Vísir


Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 7

Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 7
VISIR Föstudagur 2. janúar 1976. c Umsjón: Guðmundur Pétursson V ) Þrír andófsmenn féllu fyrír kúlum her- lögreglu í Oporto Ársbyrjunin spáir ekki góðu um friðarhorfur í portúgölskum stjórnmál- um, því að í gærkvöldi skutu herlögreglumenn þrjá andófsmenn til bana í Oporto. — Einn hinna föllnu var vestur-þjóð- verji. Herlögreglumennirnir gripu til skotvopna þegar hópi vinstri- sinnaðra andófsmanna hafði nær tekist að ryðja sér leið með valdi inn i Custoias-herfang- elsið. — Hópurinn var að and- mæla þvi að enn eru þar i haldi um 100 einstaklingar sem taldir eru hafa átt þátt i uppreisn vinstrimanna innan hersins þann 25. nóvember. Enginn þessara fanga hefur verið ákærður enn sem komið er. Talsmaður hersins segir að verðirnir hafi verið grittir, en það hafi ekki verið fyrr en skotið var á þá að þeir gripu til vopna sinna. Meðal þeirra fimmtán, sem slösuðust, var 3ja ára dóttir Arnap Metelo ofursta sem var um mánaðarbil i sumar að- stoðarforsætisráðherra i stjórn Vasco Goncalves. Var telpan hættulega særð, en læknar sem gerðu á henni aðgerð, sögðu hana úr allri hættu þegar siðast fréttist. Hin sjötuga móðir ofurstans meiddist litillega. Ofurstinn mun ekki hafa verið i þessu fangelsi. — Ætluðu oð ryðjust inn í fangelsi til œttmenna sem setið hafa inni síðan í nóvember-uppreisninni Átökin i gærkvöldi hófust þeg- ar ættingjar komu til að heim- sækja fangana. Fæstir fang- anna hafa fengið leyfi til heim- sókna utan á jólunum og um áramótin. Hópurinn reyndi að ryðjast inn i fangelsið þegar framhliðið opnaðist um leið og bifreið var ekið út. Byltingaröfl vinstri manna tvistruðust eftir misheppnaða byltingartilraun vinstri fylk- ingararmsins i hernum þann 25. nóv.. Stjórnin hófst þá strax handa við að víkja vinstri- mönnum úr trúnaðarstöðum innan hersins og við að reyna að koma á aga. Kommúnistaflokk- urinn sem vissi sig grunaðan um að hafa staðið að þessari valdaránstilraun, hefur haft hljótt um sig á meðan. En róttækir hafa aftur sam- einast í hópa um tilraunir til þess að fá hina handteknu frá þessum tima látna lausa aftur. Á gamlárskvöld umkringdi lög- regla og herlið i brynvörðum vögnum Caxias öryggisfang- elsið i útjaðri Lissabon til að halda frá hópi andófsmanna, sem þangað stefndu. lOóra þrœl- dómur ekki óréttlótt — segir aðstoðardómsmólaróðherra Sovétríkjanna um dóminn yfir andófsmanninum Kovalev Sovétstjórnin hefur snúist til varnar gegn ásökunum um að ný- kveðnir dómar yfir andófsmönn- um hafi verið óréttlátir, og heldur þvi um leið fram að fréttir á Vesturlöndum um pólitiskar og trúarlegar ofsóknir i Sovétrfkjun- um séu „ótrúlegustu lygar”. Alexander Sukharev aðstoðar- dómsmálaráðherra sagði i gær að Sergei Kovalev, einn vina Andrei Sakharovs Nóbelsverðlaunahafa, hafi ekki verið dæmdur fyrir skoðanir sinar heldur fyrir fjand- samlegar aðgerðir hans til að grafa undan rikinu. Eins og menn minnast þá var andófsmaðurinn, Kovalev, dæmdur þann 12. desember (samtimis afhendingu friðar- verðlaunanna i Osló) i tiu ára þrælafangabúðavist fyrir and- sovéskan áróður. Kovalev hafði það til saka unnið aö skrifa bók sem yfirvöldin bönnuðu. EGYPTAR í GIDDASKARÐI israelskir hermenn virða fyrir sér lest 40 egypskra herbíla f lytja tæknimenn og byggingarefni inn í Giddaskarð í Sinaí-eyðimörkinni. Þar á að reisa elektróniska eftirlitsstöð samkvæmt samningum egypta og ísraela. Sleginn til riddara... Heimta nýja rannsókn á morði Mortin Luther King Elizabeth Bretadrottning hefur slegið til riddara kvikmyndaleik- arann og leikstjórann, Richard Attenborough. Hinn 52 ára gamli leikari hefur átt hlut i meira en 40 kvikmyndum og unnið til 11 alþjóðlegra viðurkenninga fyrir kvikmyndaleik. Óperusöngkonan Janet Baker er einnig meðal þeirra 744 breta sem drottningin aðlaðí um ára- mótin. Fréttaþjónusta CBS- útvarpskerfisins i Bandarikjunum hefur krafist þess, að sjálfstæð rannsókn verði látin fara fram til að ganga úr skugga um hvort morðið á Martin Luther King hafi verið afleiðing sam- særis. i sjónvarpsþætti sem sýndur verður i kvöld á rásum CBS er rifjað upp morðið á blökku- mannaleiðtoganum 1968. Dan Rather sjónvarpsfrétta- maður segir að það séu nógu margar spurningar ósvaraðar i þessu máli til að réttlæta nýja rannsókn. — Hann segir að fyrri niðurstaða rannsókna þess opin- bera um að James Earl Ray hefði verið einn að verki þegar hann skaut King til bana sé ekki pott- þétt. ,,Það fannst engin byssan. Eng- inn sá skotinu hleypt af. Enginn getur bent á neinn sem flúði af morðstað. Aldrei sannaðist hvaða ástæðu Ray hefði til morðsins. Og það sem átti að ' verá helsta sönnunargagn málsins, játning Rays sjáifs, þykir vara vafa- söm,” segir Rather. Ray setn dæmdur var i 99 ára iangelsi fyrir morðið á King. tók játningu sina aftur þrem dögum eftir dómsuppkvaðningu. Hann hefur siðan reynl að fá málið tek- ið upp að nýju. Um það verðúr sennilega tekin ákvörðun áöur en langt um liður. segir Rather. Hann segir að ný rannsókn geti bvggt á siðustu upplýsingum um fjandsamlega afstöðu FBI til blökkumannaleið- togans eins og nýlega er komið fram. 30 gróðu hiti í Argentínu A meðan reykvikingar þurfa aðláta draga bila sina (sutnir að minnsta kosti) i gang i kuidanum eru þeir i Buenos Aires alveg að stikna i nær 30 gráðu liita. Læknar hafa varað lólk viö þvi að börn og gamal- tnenni geti átt á hættu hitaslag j eða sólsting. Þessi hitabylgja nýja ársins i byrjaöi á laugardaginn. en ‘J veðurfræðingar segjast ekki | sjá fyrir endann á henni. Brýnt er fyrir fólki (þ.e.a.s. | i Buenos Aires) að Italda sig i | I lorsælunni eða á svölum | j stöðum. drekka nóg vatn og | j bæta sér upp saltmissi likam-| | ans i allri útgufuninni. 82 fórust í flugvél í eyðimörk Saudi Arabíu Tæknimenn flugfé- lags Libanons vonast til þess að finna i „svarta kassanum” skýringuna á þvi að Boeing 720 B fórst með 82 mönnum innanborðs i eyðimörk Saudi Arabiu i gær. „Svarti kassinn” er sjálfriti sem sjálfvirkt skráir niður allar upp- lýsingar um flugferð- ina, flugstefnu, flughæð og fleira. — Hans er nú leitað í brakinu. Flugvélin var á leið frá Beirut til Dubai og Muscat, þegar hún brotlenti nær 50 km frá oliubæn- unn Quysúmah skammt frá landamörkum Kuwait. Virðist. þaö hafa komið áhöfninni á óvart, þar sem aldrei var sent út neitt neyöarskeyti. Áhölnin var arabtsk og flestir farþegarnir, en fjórtán Evrópu- menn voru þó með um borð. Talsmaður flugfélagsins MEA i Beirut sagði fréttamönn- um að vélin hefði brotnað i þrjá hluta sem legið hefðu þétt sam- an, þegar að var komið. Þykir það benda til þess, að hún hafi verið i heilu lagi, þegar hún kom niður. Þetta er þriöja flugslysið i 30 ára sögu MEA sem er stærsta ílugfélagið I Austurlöndum nær. i hinum tilvikunum fórst Vis- count-vél i Tyrklandi og Cara- velleþota i Akaba-flóa.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.