Alþýðublaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Sameining eða samfylking? Að læra af langri reynslu Hver sá sem misst hefur minnið og vaknar upp á götu í einhverri borg veit ekki hvaðan hann kom né hvert hann er að fara. Að honum steðja hættur, án þess að hann viti. I fljótu bragði virðast tveir kostir standa honum til boða: Annars vegar að leita aðstoðar til þess að grafast fyrir um hvaðan hann kom og hvert hann ætlaði, - reyna að raða saman brotinni sjálfs- mynd. En hvert á hann að leita og Pallborð | hvers á hann að spyija? „Hver er ég og hvar er ég staddur?" Hin leiðin sem honum virðist fær er að blása á fortíðarhyggju og hefja flugið frjáls úr viðjum þess liðna. Hann er frjáls!! Þenur út bijóstkassann og ákveður að ganga óræðri framtíð á hönd. Fyrst skimar hann í kringum sig lítið eitt ráðvilltur og stikar svo í einhveija átt, - og verður fyrir b£l. Allt sem reynslan hafði kennt honum um hættur í umfer- ðinni og ráð til að forðast þær var gleymt. Svipað gildir um þá sem jarða fortíðina í eitt skipti fyrir öll. Þeir tapa samhenginu á milli ákvarðana og aðgerða og höggva á rökrétt samhengi á milli fortíðar, og framtíðar. Mér hefur stundum dottið þessi samlíking í hug að undanfömu. Ekki vegna þess að hún sé frumleg eða merkileg á nokkum hátt heldur vegna þess að ég held að hún sé rétt og eigi erindi til samtíðar á fortíðarflótta. Saga handa samtíð Stjómmálaflokkur er ekki aðeins það fólk sem starfar í honum hér og nú heldur flaumur hugmynda, hagsmuna og hugsjóna, með upptök í fortíð. Hver sá sem ætlar að hafa áhrif á stjómmálaflokk þarf því að þekkja og skilja fortíð hans,- hafa tilfinningu fyrir „hinu sögulega hlutverki". Jón Baldvin var og er glettilegt nokk sá stjómmálamaður íslenskur sem notaði söguna hvað fimlegast til að vísa til morgundagsins. Þegar svo ber undir verður sagan ekki nema að litlu leyti saga um fortíð heldur saga handa samtíð. í aprfllok 1991 var hann t.d. inntur frétta af stjómamyndun krata og Sjálfstæðisflokks, „Viðreisn", sem var óneitanlega söguleg eftiröpun, var að fæðast. Fréttamaður spurði hann þá m.a. hvort eitthvað hefði linnt símhringingum og skeitasendingum flokksmanna sem vildu mótmæla stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Jón svaraði því til að svo væri og sagði orðrétt: „eftir að fólk áttaði sig á að svarti dagurinn í sögu íslenskrar vinstrihreyfingar var í febrúar 1938, þá hættu mótmælin“. Hvaða atburður skyldi það hafa verið í febrúar 1938 sem Jón skýrskotaði til? Svarti dagurinn Aðdraganda þeirra örlagaríku atburða er að leita í kröfu verkalýðs- félaga um að Alþýðuflokkurinn og kommúnistar tækju upp samstarf í stað baráttu. Kommúnistar voru fúsir til samvinnu, en töldu að flokkarnir væru of ólíkir til þess að þeir gætu sameinast. forystumenn Alþýðuflokks voru hins vegar and- vígir öllu samneiti við kommúnista, hvort sem það hét samvinna eða sameining. Sumarið 1937 gerðust þau pólitísku tíðindi á Fróni að Kommúnistaflokkurinn vann mikinn sigur í alþingiskosningum. Héðinn Valdimarsson og ýmsir alþýðuflokksmenn túlkuðu úrslitin sem kröfu verkafólks um samvinnu Alþýðuflokksins og kommúnista. Verkamannafélagið Dagsbrún, undir forystu Héðins Valdimarssonar, krafðist þess eftir kosningarnar að flokkarnir tveir slíðruðu sverðin og tækju ekki aðeins upp samvinnu hel- dur sameinuðust. Forysta Alþýðu- flokksins leit svo á að sameiningar- tillagan hafi verið ífumhlaup Héðins. En þar sem hún væri komin fram og samþykkt af öflugasta verkákýðsfélagi landsins var ekki stætt á að líta fram hjá henni eða hundsa. Kommúnistar sem höfðu hrekkt krata í fjögur undangengin ár með sífelldu masi um samfylkingu áttu erfitt með að víkja sér undan. Niðurstaðan varð því sú báðir flokkamir ákváðu að reyna að sameininast án þess þó að hafa trú á að það mætti takast. Tilraunin átti m.ö.o. að fara út um þúfur; spumingin var aðeins hvemig. Mikið þótti í húfi að ná eyrum „grasrótarinnar" og að hinn stæði eftir stimplaður svikari við sameiningarhugsjónina. En andúð, tortryggni og efi kraum- aði ekki aðeins í btjóshim forystuman- na flokkanna tveggja. Alþýðu- flokkurinn var í stjómarsamvinnu með Framsókn og helsti forystumaður hans hafði hveðið skýrt á um að samvinna við kommúnistablendinn krataflokk kæmi ekki til greina. Auk þessa verður ekki litið fram hjá tengslum beggja flokka við erlenda bræðra- flokka sem töldu sig hafa fullan rétt á að hafa skoðanir á orðum og athöfnum manna norður í Dumbshafi. Það má því leiða að því rök að Dagsbrúnarsamþykktin 1938 hafi verið sögulegt slys sem hlaut að leiða til annars en Héðinn Valdimarsson ætlaði. Ef Dagsbrún hefði auðnast að neyða flokkana til samvinnu sem með tímanum hefði eytt tortryggni hefði e.t.v. farið öðmvísi. Sameiningartilraununum lauk sem sagt með klofningi. Héðinn var rekinn úr Alþýðuflokknum í febrúar 1938 og hann tók með sér meginhluta verkalýðsarms flokksins. Dagsbrún svaraði þeirri aðför að leiðtoga sínum með því að hóta að reka Jón Baldvinsson. Það gerðist einnig í febrúar 1938. Til þessara atburða vísaði Jón Baldvin Hannibalsson í aprfl 1991. Jafnframt gaf hann í skyn að vitneskjan um “svarta daginn 1938” hafi endanlega grópast í vitund allra þeirra sem töldu stjómarmyndun, röskri hálfri öld síðar, vera aðför að áratuga gömlum sameiningardraum íslenskra jafnaðarmanna. Söguleg hlutverkaskipti Hannibal Valdimarsson, faðir Jóns, dró ekki sama lærdóm af „svarta deginum" og sonurinn og lenti fyrir bragðið í sömu hremmingum og Héðinn. Hugsjón hans var stór sameinuð vinstrihreyfing og fyrir það fékk hann að gjalda með brottrekstri úr Alþýðuflokknum vorið 1956. Það er athyglisvert að allar götur ffá 1934 vom það kommúnistar, sósíalistar og síðan alþýðubandalagsmenn sem hvöttu til samfylkingar, kratar vom í vöm. Um miðjan þennan áratug, 60 árum eftir að málið koms fyrst á dagskrá, verða hlutverkavíxl. Alþýðuflokksmenn hvetja til sam- fylkingar, helst sameiningar, en alþýðubandalagsmenn telja rétt að fara sér hægt, staldra við, „hugsa málið vandlega og ræða það í botn.“ Ef til vill liggur skýringin á þessum sögulegu hlutverkaskiptum í búferla- fluttningum ,Jýðræðiskynslóðarinnar“ sem fór úr koti í kot; úr Alþýðu- bandalagi í Alþýðuflokk. Þótt menn hafi verið að ræða þessi mál, með hléum í röska hálfa öld, er það ljarri því að vera útrætt og verður e.t.v. aldrei vegna þess að aðstæður sem skapa því farveg eru sífellt að breytast. Ef fólk og flokkar vilja læra af fortíð er hyggilegt að draga það fram sem sameinar og skoða jafnframt opnum huga það sem sundrar. Er sam- staða um: atvinnumál, stefnu í atvinnuuppbyggingu og baráttu gegn atvinnuleysi, uppbyggingu velferðar- kerfis, hvað um eignarhald á landi og á auðlindum í láði og legi? Hvað um stefnu í byggðaþróun og kjördæma- skipan? Hvað um her í landi og breytingar sem orðið hafa og eru að verða á NATO? Hvað um gamlan draum jafnaðarmanna, komma sem krata, um landamæralausa Evrópu? Að draga lærdóm af reynslunni Ef viðræður um nánari samvinnu jafnaðarmenn eiga að leiða til ein- hvers annars en að draumur breytist í martröð, verður að draga þann lærdóm af sögu og samtíð að sameining í merkingunni samruni er ekki tímabær. Samrunatilraun er auk þess ástæðu- laus vegna þess að fjölflokkakerfi er myndbirting virks lýðræðis. Það sem hvetur hins vegar litla flokka til sameiningar er vonin um að atkvæði nýtist betur en ella. í þeim kilnigi væri sameining af hinu góða, ef áratuga gömul tortryggni viki fyrir trausti og hægt væri að sameinast um ásættanle- ga grundvallarstefnu. En slíkt verður ekki gert með skjótum hætti, jafnvel þótt á eitt leggist kommisaranefndir og sameiningarverktaki (sem reyndar er frábær hugmynd). Lærdómur sem jafnaðarmenn geta dregið af sameiningartilraunum genginna áratu- ga er að forðast þær. Hins vegar hefur aldrei reynt á markvissa samvinnu á landsvísu, með langtímasamstarf í huga. í slíku starfi vildi ég eins og þúsundir annarra, hálf villuráfandi heimilisleysingja, taka þátt. Að vinna að sameiginlegum framboðum til sveitastjóma og alþingis, takast á um ágreiningsmál af heilindum, láta rök vegast á en ekki brigsl, meta hverju sinni hvort vegur þyngra, það sem sameinar eða það sem sundrar. Errare humanum est Össur Skarphéðinsson hefur haldið þeirri skoðun hátt á loft að smeining sé nú tímabær. En þegar þegar menn ana fram með flumbrugangi án þess að draga nokkum lærdóm af sögu og samtíð er víst að sameiningar- draumurinn reynist martröð - rétt eina ferðina. Lykilinn að löngu og farsælu hjónabandi er ekki að fmna í lostaful- lum skyndikynnum í skuggasundi. ■ Geturðu hugsað þér að borða refakjöt? Anna Guðmundsdóttir matreiðslumaður: Já, ég væri alveg til í að reyna það. Eg held ég mundi samt sleppa koníakslegnu eistnakökunni. Bente Hendriksen nemi: Nei, það gæti ég alls ekki. Sigríður Eyjólfsdóttir skrifstofumaður: Nei, þetta hljómar svo skelfilega. Hafþór Sigþórsson vél- stjóri: Nei, ekki nema í neyð og þá gæti ég alveg eins étið mannakjöt. Lárus Þorleifsson for- stjóri: Já, ég gæti alveg hugs- að mér það. JÓN ÓSKAR Teymdi hún með sár aðra kvígu, sem reyndar náðist eftir mikinn eltingarleik. Þá voru þær búnar í sameiningu að stökkva yfir girð- ingar, synda yfir straumharða á sem Kolka er, sem þó rann milli skara, og feta klettótt einstigi niðri við Kolkuós. Þar er varla fært sauðkind hvað þá öðrum. Frétt um óþæga kvígu sem galt frelsisþrána með lífi sínu. DV á laugardag. Jennifer Aniston í þáttunum Vinir er algerlega gáttuð á því fjaðrafoki sem hárgreiðsla hennar hefur vakið. Frétt í sviðsljósi í DV. m e n n v i t 0g Marlisa í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar sagði að gríðarleg sala hefði verið í teikni- bólum sem væntanlega eru brúk- aðar við uppsetningu margvís- legra jólaskreytinga, fremur en að í undirbúningi sé herferð barna og unglinga gegn kennurum á Húsavík. Úr forsíðufrétt Víkurblaösins á Húsavík síö- astliðinn fimmtudag. -i Ég reiknaði alltaf með að þessi bók myndi fá jákvæðar viðtökur vegna séra Péturs og Ingu. Þau eru vel þekkt á meöal landsmanna og á Norðurlandi eru þau þjóðhetjur. Friðrik Erlingsson metsöluhöfundur í DV í gær. Hætt er við að mati Víkverja að Sjálfstæðisfiokkurinn verðí að milda ásýnd sína út í sam- félagið, leggja meiri áherslu á hin mannúðiegri vlðhorfin eins og gert var um áratugi, ef hann ætlar sér vaxandi fylgi í kjölfar vinstri sameiningar. Víkverji horfir þungbúinn í spegilinn og handfjatlar snyrtibudduna. Mogginn á sunnudag. „Góðan dag. Mig vantar leigubíl fyrir mig og hundinn rninn." Pantanir af þessum toga verða æ algengari hjá leigubíla- stöðvunum í Kaupmannahöfn og ástæðan er ekki sú að hundaeign hati aukist í borginni heldur er verið að biðja um hvítan bílstjóra þ.e.a.s. Dana sem talar örugglega dönsku. Forsíðufrétt í Mogganum en Samtök inn- flytjenda í Kaupmannahöfn hafa þungar áhyggjur af málinu. smáa letrið Jólagjafir. Jólasveinar. Jólabamið. Jólagleðin. Jólafriður. Jólabækur. Jólaplötur. Jólatré. Jólaskraut. Jólaköttur. Jóla- lög. Jóladagskráin. Jólaniatur. Jólaöl. Jólaglögg. Jólarjúpan. Jólasteikin. Jólakort. Jólatónleikar. Jólaball. Jóla- lamb. Jólakveðjur. Jólahátíð. Jólaósk- ir. Jólaguðspjall. Úr hreinræktudum jólaleidara Víkurblaðsins á Húsavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.