Vísir - 11.07.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 11.07.1976, Blaðsíða 11
vism Sunnudagur 11. júli 1976 11 »Ég mun myrða gamla Jack" --------1 Hvorki iæknar, lög- regla né prestar gátu fundið skýringu á „Bell norninni” sem hundruð manna heyrðu i, en enginn sá. Og hún stóð við heit sitt um að kvelja John Bell til bana. ‘í ifTr- ' W** . fj. vk* ij' • A6ur en yfir lauk höffiu lög- reglumenn, læknar, prestar og fjöldi rannsóknara af ýmsum geröum, reynt aö koma banda- riska bóndanum John Bell, til hjálpar. En enginn þeirra gat gert neitttil aö foröa honum frá norninni sem haföi svariö aö pina hann til dauöa. fjögur ár kvaldi „Beil nornin” svo- nefnt fórnardýr sitt og drap þaö aö lokum. Martrööin byrjaði þegar John Bell sat viö kvöldveröarboröiö ásamt konu sinni og niu börn- um. Þau heyrðu eitthvert und- arlegt þrusk fyrir utan húsib. Bell stóöupp ogfór út aö aögæta hver þar væri á ferðinni. En hann kom inn aftur án þess aö hafa séð nokkuö óvenjulegt. En þruskiö hélt áfram. Kona Bells varð óróleg og spuröi hvaö hann héldi aö þaö væri. „Mér er nokkuð sama”, svaraöi bónd- inn. „Efeinhvererfyrir utan og vill komastinn ogfál svanginn, er hann velkominn aö boröi minu. Ef hann vill vera fyrir utan, klórandi sér eins og hann sé lúsugur, þá hann um þaö”. Áfrom ncesto órið Næsta kvöld kom þruskiö aft- ur, en ekkert óvenjulegt var sjá- anlegt. Hins vegar var þruskið nú mun hærra en áöur, og auk þess heyrðist hljóö eins og ein- hver væri aö naga tré. Bell kom fyrir rottugildrum en þær hjálp- uöu ekki. Smám saman hætti fjölskyld- an aö „heyra” þruskiö þótt þaö heyrðist á hverju kvöldi. Þaö var oröiö hluti af daglegu lifi. Þegar þetta haföi staöiö í eitt ár, eða svo, sagöi Bell ánægöur viö konu sina aö þaö heföi verið rétt hjá þeim aö láta sem þau heyrðu ekki óróann. Nornin fer hamförum Þaö var eins og hinn ósýnilegi óvættur heföi heyrt orö hans og brjálast viö þau. ógurlegar dunur og dynkir heyröust og einnig hljóö sem gátu hvorki verið frá mönnum né dýrum. Fjölskyldan flúði i ofboöi af ótta viö ab veggirnir myndu gefa sig og húsiö hrynja. Þau stóöu svo álengdar og horföu á heimili sitt sem lék á reiði- skjálfi. Þá fyrst byrjaði John Bell aö gera sér grein fyrir þvi aö átt- hvert ósýnilegt ógnarafl heyrir nú sögunni til og er þekkt sem „Bell nornin”. John var búinn aö fá meira en nóg að vita um hana þegar hún loks gekk af honum dauöum áriö 1821. Reif teppið Jafnvel i afskekktu Tenness ee fylki, trúöu menn ekki lengur á persónulega drauga, þegar þetta geröist. Enginn treysti sér samt til aö neita tilveru Bell nomarinnar, þvi hún var á flandri um allan búgaröinn. Eina kalda nóvembernótt ræddu hjónin um þetta meöan þau bjuggust til sængur. Þau óttuöust um andlegt heilbrigöi sitt. „Eg læt hana ekki buga mig”, sagöi bóndinn. „En ég yröi þakklátur ef þú dræpir mig ekki úr kulda, meö þvi að draga af mér teppið. Augnablik lá kona hans sem lömuð. Svo lagði hún hönd sina á hann og sagöi skjálfandi röddu: „John, ég er ekki aö draga af þér teppið”. Bell kippti teppinu yfir sig, en þvi var rykkt af honum aftur. „Nú er nóg komiö”, hrópaöi hann og stökk fram úr rúminu. En hann sá ekki neitt. Þar sem hann stóö þarna skjálfandi af kulda I náttserk staum, heyröi hann hinsvegar kjamshljóö, eins og einhver smjattaöi af á- nægju. Siöan heyrðu þau hjónin korr, eins og væri veriö aö kyrkja einhvern. Fiskisagan flýgur Fréttir um reimleika á Bell búgaröinum fórunú aö berast út og fjöldi fólks kom til aö kynnast nonum af eigin raun. Meöal þeirra voru blaöamenn, prestar og menn sem voru I háum stöö- um. Og þeir uröu ekki fyrir von- brigöum. Nornin var langt frá þvl aö vera feimin og menn fengu aö sjá mörg vitni um aö hún var enginn hugarburður. Sumir báöu hana um aö gera eitthvað ákveöið lyfta stól eöa boröi, eöa færa til mynd. Og þaö var gert samstundis. Allir báöu „þetta” um aö tala, en þaö gekk ekki eins vel. Þaö var ekki fyrr en eftir langan túna aö þaö fór aö heyr- ast hvlslandi hljóö, eins og ein- hver væri aö reyna aö gera sig skiljanlegan mannlegum eyr- um. Smám saman var hægt aö greina oröaskil. Menn og konur sem nutu viröingar og trausts, staöfestu slöar aö þau heföu heyrt „veruna” segja: „Ég er andi. Einu sinni var ég ham- ingjusöm, en ég var trufluö og er nú mjög óhamingjusöm”. Þaö var konurödd. Ný jorðorför Vofan vildi ekki segja nánari deili á sér en að h ún héti, ,Kate’ ’ og hún byrjaöi fljótlega aö ganga undir nafninu Bell nom- in. Svo virtist sem synir Bells heföu veriö aö leika sér I skógi ekki langt frá. Þar höföu þeir grafiö upp kjálkabeinogileik sínum aöþvl haföi ein tönnin brotnað úr. Nomin vildi fá tönnina slna aft- ur. John Bell kallaði á prest og þeir fóru þangað sem drengirnir höföu veriö að leika sér. Þar söfnuöu þeir saman beinunum og grófu þau ásamt kjálkabein- inu, aö kristnum siö. En nornin geröi sig ekki ánægöa með þaö. Þegar verið var aö moka ofan i gröfina, heyröist há og reiöileg rödd sem virtist koma af himn- um ofan. „Ég vil fá tönnina mlna”. Fjölskyldan varö svo skelfd viö þetta að hún fór öll aö leita aö tönninni, en án árangurs. Nornin trylltist. Dag nokkurn lýsti hún yfir I viöurvist tveggja presta og margra þekktra manna: „Ég ætla ab sjá á eftir gamla Jack Bell i gröfina. Ég ætla að myröa hann, en ekki fyrr en hann hefur liöiö”. Skelfingu lostinn spuröi Bell: „Hvers vegna?” En nomin svaraöi ekki. Hotur nornorinnor Eftir þetta varö John Bell fyr- ir ýmsum áföllum. Tunga hans bólgnaöi svo að hann átti erfitt um mál og gat varla komiö niö- ur vatni. Þessu fylgdu miklar kvalir, en læknar gátu enga skýringu fundið, né lækningu. Þegar hér var komiö höföu hundruö manna heyrt til nom- arinnar, en enginn séö hana nema Betsy, dóttir Johns, sem var tólf ára gömul. Þaö var furöulegt aö jafn mikið og nornin virtist hata John, geröi hún fjölskyldu hans litiö mein og virtist jafnvel halda uppá Betsy. Betsy sagöi frá þvi einn dag- innað hún heföi séö grænklædda stúlku sem hún haföi aldrei séö áöur, róla sér á trjágrein á bú- garðinum. Fœrði þeim óvexti Einu sinni, I upphafi ofsókn- anna, voru börn i heimboöi hjá Betsy. Hún deildi út sælgæti en sagöi afsakandi aö þvi miöur ætti hún enga ávexti. Þau heyröu þá þegar rödd nornarinnar: „Bíöiö þiö augna- blik, þá kem ég meö dálltið sem kemur ykkur á óvart”. Augna- bliki slöar stóö karfa á gólfinu, full að appelsinum, banönum, grape og hnetum. Um leið heyröu þau röddina: „Þetta er frá Vestur-Indium, ég fór og sótti þetta sjálf”. Læröir menn voru kvaddir til aö rannsaka þetta furöulega fyrirbæri, og þeir komust aö þeirri niðurstöðu aö karfan heföi veriöofin I Vestur-Indíum. En hvað var eiginlega aö ger- ast með John Bell? Lögreglan viöurkenndi aö hún væri ger- samlega ráðalaus, þrátt fyrir !t- arlegar rannsóknir. Læknar og prestar vom jafn úrræöalausir. Nornin herðir sóknino Heilsu bóndans ofsótta hrak- aöi mjög. Tunga hans var svo bólgin aö hann átti I erfiöleikum með aö nærast og nornin hrjáöi hann nótt og dag. Þvi veiklaðri sem hann varö, þeim mun hat- ursfyllri varö nomin. Prestar satu yfír honum og reyndu aö hugga hann. Þeir margbáöu nornina um aö láta hann nú i friöi, en hryssingsleg kven- mannsrödd svaraöi þeim þvi aö John Bell yröi aö deyja og hún myndi sjá til þess aö svo færi. Lögreglan gerði enn eina ör- væntingafulla tilraun. Hún sendi mikiö liö á staöinn, meö hunda og þeir fóru yfir hvern ferþumlung lands I eigu Bells. Þeir leituöu gaumgæfilega á öll- um sem komu og fóru, I von um aö finna skýringu. En þaö eina sem þeir upp- skáru voru háösglósur nornar- innar, sem sagöi þeim aö John Bellmyndideyja,hvaðsem þeir rembdust. Og sóknin varö enn hatrammari. Einu sinni sat John Bell úti á veröndinni og talaöi viö gesti. Hann átti erfitt um mál vegna bólginnar tungunnar. Allt i einu rifu ósýnilegar hendur stigvélin af honum og hann var barinn mörg högg i andlitið. Bonalegon Loks missti John Bell alveg móöinn og hann baö nornina um að binda enda á lff sitt. Hvort sem þaö nú var vegna þess aö nornin þóttist vera búin aö gera nóg, eöa hvort þaö var vegna þess að hrjáöur llkami bóndans þoldi ekki meira, lagð- ist hann nú banaleguna. Þann 19. desember 1820 var hann orðinn meðvitundarlaus og ættingjar hans sendu eftir lækni. Enhann gat ekkert gert, ekki fundiö neina skýringu á meini bóndans. Eitt sinn þegar hann laut yfir hann til aö þreifa á slagæöinni, heyröi hann kalda rödd nomar- innar: „Þú getur ekkert gert fyrir Jack gamla. Ég náöi hon- um núna. Hann ris aldrei úr þessu rúmi aftur”. John Bell gaf upp öndina. Læknirinn, fjölskyldan og ná- grannar sátu yfir likinu og reyndu aö heyra ekki haturs- fulla rödd nornarinnar sem nú söng hástöfum. Ýmsir hafa reynt aö skýra hvaö þaö i rauninni var sem þarna gerðist. En enginn hefur getaö sett fram neina skýringu, sem þeir sem heyröu 1 norninni og sáu til geröa hennar, gátu sætt sig viö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.