Alþýðublaðið - 04.10.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 04.10.1995, Síða 8
4* * ** ✓ \WREVfítZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 MMMBLMD *«. ■ * XmWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 4. október 1995 150. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Bótagreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega verða skertar um hundruð milljóna króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu Makalaust að byrja á skerða bætur öryrkja _oanir Ual/ii Qalion ■fromU/'jQmrlootinri nn/rUohonrlíjlono lolanrlo “ segir Helgi Seljan framkvæmdastjóri Oryrkjabandalags Islands „Það er alveg makalaust ef menn ætla að byija á þeim enda að skerða bætur öryrkja vegna einhvers sem þeir eiga. Mér þykir það merkileg tíðindi að áður en menn fara að telja fram og greiða skatt af ijármagnstekjum sínum skuli öryrkjum gert að greiða slíkan skatt með því að draga af bótum til þeirra," sagði Helgi Seljan fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins í samtali við blaðið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er ljóst að ríkisstjómin ætlar að fella úr gildi lög þess efnis að lífeyris- og ör- orkubætur hækki til samræmis við al- mennar launabreytingar. í stað þess á að ákveða hækkun bótafjárhæða al- mannatrygginga og bóta samkvæmt lögum um félagslega aðstoð við af- greiðslu fjárlaga. Eingreiðslur á að fella inn í bótafjárhæðir. Utgjöld vegna þessa málaflokks eiga með þessu að lækka um 450 milljónir króna á næsta ári frá því sem er á þessu ári. „Ég skil þetta þannig að annað hvort ætla menn ekki að hlíta almenn- um breytingum á launum eða verð- ■ Guðni Agústsson afneitar Norrænu mannkyni Mér vitandi aldrei gengið í félagið Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknar las í gær yfirlýsingu í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem hann kvaðst aldrei, sér vitandi, hafa gengið í félagið Norrænt mannkyn og aldrei sótt fundi hjá félaginu. Báð- ar fullyrðingamar stangast algerlega á við ummæli Einars S. Jónssonar, formanns félagsins. Yfirlýsing Guðna var svohljóðandi: „Hvað vem mína í þessum félags- skap [Norrænu mannkyni] varðar þá hef ég aldrei mér vitandi gengið í fé- lagið. Þegar það nú kom í Ijós af ein- hveijum ástæðum að ég eða mitt nafn var þar á skrá bað ég Einar S. Jóns- son, formann, af þessum ástæðum að Guðni: Hér er í gangi leðju- slagur. Ég er bara í Fram- sóknarflokkn- um, ung- mennafélaginu og kirkjunni. mitt nafn yrði tekið þar út. Ég hef heldur aldrei sótt fundi í félagsskapn- um. Ég hef sagt það áður að ég er spar á að ganga í félög, sé bara í Framsóknarflokknum, ungmennafé- laginu og kirkjunni minni heima á Selfossi. Hér er í gangi leðjuslagur, sem nokkrir piltar á Alþýðublaðinu standa fyrir og leggja mína persónu í einelti. Enda hringja margir vinir mínir úr Alþýðuflokknum og biðjast afsökunar á framferðinu. Ég er ekki kynþáttahatari, tel mig vera sann- kristinn mann. Ég hélt að ég byggi í þjóðfélagi siðaðra manna.“ Undirbúningur fyrir málefnaþing Ungra jafnaðarmanna Opnir fundir málstofa þar sem ályktanir þings- ins verða undirbúnar. í kvöld: 17:00, Málstofa um utanríkismál Forseti: Eiríkur Bergmann Einarsson 20:00, Málstofa um stjórnskipan Forseti: Hólmfríður Sveinsdóttir Fimmtudaginn 5. október 20:00 Málstofa um umhverfismál, Forseti: Jón Eggert Guðmundsson 20:00 Málstofa um menntamál, Forseti: Gestur Páll Reynisson Öllum er velkomið að taka þátt í fundum þessum. Mótum jafnaðarstefnuna til framtíðar - saman. Dagskrá næstu viku verður auglýst nánar í Alþýðublaðinu á morgun. f.h. framkvmdastjórnar SUJ Gestur G. Gestsson sitjandi formaður SUJ. 4 bótahækkunum á þeim, eða þá að menn hyggist ekki standa við ein- greiðslumar eins og þær voru á þessu ári. Það var raunar áður gerð tilraun til að lækka greiðslurnar en það var stoppað á sínum tíma,“ sagði Helgi. Þá er gert ráð fyrir að fjármagns- tekjur skerði tekjutengdar bætur líf- eyristrygginga og ákvæðum almanna- tryggingalaga verði breytt þannig „að einstaklingar sem ekki hafa hirt um að greiða í h'feyrissjóði, eftir að shkt varð lagaskylda, fái aldrei fulla tekjutrygg- ingu. Samtals er áætlað að framan- greind aðgerð spari 285 milljónir króna,“ segir í athugasemdum með fjárlagafmmvarpinu. „Meðan fjármagnstekjuskattur er ekki kominn á er það alveg makalaust ef menn ætla að skerða bætur öryrkja. Það em margar ástæður fyrir því að menn hafa ekki greitt í lífeyrissjóði og ég hef ekki trú á að það sé mikið um það. En það er engu að síður mjög merkilegt ef það á hka að bitna á líf- eyrisþegum. Þetta þýðir. væntanlega að menn ætla að fara að gá að því hvað hver og einn fær nákvæmlega úr lífeyrissjóði. Ég skil ekki hvemig á að meta það ef hver og einn er ekki með þær greiðslur sem þeim ber úr lífeyris- sjóði. En það á greinilega að fara í mikinn sparðatíning," sagði Helgi Seljan. I athugasemdum við fjárlaga- frumvarpið kemur fram að útgjöld líf- eyristrygginga hækka um 1,4 millj- arða frá fjárlögum 1995 „en engu að síður er áformað að lækka útgjöld líf- eyristrygginga um 1.115 milljónir frá því sem ella hefði orðið,“.eins og segir orðrétt. Auk ofangreindra skerðinga á bótum má nefna, að spara á 250 millj- ónir með nýjum reglum varðandi út- greiðslu svokallaðra heimildarbóta. Þá Helgi: Þetta er alveg makalaust. er stefht að 125 milljóna króna lækk- un á mæðra- og feðralaunum. Hætt verður að greiða með einu barni og bótafjárhæðir með öðru og þriðja bami lækka um sömu krónutölu eða um 1.048 krónur á mánuði. Einnig verður ekkjulífeyrir felldur niður. ■ Harkaleg gagnrýni Alþýðusambands ís- lands á nýjan búvörusamning sem kostar skattgreiðendur 11 þúsund milljónir króna Helsi en ekki frelsi - og vandinn verður enn meiri um aldamót, segir Guð- mundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur ASÍ. „Það sem mér finnst einna verst við þennan búvörusamning er að það er engin framtíðarsýn í honum. Það er ekki gert ráð fyrir neinum hagræðingar- eða verðlagsmark- miðum eins og var í fyrri samningi. Styrktargreiðslur lækka ekki neitt fram til aldamóta sem þýðir að eftir fimm ár verður vandinn enn meiri en í dag. Svonefnt frelsi í verðlagn- ingu á kjöti væri nær að kalla helsi,“ sagði Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur ASI í samtali við Alþýðublaðið. Samkvæmt nýjum búvörusamn- ingi Bændasamtakanna og ríkisins verður 11 þúsund milljónum varið af opinberu fé til stuðnings sauð- fjárbúskap fram til ársloka árið 2000. Markmið samningsins er sagt vera það að auka hagkvæmni í sauðfjárrækt til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Alþýðusam- band fslands hefur enga trú að það markmið náist með þessum samn- ingi. „Samkvæmt samningnum á að verja hundruðum milljóna til upp- kaupa sem síðan á að skipta aftur út til bænda. Það er því engin fram- leiðsluskerðing í þeim uppkaupum eins og var í fyrri samningi. í þeim upphæðum sem eru nefndar eru líka uppkaup frá 1991 sem koma málinu ekkert við því þær eru búið mál. Þegar þessir tveir liðir eru teknir út eru allar styrktargreiðslumar svo til óbreyttar út allan samningstímann. Eftir fimm ár þegar markaður fyrir dilkakjöt verður orðinn minni en í dag verður vandinn meiri en í dag og hvað ætla menn að gera þá?,“ sagði Guðmundur Gylfi. „Við erum mjög óhressir með að bændur mega setja inn í sláturhús allt það magn sem þeir vilja fram- leiða og fá sama verð fyrir allt sam- an hvort sem kjötið fer á innan- landsmarkað eða til útflutnings. Hærra verðið til útflutnings er feng- ið með því að skerða verð til bænda fyrir kjöt sem fer á markað innan- lands. Þarna á að millifæra sem þýðir að bændur fá verulega meira fyrir umframkjötið en þær 110 til 120 krónur sem þeir hafa fengið. Það verður því hagur fyrir þá að framleiða meira og meira. Hvað varðar aukið frelsi í verðlagningu þá eru höft á því frelsi. Þeir ætla að ákveða fyrirfram á hverju ári hvað á að fara til útflutnings og hvað á markað innanlands. Eftir að þeir hafa ákveðið magnið á innanlands- markaðinn eru þeir þá jafnframt búnir að ákveða verðið líka. Þarna er því helsi en ekki frelsi. Þá er það úr samhengi við allt í þjóðfélaginu að það skuli ákveðið að verðtryggja allar greiðslur til bænda og það meira en áður. Á sama tíma á að hætta verðtryggingu á persónuaf- slætti og bótagreiðslum til eldra fólks. Við vorum með miklar at- hugasemdir við þennan samning en lítið tillit tekið til þeirra," sagði Guðmundur Gylfi Guðmundsson. Verk Margrétar eru tengd ís- lenskum þjóðsögum. ■ Akranes Margrét Jóns- dóttiropnar vinnustofu á ný Margrét Jónsdóttir opnar vinnu- stofu sína á ný að Melteigi 4, Akra- nesi, Laugardaginn 7. október klukkan 14.00 með sýningu á leir- styttum tengdum íslenskum þjóð- sögum. Sýningin verður opin frá klukkan 16- 19 virka daga en frá klukkan 14- 18 um helgar. Lokað er á miðviku- dögum. Sýningunni lýkur 21. október og eftir það verður vinnustofan opin ffá 17- 19 frá mánudegi til föstudags eða eftir samkomulagi. Fyrirlestur um listamanninn Fræðslu- og upplýsingadeild Myndlista og handíðaskólans mun í vetur skipuleggja röð fyrirlestra og kynninga fyrir almenning. Þetta er liður í viðleitni skólans til að rækja skyldur sínar á sviði almennings- fræðslu og símenntunar á sviði myndlistar. Fyrsti fyrirlestur vetrarins verður í dag í Skipholti 1, fjórðu hæð og hefst klukkan 16.30. Þá mun Stephan Dillemuth flytja fyrirlestur- inn The image of the artist and its reproduction. Dillemuth fjallar meðal annars um ímynd listamannsins og hlutverk hans og tekur dæmi úr eigin lífi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.