálf að velja okkar fólk.“ Áhrifamaður í Hafnarfirði hafði jDetta að segja: „Þegar upp er staðið ef- ast ég um að það hjálpi Sighvati að Jón skuli hafa útnefnt hann eftirmann sinn. Það kemur út eins og verið sé að keyra Sighvat í gegn á vinsældum Jóns.“ Sigbjörn Gunnarsson fyrrum al- þingismaður segir að Jón Baldvin hefði ekki átt að leggja línur um hvað tæki við: „Þegar formaður hverfur frá, á hann ekki að lýsa sterklega skoðun sinni um arftakann. Það er penna að gefa fólki fijálst val.“ „Snjall kapall hjá Jóni" Aðrir telja ekkert athugavert við erfðaskrá Jóns Baldvins: „Hann til- kynnir að hann sé að hætta sem for- maður og lýsir um leið þeirri persónu- legu skoðun sinni að Sighvatur yrði góður arftaki. Mér finnst allt í lagi að hann segi það hreinskilnislega," segir Vilhjálmur Þorsteinsson stjómarmað- ur í Félagi fijálslyndra jafnaðarmanna. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi á Akureyri er á sama máli: „Það er ekk- ert nema gott eitt að segja um þessa pólitísku erfðaskrá Jóns Baldvins. Hún er mjög að mínu skapi.“ Hrönn Hrafhsdóttir var líka á því að Jón Baldvin hefði fullan rétt á að láta skoðanir sínar í ljós: „Ég er hundfúl yfir því að Jón Baldvin skuli vera að hætta, en skil ósköp vel að hann skuli setja dæmið upp á þann hátt sem hann gerir í pólitísku erfðaskránni." Ahrifamaður í flokknum, sem ekki vildi að nafri sitt kæmi ffam, sagði að útspil Jóns Baldvins væri mjög skyn- samlegt í stöðunni: „Þótt kapall Jóns sé óvenjulegur, þá er hann snjall. Þar liggja möguleikar á að halda flokkn- um saman. Mér sýnist að það geti ein- mitt gerst með þessum hætti. Það er sárt að horfa uppá fólk sem ætlar að slátra tillögu Jóns Baldvins - og þar á meðal eru sumir þeirra sem þyrftu helst á því að halda að kyrrð ríki innan flokksins." Ósennilegt að „erfingjarnir" spili með Aðalvandamálið með pólitísku erfðaskrána er líklega að erfingjamir höfðu ekki samþykkt hana. Þannig kom Jón Baldvin fyrstur með þá hug- mynd að Össur Skarphéðinsson yrði formaður fJamkvæmdastjómar flokks- ins, en það embætti verður til muna veigameira en áður, nái tillögur um lagabreytingar fram að ganga á flokksþinginu. Guðmundur Oddsson hefur lýst yfir því, að hann sækist ekki eftir endur- kjöri og hafa ýmsir verið nefndir síð- ustu vikur sem hugsanlegir eftirmenn. Daginn eftir að Jón Baldvin kynnti fjölmiðlum tillögur sínar að skipan flokksforystunnar var langt viðtal við Guðmund í morgunútvarpi, þarsem hann lýsti sig algerlega andsnúinn því að einn af þingmönnum flokksins yrði formaður framkvæmdastjómar. Össur hafði raunar sagt í Morgunblaðinu sama dag að hann myndi ekki lyfta litla fingri til að hljóta embættið, en Guðmundur beindi spjótum óspart að honum í viðtalinu, fremur en mannin- um sem hafði sett hugmyndina fram. Samkvæmt heimildum Álþýðublaðs- ins vakti það nokkra furðu að Guð- mundur, sem Jón Baldvin lýsti daginn áður sem einum helsta og nánasta samverkamanni sínum, skyldi með svo opinskáum hætti tala þvert á skoð- anir hans. Af ummælum Össurar má marka að hann hefur lítinn áhuga á því að koma að stjóm flokksins á næstu árum og því er óvíst hvort hann ljær máls á að taka að sér formennsku í framkvæmdastjóm. Skiptar skoðanir um fram- boð Guðmundar Sighvatur er einn um hituna -. enn- þá. Ossur hefur ekki lýst áhuga á for- mennsku síðan umræður um hugsan- legan arftaka Jóns Baldvins hófust af alvöm fyrir nokkmm vikum, og er tal- ið nær útilokað að hann gefi kost á sér. Afstaða hans getur hinsvegar veg- ið þungt, en hann hefur gætt þess vandlega að gefa ekkert upp í þeim efnum. En þótt hægt sé útiloka að Össur etji kappi við Sighvat gegnir öðm máli um Guðmund Áma og Rannveigu. Guðmundur Ámi segir að hann telji óeðlilegt að ekki sé kosið um laust formannssæti, og að hann ætli að hugsa málið og kanna jarðveginn næstu daga. Ákvörðunar er að vænta í byrjun næstu viku, ef að líkum lætur. Náinn samherji Guðmundar Árna sagði í gær að hann hefði ekki gert upp hug sinn, en líklegra væri að hann tæki slaginn. Mjög skiptar skoðanir em meðal flokksmanna um framboð Guðmundar Áma. Mikið gemingaveður dundi á honum íyrir tveimur ámm, sem leiddi til þess að hann lét af ráðherraemb- ætti. Áður hafði hann verið óumdeild- ur krónprins Alþýðuflokksins. Ýmsir telja að Guðmundur Ami þurfi lengri tífna til að rétta úr kútnum, en hann á eigi að síður einarða stuðningsmenn. Þá em ekki allir reiðubúnir að afhenda Sighvati formennskuna á silfurfati. Forystumaður Alþýðuflokksins í bæjarstjómarmálum sagði að sér litist best á Guðmund Árna sem arftaka Jóns Baldvins: „Guðmundur Ámi hef- ur sýnt að hann getur staðið af sér þann harða slag sem oft fylgir pólitflc. Hann hefur hlotið þyngri eldslrím en flestir aðrir stjórnmálamenn. Hann hefur notið vinsælda og einnig verið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.