Vísir - 20.07.1976, Blaðsíða 3
3
m
VISIR Þriöjudagur 20. júll 1976.
„Ábyrgðarhluti að veiða meira
en fiskifrceðingar vilja
„Við höfum ekki tekið
beina afstöðu til þess
f lokkslega hvort rétt væri
að leggja stórum hluta
flotans”, svaraði Bene-
dikt Gröndal formaður
Alþýðuf lokksins spurn-
ingu Vísis þar að lútandi.
„Við teljum að æskilegast
hefði verið að ná viðtæku sam-
komulagi milli fulltrúa frá hin-
um ýmsu landshlutum og sjó-
manna og útvegsmanna af mis-
múnandi skipagerðum miklu
fyrr á árinu. Nú minnka mögu-
leikarnir þegar liður á árið og
það verður erfiðara að segja til
hvaða ráðstafana verður óhjá-
kvæmilegt að gripa.
Viö teljum það mikinn á-
byrgðarhluta að veiða meira af
þorskinum en fiskifræðingar
telja óhætt.
Við hefðum talið æskilegt að
Alþingi hefði ekki farið heim án
þess að marka skýrari linur i
þessum efnum.
Þær ráðstafanir sem þegar
hafa verið gerðar eru ábyggi-
lega skynsamlegar svo langt
sem þær ná, en ég óttast að þær
einar eins og þær hafa verið
framkvæmdar muni ekki reyn-
ast nægilegar.
Það hefði verið æskilegt að viö
hefðum byrjað fyrr á árinu eins
og við héldum fram á Alþingi og
## — segir
formaður
Alþýðu-
flokksins
reynt að samhæfa margvislegar
ráðstafanir til þess að ná þess-
um markmiðum.”
—EKG
SAMSÆTI
TIL HEIÐURS
VESTUR
ÍSLENDINGUM
Vestur-islendingum
þeim er hér eru i heim-
sókn verður haldið sam-
sæti i Súlnasai Hótel
Sögu á föstudaginn, og
hefst borðhald kl. 12 á
hádegi.
Fólk er eindregið hvatt til að
koma þarna og hitta frændur okk-
ar úr Vesturheimi að máli, og
sérstaklega er búist við þeim sem
lögðu leið sina vestur um haf i
fyrrasumar. Veislustjóri verður
forseti borgarstjórnar Reykja-
vikur, ólafur B. Thors, en Birgir
Isl. Gunnarsson borgarstjóri mun
halda ræðu. Þá mun Stefán Agúst
Kristjánsson frá Akureyri flytja
frumort kvæöi, og Guðrún
Tómasdóttir óperusöngkona
syngja við undirleik Selmu Kal-
dal.
Aðgöngumiðar veröa seldir i
anddyri Súlnasalar á miðvikudag
og fimmtudag kl. 16 til 18.
—AH
\
Verslunarmannahelgin:
Útiskemmtaniró
Borg í Grímsnesi
og Arnarstapa
Verslunarmannahelgin ætlar
aö veröa meö allra liflegasta
móti fyrir þá sem ætla á úti-
skemmtanir úti á landi.
Auk þeirra sem þegar hefur
veriö sagt frá, veröa úti-
skemmtanir á Borg I Grims-
nesi og Arnarstapa á Snæfells-
nesi.
Þetta er i fyrsta skipti sem
útiskemmtun er haldin um
verslunarmannahelgina á Borg
i Grimsnesi. Skemmtunin verð-
ur föstudag, laugardag og
sunnudag. Þar er góð tjaldað-
staða, svo og snyrtiaðstaða, aö
sögn forráðamanna skemmtun-
arinnar. Hljómsveitirnar
Fresh, Galdrakarla og Paradis
leika fyrir dansi.
Otiskemmtun á Arnarstapa á
Snæfellsnesi hefur verið fastur
liður um verslunarmannahelgi
undanfarin ár. Hún verður
föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Hljómsveitirnar Celsius
og Birgis Gunnlaugssonar leika
öll kvöldin. —ÓH
V
Myndina tók Jens Alexandersson ljósmyndari VIsis á flugvellinum i Dusseldorf.
Ný flugleið
hjá Flugleiðum
Halldór E. Sigurðsson
samgönguráðherra opn-
aði með stuttri ræðu á
flugvellinum í Dusseldorf
í Þýskalandi nýja flug-
leið, sem Flugleiðir hafa
tekið upp-þangað.
Fyrsta ferð Flugleiða
var farin á laugardaginn.
Boeingþota lenti þar
klukkan 18.40 að islensk-
um tima Flugmálayfir-
völd og f leiri frá Dussel-
dorf tóku á móti islend-
ingunum sem fyrstir
flugu á þessari nýju rútu.
Heinz Trautwein ávarpaði is-
lendingana fyrir hönd þjóðverja
og afhenti Halldóri E. Sigurðs-
syni gjöf.
Af islendingum voru við-
staddir athöfnina. Gunnar Sig-
urðsson flugvallarstjóri i
Reykjavik, Brynjólfur Ingólfs-
son ráðuneytisstjóri i Sam-
gönguráðuneytinu, Halldór E.
Sigurðsson ráðherra Niels Sig-
urðsson sendiherra i Bonn og
eiginkonur þeirra. Auk þeirra
voru þar ýmsir starfsmenn
Flugleiða og islenskir frétta-
menn. —EKG
SKÁKA DÖNUM í
MÁLNINGAFRAMLEIÐSLU
Nýstofnuð málningaverk-
smiöja i Færeyjum, P/F Málning
scm keypt hefur framleiðslurétt-
indi af Málningu hf i Kópavogi
gengur mjög vel að sögn for-
svarsmanna fyrirtækisins. Er
færeysk-Islenska málningin mun
ódýrari i Færeyjum en dönsk
málning sem þangaö er flutt.
Meðal stærstu hluthafa i P/F
Málningu eru skipasmiðastöðvar.
Þær nota nú eingöngu islensk-
færeysku málninguna, en notuðu
áður málningu frá Danmörku.
P/F Málning i Færeyjum áætl-
ar að framleiða 150 þúsund litra
af oliumálningu i ár.
—EKG
Fœr tíu þúsundasti hver kani
sér íslenska ullarpeysu f ár?
Bandariskt stórfyrir-
tæki, Lord Jeff, gefur nú
tiu þúsundasta hverjum
bandarikjamanni kost á
þvi að kaupa sér ullar-
peysur frá fataverk-
smiðjunni Heklu á Akur-
eyri.
Fataverksmiðjan Hekla seldi
Lord Jeff nú i vor 24 þúsund ullar-
peysur. En bandarikjamenn eru
rúmlega 200 milljónir talsins.
Það var sýning Iðnaðardeildar i
New York i vor á ýmsum ullar-
vörum verksmiðjanna og Hug-
myndabankans sem leiddi meðal
annars til sölu á ullarpeysunum.
En fulltrúar Lord Jeff gengu frá
samningum um þetta magn á
Akureyri i april.
—EKG