Vísir


Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 24

Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 24
VÍSIR Föstudagur 2. janúar 1976. 5 slösuðust í hörðum úrekstri Finim manns slösuðust i mjög hörðum árekstri á Suðurlandsbraut á niunda timanum i gærkvöldi. Allir voru fluttir á slysadeild, cn enginn var lifshættulega slasaður. Áreksturinn átti sér stað á móts við Suðurlandsbraut 20. Fólksbill á vesturleið ætlaði fram úr öðrum, en svo illa vildi tilað billinn snerist á göt- unni þvert i veg fyrir annan sem var á austurleið. Bilarnir eru stórskemmdir eftir, en 6 manns voru fluttir á slysadeild. Barn i öðrum biln- um slapp við meiðsli, en 5 slösuðust. Þrjár stúlkur skár- ust meðal annars iandliti — og ein þeirra sérstaklega mikið. —EA ÓBREYTT OLÍUVERÐ Oliuverð til fiskiskipa verður óbreytt fyrst um sinn, segir i til- kynningu frá Sjávarútvegsráðu- neytinu. — ÓII Breyttu stœrðar- flokkun fisks Þar sem ekki tókst að sem ja um almennt fiskverð fyrir janúarmánuð. varð sam- komulag i yfirnefnd verðlags- ráðs sjá varútvegsins að breyta stærðarflokkum lítil- lega. Verð i hverjum stærðar- flokki helst að mestu leyti óbreytt út janúarmánuð, en þá átti einmitt að vera sérstakt fiskverð, vegna endurskoðun- ar á sjóðakerfi sjávarútvegs- ins. En með þvi að breyta stærðarflokkunum fást nokkr- ar verðbreytingar fram. Smár þorskur telst nú á bil- inu frá 43 til 54 cm. Miðlungs- þorskur er 54 til 70 cm, og stór þorskur þar yfir. Breytingar verða einnig á stærðarflokkun ýsu og ufsa. —ÓH BROTIST INN Á 2 STAÐI TIL ÞESS AÐ STELA FLUGELDUM Það cr ekki undarlegt þó flug- eldar hafi heillað innbrotsþjófa uin áramótin einna mest. Brotist var inn á tvo staði á gamlárs- kvöld 1 þeim tiifangi að stela flug- eldum. Brotist var inn i flugeldasölu skátafélagsins Skjaldar i Voga- hverfi um klukkan 11 á gamlárs- kvöld. Þar var stolið töluveröu magni af ílugeldum. Eftir það var brotist inn i fé- lagsheimili Þróttar við Sæviðar- sund.Þaöan var stolið rakettum og blysum. Við leit fundust þjófarnir. Þeir fleygðu þá fengnum lrá sér og lögöu á flótta. Þýfið komst til skila. —EA «t>«ú;l^ t*essa mynd tók Loftur Ásgeirsson um miðnætti á gamlárskvöld Reykjavik. og sést úr Breiðholtshverfinu yfir RAÐHERRA BEITIR SAMN- INGUM TIL ÞVINGANA til að neyða sjúkraþjólfara til að taka Eðvald Hinriksson í félag þeirra, svo að hann fúi samninga við Trygginga- stofnunina, segir formaður félags sjúkraþjúlfara Heilbrigðisráðherra kom i veg fyrir að samningar tækjust milli sjúkraþjálfara og Tryggingastofnunar- innar, sem taka áttu gildi 1. janúar. Hann setti á siðustu stundu skilyrði fyrir samning- um sem sjúkraþjálfar- ar telja sig alls ekki geta gengið að. Hetta segir Sigriður Gisladóttir, formaður félags islenskra sjúkraþjálfara. Þessi ágreiningur er lram- hald af deilu vegna veiting- ar sjúkraþjálfaranafnbótar til Eðvalds Hinrikssonar nuddara. Heilbrigðisráðherra veitti Eð- vald i vor leyfi til að mega kalla sig sjúkraþjálfara og starfa sem slikur. Eélag sjúkraþjálfara mótmælti á þeim forsendum m.a. að hann hefði ekki próf frá viðurkenndum skóla. Fékk Eð- vald þvi ekki inngöngu i félag sjúkraþjálfara, þvi að eitt af inntökuskilyrðum þar er að sjúkraþjálíarinn hafi próf frá viðurkenndum skóla. Ráðherra setti skilyrði svo Eðvald kæmist inn Sjúkraþjálfarar og samninga- nefnd Tryggingastofnunar rikisins hafa að undanförnu set- ið við gerð nýrra samninga, sem taka áttu gildi 1. janúar. Búið var að ganga frá öllum atriðum nema einu. Það var ákvæði i gömlu samningunum um að Tryggingastoínun semdi ekki við neina sjúkraþjálfara sem ekki væru i félaginu. Heilbrigðisráðherra setti þá það skilyrði fyrir samningum, að þessu ákvæði yrði breytt, og við það bætt: ....enda standi fé- lagiö opið öllum sjúkraþjálfur- um sem réttindi hafa til starfa á Islandi. Sjúkraþjálfarar telja að þarna sé verið að neyða þá til að iaka Eðvald Hinriksson inn i fé- lagið, með þvi að hóta aö ella verði e.kki af neinum samning- um. Una ekki kostum ráð- herra Að sögn Sigriðar Gisladóttur, undu sjúkraþjállarar ekki þess- um kostum ráðherra. En til að koma til móts við hann, vildu sjúkraþjálfarar taka það á- kvæði inn, að félagið væri opið öllum sem hefðu lokið prófi frá viðurkenndum sjúkraþjálfara- skólum. Það próf hefur Eðvald Hinriksson ekki. Ráðherra vildi ekki gánga að þessu gagntil- boði. Allt stendur þvi fast eins og er. Engir samningar við sjúkra- þjálfara, og þvi verða sjúkling- ar frá og með 1. janúar að greiða fullt gjald fyrir sjúkra- þjálfun. Meö fyrri samningum greiddi rikið 60 prósent kostnað- arins, en sjúklingar 40 prósent. —ÓH CrM A 4* 1 J „tms 00 sn £m neigi i Tyrra - eins og góð helgi núna" Ógnaði hús- róðonda með byssu ,,I fyrra liktum við áramótun- um við slæma helgi. Nú getum við likt áramótunum við góða helgi,” varð lögrcglunni á aðalstöðinni i Iteykjavik að orði i morgun. Áramótin voru sérlega róleg i Heykjavik og svo virðist reyndar hafa verið viðast hvar á landinu. i ýmsu var svo sem að snúast hjá mörgum, en ekkert alvarlegt kom upp á gamlárskvöld eins og oft vill vcrða. ,,Ætli þetta endi ekki með þvi að við lögreglumenn fáum fri á gamlárskvöld, að minnsta kosti einhverjir okkar,” sögðu þeir og hlógu við. Einn sem hefur lifað 14 áramót innan lögreglunnar, sagði að hann hefði aldrei vitað önnur eins og þessi. Klukkan 6 eða um það bil, að morgni nýársdags var þó eins og menn væru almennt að vakna til vinnu i borginni. Samkvæmum hefur þá væntanlega verið að ljúka, og menn hafa verið aö tin- ast heim og þurft til þess leigubila sem voru ekki á hverju horni. 16 i fangageymslu á gamlárskvöld 16 lentu i fangageymslum lög- reglunnar á gamlarskvöld og gistu þar nýársnóttina. Þvi má likja við fjöldann sem þar gistir á slæmu kvöldi i miðri viku. 1 nótt gistu svo ekki nema 6 fangageymslurnar. Sem betur fer var litið um slys þessi áramótin. Ýmsir þurftu þó að leita á slysa- deildina. Lögreglumaður sem þar var á vakt á gamlarskvöld sagði aö á meðan hann hefði verið frá 8 að kvöldi til 6 að morgni hefði ekkert alvarlegt slysatilfelli hent. Menn voru með smáskeinur. Einn skar sig á hendi við að opna ílösku. Annar sparkaði i gegnum rúðu og skar sig á fæti, svo komu tvö brunatilfelli, en ekki stór. Einn maður féll þó i stiga i húsi við Suðurhóla og var hann fluttur á slysadeild, að þvi er virtist nokkuð mikið slasaöur. — EA Byssumaður var á ferð i Austurbrún um áramótin. Hann ógnaði manni með skotvopninu. Maður þessi fékk lánaðan sima i húsi nokkru við Austurbrún. Spjallaði hann þar við ákveðna persónu, og simtalið hafði ekki betri áhrif en svo að hann greip til byssu sinnar eftir að hafa lokið simtalinu. Þegar hann var að fara út skaut hann skoti úr byssunni upp i loftið og sem betur fer særði það engan. Ekki lét hann þó þar við sitja heldur var hann einnig með hótanir við mann þann sem lánaði honum simann. — EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.