Alþýðublaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Pétur Sigurðsson látinn Minningarorð forseta Alþing- þingismann, á þingfundi 16. des- þingismaður, sjómaður og for- is, Ólafs G. Einarssonar, um Pét- ember 1996: stöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði ur Sigurðsson, fyrrverandi al- Pétur Sigurðsson fyrrverandi al- andaðist í gær, sunnudaginn 15. fyrir 129.900 kr. og hjón fyrir 259.800 kr. Frádrátturinn verður sem hér segir: RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 80% af fjáifestingu ársins 1996, ab hámarki 103.920 kr. á mann 60% affjátfestingu ársins 1997, að hámarki 77.940 kr. á mann 40% af fjárfestingu ársins 1998, að hámarhi 51.960 kr. á mann 20% af fjárfestingu ársins 1999, að hámarhi 25.980 kr. á mann Frádráttur hjóna er tvöfaldurfrádráttur einstaklings Þeir sem fjárfesta umfram framangreint hámark á árinu 1996 og þeir sem eiga ónýttan frádrátt frá fyrri árum geta nýtt þann frádrátt á næstu þremur árum. Ónýttar frádráttarheimildir skerðast eftir þeim reglum sem gilda á því ári sem þær koma til frádráttar. Ekki er heimilt að millifæra og nýta sem frádrátt það sem fjárfest er umfram hámark á árunum 1997 og 1998. desember. Hann var 68 ara að aldri. Pétur Sigurðsson var fæddur í Keflavík 1. júlí 1928. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Péturs- son skipstjóri og útgerðarmaður þar og síðar í Reykjavík og Birna Ingibjörg Hafliðadóttir húsmóðir. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík árið 1944, fiskimanna- prófi hinu meira í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1949 og far- mannaprófi 1951. Árið 1961 stundaði hann nám í hagræðingar- tækni og stjórnunarstörfum hjá Iðnaðarmálastofnun Islands. Pétur Sigurðsson var sjómaður á árunum 1943-1963. Hann var fyrst háseti, síðar bátsmaður og stýri- maður á vélbátum, togurum og far- skipum, frá 1952 vann hann á skipum Eimskipafélags Islands. Við alþingiskosningar haustið 1959 var hann í kjöri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík og hlaut kosningu. Hann var þing- maður Reykvíkinga 1959-1978 og 1983-1987 og landskjörinn þing- maður 1979-1983, sat á 28 þingum alls. Hann var fyrri varaforseti sameinaðs þings árið 1980, kosinn í febrúar. Erindreki Sjálfstæðisflokksins var hann milli þinga 1963. Frá 1977 til 1992 var hann forstöðu- maður Hrafnistu í Hafnarfirði. Pétur Sigurðsson var kjörinn til trúnaðarstarfa í samtökum sjómanna. Hann var í stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur 1962- 1994 og í miðstjórn Alþýðusambands Islands 1972-1976. Formaður sjó- mannadagsráðs var hann 1962-1994 og jafnframt stjórnarformaður Hrafn- istu, dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, Happ- drættis DAS, Laugarás- bíós, Bæjarbíós í Hafnar- firði og barnaheimilisins Hraunáss í Grímsnesi til 1992. Hann var f stjórn Fiskimálasjóðs 1983- 1987 og formaður örygg- ismálanefndar sjómanna 1984-1986. Hann var kos- inn í vinnutímanefnd 1961 og var formaður frá 1983. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga var hann 1968-1975. Hann var fulltrúi á þingi Evrópuráðs 1967- 1972 og 1975-1984, átti sæti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1972 og 1975, t Norðurlanda- ráði 1983-1987 og í Vestnorræna þingmannaráðinu 1986. Formaður bankaráðs Landsbanka íslands var hann 1985-1989. Pétur Sigurðsson var starfsamur röskleikamaður. Starfsferill hans, sem hér hefur verið rakinn, ber vitni um traust senr hann naut og er þó ekki allt talið. Meðal annars vann hann ötu'llega að stofnun Samtaka áhugamanna um áfengis- vandamál og var í fyrstu stjórn þeirra samtaka. Hæst ber starf hans í þágu sjómanna. Með stuðningi traustra samherja varð mikið ágengt undir forustu hans til hags- bóta fyrir sjómenn, ekki síst hina öldruðu. Á Alþingi átti hann frum- kvæði að lögum og ályktunum um hagsmunamál sjómanna og annarra launþega, öryggismál og öldrunar- mál. Fjöldi dvalarheimila aldraðra, stórra og smárra, er sýnilegasta vitni um árangur af ævistarfi Pét- urs Sigurðssonar. Ég bið háttvirta alþingismenn að minnast Péturs Sigurðssonar með því að rísa úr sætum. fax: 540 8001 LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.