Vísir - 23.06.1976, Qupperneq 6
(
Miðvikudagur 23. júni 1976 VISIR
Guðmundur Pét
Rússar senda
nýja Saljut-
geimstöð út
í geiminn
Ný sovésk geimstöð,
Saljut-5, er komin á
hringsól umhverfis
jörðina og þykir flest
benda til þess, að
rússar ætli sér að slá
metið, sem banda-
rikjamenn settu, þegar
þeir höfðu menn úti i
geimnum i 84 daga
samfleytt.
Tass-fréttastofan skýröi frá
þvi i gærkvöldi, aö mannlausri
geimstööinniheföiveriö skotiö á
loft i gærdag til visindalegra
rannsókna og sem hluta af keöju
geimstööva, sem koma á fyrir á
brautum umhverfis jöröu.
Ætla að slú metið
Ýmsar getgátur eru uppi um,
aö likt og þegar siöustu tveim
Saljut-geimstöövunum var
skotið á loft, verði geimfarar
sendir á eftir upp i þær, tveim
eöa þrem vikum seinna.
Ekki gat Tass um, hvaö oröiö
heföi af Saljut-4, sem siöast
fréttist til i mars, þegar geim-
stööin sveif undir sjálfvirkri
stjórn. — Tveir geimfarar gistu
I henni i fyrra. — Menn telja, aö
Saljut-4, sem var skotiö á loft
fyrir 18 mánuðum, sé senn búin
aö renna sitt skeiö á enda og
muni brenna upp I gufuhvolfi
jarðar.
Þeir, sem siðast gistu Saljut-
4 Pyotr Klimuk og Vitaly
Savastyanov—sneru aftur til
jaröar 26. júli I fyrrasumar og
höföuþá dvaliö 63 daga um borö
i geimstööinni.
Bandarikjamenn voru 84 daga
um borö i Skylab árið 1974.
Saljut-5 liggur á svipaöri
braut og fyrirennarar hennar, i
um 210 til 260 km fjarlægð frá
jörðu. Tass segir, aö öll tæki
stöðvarinnar vinni eins og til sé
ætlast.
Vísindi eða hernaður?
Þetta er fyrsta meiriháttar
geimskot rússa siðan Soyuz-20
var skotið mannlausu á loft,
meö tilraunadyr, skorkvikindi
og jaröargróöur innanborðs.
Soyuz-20 var tengt viö Saljut-4 i
nóvember siöasta vetur, en
sneri aftur til jaröar i febrúar.
Sovéskir fjölmiðlar segja, aö
geimstöðvarnar þjóni
visindunum og niöurstööur
rannsókna þeirra geti hugsan-
lega leitt til lausnar á efnahags-
vandamálum jaröarbúa. — Sér-
fræðinga Vesturlanda grunar,
að þrær þjóni einnig hernaðar-
legum tilgangi.
Þá tvo mánuði, sem Klimuk
og Sevastyanov voru um borö I
Saljut-4 (sem var 19 smálestir)
söfnuöu þeir sýnum og ljós-
myndum, sem þeir tóku af jörö-
unni.
Saljut-geimáætlun rússa
hefur leitt til merkilegra upp-
götvana, þótt sumir áfangar
hennar hafi farib úskeiöis. 1971
fórust þrir rússneskir geim-
farar eftir þriggja vikna dvöl i
Saljut-1. Smyuz-11 geimfar
þeirra missti þrýsting, þegar
þaö kom aftur inn i gufuhvolf
jaröar. Saljut-2geimstööin, sem
aö likindum var send upp vorið
1973, mun hafa splundrast í
geimnum. Ahöfn Saljut-14
heimsótti Saljut-3 i júli 1974, en
ekki tókstaö tengja Saljut-15 viö
Saljut-3 tveim mánuöum siöar,
og varö Saljut-15 að snúa aftur
til jaröar.
Ró fœríst yfir S-Afríku
Ró hefur nú færst yfir
hverfi blökkumanna i
útjöðrum Jóhannesar-
borgar, eftir blóðug átök
undanfarinna daga, þar
sem á annað þúsund
manna særðust og nær
tvö hundruð létu lif sitt.
Stjórnvöld hafa brugðist mjög
hart við uppþotum og lögregla og
herlið gengið hart fram við að
kveða þau niður.
A efri myndinni sjást blökku-
menn grýta lögreglu við Alex-
andra á þribja degi óeirðanna, en
myndin hér til vinstri var tekin á
öðrum stað við uppþot, þar sem
einn lögreglumaður lét lifið.
,, Hernaðarástand"'
í breska þinginu
Andstæöir flokkar i breska
þinginu hafa nú hætt „allsherjar-
striöi”, sem tafið hefur laga-
setningar stjórnar Verkamanna-
flokksins um tveggja vikna bil.
Fyrir þrem vikum lysti
Margret Thatcher, leiötogi
ihaldsmanna, þvi yfir, aö
stjórnarandstæðingar mundu
ekki sýna stjórnarsinnum sam-
vinnu i einu eöa neinu, eftir að
rikisstjórnin hafði rofiö á þeim
samkomulag um atkvæða-
greiðslu til þess að ná eins at-
kvæðis meirihluta i einni þeirri
mikilvægari.
i það sinn hafði verið um að
ræða frumvarp um þjóðnýtingu
flug- og skipasmiðaiðnaðar breta.
Eftir þá atkvæðagreiðslu kom til
handalögmála i neðri málstof-
Unni.
Þessar vikur, meðan þingmenn
ihaldsflokksins hafa lagt sig alla
fram við að reyna aö fella frum-
vörp stjórnarinnar, hefur Verka-
mannaflokkurinn ekki mátt af
neinum þingamanni sjá af þing-
fundum. Sjúkir þingmenn hafa
jafnvel verið sóttir i sjúkrabilum
til að greiða atkvæði. Sumir hafa
orðið aö slá utanlandsferöum á
frest. — Verkamannaflokkurinn á
þrem fulltrúum færra á þingi en
allir hinir til samans. Hins vegar
koma þeir sinum málum fram
með stuðningi nokkurra óháðra
þingmanna.
James Callaghan, forsætisráö-
herra, reyndi að koma á sáttum i
gær, þegar hann játaði i ræðu, að
stjórnarandstaðan hefði verið
borin ráöum við atkvæða-
greiðsluna um þjóðnýtingarfrum-
varpið. Lofaði hann, að þing-
heimur fengi annað tækifæri til aö
greiða atkvæði um málið. En ekki
fyrr en i næstu viku i fyrsta lagi.
Miðstjórn kommúnista
rœðir úrslitin á Ítalíu
Miðstjórn italska kommúnista-
flokksins kemur saman til fundar
i dag til aö fjalla um breytt við-
horf eftir niðurstööur kosning-
anna, þar sem flokkurinn vann
mikiö fylgi.
Enrico Berlinguer, fram-
kvæmdastjóri og leiðtogi flokks-
ins, sagði i gærkvöldi, að úrslitin
staðfestu nauðsyn þess, að
kommúnistar ættu hlut að póli-
tiskri handleiðslu þjóðarinnar. —
1 kosningunum bættu kommúnist-
ar við sig 49 þingsætum i fulltrúa-
deildinni, en 23 i öldungadeild-
inni.
Hann vildi hins vegar ekkert
segja um, hvort kommúnistar
mundu krefjast setu i næstu rikis-
stjórn, eða hvort þeir mundu fá-
anlegir til að styðja stjórn undir
forystu kristilegra demókrata.
,,Það verður allt undir þvi kom-
ið, hvað kristilegir demókratar
leggja til,” sagði hann.
Þrátt fyrir fylgisaukningu
kommúnista héldu kristilegir
demókratar velli sem stærsti
stjórnmálaflokkur landsins og
juku jafnframt við fylgi sitt frá
þvi i sveitarstjórnarkosningunum
i fyrra.
Sinatra œtlar að
reyna hjóna-
band í 4. sinn
Ein af málpfpum dægur-
lagajjoðsins, Frank Sinatra,
skýrði frá þvi i gær, að
söngvarinn ætlaði að ganga i
hjónaband með vinkonu sinni,
Barbara Marx, þann tíunda
október i haust.
Sinatra er sextugur orðinn
og þrigiftur (Nancy Barbato,
Ava Gardner og Mia Farrow),
en Barbara Marx, sem er 44
ára, var áður gift Zeppo Marx,
einum hinna frægu Marx-
bræðra.