Vísir - 23.06.1976, Page 2

Vísir - 23.06.1976, Page 2
v’!*"ikudagur 23. júni 1976 vxsm C í REYKJAVÍK ) v V ^ Finnst þér eiginkonan kúga þig? Sigurður Sigurðsson I æ k n a -j stúdent. Nei, ég get nú ekki sagtj það. Það ku vera tiðarandinn aðr> tala um að konur ráði meiru eng áður og gera jafnvel grin að þvi.| Aö visu kemur það einstaka sinn-l um fyrir að manni finnst maðurl vera kúgaöur. Philip Hearn.Ég held ekki. Ef ég vil fara út á kvöldin ræði ég það að visu viö hana en það kemur sárasjaldan fyrir aö við séum ósammála. Sxmundur Hinriksson, sjómaður. Það get ég varla sagt. Ég læt kon- una mina vita ef ég ætla að gera eitthvað og þá er það rætt i mesta blóðerni. Hafsteinn Hasler, bilasali. Nei, ekki finnst mér það. Við ræðum þaö þó okkar a milli ef ég ætla eitthvað út á eigin spýtur og verðum þá yfirleitt sammála. Gisli ólafsson, bílstjóri. Langt i frá. Það hefur alltaf verið mjög gott samkomulag hjá okkur. Mér finnst það mætti láta konur ráða meiru enda hvilir margt á þeirra herðum svo sem barneignir og fleira. „Allra meina bót?" Verið er oð rannsoka 140 mis- munandi samsetningar ó efninu prostaglandin til notkunar gegn jafn mörgum sjúkdómum Fyrsta grammið af prostaglandin kostaði eina milljón dollara þegar það var loks til- búið fyrir um 20 árum. Siðan hafa þúsundir visindamanna viðsveg- ar um heiminn unnið að þvi að gera það að lyfi sem geti læknað fleiri sjúkdóma en flest önnur lyf. Það er talið að enn sé áratuga rannsóknarstarf fyrir höndum, áður en möguleikar þessa efnis veröa fullkannaðir og fullnýttir. En það er þegar byrjað að nota það i vissum tilfellum og fram- leiðendurnir eru sannfærðir um að á nokkrum næstu árum verði það notað gegn fjölmörgum sjúkdómum. 0,1 milligramm á dag Prostaglandin er meðal efna sem kynnt eru á ráðstefnu gigtarlækna sem stendur yfir á HótelLoftleiðum. Við röbbuðum litillega um það við Thomas Jarlöv. Jarlöv er umboðsmaður bandariska fyrirtækisins Up- john i Danmörku, en Upjohn hefur frá upphafi verið lang- stærsti aðilinn i þróun Prosta- glandin. „Prostaglandin er náttúrlegt efni sem finnst i öllum vefjum likamans. Ein ástæðan fyrir þvi aö seint hefur gengið að „hemja” það er að framleiðsla likamans er ekki nema 0,1 milli- gram á dag. 0,1 mg. myndi þekja álika stóran flöt og punkturinn á eftir þessari setningu.” „Sem betur fer er nú hægt að framleiða það úr gerviefnum og þótt það sé mjög dýrt verða örugglega stórstigar framfarir á næstu árum.” Hin endanlega „pilla”? „Það virðast nær engin tak- mörk fyrir þvi hvað hægt er að nota þétta efni. Með þvi aö breyta samsetningu þess er hægt að nota það gegn ólikum sjúkdómum. 1 dag er verið að gera tilraunir með 140 mismun- andi samsetningar, gegn ýms- um smúkdómum.” „En það er lika i notkun á nokkrum sviðum nú þegar. 1 Danmörku er ein samsetningin notuð til að framkalla fæöingar. Það er einnig notað til að fram- kalla fósturlát, án agerðar, og við gerum ráð fyrir að eftir fimm ár komi ein „pilla” á mánuði i staðinn fyrir allar þær sem konur verða að gleypa i dag, til að vera einsamlar.” „önnur samsetning hindrar sýrumyndun I maga og menn gera sér góðar vonir um að hægt verði að nota það til aö lækna magasár, án uppskurðar. Þaö er ekki hægt i dag.” Á Landspitalanum til prufu „Enn aörar samsetningar verður hægt að nota til að hafa áhrif á blóðþrýsting, asthma og gegn igerðum. Þá binda menn miklar vonir við þetta efiii til lækningar á krabbameini... Ég vil taka skýrtfram að þetta er á tilraunastigi ennþá. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að beita prostaglandin gegn þessum og öðrum sjúkdómum, á næstu ár- um. En það verður smámsaman eftir þvi sem hver samsetning er talin þrautprófuð.” „Það má geta þess að Land- spitalinn er nú að fara að prufa notkun prostaglandin til að framkalla fæðingar. Þetta heftir verið notað töluvert lengi i Dan- mörku, en það tekur jafnan langan tima að fá ný lyf viður- kennd.” 10% af veltunni til rannsókna „Það er geysimikið starf óunnið við þróun þessa efnis. Það er satt að segja rétt búið að kikja i gegnum skráargatið og langt þar til dyrnar verða alveg opnar. En þeir sem vinna að þessu eru geysilega spenntir og telja prostaglandin merkasta efni sem unnið er að i dag.” „Upjohn er eitt stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar i heimin- um. Það hefur um sautján þús- und manns i sinni þjónustu. 1 rannsóknarstofum þess eru hinir færustu visindamenn með fullkomnustu tæki sem völ er á. Fyrirtækið verenda 10 prósent- um af heildarveltunni til rann- sóknarstarfa. Ekki af ágóðan- um, heldur veltunni. Og menn eru sannfærðir um að þvi fé sé vel varið.” Sýningarbás Upjoihn á ráðstefnu gigtarlækna. Frá v. Guömundur Hallgrimsson, lyfjafræöingur, umboösmaöur Upjohn á islandi, Nina Jarlöv og Thomas Jarlöv. Mynd LA. *....... .........................< Engar reglur til um hámarks- gerlafjölda í neysluvörum - , , ,y '■ % ,ý, ’ i'> ' '' - hRí : Aö tilhlutan heilbrigðiseftir- litsins voru farnar 8970 eftirlits- feröir á 1408 staöi á slðasta ári. Tekin voru sýni reglulega af helstu neysluvörum, en þó sér- staklega þeim sem hættast er viö skemmdum, svo sem af unnum kjötvörum, salötum, brauösamlokum, og mjólk. Leiki grunur á að vara sé skemmd eöa hún hafi valdið matareitruner sýnistaka aukin. Ariö 1975 var eytt 810 kilóum af kjötvöru eftir kröfu heilbrigðis- eftirlitsins. Þetta kemur m.a. fram i' skýrslu, sem Fram- kvæmdanefnd heilbirgðiseftir- litsins kynnti á fundi með frétta- mönnum nýlega. Vitað er um þrjár matareitr- anir á árinu. Um það bil þúsund manns veiktust af matareitrun á fjölmennu móti sem haldið var i Laugardalshöll. Eitruninni olli kjötréttur, sem framleiddur var og seldur af veitingahúsi hér i borg. Þá fengu um 40 manns matareitrun hjá verk- takafyrirtæki I Reykjavik og samtimis I fangageymslu lög- reglunnar. Þessi mál voru send yfirsakadómara til frekari rannsóknar. Loks veiktust 30 mannsaf taugaveikibróður eftir aöhafaveriö i fermingarveislu. Matlagning fór fram á heimili viðkomanda, en hráefnið var keypt erlendis og i þvi fannst taugaveikisýkillinn. islendingar hita hús sin of mikið Skiptar skoðanir eru um hvernig túlka beri gerlaniður- stöður. Engar reglur eru til um hámarksgerlafjölda i neyslu- vörum nema i mjólk, rjóma, mjólkuris og neysluvatni. Þó eru viöa til matsreglur settar af rannsóknastofum, og hefur talan 250 fyrir staþhylococca og lOOfyrir E-coli, veriö notuö sem viðmiöun hér á landi þegar meta skal hvort vara sé nothæf eða ekki. Eins og undanfarin ár var aðallega athuguð loftræsting, hiti, kuldi, aðbúnaður og umgengni á vinnustöðum. Fyigst var meö rakastigi og settur upp rakamælir þar sem þess var taliö þörf. Að sögn Framkvæmdanefndarinnar er viða of mikill hiti i húsum og veldur það þvi að loft veröur of þurrt. Að undirlagi heilbrigðiseftir- litsins var tekinn i notkun við- vörunarbúnaður gegn hættu- legum hávaða i einu af sámkomuhúsum borgarinnar. Beri tilraunin góöan árangur veröur eigendum annarra samkomuhúsa bent á þessa úr- lausn. Einnig er h’klegt að búnaöurinn komi að gagni á háværum vinnustöðum. _AHO Ungkólfa- slótrun fœrist í vöxt Samkvæmt fréttum úr slátur- húsum á landinu virðist ungkálfa- slátrun vera mun meiri nú en tiðkast hefur undanfarin ár. Ýmsir sem til þekkja, spá þvi að með óbreyttu ástandi muni geta farið svo, að ekki verði unnt að fullnægja innanlandsþörf á ung- nautakjöti eftir um það bil tvö ár. A siðastliðnu ári var slátrað 13.973 ungkálfum i sláturhúsum landsins, eða 2.900 fleiri en árið áður. Af alikálfum, sem eru 3-12 mánaða gamlir, var slátrað 2.900 en árið 1974 voru þeir 2.380. Samtals var slátrað 6.593 gripum á aldrinum eins til tveggja og hálfs árs, en það var 865 gripum færra en árið 1974. Mjög svipað kjötmagn barst á markaðinn á þessum tveim árum eða tæplega 2.500 lestir af naut- gripakjöti hvort ár. —AHO

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.