Alþýðublaðið - 25.08.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 25.08.1995, Page 8
XWREVF/ÍZ/ 555 55 25 Föstudagur 25. ágúst 1995 128. tölublað - 76. árgangur \WEVFIU/ Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Michael Dean Öðinn Pollock og Ijóðabókin The Martial Art of Pagan Diaries Líkt við Arthur Rimbaud í bandarísku tímariti „Þetta er fyrsti dómurinn sem ég fæ fyrir ljóðabókina The Martial Art of Pagan Diaries og ég verð að við- urkenna að svona góður dómur kitlar mann dálítið. Það er gott að láta klappa sér á bakið af og til - þótt stundum sé jafngott að láta slá sig,“ sagði Michael Dean Óðinn Pollock ljóðskáld í stuttu spjalli við Alþýðu- blaðið í gær. Tilefni þessara orða Pollock er ritdómur eftir Steve Luttrell sem birtist fyrir skemmstu í bandaríska ljóðatímaritinu Café Review - nokkurskonar bandarískri hliðstæðu við Tímarit Máls og menn- ingar: „Sagnakrafturinn er sterkur og mettar bókina frá upphafi til enda. Sögumar deila með sér sameiginlegri tilfinningu. - A 35 blaðsíðum af prósaljóðum skapar Michael Dean Pollock stórfenglegan heim ástar og dauða og rokk og róls. Hann er Ljóð- skáldið sem stundum hljómar einsog Arthur Rimbaud. Hann er Götu- strákurinn sem getur tjáð sig mjög skýrlega um tilfinningar sínar og reynslu. Fólkið í ljóðum hans er raunverulegt, á stundum kannski ein- um of raunverulegt. Pollock veitir okkur annað veifið innlit í sínar per- sónulega martraðasýnir. í höfði hans býr gömul Rödd, en ljóðin eru ósvik- in, og þau eru ný. - Þetta eru dag- bækur ljóðskálds á vegum úti. Með markmið og leiðir. - Hann er eldfim- ur maður,“ skrifar Luttrell. Michael Dean Pollock: „Hann er Ljóð- skáldið sem stundum hljómar einsog Arthur Rimbaud," segir í ritdómi Steve Luttrell um Ijóðabók Pollock, The Marti- al Art of Pagan Diaries. A-mynd: e.ói. Tími minnistaps er liðinn. Nú getur þú nýtt allt það minni sem tölvan þín hefur - og í nýjum víddum. Windows 95 er heimsviðburður á tölvumarkaði: Einfaldara • þægilegra • hraðvirkara • traustara • fjölhæfara. Með nettengibúnaði fyrir alnet og fjölda af nýjum frábærum hjálparforritum og möguleikum. Ekkert forrit hefur verið reynsluprófað af jafn mörgum, jafn viðtækt og í jafn langan tíma. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000 Umboðsaðili fyrir Microsoft á íslandi Endursöluaðilar: Httmknt tU tnmtara T«>kn»v»l fff N<ED OPIN KERFI HF IrtBftl BOOEIND E1 Viflir REIKNISTOFA BÓKVAL «■*»««• Sss" 13 VESTFJARÐA AKUREYRI Amorgun opnar í Listasafni Sigurjóns sýning á verkum norsku textíllista- konunnar Grete Borgersrud. Undanfarin fimmtán ár hefur hún unnið textilverk með útskurðarsaumi þar sem form og myndir úr ólíkum efnum eru saumuð á grunndúk. I leitinni aðýmisskonar út- saumstækni uppgötvaði Grete einnig hinn forna íslenska glitsaum, sem þekkist ekki í Noregi. Sumarið 1992 hlaut hún styrktil Islandsfarartil að rannsaka textíla á Þjóðminjasafni íslands. Á sýningunni verða nokkrir glitsaumaðir dúkar, en flest verkin eru þó unnin með útskurðs- saumi... r Amorgun klukkan 16:00 opnar í Deigl- unni á Akureyri sýning á verkum þriggja myndlistamanna frá Norður-(r- landi. Þessi sýning í Deiglunni er sú fyrsta i sýningarröð írsku myndlistamannanna; í september ætla þeir að sýna bæði í Kópa- vogi og í Reykjavík. Hannes Lárusson valdi þessa þrjá listamenn úr hópi írskra listamanna sem höfðu hlig á að sýna á (s- landi. Sean Taylor vinnur verk sín gjarn- an út frá landfræðilegum aðstæðum og notar oft tilfallandi efni, Amanda Dun- smore gerir ýmist verk tengd tíma, inn- setningaraðlagaðartilteknu rými eða sjálfstæða skúlptúra og Dougal McKenzie framkvæmir gerninga. Við opgunina á morgun verða einnig sýnd myndbönd með verkum eftir Hannes Lá- russon, Magnús Pálsson og fleiri, Hild- ur Jónsdóttir og Dougal framkvæma gerninga og írarnir ætla að flytja fyrjrlest- ur um verk sín út frá norður-írskum reynslu- og menningarheimi... Joris Jóhannes Rademaker opnar i dag sýningu í Glugganum á Akureyri. Joris er fæddur i Hollandi en hefur búið á Akureyri í fjögur ár og er myndmennta- kennari í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Joris Jóhannes segist alltaf vinna út frá einhvers konar hugmynd, þegar hann skapar list slna. Hann notar mismunandi efni og tæki, svo sem olíumálningu, akríl, litaduft, Ijósmyndir, veggmálverk, skúlp- túra... Ifjölmörgum sýningasölum í miðbæ Reykjavíkur standa annars yfir mynd- listasýningar á vegum hinnar blómstrandi Óháðu listahátiðar. Stærsta sýningin er i Iðnó, en þar stendur yfir samsýning 22 ungra listamanna og í Djúpinu er sýning á heilsteyptri myndasyrpu dönsku listakon- unnar Heidi Janni Pedersen. I Listakoti er svo samsýning 9 myndlistarkvenna og á Café Org sýnir Sigurbjörg Jóhannes- dóttir myndverk þar sem þemað er kon- ur. Á veitingastaðnum 22 og í Hinu Hús- inu standa einnig yfir samsýningar og í hólmanum (Tjörninni sýnir Örn Smári Gislason eitt listaverk, sem hefur varla farið fram hjá athugulum vegfarendum. Það er vonandi að enginn sprengi það í loft upp í skjóli haustmyrkurs - einsog gerðist hérna um árið... Loftfélag íslands mun halda tónleika i Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum næst- komandi miðvíkudagskvöld klukkan 22:00. Húsið opnartveim tímum fyrr og er boðið upp á léttan kvöldverð fyrir tónleik- ana. Loftfélag (slands var stofnað árið 1988 en forsaga þess nær allt aftur til 1982. Loftfélagið hefurfrá upphafi verið í útvarðasveit spunatónlistar á (slandi og hefur þaö gert sér far um að nálgast spunaformið jafntfrá sjónarhóli klassískr- ar sem djasstónlistar. Á efnisskrá tónleik- anna eru sex ný verk sem spanna höfuð- tónlistarhefðir allra heimsálfa. Loftfélagið skipa þeir Ingólfur Örn Björgvinsson sem sér um blástur, Sigurður Halldórs- son strengjaleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Birgir Baldursson slag- verksleikari. Loftfélagið ætlar að kynna nýjan meðlim til leiks: Gunnar Gríms- son raftónskáld...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.