Alþýðublaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1
Helgin 10.-13. mars 1995 Stofnað 1919 40. tölublað - 76. árgangur ■ Á síðustu stundu tókst að koma f veg fyrir að ekkert yrði úr Smuguveiðum íslendinga sem hafa skilað þjóðarbúinu milljörðum króna Þorsteinn ætlaði að banna veiðamar -segir Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri á Þórshöfn sem er frumkvöðull að veiðum íslenskra skipa í Barentshafi. „Það for allt upp i loft 1 sjav arútvegsráðuneytinu sumarið 1993 þegar það spurðist að við ætluðum til veiða í Barents- hafi. Ráðuneytið ákvað að setja reglugerð sem bannaði okkur þessar veiðar,“ segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf., í viðtali við Alþýðu- blaðið. „Þetta var á föstudegi en við fórum bæði í Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson með málið. Það bar þann ár- angur að þeir óskuðu eftir því að frestað yrði setningu þessar- ar reglugerðar fram yfir ríkis- stjórnarfund á þriðjudegi. Við sáum að þarna mátti engan tíma missa því þeir í ráðuneyt- inu voru harðir á að banna veiðarnar. Fyrstu skipin fóru á stað í Smuguna strax á föstu- dagskvöld því við gerðum okk- ur grein fyrir því að ef við kæmust á stað yrði málið ekki stoppað,“ segir Jóhann A. Jónsson. A síðustu tveimur ár- um var heildarúthafsafli ís- lenskra skipa og skipa í eigu Is- lendinga í Barentshafi og norð- urhöfum nálægt 50 þúsund tonn. Aflaverðmæti var um 2,7 milljarðar króna uppúr sjó og verðmætasköpun hér innan- iands gæti verið annað eins. „Það er ekkert smámál ef við getum haldið áfram að taka 40 til 50 þúsund tonn af þorski í Smugunni og fengjum það við- urkennt tii kvótaúthlutunar í næstu framtíð. Það væri engin smáræðis búbót fyrir samfé- lagið,“ segir Jóhann. - Siá viðtal á blaðsíðu 7. Þorsteinn Páisson tekur á móti Brian Tobin sjávarútvegsráðherra Kan- ada, eftir að Tobin hafði formlega viðurkennt yfirráð Noregs í Norður- höfum. „Það fór allt upp í loft í sjávarútvegsráðuneytinu sumarið 1993 þegar það spurðist að við ætluðum til veiða í Barentshafi," segir Jó- hann A. Jónsson. A-mynd: E.ÓI. Binda verður enda á óvissu um eignarrétt fiskikvótans með ákvæði í stjórnarskrá Afnotaréttur af kvótanum er óbeinn eignar- réttur - segir Lúðvík Bergvinsson og bendir á að dómstólar hafi staðfest að afnotaréttur verði ekki tekinn af mönnum nema fullt verð komi fyrir. „Stefnuleysi í stjóm fiskveiða hef- ur leitt til mikillar óvissu um rétt út- gerðarmanna til kvótans. Þeir sem hafa farið með þessi mál síðan 1984 hafa aldrei hugsað dæmið til enda, til dæmis að afnotaréttur getur talist til óbeinna eignarréttinda," sagði Lúð- vík Bergvinsson lögfræðingur sem skipar 1. sæti á lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi við Alþýðublaðið. Lúðvík hefur bent á að með fram- kvæmd fiskveiðistjómunarlaganna sé hætta á að verið sé að festa eignarrétt útgerðarmanna á fiskikvóta í sessi. Þar visar Lúðvík til dóms Hæstaréttar um að eignfæra kvóta, álits Ríkisend- urskoðunar og úrskurðar sýslumanns- ins í Reykjavík um að greiða skuli erfðafjárskatt af kvóta, framsalsheim- ildir laganna um fiskiveiðistjómun og hugmyndum Þorsteins Pálssonar um veðsetningu kvóta. Þeir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Halldúr Asgrímsson formaður Framsóknarflokksins halda því hins vegar fram að afnotaréttur útgerðar- manna að miðunum konti eignarrétti ekkert við. „Mcnn virðast ekki hafa gert sér grein íyrir því í upphafi að kvóti færi að erfast og farið yrði að veðsetja hann. Það fer ekki milli mála að það rikir óvissa um eignanéttarlegt tilkall útgerðarmanna til kvótans. Það er nefnilega svo að afnotaréttur telst til óbeinna eignarréttinda. Gaukur Lúðvík Bergvinsson: Stefnuleysi í stjórn fiskveiða hefur leitt til mik- illar óvissu um rétt útgerðar- manna til kvótans. A-mynd: E.ÓI. Jörundsson skrifaði doktorsritgerð sina um eignamám og þar segir hann meðal annars: „Afnotaréttindi verða tvímælalaust talin til eignar í skilningi 67. greinar stjómarskrárinnar." Fleiri taka í sama streng, svo sem stjóm- lagafræðingamir Bjarni Benedikts- son og Ólafur Jóhannesson. Dóm- stólar hafa staðfest að afnotaréttur verður ekki tekinn af mönnum nema fullt verð komi fyrir,“ sagði Lúðvík. ,JEg tel hiklaust að það riki mikil óvissa um það hvort útgerðarmenn hafi með ruglingslegri Ifamkvæmd laga um fiskveiðistjómun eignast ákveðin réttindi sem ekki verði af þeim tekin nema tilkomi greiðsla bóta. Menn hafa áhyggjur af þessari framkvæmd laganna. Sú hugmynd Alþýðufiokksins að binda í stjómar- skrá að auðlindir hafsins skuli vera sameign þjóðarinnar verður því að ná fram til að höggva á þessa réttaró- vissu," sagði Lúðvík Bergvinsson. T Eyjamenn unnu frækinn sigur á Gróttu í úrslitakeppni 2. deildar í fyrrakvöld. Þarmed tryggði ÍBV sig í sessi í efsta sæti, en úrslitakeppnin er nú nákvæmlega hálfnuð. Eyjamenn eru á beinu brautinni: Hafa unnið fimm fyrstu leiki sína. Hér sjáum við hinn 18 ára Gunnar Berg Viktorsson, stórefnilega skyttu, svífa himinhátt yfir Gróttuvörnina og senda þrumufleyg í markið. Við birtum myndir frá leiknum og viðtal við Sigurð Gunnars- son þjálfara á blaðsíðu 15. Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur Tryggvi Skjald- arson skrifar um Guðna Ágústs- son og nefið hans Gosa 4 Rándýr ráðherra Leiðari 2 Jón Baldvin skrifar um nátt- tröll stjórnmál- anna Paiiborð3 Golf- meistari í kosn- ingabar- áttu Spjallað við Þorstein Hallgrímsson 6 Þessvegna á ís- land samleið með EvrÓpu ítarleg úttekt á ESB 8 & 9 Jafnrétti kynjanna ereinn af hornsteinum ESB „Ríki sem eingöngu eru innan EES hafa ekkert að segja með þá stefnumótun sem fram fer innan Evrópusambandsins. Við erum einungis viðtakendur og stöndum alltaf frammi fyrir gerðum hlut. Gjörbreyting yrði á stöðu mála hvað varðar aukna möguleika til að jafna stöðu kynjanna ef ísland myndi ganga í Evrópusambandið. Það er ljóst...Með því að vera þarna innanborðs munu breytingar verða smámsaman að veruleika vegna þeirra starfsreglna sem sambandið setur sér og athugum það, að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði er hornsteinn félagsmálastefnu Evrópusambandsins og á slík grundvall- armál er lögð gífurleg áhersla," segir Bima Hreiðarsdóttir lögfræðingur í viðtali við Alþýdublaðid á blaðsíðu 10. A-mynd: E.ÓI. Afhverju fá karlar hærri laun en konur? Katrín Bjarnadóttir skrifar 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.