Vísir - 23.06.1976, Qupperneq 1
Hún naut þess greinilega aöborða Isinn sinn þessi litla dama sem Loftur ljósmyndari VIsis rakst á fyrir
skömmu I Hverageröi. Þaö er heldur ekki oft sem þaö gefst svona failegur ís svo þaö er eins gott aö gæta
þess aö ekkert fari tii spillis. Ljósmynd VIsis Loftur.
„Björn er ekki að
berjast fyrir neinum
réttindum bænda. Hann
reynirað komast undan
reglum, sem allir aðrir
hlýða umyrðalaust, og
skákar i þvi skjóli, að
hann á volduga vini og
nóg af peningum og
hefur þvi efni á að
skemmta sér við mála-
ferli”.
Þetta haföi Jón ísberg.
sýslumaöur á Blönduósi, aö segja
um kæru Björns á Löngumýri á
hendur honum, en lögfræöingur
Björns hefur sent Jóni kæru-
skeyti, vegna fjárböðunar-
málsins, sem skýrt hefur veriö
frá áður í blaðinu. „Björn hefur
sýnt frekju og yfirgang alla tlð og
nú reynir hann að komast upp
með að hindra fullkomlega lög-
lega lögregluaðgerð..
Þetta mál er hlægilegt og
veröi Löngumýrarbónda að góöu,
ef hann heldur aö hann eigi
skemmtileg málaferli fyrir
höndum. Þetta liggur allt ljóst
fyrir, Hæstiréttur úrskuröaði aö
máliö heyröi undir mig sem lög-
reglustjóra.svo aö ég varf fúllum
rétti,”sagðiyfirvald húnvetninga
aö lokum.
—JOH—
GEIRFINNSMALIÐ:
Rannsóknar-
mönnum verð-
ur ekki f jölgað
,,Ég get ekki komið
auga á þann möguleika
að hægt verði að leysa
Geirfinnsmálið með
þvi að leita aðstoðar
erlendra sérfræðinga
núna, en öðru máli
hefði ef til vill gegnt
varðandi það atriði við
frumrannsókn máls-
ins,” sagði Halldór
Þorbjörnsson, yfir-
sakadómari, i samtali
við Visi i morgun.
Halldór kvaðst ekki búast við
að fleiri starfsmenn sakadóms
og rannsóknarlögreglu yrou
látnir vinna að Geirfinnsmálinu
á næstunni, en verið hefði að
undanförnu. en aftur á móti
væri i athugun að fá einhvern
liðsstyrk sérstaklega I hin
veigaminni mál til þess að jafn
margir starfsmenn gætu áfram
unnið aö viðameiri málum, sem
til rannsóknar eru um þessar
mundir.
Um þessa hliö málanna hefði
verið rætt á fundi með dóms-
málaráðherra og rikissaksókn-
ara i gær, en ekki taldi yfirsaka-
dómari þann fund sérstakt
fréttaefni, þar sem þessir aðilar
töluðust oft við um starfsemi
rannsóknarlögreglu og saka-
dóms. Það væri heldur ekki
nýtt, að ráðherra og ráðuneytis-
stjóri lýstu vilja sinum fyrir þvi,
að fengnir yrðu nokkrir starfs-
menn til viðbótar til þessara
stofnana meðal annars vegna
sumarleyfa, og eins vegna þess
að umfangsmikil mál eins og
Geirfinnsmálið hafa tekið til sin
mikið af starfskröftum rann-
sóknarlögreglunnar um nokk-
urra mánaða skeið.
— ÓR
Verðbólga 28%, tekjur aukast um 26%
— Dýrt að halda uppi fuflri atvinnu
Verðbólgan verður
sennilega 28% á árinu
1976, segir i nýbirtri
skýrslu Þjóðhafsstofn-
unar. Kauptaxtar munu
hækka um 28% á árinu en
ráðstöfunartekjur heim-
ilanna þó aðeins um 26%
vegna vinnutimastytting-
ar frá fyrra ári. Sam-
bæriiegar tölur um verð-
bólgu eru 53% fyrir 1974
og 37% fyrir siðasta ár.
Verðbólgan er þvi greinilega
á niðurleið en er ennþá mun
hærri en i nokkru ööru landi
Evrópu. 1 skýrslunni er bent á
þann mikilsverða árangur, að
tekist hefur að halda uppi fullri
atvinnu. Um leið er bent á, að
þessi árangur er dýru verði
keyptur. Honum fylgir skuggi
sem grúfir yfir þjóðarhag i ár
og næstu ár, segir i skýrslunni.
Mikill halli varö á rikis-
búskapnum vegna þess að rikis-
útgjöldin héldu sinu striki, þrátt
fyrir minnkandi þjóöartekjur.
Samdráttur þjóðarútgjalda i
fyrra kom þvi eingöngu fram i
minnkandi einkaneyslu og sam-
drætti i fjárfestingu fyrirtækja.
JOH.