Alþýðublaðið - 25.10.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 25.10.1996, Page 7
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 B es s Dagur78 Fimmtudagurinn 17. október Eg veit ekki hvort það er galli, en Sóleyjargatan er svolítið út úr. Ég læt aka mér í vinnuna á morgnana, ek í gegnum Garðabæ og Kópavog, renni mér framhjá kirkjugarðinum, sneiði Reykjavík meðfram flugvellinum, skýt mér inn í borgina við hornið á Hljómskálagarðinum og er kominn. I eftirmiðdaginn læt ég aka mér sömu leið til baka. Ef Korní hefur fundið eitthvað að gera fyrir mig er mér vanalega ekið út Sóleyjargötuna, inn á Hringbraut, framhjá Þjóðminjasafn- inu, eftir Suðurgötunni og út á flug- völl. Upp í vél og út á land. Það má eiginlega segja að ég komi aldrei til Reykjavíkur. Ég ferðast um útjaðar borgarinnar, strýkst við húð hennar. Ég hætti mér ekki að miðjunni, niður í bæ, niður á Austurvöll þar sem ég vann. Ég veit að þetta er vesaldómur. Ég veit það. Og ég er að vinna í hon- um. Þriðja hvem dag legg ég af stað með þeim ásetningi að ganga yfir Austurvöll, yfir fomar slóðir. Fyrsta daginn sneri ég við fyrir framan Frí- kirkjuna. Ég fann hvemig fólk horfði á mig. Forsetinn á gangi, hugsaði það. Ég lét eins og ekkert væri, hélt áfram að ganga eins og forsetinn á gangi. En því nær sem kom miðbænum dró' úr mér mátt. Hvað átti ég að gera ef ein- hver viki sér að mér? Spyrði mig hvað klukkáti væri? Benti á þinghúsið, hristi hausinn og vildi taka upp spjall um fjárlögin? Byði mér upp á kaffi á einhverju kaffihúsinu? Ég ræð við svona situasjónir úti á landi. Þai em allir ókunnugir og prógrammið skipu- lagt út í hörgul. Eg er forsetinn og hin- ir eru þegnarnir. Ég þarf ekkert að hafa fýrir hlutunum, ég spinn á staðn- um og stend mig vel. En niður í bæ hlýtur þetta að vera erfiðara. Þar er ég ekki bara forsetinn heldur líka Olafur Ragnar. - hinn Ólafur Ragnar, þessi sern-föik'ináh Ht'ú: Og hvað geri ég ef; það ávarpar hann? Verð ég hann? Reyni ég fyrst að vera forsetinn ég en veit ekki fyrr en hann brýst fram og fer að segja einhverja helvítis vit- leysu? Eða vil ég vera forsetinn en fólkið hlær bara að mér. Segir: Láttu ekki svona Óli. Hvað geri ég þá? Læt þá ekki svona lengur? Verð ekki for- seti? Hætti að vera herra ég sjálfur og verð bara ég sjálfur? Það er enginn vandi að vera forseti innan um fólk serp maður þekkir ekki. Það veit ekki hvereg er og ég get því svo sem ráðið því sjálfur hver ég er. En fólk sem veit hver ég er - mun það kaupa það að ég sé forsetinn? Ég veit það ekki. Ég ætl- aði að athuga það í dag og komst nið- ur að Iðnaðarbankanum. Þá gekk ég á móti manni sem horfði beint á mig. Mér fannst hann ekki vera að horfa á forsetann sinn og sneri við. Dagur79 Föstudagurinn 18. október Að vera forseti er eins og að vera jólatré. Á jólunum er maður settur upp og allir dást að manni og dansa jafnvel kringum mann. Eftir jóiin er allt skrautið tekið af manni og maður lát- inn gossa út á svalir. Þar liggur maður - ekki jólatré heldur grenitré. Þannig líður mér í dag. Ég er ekki í opinberri heimsókn. Það eru engar opinberar móttökur, engar opinberar skyldur, ekkert opinbert. Engin hátíð og ekkert skraut. Ég er grenitré - ekki út á svöl- um en dálítið út á þekju. Dagur 80 Laupardagurinn 19.október Ég hef verið eitthvað niðurdreginn undanfarið. Korní hefur dregið upp eitt og eitt viðvik. Ekkert stórt. Mest svona forsetanum fært fyrsta eintak af Sögu saltverkunar á Fáskrúðsfirði. Forsetinn brosir á meðan mynd er smellt af honum að taka við bókinni. Hann stendur stífur og teygir sig eftir bókinni. Maðurinn á móti er einnig stífur og heldur á bókinni. Þannig standa þeir meðan ljósmyndarinn smellir af sex til átta myndum. Svolít- ið kjánalegt. Það er eins og maður tírni ekki að láta forsetann fá bókina en haldi fast í hana. Svo loks þegar ljós- myndarinn er búinn fær forsetinn bók- ina, maðurinn fer og forsetinn lætur Korní koma bókinni fyrir - bók sem ðabæku rnar '. .• - í \ V- .....-....... enginn vill lesa og enginn á. Ég á ekki þessar bækur. Ríkið á þær. Og ríkið les ekki bækur. En hvað um það. Ég er búinn að vera niðurdreginn undan- farið og það batnaði ekki þegar Siggi Guð. hringdi í morgun. Hann spurði hvort ég væri til í að þrýsta á Friðrik um að fella niður virðisaukaskattinn af kosningaskuldunum. Ég þvertók fyrir það. Mér fannst út í hött að eini mað- urinn á íslandi sem væri undanþeginn sköttum færi að væla niður í fjánnála- ráðuneyti yfir skattbyrði. „Finnst þér það við hæfi?“ spurði ég Sigga. „Ja, spumingin er ekki um hvort þetta sé við hæfi heldur hvort þetta sé nauð- synlegt," svaraði Siggi og það kom þessi tónn í röddina hjá honum. Ætli menn læri að beita honum í lögfræði- deildinni? Að laganemar fari í radd- beitingu hjá Gunnar Eyjólfssyni á sama tíma og guðfræðinemamir fara í söngtíma að læra að tóna? „Siggi minn, ég verð að gæta að virðingu embættisins, ég get ekki lagst svona lágt,“ sagði ég. „Ef þú sérð um virðis- aukann skal ég sjá um hitt,“ sagði hann þá og lagði á. Ég velti þessu íyrir mér. Sagðist hann ekki ætla að sjá um allt saman fyrir kosningar? Sagði hann mér ekki að hafa engar áhyggjur? En hvað gerðist? Það á að selja mig á bók og meira að segja konuna mína á mynd. Ég þarf að þeysast um allan heim að kynna einhvem vaming. Ég þarf að hringja í Friðrik. Ég þarf að gera allt. Hann gerir ekkert nema segja mér hvað ég á að gera. Er það rétt? Er ég ekki forsetinn? Er ég for- setinn? Hvem get ég spurt? Dagur81 Sunnudagurinn 20. október Þegar ég leit í spegilinn í morgun fannst mér ég vera tjarlægur. Ég stóð fyrir ffaman spegilinn, horfði á mig og velti fyrir mér hvað ég væri að hugsa. Menn sem hafa náð langt hafa haft á orði að það sé einmannalegt á toppn- uni. Fólk hættir að taka þeim eins og þeir em, hættir að sjá manninn en sjá bara embættið eða hlutverkið. Þar sem ég horfði á sjálfan mig í speglinum í morgun skildi ég þetta. Ég sá ekki manninn. Ég sá forsetann og velti fyrir mér hvað hann væri íð hugsa. Hvort hann væri að velta yrir sér framtíð þjóðarinnar, tungunrar og menningar- innar: Hvort hann væri að hugsa upp ný ráð til að standa vörð um þessi verðmæti. Hvort hann væri að leita leiða til að blása kjark í þjóð sína. Hvort hann væri að hugsa til þess hvaða þörfu málefnum hann ætti að leggja lið þennan daginn. Hvað hugsa menn á toppnum? Hugsa þeir eins og við hinir? Sjá þeir heiminn með sömu augum og við? Ekki vissi ég svarið við þessari spumingu frekar en öðmm sem hafa leitað á mig að undanfömu. Ég fór ffam. Á leiðinni niður velti ég því fyrir mér hvort forsetinn væri enn- þá í speglinum. Dagur82 Mánudagurinn 21. október Það er sama hvaða blað maður opn- ar og hvenær maður kveikir á útvarp- inu, alls staðar eru vangaveltur um hvort Jón Baldvin sé að hætta sem for- maður, hvað hann æth að taka sér fyrir hendur, hver taki við. Ég man þá tíð að ég hefði vitað svarið við þessu öllu. •Það var þegar ég var í stjómmálum. Þá vissi maður um minnstu hræringar í pólitíkinni. Nú er ég forseti. Og for- setar eiga að hugsa um hlutina í stærra samhengi. Og fólk segir þeim engar fréttir af hinum smærri málum. Það eina seni fólk ræðir við mig er framtíð tungunnar, menningarinnar, þjóðar- innar. Það segir mér enginn neitt um framtíð Jóns, hvað hann er að meina. Og hvað er hann að meina? Ég hætti og varð forseti. Hann lætur eins og hann ætli bara að hætta. Og hvað svo? Það hlýtur að vera eitthvað sem hangir á spýtunni. Hann veit um eitthvað. Hann velti fyrir sér að verða forseti og hætti við? Áfhverju? Vissi hann um einhverja betri stöðu? Einhverja stöðu sem ég hafði ekki heyrt af? Verður hann kannski framkvænidastjóri hjá einhverri alþjóðlegri stofnun? Var það þess vegna sem hann vildi ekki verða forseti? Vissi hann um eitthvað betra? Fær hann betra embætti og hlær að mér? Sit ég eftir á Bessastöðum á meðan hann spókar sig um í einhverju glæsilegu embætti úti í heimi? Og ef hann fær slíka stöðu, hvað líða mörg ár áður en Islendingur hefur mögu- leika á öðru slíku embætti? Hversu margar aldir? Rennir Jón sér út í heim og tekur af mér embættið? Sit ég eftir á stökkpallinum og get hvergi stokk- ið? Jón Baldvin - alþjóðlegur áhrifa- maður. Ólafur Ragnar - bóndinn á Bessastöðum. Dagur83 Þriðjudagurinn 22. október Jón hætti í dag. Og lét ekkert uppi hvað hann ætlaði. Talaði illa um Dav- íð, Framsókn og mig. Talaði eins og maður sem þyrfti ekki á neinu að halda, eins og maður sem væri búinn að tryggja sér gott embætti. Hvað er að gerast? Og síðar um daginn hætti Gro Harlem Brundtland. Hvað er að gerast? Helvítis kratamir, þetta er eitt- hvert alþjóðlegt plott - sósíaldemó- kratar allra landa sameinist. Gerum Gro að framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Og Jón Baldvin að... Hvað ætla þeir að gera við Jón Baldvin? Gerir Gro hann að framkvæmdastjóra Unesco? FAO? Eða verður hann for- maður Alþjóðasambands sósíaldemó- krata? Eitthvað er það. Afhveiju bauð ég mig fram? Afhverju beið ég ekki? Eg er alltaf að lenda í þessu. Afhverju var ég ekki áfram í Éramsókn? Af- hverju fór ég í Samtök fijálslyndra og vinstri manna? Afhveiju gekk ég í Al- þýðubandalagið? Þetta kom mér svo sem í forsetastól en hveiju missti ég af? Hefði ég orðið forsætisráðherra ef ég hefði verið áfram í Framsókn? Væri ég nú á leið út í heim í gott emb- ætti ef ég hefði vahð kratana frekar en Allaballana? Tók ég vitlausa beygju? Er ég á blindgötu? Kemst ég ekki lengra en að verða forseti yfir 250 þúsund manns. Verð ég alltaf yst til hægri í öftustu röð á hópmyndum? Ef myndin prentast vel má sjá herra Ólaf Ragnar Grímsson fyrir aftan manninn með veíjarhöttinn. Dagur 84 Miðvikudagurinn 23. október Ég varð glaður þegar Korní kom inn á skrifstofu og sagði að ég þyrfti að fara út á land. Mér veitti ekki af því að ferðast svolítið opinberlega. Halda tölu, heilsa fólki, sjá fólk beygja höf- uðið lítið eitt fram þegar það tekur í hendina á mér. En ég varð fyrir svo- litlum vonbrigðum þegar Komí sagði að við væmm að fara að Flúðum. Ekki beint nein þungamiðja það. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvers vegna for- setinn á engan sumarbústað? Engan Camp David? Ekkert afdrep írá skark- ala heimsins til að tala einlægt út um málin. Afhverju er forsætisráðherra með bústað á Þingvöllum en ekki for- setinn? Við stoppuðum á Selfossi og ég sendi Komí inn í sjoppu að kaupa eitthvað að lesa. Hann kom með Sunnlenska fréttablaðið. Hann kann sig, hann Komí. Kaupir lókal-press- una. Mynd af mér á forsíðu. Forseti Islands á Suðurlandi. Gott. Davíð á baksíðunni. Forsætisráðherra á Sel- fossi. Enn betra. Ég á forsíðunni en Davíð á bakinu. Mér datt í hug að láta bflstjórann rúnta um Selfoss til að at- huga hvort við rækjumst á Davíð en hætti við. Við ókum að Flúðum. Þar voru nokkrar hræður að halda upp á upphaf enn eins átaksins; Island - já takk. Við gengum um og skoðuðum staðinn. Mér kom það nokkuð á óvart að Finnur Ingólfsson hélt aðalræðuna og sendi Korní eitrað augnaráð. Ákvað að missa það út úr mér við gott tækifæri að Finnur hefði auðsjáanlega betri umboðsmann. Síðan fómm við að skoða sveppaverksmiðju. Verða sveppir til í verksmiðju? Éða heitir þetta sveppabýli? Það má guð vita. Mér sýndist þetta vera risastór yfir- byggður mykjuhaugur og þar sem ég stóð og horfði á hann velti ég fyrir mér hvort þetta væri toppurinn á til- verunni. Áð standa fyrir framan mykjuhaug á Flúðum og dást að hon- um. Gott hjá ykkur, strákar, þetta er einmitt það sem vantar á Islandi, mykjuhauga. Mykjuhaugar - já takk. Og á meðan ég hlustaði á sveppa- bóndann lýsa hvernig sveppimir hans döfnuðu varð mér hugsað til Jóns Baldvins. Hann var ábyggilega búinn að fá eitthvert embætti úti í heimi. Og mér fannst ég vera einn af sveppunum þar sem ég stóð þama innan um þá á Flúðum. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.