Vísir - 11.07.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 11.07.1976, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 11. júli 1976 vism William Walker fer aldrei í leikhús nema til þess að vinna. Sér til upplyftingar leikur hann golf ókeypis skólavist að striðinu loknu. Annars var það lengi að brjótast i mér að leggja fyrir mig söng, ég var orðinn 18 ára þegar mér varð ljóst aö ég hafði söngrödd. og það liðu fimm ár áður en aö ég geröi alvöru úr þvi aö læra söng. Svo söng maður alis staðar þar sem tækifæri bauöst, i verk- smiðjum, á samkomum, i leik- húsum og i söngleikjum, alls staðar þar sem mér var borgað fyrir. Svo vann ég, en það er nú svo að ég hef aldrei unnið neinstaöar nema i leikhúsum, en þar hef ég unniö flest störf sem i leikhúsum er að finna. En ég hafði sterka löngum til þess að verða óperusöngvari og vann markvisst að þvi. Fyrsta hlut- verk hjá Metropolitan söng ég 1962. — Eitthvaö eftirminnilegt hljótið þér að geta sagt eftir 14 ára starf við þá merku stofnun, t.d. eitthvað sem var hræðilegt þegar það gerðist, en sem fólk brosir að seinna þegar það hugsar til baka. — Það gæti ég gert, en ég held að það yrði eng- inn endir þar á. Þetta starf er mikil nákvæmnisvinna, allt þarf aö falla saman, ef einhver hik- ar, gleymir laglinu eöa texta þá eru það mistök sem hafa slæm áhrif á alla. Það er mikil spenna i kring um þetta starf, veröi mistök þá tekur maður þau nærri sér, Ég get sagt yður frá þvi að einu sinni söng ég á móti messa- sópransöngkonu, sem tvimæla- laust var sú besta i öllum heiminum, hún söng á undan mér og mér til mikillar undrun- ar þá mundi hún ekki textann svona getur hent, en i þetta sinn hafði þetta mikil áhrif á mig vegna þess að ég gerði ekki ráð fyrir þvi að þessari miklu söng- konu gætu orðið á mistök. — Hversu mörg óperuhlut- verk hafið þér sungið? — Liðlega 30. — Nú flutti óperan 1966? — Já, og það var stórkostlegt að fá aö taka þátt i þeim hátiða- höldum. Gamla húsið á horni Broad- way og 39. strætis var komiðaö hruni, og öll baktjaldaaðstaða ákaflega slæm. Annað stór- glæsilegt hús hafði verið reist og beiö okkar. Hljómburðurinn i gamla húsinu hafði verið með miklum ágætum, i nýja húsinu reyndist hann álika góður, en aðstaðan að tjaldabaki svo gjör- ólik og svo fullkomin að þar er ekki saman aö jafna. Kveðjuathöfnin i gamla hús- inu er og verður mér ógleyman- leg, þangað komu bestu söngv- arar viðs vegar að úr heiminum til þess að syngja. Aldraðir söngvarar sem verið höfðu stjörnur hússins á sinni tið komu lika. Þessi hátiðahöld, kveðjuathöfnin og opnunarat- höfnin geta ekki gleymst nein- um sem þar voru. Ég hef orð á þvi að rabb hans á tónleikunum hafi haft góð áhrif á áheyrendur. Það er sagt að Puccini hafi séö leikrit sýnt I London, það var leikið á ensku sem hann skildi naumast. Þetta leikrit var Madame Butterfly eftir David Belasca, en hann hafði unniö leikritið upp úr sögu eftir amerlskan höfund John Luther Long. Sagan gerist I Japan. Tryggð hinnar yfirgefnu geishu haföi þau áhrif á Puccini að hann samdi tónlist við textann. Til að byrja meö var henni tekiö fálega á ttaliu, en eftir aö verkiö haföi veriö stytt úr þrem þáttum I tvo, hófst sigurför þess. 1907 var Madame Butterfly frumflutt I Metropolitan að Puccini viöstöddum, þar meö hófust vinsældir þess þar, en aðeins þrjár óperur hafa verið sýndar oftar I Metropolitan en Madame Butter- fiy- Myndin er nýleg, tekin af sýningu á Madame Butterfly I Metropolitan óperunni, en einmitt I þess- ari óperu söng William Walker sitt fyrsta hlutverk þar, þaö var árið 1962. Síöasta framkaiiið. A sviðinu standa söngvarar og aðrir stjórnendur Metropoiitan óperunnar og syngja með gestunum „Auld Lang Syne”. t þessum hópi var WiIIiam Waiker. Metropoiitan óperan hélt fyrstu sýningu sina 22. október 1883. Þar hafa frá upphafi vcriö gerðar mjög háar kröfur til flutnings. Samt munu þar alla tið hafa veriö miklir fjárhagsörðugleikar. Lang oft- ast hafa frjáls framlög rétt hag hússins. Húsið stóð á horni Broad- way og 39.strætis, en þaö hefur nú veriö rifiö. — Hinir hefðbundnutónleikar virðast vera aðbreytast, ég held aö sjónvarpið eigi þar stóran hlut að máli. í sjónvarpi er yfir- leitt rabbað við þá sem flytja tónlist, annað hvort á undan eða á eftir, ég rak mig á þaö að fólk hálfpartinn ætlaðist til þess að maður segði eitthvað.eftir að ég fór að koma fram i sjónvarpi. — Hafið þér sungið jass? — Nei, ég hef aldrei verið hrifinn af jass, en ég söng á popphátið i fyrra, það þóttu mikil tiðindi, en mér þótti takast vel og ég hafði gaman af þessu. — Er ekki erfiðleikum bundið aðeiga heima i Texas og stunda vinnu i New York? — Við áttum heimili í New York um árabil, en við höfðum bæði hálfgerða heimþrá, svo að við fluttum þangað heimili okk- ar, rætur okkar beggja eru þar, og þar ganga börnin okkar i skóla. Auðvitað þarf ég oft að vera að heiman en þess hef ég alltaf þurft, maður hefur sungið hreint um allt. Núna kem ég frá Sviþjóð, héðan fer ég til Cleve- land, þar syng ég á annarri listahátfð, sem þar verður hald- in seinni hluta þessa mánaðar, næsta haust fer ég til Póllands og syng þar i óperum, veturinn þar á eftir geri ég ráð fyrir að syngja við óperuna i Stokkhólmi. — Hvernig aðsókn er að Metropolitan óþerunni? — Sætanýting mun vera 79%. — Hverniger fjárhagur óper- unnar? — Hann er mjög slæmur. Ég held að það láti nærri aö það hafi orðið 10 miiljón dollara halli á siðasta ári. — Haldið þér að afkoma hafi verið betri áður fyrr? — i hreinskilni sagt þá held ég ekki, eftir þvi sem maður hefur lesið þá hefur alltaf verið mikill halli á rekstri óperunnar, en þetta hefur alltaf blessast einhvern veginn og það gerir það sjálfsagt núna lika. — Hvernig? — Frjáls framlög hafa venju- lega greilt hallann. Það eru ótrúlega margir sem vilja rétta Metropolitan hjálparhönd. — Megum við eiga von á yður aftur hingað til þess að halda tónleika? — Það væri mér sönn ánægja að koma hingað aftur hvenær sem ég hef tima til þess. Og þar með kveð ég þennan hlýja mann og mikla söngvara og óska honum velfarnaðar. wMllfcrEBBtgsSI ' •-‘e- SKATA BIJOUX + Rekin af Hjálparsveit skáta Reykjavík SNORRABRAUT 58.SIM112045

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.