Alþýðublaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 s k o ð a n i r MMÐUBUDID Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hvað kostar feluleikur ráðherrans neytendur? Hvað heitir það, þegar ráðherra gerir leynilegt samkomulag við peningastofnanir um að hjálpa þeim til að fela verðhækkanir á þjónustu til neytenda? A kjamyrtu íslensku máli heitir það samsæri gegn hagsmunum neytenda. í stjórn Húsnæðisstofnunar hefur komið fram, að Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, er uppvís að því að gera leynilegt “heiðurs- mannasamkomulag“ við öflugar peningastofnanir, sem miðar bein- línis að því að auka tekjur bankanna á kostnað neytenda. Það hefur hann gert með því að lofa bönkunum að gjöld innan húsbréfakerf- isins verði hækkuð, áður en bréfin verða flutt til bankanna. Ráðabrugg af þessu tagi er ekkert annað en ógeðfellt samsæri. Samsæri, þar sem ófyrirleitinn ráðherra gerir leynilegt samkomulag um að fóma hagsmunum borgaranna til að ná fram pólitísku mark- miði. Páll Pétursson var löngum sá maður innan Framsóknar, sem réttlætið gat leitað til um liðsinni. Það er því einkar nöturlegt, að sjá hann gegnsýrast af hroka valdsins, likt og kepp í sýrukeraldi. Ástæðan fyrir þessari framkomu Páls Péturssonar er sú, að hann hefur lofað Sjálfstæðisflokknum að einkavæða á kjörtímabilinu umsjá húsbréfakerfinu. Hann áformar því að flytja húsbréfin yfir til bankanna. Á því er hinsvegar hængur: Ráðherrann hafði áður ítrek- að að bréfin yrðu ekki flutt ef það leiddi til hærri kostnaðar, en bankamir vilja hinsvegar ekki taka við þeim nema ná fram hækk- un. Samsæri Páls komst upp, þegar trúnaðarbréf „lak“ úr kerfinu inn í stjóm húsnæðisstofnunar. Efni þess var titlað; „ný drög að sam- komulagi milli bankakerfisins og félagsmálaráðuneytisins um flutning á afgreiðslu húsbréfa.“ Þar kemur ótvírætt fram, að bank- amir telja nauðsynlegt að hækka lántökugjöldin á húsbréfunum í tengslum við flutning þeirra yfir til sín. En í bréfinu segir líka: „Af- staða ráðuneytisins er sú, að það sé pólitískt útilokað að skrifa und- ir þannig texta og vera berskjaldað fyrir gagnrýni um að kostnaður muni hækka.“ Síðan er rakið, að félagsmálaráðuneytið leggi til, að gert verði “heiðursmannasamkomulag“ um að „...gjaldinu verði komið á fyr- ir yfirtökuna, enda er verið að undirbúa þessa gjaldtöku.“ Þarna kemur ótvírætt fram, að sjálft félagsmálaráðuneytið, sem á að gæta hagsmuna lántakenda, undirbýr á bak við tjöldin að hækka bæði af- greiðslugjald og lántökugjald áður en bankakerfið taki við húsbréf- unum. Hvemig víkur því við, að ráðherra Framsóknarflokksins, sem var á sínum tíma stofnaður til vamar fátæku fólki, lendir í þessu feni lágkúrunnar? Ástæðan er dapurleg: Páll Pétursson er að vemda sín slitnu pólitísku skinn. Væri hækkuninni ekki komið á fyrir flutning húsbréfanna væri hann - einsog segir í trúnaðarbréfinu - algerlega berskjaldaður fyrir harðri gagnrýni neytenda. í flestum löndum hefði ráðherra, sem yrði uppvís að ráðabmggi af þessu tagi hrakinn úr embætti. Siðferði íslenskra stjórnmála er því miður ekki komið á það stig. Ófyrirleitnin og valdhrokinn ráða ríkjum þegar pólitískir hagsmunir valdherranna krefjast. Þau vinnubrögð sem Páll Pétursson er í vaxandi mæli að temja sér em af þessum toga. Þau em hvorki honum né íslenskum stjómmálum til sóma. I þessu máli er aðeins einni spumingu ósvarað: Hvað mun sam- særi Páls og peningastofnananna kosta íslenska húsbyggjendur mikið? Davíð fer kínversku leiðina Eftir enn eina eldmessuna frá Tony Blair sem alla heillar eftir að hafa komið Verkamannaflokknum aftur á sinn hugmyndalega og pólitíska stað sté í pontu Davíð Oddsson, málsvari íslands. Þetta var á Um- hverfisráðstefnu þjóðarleið- toga. Og ef marka má endur- sögn Morgunblaðsins á ræðu Davíðs talaði hann eins og kínverskur þjóðarleiðtogi um mannréttindamál. Hann talaði eins og hann hefði eitthvað að fela. Innlegg hans - og þar með okkar - til umhverfismála heimsins snerist einkum um tvennt: annars vegar um rétt þjóðríkisins til að ráða sín- um málum sjálft; hins vegar sá fulltrúi Islands ástæðu til að vara við samtökum nátt- úru vemdarfólks. Jafn stoltur og maður var nú af Davíð í deilunni við Norðmenn þá var þessi ræða þess eðlis að maður þakkaði fyrir það hversu lítið Island er og rödd þess mjó í þjóð- anna kór. Og bót í máli að Davíð skyldi þama tala á eft- ir Tony Blair því maður get- ur gert sér vonir um að kom- ið hafi ókyrrð í salinn eftir ræðu stórmennisins, menn farið fram á gang að reykja eða á barinn að skrafa á meðan Islendingurinn væri að berjast í gegnum ræðuna sína. Þessi framganga forsætisráðherra færir okkur enn einu sinni heim sanninn um að það fólk sem nú stendur að ríkisstjóm landsins botnar ekkert í því hvað umhverfismál snú- ast um - og botnar þar með ekkert í því hvað nútímastjómmál snúast um. Þeir heimóttarlegu lög- og búfræð- ingar sem ríkisstjómina skipa hafa ekkert veður af því að hvarvetna um hinn vestræna heim er nú litið á um- hverfismál sem mikilvægasta úr- lausnarefni allra stjómmála, og að stríð gegn hinni voldugu hreyfingu umhverfisvemdarsinna er stórkost- leg glópska. Sýn þeirra er að minnsta kosti tuttugu ára gömul: þeir líta á umhverfisvemdarfólk sem jaðarfólk, undirmálsfólk, hippa og hasshausa. Þeir vita ekki hvemig ungt fólk hugsar: Það myndi ekki einu sinni þýða fyrir Davíð Oddsson að bjóða Heimdalli upp á svona ræðu. Ekki eru ýkja mörg ár síðan Sjálf- stæðismenn börðust hatrammlega gegn því að sett yrði á fót Umhverf- isráðuneyti og Framsóknarmenn sýndu þessum málaflokki þá stak- legu óvirðingu að tengja hann við Landbúnaðarráðuneyti, sem er náttúmvemd hafa ekkert unt það að segja. Eflaust ætlaði hann sér að segja eitthvað annað, en í samheng- inu verður þetta því miður inntak ræðu hans. Þessi ríka áhersla á þjóð- arrétt kemur til af tvennu. Annars vegar telur Davíð að við stöndum nú í nýrri sjálfstæðisbaráttu gegn er- lendri ásælni eins og margoft kemur fram í hans máli. Hann hefur ákveðið að gera í sinni pólitík út á hina séríslensku kergju: Heyra má eg erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu- mórallinn. Hann er með fullveldi á heilanum og gáir ekki að því að um- hverfismálin em einmitt sá málaflokkur þar sem slík hugsun á síst af öllu við; það var slík hugsun sem Bretar beittu fyrir sig í Dunray og Sellafield; þeir töldu ekki að öðrum þjóð- um kæmi neitt við hvort þeir reistu sínar endur- vinnslustöðvar. Ef til vill var Davíð hér að reyna að tryggja rétt Islendinga til að virða ekki eigin loforð um að draga úr útblæstri eiturefna, rétt eins og það sé mál okkar einna. Hvalveiðideilan er hin ástæðan fyrir hinni óheppilegu ræðu Davíðs Oddssonar, sem kemur manni nokk- uð á óvart í ljósi þess að sjálfur kvað hann mjög gáfulega upp úr með það fyrir ekki löngu síðan að óraunhæft væri að vænta markaða fyrir slíkar afurðir. Þessi deila hefur nú þegar orðið til þess að mörg góð tækifæri til farsællar samvinnu við samtök á borð við Greenpeace hafi mnnið Is- lendingum úr greipum. Þessi þreyt- andi „Erkibiskups-boðskap“-þrá- hyggja hefur valdið því að Islending- ar telja sér trú um að engum komi við hvað þeir gera við hvalastofna þá sem hingað leggja leið sína. Og sú þráhyggja að brýnt sé að Kristján Loftsson fái að búa til sápu úr steypireyði hefur áreiðanlega valdið því að enn geta íslendingar ekki veitt hrefnu sér til matar. Munurinn á ræðu Tony Blair og Davíðs Oddssonar sýnir okkur að markaðshyggjumenn virðast jafn ófærir um að takast á við umhverfis- vána og kommúnistar voru. Ræða Davíðs Oddssonar og stefna ríkis- stjómar hans í umhverfismálum sýn- ir okkur að við kjósendur getum ekki beðið endalaust eftir Ingibjörgu Sól- rúnu. Priðji mqdurínn | Guðmundur Andri Thorsson skrifar hlut Umhverfisráðuneytisins, enda er nú svo komið þar á bæ að ekki einu sinni símsvari tjáir sig um umhverf- ismál. Skemmst er líka að minnast greinar sem menntamaður og hugs- uður Framsóknarflokksins, Indriði G. Þorsteinsson, skrifaði í Morgun- blaðið þar sem hann hvatti til frekari útrýmingar mýrlendis og fuglalífs og fór háðuglegum orðum um tilraunir til að endurheimta votlendi hér á landi. Eg veit ekki hvað Davíð átti við í ræðu sinni, en svona hefur hún látið í eyrum þeirra sem á hana hlýddu: Þjóðir hafa fullan og óskoraðan rétt til mengunar, ofveiði og ofbeitar inn- an sinnar lögsögu, og áhugamenn um einmitt sú stjórnsýslustofnun sem andsnúnust er náttúruvemd af menn- ingarlegum og sögulegum orsökum - sú stjómsýslustofnun sem beina hagsmuni hefur að því að þrengja Ef marka má endursögn Morgun- blaðsins á ræðu Davíðs talaði hann eins og kínverskur þjóðarleiðtogi um mannréttindamál. Hann talaði eins og hann hefði eitthvað að fela.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.