Alþýðublaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝPUBLAÐIÐ Desember 1997 Mennt er máttur Sunnudaginn 14. desember sl. fór fram forval innan fulltrúaráðs Alþýðuflokksins á þeim aðilum sem höfðu hug á að vera á framboðslista hans fyrir nk. borgar- stjómarkosningar. Ég, undirrituð, var ein þeirra sem hlotnaðist það hlutskipti að verða fyrir valinu. Ég vil því hefja skrif mín á því að þakka þeim sem ljáðu mér lið. Takk. Það sem vegur einna þyngst við val á einstaklingum, sem bjóða sig fram til opinberra embætta, era þau málefni sem þeir setja á oddinn. I því augnamiði að kynna mig fyrir þeim sem höfðu örlög mín í hendi sér á fyrmefndum fundi sem og þau málefni er ég tel mikilvæg - sendi ég bréf til allra meðlima fulltraaráðsins. Og í því skyni að kynna mig fyrir öllum meðlimum Alþýðuflokksins, sem og öðram jafnaðarmönnum, mun ég í skrifum mínum nú viðra helstu hugmyndir mínar í tengslum við það málefni sem er mér einkum hugleikið: menntamál. Mennt er máttur hvort tveggja fyrir einstaklinga sem og samfélagið í heild sinni. Sá vandi sem steðjar að grunnskólum Reykjavíkur er fyrst og fremst vöntun á fjármagni og aðstöðuleysi en hið síðamefnda er vitaskuld afleiðing hins fyrmefnda. I kjölfarið er einsetning skóla ekki orðin nema að hluta til þrátt fyrir lofsvert framtak R-listans í þeim efhum. En betur má ef duga skal. Einsetning skóla er mikið þjóðþrifamál sé tekið tillit til velferðar bama á okkar tímum. Flestir foreldrar stunda vinna utan heimilis og flest böm sem stunda listnám að einhverju tagi, íþróttir, tölvunám og/eða heimspeki, gera það utan veggja skylduskólans. Slíkt nám bama fyrir utan skyldunámið er oft kostnaðarsamt og því fylgir oft mikil fyrirhöfn hvort tveggja fyrir böm og foreldra þeirra. Hins vegar er fjölbreytni í námi mjög mikilvæg þannig að sem flest ungmenni geti komist að því á hvaða sviðum þeirra Guðs gjafir liggja, því öllum er eitthvað til lista lagt. Ef bömum er hins vegar ekki boðið upp á aðstöðu til að hlúa að hæfileikum sínum komast hvorki þau né aðrir að því hvaða eiginleika þau hafa til að bera. Afleiðing slfks er einatt sú að viðkomandi finnur sér ekki stað í tilveranni. Um leið er oftar en ekki hafið ferli sem sjaldan er séð fyrir endann á; ferli vanmáttar og vonleysis sem títt tengist vímuefnavanda er fram í sækir. Helsti ávinningur einsetningu skylduskólans er í kjölfarið sá að mögulegt yrði að auka fjölbreytni náms sem að sama skapi yrði liður í því að skapa ungmennum jöfn skilyrði til alhliða þroska. En í því augnamiði að efla fjölbreytni náms samfara einsetningu skóla þarf aukna fjármuni og hvaðan eiga þeir að koma? Island og þar með talin Reykjavík er vel í sveit sett fjárhagslega miðað við mörg önnur iðnvædd þjóðfélög. A Islandi ríkir sem sagt velmegun þó með (reim annmörkum að henni er ansi misskipt. Sumir era veralega loðnir um lófana á meðan aðrir þurfa að huga að hverjum eyri. I báðum hópum fyrirfinnast hins vegar foreldrar sem myndu vilja vaða eld og brennistein bami sínu til heilla. Margir rnyndu þ.a.l. vilja láta tjármuni af hendi rakna í menntun bama sinna til að tryggja þeim veglegt vegamesti til framtíðar. Eðli málsins samkvæmt á það þó fyrst og fremst við um vel fjáða foreldra. Þeir hinir sömu eru hins vegar einatt á móti skattheimtu sem hefur það meginmarkmið að styrkja stoðir samfélagsins sem heildar. Astæðan er sú að skattheimta kemur ekki einungis þeim og þeirra bömum til góða heldur öllum. Slík andúð á skattheimtu er því tilkomin sökum þess að viðkomandi aðhyllist einstaklingshyggju en ekki jafnaðarstefnu. I mínum huga er inntak jafnaðarstefnunnar að skapa einstaklingum jöfn skilyrði í samfélagi þar sem menn fæðast ójafnir. I þeim skilningi er velferðarkerfið og almenningsskólar, afurð vestrænnar jafnaðarstefnu, einungis eðlileg þróun þar sem hin ábyrgðarfulla samkennd, sem einkenndi stórfjölskylduna fyrr á tímum, var leyst af hólmi með almannatryggingakerfi samfara breyttum þjóðfélags- og atvinnu- háttum. En fyrst og fremst er jafnaðarstefna í anda siðmenningar en eitt mikilvægasta kennileiti siðmenningar er mannúð; samkennd með manneskjum. I huga þeirra sem aðhyllast einstaklings- og frjálshyggju er það hámark óréttlætisins að fá ekki að njóta ávaxta erfiðis síns (eða erfða) í friði fyrir "auðnuleysingjum". Það sem er hins vegar frumforsenda friðsæls þjóðfélags og hagsældar er mannúð - samkennd manna með mönnum - sem kemur m.a. fram í því að hver og einn deilir hagsæld sinni með öðrum enda eiga þeir "hagsælu" yfirleitt margt og mikið undir þeim sem era það síður. Að láta sér annt um almannahag er því einfaldlega siðaðra manna siður. Með ofannefnt í huga má færa rök fyrir því að þeir sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að gera þjóðfélaginu gagn umfram það að auka hagvöxt skv. tölum Þióðhagsstofnunar ættu að sjá sér hag í því að styðja við menntun ungmenna ekki með því að koma einkaskólum á laggimar heldur styrkja skóla á vegum Reykja- víkurborgar með einum eða öðram hætti t.a.m. á sviði nýbreytni og tilraunastarfsemi í skólastarfi. Það, að fá fagaðila t.a.m. í listgreinum, tölvumálum og heimspeki til að ljá grannskólanum lið í krafti samstarfssamnings milli Reykja- víkurborgar og hinna fyrmefndu er einfaldlega mikilvægt skref í þá veru að gefa öllum nemum kost á að njóta sín og liður í nútímavæðingu skólans. Uppskeran er háð sáningunni. Fiskurinn í hafmu er fjársjóður Islendinga (reyndar meiri fjársjóður fyrir suma en aðra) en mannauðurinn er mikilvægastur einkum á tímum alþjóðavæðingar í viðskiptum og samskiptum einstaklinga og þjóða yfir höfuð. Það, að einkaaðilar styrki menntakerfið með beinum hætti, er óhefðbundið en mögulegt enda hefur það verið gert þó í litlum mæli sé. Góð menntun er gulls ígildi og ef vel er að menntun ungmenna staðið í hvívetna myndu allir efla eiginn hag með því að styrkja stoðir samfélagsins um ókomna tíð. Magnea Marinósdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.