Alþýðublaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 ónarmið r Ur sálarkirnu postula Páls Samsærið mikla Málefni Helgarpóstsins hafa verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga. Ritstjóri blaðsins hefur undirstrikað nauðsyn þess að fjöl- miðlar séu óháðir, og gagnrýnt þá harkalega á þeim grunni. Helgarpóst- urinn var hinsvegar, að hans sögn, eini óháði fjölmiðillinn. Annað hefur komið á daginn. Aðrir fjölmiðlar hafa eðlilega fjallað rækilega um þetta, enda væri annað undarlegt í ljósi stórkarlalegra yfirlýsinga rit- stjórans um sjálfstæði sitt. I gær snýst ritstjórinn til vamar í sínu eigin blaði. Einsog vænta mátti er það fróðleg lesning. Orðaval í grein ritstjórans gefur lesendum Al- þýðublaðsins fróðlegar upplýsingar um sálarlíf, þar sem skáldlegt innsæi virðist vemleikaskyninu yfirsterkari. Við birtum hér lítinn úrdrátt: „A miðvikudagsmorgun hringdi Össur Skarphéðinsson, þingmaður og ritstjóri Alþýðublaðsins, í undir- ritaðan í gegnum skiptiborð Alþingis og sagði að aðalfréttin á Stöð 2 þá um kvöldið yrði um eignarhlut. Öss- ur hafði þá talað við Jón Ólafsson og fengið þær upplýsingar að Jón íhug- aði að kæra HP vegna frétta blaðsins um rannsókn fíkniefnalögreglunnar á stóra fíkniefnamálinu og gruns lög- reglu um að Jón tengdist málinu.“ Skítseiðið „Hvorki Össur né Jón Ólafsson vilja trúa því að HP flytji fréttir frétt- anna vegna. Sennilega vegna þess að hvorugur ber virðingu fyrir blaða- mennsku sem fagi. Össur lítur á blaðamennsku sem framhald af stjómmálastarfi og Jón lítur á hana sem hver önnur viðskipti. I valdapólitík og viðskiptum leita menn að sameiginlegum hagsmun- um. Jón og Össur fundu fleti á sam- starfi með því að sá fyrmefndi hafði hag af því að tortryggja Helgarpóst- „Þingmanni Alþýðu- flokksins svelgist ekki á þótt hann sé kominn í bandalag með manni sem ját- að hefur á sig fíkni- efnasölu og rekur fyrirtæki þangað sem fíkniefnasölum er stefnt tilað gera upp skuldir vegna dreifingar og sölu á eiturlyfjum.“ inn og sá síðamefndi að koma höggi á Alþýðubandalagið. Össur kann vel við sig að tjalda- baki. Fyrirmyndir hans í stjómmál- um eru ekki foringjar heldur ímynda- smiðir. Eftir kosningasigur Tonys Blair í Bretlandi skrifaði Össur opnugrein í Alþýðublaðið um Peter Mandelson, sem „gerði Blair að for- manni.““ Hér er ritstjóri Helgarpóstsins loksins kominn á gamalkunnugt flug, þar sem fulltrúa myrkraaflanna er að leita í Alþýðuflokknum, og þó eink- um á ritstjórnarskrifstofum Alþýðu- blaðsins. En kjarkurinn er ekki hinn sami og áður. Eftir hakkavél síðustu daga, þar sem jafnvel forysta Al- þýðubandalagsins birtir afsökunar- beiðni til Jóns Ólafssonar vegna skrifa Páls, þá þorir hann ekki lengur að kalla menn hraustlegum ónefnum að sið víkinga. Til að fá útrás fyrir til- finningar sínar fer hann þess í stað í svofelldan orðaleik: „Össur sér sjálf- an sig sem Mandelson fslenskrar vinstrihreyfingar. Almennt er litið á Mandelson sem skítseiði þótt enginn efist um hæfileika hans sem áróðurs- manns.“ Hér á landi er fágætt að menn kalli hvom annan „skítseiði" í opinberri umræðu. Líklega myndu þó flestir ís- lenskir ritstjórar líta á það sem nokk- uð pottþétt siðferðisvottorði úr penna Páls Vilhjálmssonar. Slegist í lið með fíkniefnasölum Síðar rekur Páll, hvemig ritstjóri Alþýðublaðsins svífst einskis til að ná meiri völdum á bak við tjöldin. Það kemur í ljós, að undir þybbnu og tiltölulega brosmildu yfirbragði þingmannsins leynist skuggalegur karakter, sem að dómi Páls er reiðu- búinn til að slást í lið með fíkniefna- sölum, og líklega selja sálu sína sjálf- um andskotanum: „Össur er til þjón- ustu reiðubúinn, enda Jón valdamik- ill maður og ræður yfir annarri af tveimur sjónvarpsstöðvum landsins. Þingmanni Alþýðuflokksins svelgist ekki á þótt hann sé kominn í banda- lag með manni sem játað hefur á sig fíkniefnasölu og rekur fyrirtæki þangað sem fíkniefnasölum er stefnt tilað gera upp skuldir vegna dreifing- ar og sölu á eiturlyfjum.'1 „Jóni er sennilega ókunnugt um að siðferðisvitund venjulegs fólks er önnur en fíkniefna- sala.“ Skuggalegur þingmaður Innan Alþýðuflokksins eru þó fléiri en ritstjóri Alþýðublaðsins, sem Páll Vilhjálmsson sver í ætt við þann í neðra: „Jón Ólafsson á fleiri vini í Alþýðuflokknum. Annar þingmaður krata hafði fyrir helgi milligöngu um að Jón Ólafsson hitti forystumann úr Alþýðubandalaginu til að rekja fyrir honum raunir sínar vegna skrifa HP. Jón vildi að viðkomandi forystumað- ur hlutaðist til um að HP hætti að nefna Jón og fíkniefni í sömu andrá. Þetta eru rökrétt viðbrögð af manni sem heur vanist því að fjölmiðlar þjóni hagsmunum eigenda sinna. Fréttastofa Stöðvar 2 beygir sig und- ir vilja Jóns og því ættu aðrir fjöl- miðlar ekki að lúta sama lögmáli? Jóni er sennilega ókunnugt um að siðferðisvitund venjulegs fólks er önnur en fíkniefnasala." Hrollvekjan Þegar hér er komið sögu í lestrin- um er sérhver lesandi búinn að skilja, að Páll Vilhjálmsson er bersýnilega þeirrar skoðunar, að hann sæti of- sóknum af hálfu Alþýðuflokksins og Alþýðublaðsins. Hann sér ekki for- ystumann í Alþýðuflokknum öðru vísi en það glitti Kka í hom og hala hins illa, og Lúsífer spillingarinnar sé innanklæða. Hin daglega martröð ritstjórans birtist í eftirfarandi hroll- vekju, þar sem það eru raunar ekki aðeins forystumenn Alþýðuflokksins heldur líka Alþýðubandalagsins, sem eru orðnir handbendi Jóns Ólafsson- ar: „Umhugsunarvert er að maður einsog Jón Ólafsson getur ráðskast með forystumenn í stjórnmálaflokk- um. Össur er handlangari Jóns í stjómarandstöðu en ekki þarf fjörugt ímyndunarafl í hrollvekjuna með Össur í stól dómsmálaráðherra í bandalagi með Jóni Ólafssyni." Vangaveltur um möguleg ráð- herraskipti í Framsóknar- flokknum fengu byr undir vængi á nýjan leik, þegar skoðanakönnun á dögunum sýndi að tveir ráðherr- ar fengu falleinkunn hjá kjósend- um, þau Ingibjörg Pálmadóttir og Guðmundur Bjarnason. Ör- sagnadálkur blaðsins rakti, að stuðningsmenn Sivjar Friðleifs- dóttur væru þess mjög fýsandi að Guðmundur skipti um starf, og teldu einsýnt að stóllinn rynni til ungrar konu, nefnilega téðrar Sivj- ar. Þessu er harðlega mótmælt af Framsóknarmönnum í Norður- landi eystra. Þeir segja Ijóst, að færi Guðmundur úr ráðherrastól myndi sterk staða flokksins í kjör- dæminu tryggja að arftakinn kæmi þaðan líka. Þar er á fleti fyrir þing- konan skelegga, Valgerður Sverrisdóttir, sem hefur styrkt stöðu sína eftir að hún varð for- maður þingflokks, og virðist af mjög mörgum utan kjördæmisins vera sjálfkjörin í embættið... Tímaritagrein sem Róbert Marshall skrifaði um forseta- frúna, Guðrúnu Katrínu Þor- begsdóttur, mun hafa mælst illa fyrir á forsetasetrinu. Það mun hafa komið greinarhöfundi veru- lega á óvart. Hann er ekki einn um að vera hissa, þar sem mat margra var að greinin væri nánast lof frá upphafi til enda. Það sem fór fyrir brjóstið á ábúendum að Bessastöðum var sá hluti greinar- innar þar sem sagði frá verslunar- rekstri forsetafrúarinnar... Grandi hefur sagt upp tugum sjómanna og á síðustu tveim- ur árum hefur fyrirtækið sagt upp á annað hundrað sjómönnum. Nú á að leggja Jóni Baldvinssyni, en áður hafði Grandi lagt Akurey, Viðey og Engey. Því hefur fyrir- tækið á ekki mörgum mánuðum lagt fjórum togurum. Það má ekki segja upp örfáum manneskjum einhversstaðar á landsbyggðinni nema allt verði vitlaust. Það heyr- ist hins vegar aldrei neitt þegar tugum manna er sagt upp störfum í Reykjavík. Það má segja að um 130 fjölskyldur hafi misst þá at- vinnu sem þær hafa lifað af með þessum uppsögnum hjá Granda. Það eru ekki bara sjómenn sem missa vinnuna hjá þessu helsta veldi sjávarútvegsins í borginni, eins verið að fækka verkafólki i landi. Æ oftar heyrist að Grandi sé að verða eftir í framþróun mið- að við önnur stórveldi í sjávarút- vegi. Það er tekið eftir að á með- an önnur stórveldi, svo sem Sam- herji, Þormóður rammi, Haraldur Böðvarsson og fleiri eru að styrkj- ast dregst umfang Granda sam- an... Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvernig mætti koma í veg fyrir það slys henti að Andrea Jóns- dóttir hætti á Rás tvö og ein hug- myndin sem starfsmenn hafa varpað fram sín á milli er að sá frábæri útvarpsmaður Lísa Páls- dóttir sem ekki hefur reynst vera morgunhani en vinnur samt við Morgunútvarpið, yrði flutt í sídeg- isdagskrána og yngri starfsmaður en Andrea af Dægurmálaútvarp- inu látin fjúka. Þannig gæti Eva Ásrún farið i morgunútvarpið en Andrea haldið áfram á tónlistar- deildinni. ■nirTBitMB “FarSide” eftir Gary Larson Viltu dansa herra Hollings? Sólveig Aðalsteinsdóttir: Þorsteinn Sigurðsson: Það mun gerast. Þetta er ágætt svona. Árni Finnsson og Karitas Suamati: Ég get ekki svarað því. Baldur Baldursson: Hefur það ekki gengið vel? Lína Garðarsdóttir: Já, já. m c n n Það er með sama hætti atar hagkvæmt fyrir kvótaeigendur að geta haft þræla til að kaupa af sér þorskkílóið í kvóta fyrir 70 til 95 krónur., næstum eins mikið og þræl- arnir fá fyrir fiskinn á markaði eftir að þeir hafa haft fyrir því og kostað tii að veiða hann. Jón Sigurðsson í Járnblendinu, í Mogganum. Við vorum kannski of linir við þá í fyrra. Þeir skilja okkur betur núna þegar við erum búnir að brúka okkur svolítið við þá. Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, að ræða um samskiptin við Norðmenn, í DT. í stað þess að nýstúdent á bláa kyrtilbúningnum úr Minjasafninu flytti minni ís- lands stóð nýkjörin ungfrú Norðurland í sérhönnuðum búningi og las erlend heil- ræði. Ragnhildur Vigfúsdóttir i DT. Viðskiptahornið heillar mig og hugann seiðir löngum. Það er þessi létta og glaðlega fram- setning á spaugilegri hliðum Dow- Jones vísitölunnar sem hefur svo frískleg áhrif á mann rétt fyrir háttinn, þannig að maður gengur glaðari til rekkju eftir vænan skammt af Viðskiptahorninu en önnur kvöld. Þorkell Björnsson heilbrigðisfulltrúi í DT. Ein sendiherrafrúin sagði mér að hún hefði hvergi séð for- setann taka jafn vel til matar síns og hér. Pétur Björnsson, aðalræðismaður (talíu á íslandi, að ræða matarlyst Italíuforseta, ÍDT. En Norðmenn hreinsuðu þetta allt upp hér fyrir norðan og fóru svo austur fyrir og drápu allan hval þar líka. Við íslend- ingar höfum aldrei verið nein ógn við hvalastofnana. Helgi Kristjánsson, fyrrum sjómaður á Húsavík, í DT. Ég vil ekki hugsa um það að fólk hverfi áfram frá húsum sínum verðlausum með skuldabagga á herðunum tii þess eins að þurfa að reisa sér nýtt hús í „Hong Kong“ norðursins. Katrín Árnadóttir, handverkskona og fyrr- um bóndi, í DT. Það fyrsta sem mér datt í hug var að losa mig við hanann, en eiginmaðurinn mátti ekki heyra á það minnst og við tók- um hann því með okkur heim. Ólafia Sigurbrgsdóttir i Mogganum. Öll þessi ár hefur stytta Leifs heppna blasað við í hróplegu ósamræmi við guðshúsið. Sjöfn Haraldsdóttir í Mogganum. Ég er bara maður. Það er nægilega mikil köllun. Per Lagerkvist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.