Vísir


Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 10

Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 10
( Skömmu fyrir hátiðar gusu eld- ar og hristist jörð i Þingeyjar- sýslum, á slóðum Kröfluvirkjun- ar. Slik umbrot eru vitaskuld utan við ráðasvið mannsins. Allir góðir Islendingar hljóta að vona að fyrst og fremst verði engin slys á mannfólki og einnig að ekkert tjón verði á eignum manna eða hins opinbera, og ennfremur að ef svo verður þrátt fyrir allar óskir þá hlýtur að teljast eðlilegt að slikt tjón verði borið af sameigin- legum sjóðum landsmanna. En þrátt fyrir þessi ólæti máttarvaldanna verður ekki framhjá hinu litið, að það hvernig staðið hefur verið að Kröfluvirkj- un hefur verið og mun verða gagnrýnt. Og nú um hátiðarnar gerðist það loksins að Orkustofn- un sendi frá sér greinargerð um Kröfluvirkjun, þar semsegirma: ,,Þannig er engin trygging fyrir þvi aö það gufumagn verði tilbúið i árslok 1976, sem nauðsynlegt er fyrir 30 MW raforkuframleiðslu með öðrum rafali virkjunarinn- ar”. Þetta er raunveruleg niður- staða skýrslunnar, það hefur ver- ið gerð áætlun, sem hingað til hefur ekki staðizt, og sérfræðing- ar Orkustofnunar neita að ábyrgjast að hægt verði að koma öðrum rafalinum i eðlilega vinnsiu á árinu 1976. Nú skyldu menn gaumgæfa rækilega hvað þe,tta þýðir i raun og veru. Á meginframkvæmdum norður við Kröflu fór ekki fram útboð heldur var systursyni for- stjórans, Jóns G. Sólnes; falið að vinna verkið. Á milljarðadýrum túrbinum fór ekki fram útboð, heldur var japönsku fyrirtæki, eftir mjög skritnum leiðum, gert kleift að selja fslendingum túrbinur. Og ástæðan fyrir þess- um dularfulla viðskiptamáta hefur alltaf verið sögð sú sama: Það þarf að flýta verkinu, þetta þarf að vera til fyrir árslök 1976, þegar Orkustofnun verður til með orkuna. En þetta eru rakin ó- sannindi. Orkustofnun hefur aldrei sagst getað tryggt það að þessi virkjun kæmist i gagnið fyrir árslok 1976, þvert á móti hefur hún nú sagt hið gagnstæða. Margar spurningar hljóta að vakna. Hvenær var iðnaðar- ráðuneyti og Kröflunefnd gert viövart um þetta? Var það i sumar? Var það i haust? Fór Jón G. Sólnes með visvitandi ósannindi i sjónvarpsþætti i nóvember, þegar hann þóttist ekkert kannast viö þessa skoðun orkustofnunar? Óeðlilegur hraði En kjarni málsins er einnig sá, að allt þetta verk hefur haft óeðli- legan hraða. Sá hraði þýðir að verkið hefur efalitið oröið miklu dýrara en ella og einstaklingar og fyrirtæki hafa getað makað krók- inn, þó svo að aörir hefðu efalaust getað unnið verkið bæði betur og ódýrar. Krafla er milljarðafyrir- tæki, og þetta bruöl hefur alltaf veriö rökstutt með þvi að mikið lægi á, Orkustofnun segði að þetta ætti að komast i gagnið fyrir árs- lok 1976. Þessi rök eru falsrök og blekkingar og hafa auk þess kost- aö þjóðfélagið of fjár. Duglegum jarðvöðli er leyft að leika sér að hundruðum milljóna. Þetta mál allt er þannig vaxið að Alþingi getur ekki beðið öllu lengur að láta rannsaka það ofan i kjölinn. 1 Kröflunefnd sitja fimm menn, tveir sérfræðingar og þrir stjórn- málamenn. Jón G. Sólnes hefur venjulegast skýlt sér á bak við nefndina og aðallega stjórnmála- mennina Ingvar Gislason og Kagnar Arnalds. Eg held að það rétta sé um þessa menn að þó að þetta séu efalitið vænir drengir þá eru þetta — dáðlausar liðleskjur. Þarna hafa þessir menn setið, sljóir af háum launum, og efalitið rikulegum utanlandsreisum, greitt atkvæði án þess að hafa hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja. Og rönkuðu við sér sl. haust þegar gagnrýnin var orðin hávær, þá rann upp fyrir þeim hvað þeir voru búnir að láta hafa sig út i, en þá var of seint að snúa við. Einhverjir sólnesar hafa sagt að þeir sem gagnrýna Kröflu- virkjun geri það af fjandskap við Norðlendinga, að Norðurland, sem guð o‘g menn vita að hefur verið orkusvelt svæði, megi ekki fá orku. Þetta eru ekki einasta brosleg rök, þetta eru ósæmileg rök. Þetta er það sama og að segja að þeir sem flettu ofan af oliuhneysklinu á sinum tima hafi verið á móti þvi að íslendingar keyrðu i bilum, eða að þeir sem flettu ofan af Nixon hafi verið á móti þvi að Bandarikjamenn hefðu yfir höfuð forseta. Nei, ef kerfið snýst ekki þeim mun fastar til varnar sólnesunum á Kröflu- mál eftir aö verða fjármála- hneyksli af áður óþekktri stærðargráðu i þessu landi. Þetta er fullyrðing. Tvö fyrirtœki Gagnrýni sú sem fram að þessu hefur beinzt að Kröflumálum hefur verið óvenjulega margþætt. Það hefur verið bent á yfirgengi- legt bruðl og fjölskyídutengsl. Hér skal ekki fullyrt um þessi mál, en hins vegar bent á tvær staðreyndir. Byggingarfram- kvæmdir og túrbinur, milljarða- verkefni, voru ekki boðin út, og Orkustofnun borin fyrir. Þetta eru blekkingar eins og skýrsla Okrustol'nunar sannar. Ég hef haft samband við tvö fyrirtæki, hvort á sinu sviði, sem bæði telja að aðferðir og vinnu- brögð Kröflunefndar hafi verið óverjandi og fyrir neðan allar hellur. Fyrirtækið Norðurverk á Ákureyri telur, að meginfram- kvæmdirnar hafi verið ákveðnar með óvenjulegum og óverjandi hraða og þeir hafi ekki setið við sama borð og hinir, sem fengu verkið, Miðfell hf. Það var ekki einu sinni leitað til Norðurverks, og gera má ráö fyrir að aðrir verktakar hafi svipaða sögu að segja. Það virðist hafa verið ákveðið fyrirfram að Miðfell fengi þetta verk, hvað sem það kostaði. Þetta gæti verið tilviljun. Karl Eiriksson, forstjóri Bræðranna Ormsson, hefur ekki ósvipaða sögu að segja. Bræðurn- ir Ormsson hefur umboð fyrir þýzka fyrirtækið AEG, sem er eitt þekktasta rafmagnsfyrirtæki veraldar. Karl Eiriksson upplýs- ir, að fyrirspurnir um þessi mál hafi verið dagsettar 2. desember, 1974, og sendar nokkrum fyrir- tækjum. Upplýsingar um þessar fyrirspurnir bárust fyrirtæki hans eftir öðrum leiðum heldur en frá bjóðendum, þaö var þvi 10. til 15. desember sem Bræðurnir Ormsson gátu komið fyrirspurn- um til þýzka fyrirtækisins. I bréf- inu, þar sem fyrirtækin voru spurð, kemur greinilega fram að aðeins var um svokallað forval að ræða. En á grundvelli þessara upplýsinga var siðan gengið beint til samninga við japanska fyrir- tækið Mijibutsi. — Það er engu likara en að allt hafi þetta verið fyrirfram ákveðið. Það gafst enginn timi til að kanna hvað þeir hefðu að bjóða, það lá svo mikið á vegna þess að Orkustofnun myndi verða tilbúin með orkuna i árslok 1976. 011 samskipti beggja þess- ara fyrirtækja við Kröflunefnd, og þá einkum formann hennar, eru með slikum eindæmum, að það út af fyrir sig ætti að vera rannsóknarefni. Nei, málið er einfalt: Allur þessi ástæðulausi flýtir er sviðsettur og byggður á upplogn- um röksemdum, sem Orkustofn- un hefur aldrei skrifað undir. Við skulum enn um sinn láta liggja milli hluta hvaða einstaklingar hafa hagnazt á þessum flýti — og það eru ekki litlar upphæðir — en hitt er jafn ljóst að Jón G. Sólnes og liðleskjurnar hans hafa með framferði sinu kostað þjóðarbúið stórfé, — bæði i bruðli með smáupphæðir og einnig vel hugsanlega i milljónatugum eða hundruðum. Það mun rannsókn leiða i ljós. Sérstaða Alþýðu- flokksins Menn i kringum Sólnesættbálk- inn hafa um það dylgjað að gagn- rýni á Kröflunefnd sé eitthvert sérmál Alþýðuflokksins, að þeir sem gagnrýni séu einasta vóndir kratar i atkvæðaleik. Ég hef nú ekki til þess vitað að aðstandend- ur Norðurverks á Akureyri, að- standendur Bræðranna Ormsson i Reykjavik, eða Valdemar Jó- hannesson fréttamaður séu krat- ar. Enda skiptir það ekki máli. Hitt skiptir máli, að það er rétt að á Alþingi hefur Alþýðuflokkurinn nokkra sérstöðu i þessu máli — þó svo að það komi ekki til af góðu. Kröflunefnd er þingkjörin nefnd. Hún var kjörin eftir mikla kosningaósigra Alþýðuflokksins svo að kerfinu hefur ekki þótt taka þvi að setja einhvern krata i nefndina. Þess vegna hefur Alþýðuflokkurinn frjálsar hendur til að velta upp þessu máli — og það mun ýmislegt fleira koma i ljós, ef þingflokkurinn dugar. I Kröflunefnd sitja hins vegar fulltrúar þriggja þingflokka, sem hafa samanlagt fimmtiu og þrjá Alþingismenn. Þar situr Ingvar Gislason, og enda skrifar Timinn fleðulega um Kröflu og dugnaðar- forkinn Sólnes. Og það sem kannski verra er, i nefndinni situr einnig Ragnar Arnalds, enda hefur, að ég held, ekki ein einasta gagnrýnisrödd um þetta mál heyrzt i Þjóðviljanum. Slikur er gangur mála i islenzku þjóð- félagi. Krafa um rannsókn A Alþingi Islendinga sitja 60 einstaklingar. Þeir eru að visu bundnir svokölluðum flokksaga, en umfram allt eiga þeir við sam- vizku sina að etja. Ég trúi þvi ekki fyrr en á er tekið, að þar innan um reynist ekki snefill af manndómi, þrátt fyrir alla sam- trygginguna. Kröflumál eru þannig vaxin að rannsóknarkrafa er réttlætismál. Alþingi verður að kanna til hlitar hvað þarna hefur verið að gerast. Hver er þáttur iðnaðarráðuneytis? Og svona má lengi halda áfram. Ef ekkert verður að gert, þá getur þetta orðið spurning um það, hvort þetta þjóðfélag verður i framtiðinni þjóðfélag heiðarlegs viðskiptamáta — eða samfélag þar sem svindlarar gefa tóninn. Ekki er vist, aó afkðst þeirrar einu holu, sem nú er tilbúin, samsvari meöalafkðstum fyrstu 6-7 vinnsluholanna og getur hún hvort sem er lent ofan við eða neðan við meðalafköst þeirra vinnsluhola, sem eru óboraöar. Þanniq er enqin tryqqinq fyrlr þvi að það gufumaqn verði tilbúið i árslok 1976, sem nauðsynlegt er fyrir 30 MW raforku- framleiðslu með öðrum rafali vlrklunarinnar. Miðað við niðurstöður rannsóknaborana 1974, ákvðröun um legu stöðvar- húss og landslag, hefur vinnslusvcði fyrir borholur veriö skipt i tvö svcði, annars vegar á stórum stalli, sem gengur inn i brekkuna ofan Leirbotna og hins vegar uppi á brekkunni, vestur af annarri rannsóknarholunni frá 1974. Gert er ráð fyrir, að vinnsluholur fyrir fyrsta áfanga virkjunarinnar verði á neðra svcöinu. 1. GANGUR BORANA 1975 1 Kröflu hófust vinnsluboranir eftir gufu i byrjun júni 1975 og lauk siðustu dagana i október. Höföu þá verið boraöar 3 holur og er þó aðeins sú fyrsta þeirra (H-3) fullgerð. ólokið er fóðrun annarrar holunnar, sem er 2003 m djúp, og dýpkun og fóðrun þeirrar þriðju (H-5), sem er nú 1330 m djúp.. Axtlað er að dýpka þá holu i 2000 metra. Astxðan fyrlr því, að fóörun H-4 varð ekki lokið er sú, að holan lenti í mjög heitri og kraftmikilli *ð i 1940 m dýpi og tókst ekki að k*fa cöina, þar sem vatnið rann upp holuna og út i aðra *ö á 700 metra dýpi. Köldu vatni var dclt á holutoppinn, en þyngd köldu vatnssúl- unnar dugði ekki til að halda niðri þrýstingi, þar sem skolvatnið rann út i 700 m cðina. öryggisventlar borsins voru ekki nógu sterkir fyrir þann þrýsting, sem *ð þessi gaf meö rennsli upp i holuna. Af öryggisástcðum þótti ekki ráðlegt að bora H-5 nióur á meira dýpi en 1300 metra, þar sem óttast var að sömu kringumstcður kcmu upp og i H-4, ef boraö vcri niður undir 2000 metra. Þess vegna var ákveöið að bíða átekta með dýpkun holunnar til ncsta árs, en þá er gert ráð fyrir, að öryggisbúnaöur borsins hafi verið bettur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.