Vísir - 20.07.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 20.07.1976, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 20. júli 1976. VISIR m RAUÐHETTA 76 FORSALA Á RAUÐHETTU-BOLUM HEFST Á MORGUN KL. 11.30 í SÖLUTJALDI í AUSTURSTRÆTINU VERÐ KR. 700,- TJOLD og aðrar ferðavörur i miklu úrvali SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 Olympíuleikarnir og umburðarlyndi -v Baldur Guðlaugsson skrifar y ; Eftir öllum sólar- merkjum að dæma má litlu muna að Olympíu- leikarnir í Montreal fari út um þúfur eða breytist í millilandakeppni, Keppendur all-nokkurra ríkja hafa þegar axlað sín skinn og fleiri kunna að fylgja á eftir. Á svo sannarlega ekki af Kanadamönnum að ganga í sambandi við leikana. Olympíuhugsjón- in er í hættu. Afrikurikin sem hætt hafa við þátttöku i leikunum hafa ekki dregið neina dul á ástæðurnar. Þau gerðu þá kröfu að Nýja Sjá- landi yrði meinuð þátttaka i Olympiuleikunum, en hótuðu ella að hverfa sjálf af leikunum. Olympiunefndin neitaði að verða við kröfum þeirra og þvi fór sem fór. Hvers vegna lögð- ust Afrikurikin gegn þvi að Nýja Sjáland tæki þátt i leikunum? Jú, Ný-Sjálendingar gerðust i fyrra sekir um þá ósvinnu að þreyta iþróttakeppni við Suður- Afriku, en það riki er sem kunn- ugt er á svörtum lista i flestum alþjóðasamskiptum. Nú átti að refsa Ný-Sjálendingum fyrir að keppa viö svo vonda menn. Einu sinni imynduðu hug- sjónamenn sér, að slikri iþrótta- hátið sem Olympiuleikunum mætti halda utan og ofan við stjórnmáladeilur og rikjaerjur. Þjóðir heims myndu sliðra sverðin sem snöggvast og sam- einast i drengilegri keppni hinna vöskustu afreksmanna. Hvatamenn Ólympiuleikanna hefur jafnan dreymt um að þeir gætu aukið á gagn- kvæman skilning manna og þjóða i milli. En þessi skrýtna tik, þessi pólitik, lætur ekki að sér hæða. Og satt best að segja eru atburðirnir i Montreal ekk- ert einsdæmi nú um stundir, þeir endurspegla þvi miður þann skort á umburðarlyndi og sáttfýsi sem nú verður i vaxandi mæli vart i öllum samskiptum þjóða — og einstaklinga. ,,Ég fyrirlitskoðanir þinar, en ég er reiðubúinn til að láta lifið i baráttunni fyrir rétti þinum til að aðhyllast þær”, er haft eftir Voltaire. Þetta hljómar svo sem nógu vel á pappir og eflaust þykjast margir geta skrifað undir og staðið við orð af þessu tagi. En þvi miður eru þau sjaldnast annað og meira en orðin tóm. Sá sem tekur þátt i stjórnmálastarfi hér uppi á Is- landi verður þess fljótt áskynja hversu margir eiga erfitt með að skilja hvað þá heldur sætta sig við, að menn geti haft aðrar skoðanir á hlutunum heldur en þeir. Slikir menn eru jafnan grunaðir um óheilindi og varla kemur nokkurt mál svo á dag- skrá að umburðarl. viki ekki úr fleti fyrir pólit. mati á manninum og tortryggni á að nokkuð annað en löngun til póli- tiskrar misnotkunar — ráði orð- um hans og gerðum. Skorts á pólitisku umburðarlyndi gætir ekki einungis i samskiptum pólitiskra andstæðinga. Hans gætir ekki siður, og kannski ennþá meira innan hvers flokks um sig, enda er hið pólitiska ná- vigi jafnan verst. Það er innan flokkanna sjálfra sem rétttrún- aðarstefnan ris hvað hæst og þar er sá jafnan grunaður um græsku sem i einhverju véfengir óskeikuileik forystunnar eða vill fara aðrar leiðir en fjöldinn. Svo ekki sé nú minnzt á ósköpin ef slikur undanvillingur telur sig sjá einhverja glætu i málatil- búnaði pólitiskra andstæðinga þess flokks sem hann tilheyrir. Fyrir nokkrum árum var þvi haldið mjög á lofti að timabil hug'myndafræðinnar væri liðið undir lok. Stjórnmálabarátta hefði færst inn á þröngar brautir tæknilegs blæbrigðamunar á framtið neyslu- og velferðar- þjóðfélagsins. Nú er breyting á orðin. Hugmyndafræðin og ágreiningur um grundvallar- markmið og leiðir eru á ný komin i forgrunn stjórnmála- baráttunnar. Þessu fylgja jafn- framt hatrammari flokkadrætt- ir, og aukin hætta á pólitiskri einsýni og þröngsýni. Atburðirnir i Montreal minna um sumt á atburðarásina innan Æskulýðssambands Islands fyrir nokkrum árum. Róttækir vinstri menn komust þar þá i meirihluta, vinstri menn af þeirri kynslóð, sem ekki skilur að forsenda alls samstarfs póli- tiskra andstæðinga er að grundvallarágreiningsefnin séu lögð til hliðar en höndum tekið saman um það sem menn geta sameinast um. Róttæklingarnir i Æskulýðssambandinu knúðu fram stefnumörkun i utanrikis- og varnarmálum, sem gekk þvert á grundvallarstefnu stórs hluta islenskrar æsku og ákváðu að gera úrsögn fslands úr At- lantshafsbandalaginu og brott- för varnarliðsins að höfuð- baráttumálum sambandsins. Þessir ungu ákafamenn horfðu alveg fram hjá þvi, að æsku- lýðshreyfingar stjórnmála- flokkanna höfðu ekki myndað samband sin á milli til að vinna gegn meginstefnu neins eins þeirra. Þeir uppskáru þvi eins og sáð var tií, þvi Æskulýðs- sambandið klofnaði i höndum þeirra. Svipaðrar þróunar verð- ur nú vart i ýmsum alþjóðasam- tökum. Riki og rikjahópar sem ná meirihlutaaðstöðu misnota hana til að þrengja kost ýmissa annarra aðildarrikja. Dæmi um þetta eru t.d. aðförin að tsrael og Suður-Afriku i fyrra bæði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og innan Menningar- og visinda- stofnunar þeirra samtaka. Vissul. geta riki unnið stundar- sigur með þess lags valdbeit- ingu. En aldrei verður það nema stundarsigur. Forsenda skilnings og skap- andi samvinnu rikja á milli er auðvitað að umburðarlyndi sé til staðar innan lands i rikjunum sjálfum.Og til þess að það megi verða þurfa einstaklingarnir sjálfir að aðhyllast og ástunda raunverulegt umburðarlyndi i samskiptum sinum hver við annan, minnugir þess, að lifið væri litils virði ef allir væru steyptir i sama mót.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.