Alþýðublaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 3
HELGIN 10.-13. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Arangur á erfiðum tímum „Með þjóðlegri samlíkingu mætti líkja forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna við nátttröll, sem dagar uppi við dagsbrún morgundagsins. Og talkór gylliboðanna hljómar falskur." Berum saman áróður stjómarand- stöðuflokkanna og dóm staðreynd- anna um árangur stjómarstefnunnar á erfiðum tímum: Árangur Verðbólgan ógnar ekki lengur af- komu og atvinnuöryggi. Gengið er stöðugt. Framfærslukostnaður heim- ilanna lækkar milli ára í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Verðlag á matvæl- um hefur farið lækkandi. Vaxta- lækkunin hefur létt greiðslubyrði skuldugra heimila og fyrirtækja sem svarar að minnsta kosti 8 milljörðum á ári í auknu ráð- stöfunarfé. Við- skiptajöfnuður við útlönd er hag- stæður þrjú ár í röð. Þjóðin er hætt að lifa um efni fram. Þar með hefur loksins tekist að stöðva erlenda skuldasöfnun þjóðar- búsins, þótt rikissjóður sé enn rekinn með halla og safni skuldum (vegna minnkandi tekna og aukinna út- gjalda við að halda uppi atvinnustig- inu). Hagvöxtur er tekinn að glæðast á ný eftir sjö ára samdrátt og hnign- un. Skuldir fyrirtækja fara minnk- andi og afkoma batnandi. Sóknarfæri Atvinnulífið hefur komist klakk- laust í gegnum þrengingamar. Það hefur farið í „megrunarkúr“ og er við betri heilsu eftir en áður. Það er betur í stakk búið að hefja nýtt framfara- skeið, sem nú tekur við í kjölfar kjarasamninganna. Þeir sem til þekkja í íslensku atvinnulífí sjá hvar- vetna batamerki. EES-samningurinn hefur verkað sem vítamínsprauta á íslenskan sjávarútveg. Við emm að vinna verðmætari vöm úr minni afla. Samkeppnisstaða útflutnings og samkeppnisgreina hefur ekki verið betri í annan tfma. Sjávarútvegsfyrir- tækin greiða niður skuldir. Það er umtalsverð veltuaukning hjá iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum. Matvælaiðnaðurinn er í sókn. Með dyggum stuðningi iðnaðarráðherra hafa skipasmíðar og viðgerðir rétt úr kútnum. Útflutningsverðmæti iðnað- arins á síðastliðnu ári jókst um 30%. Vaxtargreinar eins og til dæmis framleiðsla á raf- eindavogum og hátæknibúnaði íyrir fxskveiðar og vinnslu er í stór- sókn. Islenskur iðnaður hefur auk- ið markaðshlut- deild sína innan- lands. Hvarvetna í atvinnulífinu mætum við nú já- kvæðu hugarfari og vaxandi bjart- sýni. Sljtin plata í ljósi þessara staðreynda hljómar bölmóður stjómarandstöðunnar eins og slitin plata af vinsældalistanum í hittifyrra. Með þjóðlegri samlíkingu mætti hlcja forystumönnum stjómar- andstöðuflokkanna við nátttröll, sem dagar uppi við dagsbrún morgun- dagsins. Og talkór gylliboðanna hljómar falskur. Efnahagsbatinn byggist nefnilega hvorki á töfra- brögðum né skyndilausnum. Is- lenska þjóðin er einfaldlega að upp- skera ávöxt erfiðisins á undanföm- uin ámm. Efnahagsbatinn, sem nú er kominn til skiptanna hjá fólkinu í landinu, er árangur skynsamlegrar hagstjómar og stefnufestu andspæn- is ytri eifiðleikum og ósanngjamri gagnrýni. Framtíðin Við þurfum að skapa 8.600 ný störf fram til aldamóta fyrir ungt og vel menntað fólk sem sækir út á vinnumarkaðinn. Það tekst okkur því aðeins að við varðveitum stöðugleik- ann og skjótum fleiri stoðum undir íslenskt atvinnuiíf. Það er ekki síst þess vegna, með framtíðarþarfir unga fólksins í huga, sem við jafnað- armenn hvetjum hugsandi fólk til að skoða vandlega og án fordóma spuminguna um aðild Islands að Evrópusambandinu - sem við þurf- um að gera upp við okkur á næsta kjörtímabili. Höfundur er utanríkisráðherra og for- maður Aiþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands. Pallborðið Jón Baldvin Hannibalsson skrifar "FarSide" eftir Gary Larson. Mikil óánægja er í sjávarplássum lands- ins með slaka frammistöðu Þorstein Pálssonar í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Þessi óánægja tekur stundum á sig kynlegar myndir. Þann- ig fékk Eggert Haukdal í lið með sér Hannes Sig- urðsson útgerðarmann í Þorlákshöfn, og skipar hann sæti á „Suðurlands- lista" bóndans á Bergþórs- hvoli. Hannes hefur unnið mikið starf í saltfiskútflutn- ingi, en sú grein hefur ein- mitt dafnað mjög í kjölfar niðurfellingu tolla vegna EES-samningsins. Einsog alþjóð veit var hinsvegar Eggert Haukdal harðasti andstæðingur EES á Al- þingi - og kallaði samning- inn „biðsal dauðans". Bið- salurinn hans Eggerts sem- sagt reynst sjávarútvegin- um lyftistöng og því er kompaní Hannesar og Haukdals óneitanlega skondið... Nú er hafið mikið kapp- hlaup millum Þjóðvaka og Alþýðubandalagsins um að afneita samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Um- mæli Jóhönnu Sigurðar- dóttur um að ekki komi til greina að starfa með Dav- íd Oddssyni hafa vakið al- menna kátínu þeirra sem til þekkja, enda var í Alþýðu- flokknum ævinlega litið á Jóhönnu sem guðmóður rfk- isstjórnarinn- ar. Einsog menn muna greiddu þrir þingmenn Al- þýðuflokksins atkvæði gegn stjórnarsam- vinnu við Sjálfstæðis- flokkinn fyrir fjórum árum, þeir Sigbjörn Gunnars- son, Gunnlaugur Stef- ánsson og Össur Skarp- héðinsson. Jóhanna beitti sér hinsvegar mjög fyrir samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn enda var - og er - mjög kalt milli hennar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar formanns Alþýðu- bandalagsins. Síðustu ár hefur Jóhanna borið mikið lof á samvinnu sína við Davíð og rómað „trúnaðar- samband" þeirra. Því verð- ur að túlka hina skyndilegu afneitun hennar á Sjálf- stæðisflokknum sem pólit- ískt útspil í mjög erfiðri stöðu... Þjóðvaki er enn í mesta basli með framboðs- lista víða um land. Aðeins eru komin efstu nöfn í Reykjavík, Reykjanesi og á Suðurlandi. Enn bólar ekkert á list- anum á Aust- fjörðum. Við vitum að flokksforysta Þjóðvaka í Reykjavík hefur leitað til fjölda fólks um allt kjör- dæmið en með litlum ár- angri... Kyntröll dagsins Tímaritið Mcmnlíf birtir bráð- skemmtilega og athyglisverða skoðanakönnun sem gerð var meðal íslenski'a kvenna. Þar kem- ur meðal annars fram að helming- ur kvenna hefur einhvemtima þóst fá fullnægingu og rétt tæpur helnx- ingur segir að nei þýði ekki alltaf nei þegar kynlíf er annarsvegar. Þá eru konur beðnar að gefa 12 körl- um einkunn frá 0 og uppí 10 fýrir kynþokka. Mest kyntrölla reyndist vera síungur handknattleiksmaður. Listinn er svona: Sigurður Sveinsson, 7,8 af 10 Magnús Scheving 7,4 Egill Ólafsson 7,3 Baltasar Kormákur 7,3 Þorgrfmur Þráinsson 6,4 ingvar E. Sigurðsson 6,4 Hilmir Snær Guðnason 6,3 Bubbi Morthens 6,3 Stefán Jón Hafstein 6,0 Kristján Jóhannsson 4,9 Hrafn Gunnlaugsson 3,1 Ingvi Hrafn Jónsson 2,4 Sigurður Sæmundsson, sjó- maður: Hvaða stefna er það núna? Höskuidur Ragnarsson, sjó- maður: Ég er ekki hrifinn af henni. Ef fram fer sem horfir mun ég ekki bera titilinn sjómaður lengi. Garðar Berg, sjómaður: Það er engin stefna fyrir litlu bátana. Þessi stefna ef stefnu skyldi kalla er fyrir sægreifana og Stjána í LÍÚ. Sverrir Bergþórsson, atvinnu- laus: Hún gæti varla orðið betri. Kristján Jónsson, sjómaður: Mér líst ekkert á hana. Það er ekkert tillit tekið til smábátanna. V i t i m e n n Það væri gaman að sjá Finn Ingólfsson í grænni dragt. Steinunn V. Óskarsdóttir. Morgun- pósturinn í gær. Foringi í argentínska flughernum, sem lýsti því í síðustu viku hvernig þúsundum póiitískra fanga hefði verið kastað lifandi útúr flugvél á áttunda áratugn- um, hefur verið sviptur metorð- um innan hersins. Frétt í Mogganum i gær. Niðurstaðan er að enginn veit í raun hver er stefna Sjálfstæðis- flokksins í málefnum landbúnað- ar og sjávarútvegs og Evrópumálum. Leiöari Tímans í gær. Telja sig fórnarlömb áhugamála formannsins. Frétt í MP um átök í Lögmannafélagi Islands. Djöfuisins skepnuskapur er þetta. Eg fer í bíó einu sinni á fimm ára fresti, ég held að það sé bara alveg ágætis svar. Margrét Frímannsdóttir, aðspurö af MP hvað bíómiði kostar. Djöfulsins skepnuskapur er þetta. Þorbergur er þjálfari, en fyrirlið- inn - er það ekki Geir Sveinsson? Margrét Frímannsdóttir að svara spurningu MP um hver er fyrirliði ís- lenska handboltalandsliðsins. Ég hef nú aðallega þann ótta í brjósti að Mörður [Árnason] muni færast svo hratt til hægri að hann verði innan tíðar orðinn einsog Hannes [Hólmsteinn Gissurarson]. Ólafur Ragnar Grímsson að svara spurningum í blaði stjórnmálafræði- nema. Árið 1946 heimsótti ferðalangur einn feikna víðförull grískt rétt- trúnaðarklaustur við rætur Sínaí- fjalls. Þetta er enn þann dag í dag munkaklaustur, það var stofnað var á 6. öld eftir Krists burð og er kennt við heilaga Katrínu. Heim- sókn kappans væri varla í frásög- ur færandi nema fyrir þær sakir að hann uppgötvaði að ekki einn einasti munkur hafði hugmvnd um hina nýafstöðnu síðari heims- styrjöld - og ekki nema örfáir vissu að nokkrum áratugum fyrr hefði sú fyrri geysað. Isaac Asimov's Book ofFacts

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.