Vísir - 23.06.1976, Síða 11

Vísir - 23.06.1976, Síða 11
VISIB Miövikudagur 23. júni 1976 Ódýrar plötur í Vörumarkaði Þessa dagana stendur yfir mikil plötusala inni i Vöru- markaði og er auglýst aö hér sé um allt að 70% afföll að ræða. Er hér verið að selja upp birgðir Hljóma hf. og á að seljast upp og verður ekki gefið út aftur. Hér er sem sagt kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að safna islenskum plötum að gera sæmileg kaup en breiðskifurnar eru seldar á 1.200 krónur og tvö- faldar plötur á 2.000 krónur. Auk þess er verið aö selja plötur sem Fálkinn hf, hefur gefið út og kennir þar margra grasa. T.d. er enn hægt að fá 12. milurnar hans Hauks Mortens á hundrað kall, báðar gömlu Trú- brotsplöturnar litlu á sama verði og svo mætti um tið telja. Eitthvað af Rió plötunum er lika þarna til sölu svo og ræður Ólafs Thors og þjóðsögur lesnar af Ævari Kvaran. Umsjón: Halldór Ingi Andrésson Gylfí tílbúinn ó plosli Geimsteinn hið nýja fyrirtæki Rúnars Júliussonar hefur ný- verið gefið út tvær breiöskifur „Rock N Roll öll min bestu ár” með BrimklÖ og „Hvað dreymdi sveininn? Draumur nr. 999” með Rúnari Júliussyni, en þe ssar plötur er fjallað nánar hér á síðunni. En næsta plata sem Geim- steinn mun gefa út er önnur breiðskifa Gylfa Ægissonar sem er að þessu sinni tileinkuð föður hans Ægi Jónssyni. Þessi breið- ski'fa Gylfa er þó ekki væntanleg á markaðinn fyrr en eftir einn tU tvo mánuði. Ástæðan fyrir þvi, er sú að Rúnar taldi að lik- lega væri markaður aö fyllast þessa dagana, enda mUtið gefiö útaf plötum meðislenska texta. Gylfi Ægisson hefur vitanlega sjálfur samið aUa texta á plöt- unni og öll lögin utan eitt, sem er instrumental lag eftir föður hans. Þeir sem aðstoða Gylfa á þessari plötu eru Rúnar Július- son, Magnús Kjartansson, Hrólfur Gunnarsson og Guð- mundur Steingrimsson leika á hljóðfærin en bakraddir syngja Rúnar, Magnús Kjartansson, Magnús Sigmundsson og Maria Baldursdóttir. Platan var tekin upp hér heima. Kraftinn vantaði Söngurog textor sterkasta hliðin Rióið þarf ekki að kynna. „Verst af öllu..” er sjöunda plata þeirra og er i gamla „Rió ritualinu”. Nafnið „Verst af öllu..” er nafnið á einu lagi plöt- unnar en ekki stimpill þó fullvist megi teija að hún sé ekki besta Rió platan. „Verst af öllu...” er einungis gamanplata, þó með kaldhæðni i sumum textum. A þessari plötu eru 12 lög, þar af þrjú eftir Evert Taube, eitt eftir Arlo Guthrie (Honolulu Baby) eitt eftir Kris Kristoffer- son og eitt eftir Shel Silverstein. Hér er þvi um kántri-sánd að , ræða eins á svo mörgum islenskum plötum um þessar mundir. Allt spil er einfalt og þægilegt. Söngur þeirra félaga og textarnir han Jónasar eru sterkast hliðin á plotunni. Söngurinn er jafnvel liflegri en * vanalega hjá þeim félögum og er það reglulega skemmtilegt. Fyrsta lagið er lika gott dans- lag,,,Ég vil elska”. „Verst af öliu...” er tileinkað öllum pipar- sveinum i Reykjavik, Taube lag, en þau falla lang best að Rió ritualinu. „Eina nótt” heitir „Help me make it through the night” á islensku. Helgi Péturs- son syngur þetta og nær Berta Jensen-tónum stundum. Annars er útgáfa þessi hvorki verri né betri en aðrar útgáfur af laginu, þannig að tilvist þess á plötunni er út I hött. „Siggi Jóns” lagið ballaður um strák sem stelpa yfirgefur og stráksi fremur misheppnað sjálfsmorð. Uppbygging i söng er mikið til sú sama og i laginu „Strákur að vestan”. Lag Agústs „Einn á báti” er nú varla það sem mátt hefði búast við af honum. „Allir eru að gera það” er sungiö af Jónasi Friðrik en hann hefur Taube-lag, hopp-Rió taktur, eitt af skemmtilegri lögunum og textinn mjög efnisgóður. „Bimbó” er áframhald á gamni vel og skemmtilega flutt, og svo kannast kannski einhver við lagiö lika. „Týndi maðurinn” er vonlaus reggae tilraun, meira aö segja reynt að syngja jafn bjagað og Bob Marley, þaö gerfi-goð. Já og textinn er alveg út i loftið, galtómur! „Stebbi og Lina” er þriðja Taube-lagið og gott lika, og textarnir við Taube-lögin er lika meira i Rió stilnum. Dæmisaga eins og hin tvö, og siðasta erindið alveg ágætt. Arlo Guthrie lagið kemur svo siðast með hnyttnum texta og heiti „Kvennaskóla- pia” og flutningur Riósins léttur og liflegur sem margir gætu lært af hér. Þessi plata Riósins er vel heppnuö ca. 75% sem þýðir að hér plata vel yfir meðallagi og eflaust eftir aö létta lund landans i sumar. Og er það ekki bara nokkuö afrek? plötur frá Gimsteini Fyrsta sólóhljómplata Rúnars Júliussonar tónlistar- mannsfrá Keflavik er komin út á vegum nýstofnaðs hljómplötu- fyrirtækis hans, Geimsteins. Platan ber heitiö „Hvað dreymdi sveinninn? Draumur nr. 999,” en undirtitill hennar er „Málmtréð i skóginum.” Á plötunni eru 13lög þar af tvö eftir Rúnar sjálfan. Textar eru allir á islensku, eftir Rúnar, Þorstein Eggertsson og Jónas Friðrik. Einnig er á plötunni „Ö Jesú bróðir besti” eftir Pál Jónsson en þá hljóðritun gerði afi Rúnars Stefán Bergmann, þegar Rúnar var 5 ára gamall. Hann tileinkar afa sinum plöt- una. Brimkló Geimsteinn sendir einnig frá sér þessa dagana ellefu laga hljómplötu með hljómsveitinni Brimkló. Er sú plata einskonar sýnishom af ferli hljómsveitar- innar, sem hætti störfum fyrir einu ári og tóku allir þeir menn — að Pétri Péturssyni pianó- leikara undanskildum — sem störfuðu i hljómsveitinni á starfstima hennar þátt i hljóð- ritunni. Hljómplata Brimklóar ber heitið „Rock ’n’ Roll — öll min bestu ár”. Lögin eru úr ýmsum áttum, flest eftir bandariska söngvara og lagasmiði en tvö eru eftir gitarleikara hljóm- sveitarinnar, Arnar Sigur- björnsson. Textar eru allir á Is- lensku flestir eftir keflvikinginn Þorstein Eggertsson en aðrir eftir „Stegg Högnason”. Platan er tileinkuð Ingvari Haukssyni, ökuþór. hér stilfært textann yfir á islensku og en útkoman er ekkertbetri enDr. Hooks. Lagið „Öli Jó” er nokkuð vel gert en hér er um að ræða lagið „Only You” sem Ringo Starr geröi frægt um árið. Textinn á eftir að skemmta mörgum þó Óli Jó sé nú kannski ekki eins mikið i sviðsljósinu nú og fyrir hálfu ári. „Ungfrúin dansar” er Plötuumslag og hluti Riós, Jón- as, llelgi og Agúst. Tvœr nýjar MEXICO MISSIR ÞÓRÐ, HVAÐ ÞÁ? Mexicó hefur nú misst gitar- leikara sinn Þórð Arnason, sem er á leiðinni til Bretlands að fara að taka upp aðra breiðskifu Stuðmanna. Liklegt þykir að Þórður snúi ekki til baka i Mexicó. Annars er allt nokkuð óvisst um framtið hljómsveitarinnr, en þeir voru að þvi komnir að fara út i plötugerð. Hugðust þeir nota boð um að leika i Banda- rikjunun. fyrir hönd Islands sem þeim bauðst, og taka upp breiöskifu þar. En boðið var tekið til baka og einhverri þjóð- legri þriggjamanna hljómsveit boðið. Rúnar og hljómsveit? Eftir að hafa lesið poppdálka blaðanna um helgina ákvað ég af forvitni að kanna hve mikið væri til i þvi að Rúnar Júliusson væri að stofna hljómsveit. Rún- ar sagði að þetta væri nú kannski meira hugmynd heldur en veruleiki en hann væri alla vega að kanna undirstðurnar fyrir góðri hljómsveit, en eins og er þó nokkuð um góða krafta á lausu, ekki sist frá Keflavik. En um þaðhvort úr þessu raun- verulega yröi væri ekki hægt að segja á þessu stigi málsins. Ef úr þessu yröi væri betri mögu- leiki á að koma efni plötunnar, sem Rúnar gaf út á eigin merki, á framfæri. HLJOÐRITI I STANO UM HELGINA Diabolus in Musica sem eru meðal þeirra sem fram koma á kreppuplötunni margumtöluðu munu vigja hin nýju tæki Hljóð- rita sem nú er unnið I fullum gangi við að setja upp. Liklega verður þvi lokið nú um næstu helgi. Annar sem byrjar um likt leyti mun vera Megas. BG & Ingibjörg hyggjast taka saman aftur i sumar og flytja landsmönnum tónlist sina og þá sér i lagi það efni sem er á plötu þeirra „Sólskinsdagar” sem kom út fyrr á þessu ári en sú plata hefur aö sögn forráða- manna selst i um 3000 eintaka það sem af er. „Mannakorn” hefur vist einnig gengið sæmi- lega. Paradísarplatan um miðjan júlí Paradisarbreiðskifan sem þeir félagar kynntu i Háskólabió á popphljóm leiku m Lista- hátiðarinnar, er ekki væntanleg fyrren eftir fyrstu vikuna i júli. Plata þessi inniheldur eintómt frumsamið efni, mest eftir Björgvin Gislason, gitarleikara, en lika eru á henni lög eftir Pétur Hjaltested, Asgeir Óskarsson, Nikuiás Róbertsson og Gunnar Hermannsson. I dag (miðvikudag) stendur til að velja nafn á plötuna en hulstrið er rétt að komast yfir frumvinnustigið. Hulstrið er að mestu hannað af Þorsteini Eggertssyni og Björgvini Páls- syn, ljósmyndara. A forhlið verður teikning eftir Þorstein en Björgvin hefur tekið litmynd til aö prýða bakhliö hulstursins. Paradis mun vera útgefandi plötunnar, en kostnaður er nú þegar kominn upp I eina og hálfa milljón og taldi Pétur Kristjánsson söngvari og for- svarsmaður þeirra að kostnaöurinn færi alia vega i tvær og hálfa milljón. í Dínamitið Fyrsti útikonsert sumarsins hér i Reykjavik var haldinn á Lækjartorgi á sunnudaginn var, er Dinamit lék þar I klukku- stund. Svo virðist sem þessum uppkomum hljómsveita sé vei tekið, sem er mjög ánægjulegt, en maður sagði mér að það hef ði allavega verið tvo þúsund manns staddir þarna upp úr þrjú á þessum bliðviðrisdegi. Dinamit sýndi það greinilega að samæfingu vantar i hljóm- sveitina og óöryggi virtist lika rikja á sviðinu. Þó held ég aö ríú sé i Dinamit valinn maður i hverju horni en einhvern veginn vantaði allan kraftinn og eini maðurinn sem sýndi eitthvað i spili var Ragnar Sigurðsson git arleikari, að öðrum ólöstuöum Annars ætti þetta að geta lagasl hjá þeim og þeir ættu að vera orðnir góðir um miðjan júli.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.