Alþýðublaðið - 25.10.1996, Síða 6

Alþýðublaðið - 25.10.1996, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 s k i I a b o d Tilkynning til borgarbúa vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 1997 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1997. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhags- áætlunarinnar þurfa að hafa borist á skrifstofu borgar- stjóra fyrir 15. nóvember n.k. 18. október 1996, Borgarstjórinn í Reykjavík. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Kosning fulltrúa á 48. flokksþing Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands Kosning fulltrúa félagsins á 48. flokksþing Alþýðu- flokksins fer fram á skrifstofu flokksins Hverfisgötu 8 - 10 laugardaginn 26. okt. kl. 13.00-18.00 og sunnudag- inn 27. okt. kl. 13.00-16.00. Alþýðuflokkskoniir! Landsfundur Sambands alþýðuflokkskvenna verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember n.k. í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hamraborg 14a, Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 17.00. Nánari dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur ís- lands Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing Verður haldið á Akureyri n.k. laugardag og hefst kl. 10 f.h. á veitingastaðnum Við Pollinn. Dagskrá: 1. Setning þingsins, Finnur Birgisson, formaður kjördæmisráðs. 2. Umræður um heilbrigðismál, framsögumaður Friðfinnur Hermannsson. 3. Kosning 4-ra fulltrúa í flokksstjórn og 2-ja til vara. 4. Stjórnmálaályktun. 5. Önnur mál. Allir félagar í Alþýðuflokknum í kjördæminu eiga rétt til þátttöku á kjördæmisþinginu. Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðuflokkurinn Vestmannaeyjum Boðaður er fundur í Alþýðuflokknum í Vestmannaeyjum og verður fundurinn haldinn á HB Pöbb sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi klukkan 13.00. Fundarefni: Flokksmál. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. 48. flokksþing Alþýðuflokksins, J afnaðarmannaflokks / Islands Með vísan til 29. og 30. grein- ar flokkslaga Alþýðuflokksins ✓ - Jafnaðarmannaflokks Islands - er hér með boðað til 48. flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands sem samkvæmt ákvörðun flokksstjómar verður haldið dagana 8. til 10. nóvember 1996 í Perlunni. Með vísan til 16. til 19. greinar flokkslaga er því hér með beint til stjóma allra Alþýðuflokks- félaga að láta fara fram kosn- ingu aðal- og varafulltrúa á flokksþing, svo sem nánar er mælt fýrir í flokkslögum. Með vísan til 18. greinar flokkslaga er því hér með beint til aðildarfélaga að kosningar fari frarn á tímabilinu 18. til 28. október næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. Félagsstjómum er skylt að til- kynna kjör fulltrúa að kosning- um loknum til skrifstofu Al- þýðuflokksins (Hverfisgötu 8- 10 í Reykjavík, sími 552- 9244), sem veitir allar nánari upplýsingar. Með vísan til 21. greinar flokkslaga skulu kjördæmisráð Alþýðuflokksins í öllum kjör- dæmum hafa lokið kosningu fulltrúa sinna í flokksstjórn fyrir reglulegt flokksþing. Með vísan til 24. og 25. grein- ar flokkslaga skulu stjórnir allra félaga hafa sent flokks- stjóm skyrslu um starfsemi fé- lagsins á kjörtímabilinu, fé- lagaskrá miðað við áramót og greiðslu félagsgjalda sam- kvæmt þeirri skrá. Dagskrá flokksþings Alþýðuflokksins ✓ - Jafhaðarmannaflokks Islands verður auglýst síðar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.