Vísir - 20.07.1976, Side 10

Vísir - 20.07.1976, Side 10
10 VÍSIR Þriöjudagur 20. júli 1976. vism Umsjón: 'Guömundur Pétursson J Útgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Hagnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, ólafur Hauksson, Óli Tynes, Ftafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á rnánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Lausn til frambúðar Frambúðarlausn fjarskiptamála okkar ís- lendinga við umheiminn var talsvert til umræðu i vor, er rikisstjórnin þurfti að taka afstöðu til þess, hvort hún samþykkti lagningu viðbótar sæstrengs hingað til lands eða byggingu jarðstöðvar til þess að annast millilandafjarskipti um gervihnetti. Erfiðlega gekk að fá ráðamenn simamála til þess að viðurkenna, að lagning sæstrengsins væri óskyn- samleg. úrskurður lögfróðra sérfræðinga var í þessu sambandiþungur á metunum, en þeir komust að þeirri niðurstöðu, að ekki væri fært að rifta samningi rikisins við Mikla norræna ritsimafélagið um sinn, en hann veitir félaginu einkarétt á sviði fjarskipta til og frá islandi fram til ársins 1985. Nú hafa um Í00 jarðstöðvar verið reistar, eða eru i byggingu víðs vegar um heim, og fjölgar þeim si- fellt. í grein i Visi i gær var frá þvi skýrt að ákveðið hefði verið að reisa eina slika i Kongó, Afrikuriki sem almennt er talið eitt þróunarlandanna. í þvi sambandi var varpað fram þeirri spurningu, hvaða þjóðir væru vanþróaðar, og getum leitt að þvi að við islendingar værum i raun vanþróaðri en íbúar Kongó, að þvi er fjarskipti varðaði. Ein spurningin er líka sú, hvort þjóð geti talist fullkomlega sjálfstæð, ef hún ræður ekki sjálf yfir fullkominni fjarskiptatækni og er háð erlendum einokunarhring varðandi fjarskiptaþjónustu. Er þess skemmst að minnast að Mikla norræna rit- simafélagið rauf fjarskiptasambandið milli tslands og nágrannalandanna sama dag og forystumenn þjóðarinnar unnu að samningsgerð varðandi lifs- hagsmunamál okkar i höfuðborg Noregs. Þjóðin beið frétta af málinu og ráðherrar hér heima höfðu beðið um að haft yrði við þá stöðugt samband um gang mála. Þennan dag klipptu útlendir eigendur sæstrengsins hann fyrirvaralaust i sundur til þess að hægara yrði að vinna að viðgerð á honum. Stopular fréttir af gangi mála i Osló bárust svo um neyðarkerfi varnarliðsins hingað til lands. Þeir sem eitthvað þekkja til fjarskipta eru ekki í vafa um, að rekstur jarðstöðvar hér á landi, yrði mjög hagkvæmur og auk þess yrði hægt að veita viðskiptavinum mjög mikla og góða þjónustu um- fram það, sem hægt er með fjarskiptastreng neðan- sjávar. Þannig skapast meðal annars ótæmandi möguleikar á notkun ýmissa upplýsingabanka er- lendis fyrir tölvur og sendingar sjónvarpsefnis víðs vegar að úr heiminum þar á meðal beinar út- sendingar frá merkisviðburðum á erlendri grund. Gott dæmi um þetta eru ólympiuleikarnir i Mon- treal i Kanada, sem sjónvarpað er frá um viða ver- öld þessa dagana. Nefnd sú, sem samgönguráðuneytið hefur skipað og nú hefur tekið upp viðræður við Mikla norræna ritsimafélagið, þarf að vinna markvisst að þvi að losa þjóðina við þá fjötra sem þvi fylgir að vera háð erlendum einokunarhring varðandi fjarskiptamál okkar. Samningnum við ritsimafélagið þarf að segja upp sem fyrst og koma þannig i veg fyrir, að við þurfum að búa við ófullnægjandi fjarskiptaþjónustu við út- lönd i tæpan áratug i viðbót, eða til ársins 1985, er samningstimanum á að ljúka. Franco er dauðuren draugur hans lifir Spánarkonungur fékk aö vera kóngur i nokkra daga um dag- inn, þegar aö hann leysti Arias Navarro frá embætti forsætis- ráöherra. Flestir bjuggust viö aö kóngurinn skipaöi annan hvorn af helstu umbótasinn- unum úr rikisstjórn sinni i em- bættiö. Álitiö er, aö hann hafi helst viljaö skipa Areilza utan- rikisráöherra I embættiö en ekki fengiö vegna andstööu f þjóöar- ráöinu. Þannig lét konungur undan siga fyrir ráöinu, sem skipaö var af Franco. Hann fékk aö visu nokkru um þokaö og skipaöi vin sinn og nánast jafn- aldra, Adolfo Suarez/iembættiö. Suarez var fremur litiö þekkt- ur og kom val hans mjög á óvart. Hann erekki talinn mikill fylgismaöur hraöra umbóta, en er hins vegar mjög nútimalegur i hugsun og mun eflaust hrista uppi hinu staönaöa stjórnkerfi Spánar. Litill timi til stefnu. Athyglisvert er, aö ekki ein- ungis ihaldsmenn óttast ólgu i landinu, heldur vilja flestir frjálslyndir og hægfara vinstri menn miklu fórna til þess aö til upplausnar komi ekki. Portúgal er rétt handan landamæranna og dæmin tala þar hvernig stjórnmálaólga getur rifiö niöur efnahag lands. Spánskur efna- hagur er ekki aöeins viökvæmur heldur byggist hann aö umtals- veröu leyti á tekjum af feröa- mönnum en þær mundu dragast mjög saman og trúlega varan- lega ef til óeiröa dragi i landinu. Engu aö slöur eru menn orön- ir langþreyttir á ófrelsinu og þykir stjórnin vera æöi svifasein I umbótum. Þvi hefur veriö haldiö fram stjórninni til varn- ar, aö ýmsar af umbótatilraun- um hennar hafi kafnaö i skrif- stofuveldi rikisins en ekki i meöförum hennar sjálfrar. Flestir ráöherra Suarez eru ungir aö árum og litlir hug- sjónamenn i stjórnmálum, held- ur likari dugandi en ihaldssöm- um embættismönnum. Þessari rikisstjórn tekst ef til vill aö hrista uppi embættis- mannakerfinu og aö starfa fyrir utan filabeinsturn spánskra stjórnmála. Þannig gæti hún komiö ýmsu til leiöar án telj- andi árekstra viö varöhunda Francos, sem dóu ekki meö for- ingjanum. Ef Suarez þarf aö taka of mik- iö tillit til falangista og hægja enn á umbótum má búast viö aö uppúr sjóöi, einkanlega vegna slæms og versnandi ástands i e&iahagslifinu og mikils at- vinnuleysis, sem eykur mjög á óánægju manna. Mörg eru vitin. Atvinnuleysi á Spáni er um 8% og fer vaxandi. Þrátt fyrir atvinnuleysi og samdrátt á flestum sviöum heldur verö- bólgan áfram aö vaxa og er nú um þaö bil 20%. Erlendar skuld- ir hrannast upp og verkfóll ger- astæ tiöari. Erfitt ástandíefna- hagsmálum kallar á óvinsælar ráöstafanir, sem auka enn á óá- nægju almennings, ýta undir verkföll og grafa undan trú manna á stjórnvöldum. Arzeila, sem taliö var aö Juan Carlos heföi helst kosiö sér sem forsætisráöherra, telur aö eina ráö stjórnarinnar sé aö gera samning viö stjórnarandstöö- una.Samningurinnmyndi felast i þvi, aö stjómarandstaöan samþykkti og styddi frystingu kaupgjalds og legöi blessun sina yfir ýmis önnur efnahagsúrræöi en fengi i staöinn viötækar stjórnmálalegar umbætur. Stjórnarandstaöan myndi sennilega samþykkja þetta, en hörö andstaöa viö hraöar um- bætur á stjórnmálasviöinu myndi koma frá falangistum. Valdaklikur falangista eru flestar skipaöar af Franco og hafa litiö breystfrá dauöa hans. Ef Franco heföi skipaö ein- ræöisherra úr flokki falangista sem eftirmann sinn heföi á- standiö veriö mun erfiöara viö- fangs. Juan Carlos hefur mun meiri möguleika á aö koma á umbótum á Spáni meö friösam- legum hætti en nokkur borgara- legur éinræöisherra. Hann hef- ur enn sem komiö er skirrst viö aö gera nokkuö i blóra viö ein- dreginn vilja þjóöarráösins en valdastaöa hans hefur styrkst Franco borinn til grafar I aug- sýn konungs. Juan Carlos er tal- inn viija sjá á eftir stefnu Francos sömu Ieið, en hún reynist lifseig meðal lærisveina einræðisherrans. nokkuö viö forsætisráöherra- skiptin. Þvi er óliklegt aö falangista- flokkurinn sem slikur mundi rlsa gegn stefnu stjórnarinnar heldur reyna forystumenn hans aö hafa áhrif bak viö tjöldin. Ef til úrslita drægi getur kon- ungur reitt sig á stuöning þjóö- arinnar, og þaö vita sennilega andstæöingar umbóta. Ef á hinn bóginn stjórninni tekst ekki aö halda sæmilegum friöiinnanlandsmun staöa þess- ara manna styrkjast á ný og þeir munureyna aö leita banda- lags viö herinn. Samvinna allra um- bótaafla. Þvi er brýn nauösyn öllum umbótamönnum á Spáni aö taka höndum saman og komast aö samkomulagi um hvernig koma á umbótum þar á sem friösam- legastan og snuröulausastan máta. Flestir vilja lýöræöi á Spáni og má geta þess, aö kommúnist- ar þar eru mun frjálslyndari en flokksbræöur þeirra I Portúgal. Þaö væri þvi sorglegt ef um- bætur færu allar út um þúfur vegna ágreinings um timasetn- ingu þeirra. Stjórnmálaflokkar hafa veriö léyföir á Spáni, en ýmsar höml- ur eru þó enn á starfsemi þeirra og kommúnistaflokkurinn verö- ur sennilega ekki leyföur strax. Spánn komi inn úr kuldanum. Þó aö milljónir feröamanna 'hafi flykkst til Spánar á ári hverju um langt skeiö er Spánn mjög einangraö land. Landiö hefur raunar einangrast stööugt meir frá umheiminum á undan- förnum árum. Landiö hefur nú óformlega sótt um aöild aö Efnahags- bandalagi Evrópu. Aöur en Spánn fær aöild aö þeim sam- tökum.sem teljamámjög brýnt fyrir framtlöar efnahag lands- manna, veröa spánverjar aö koma á lýöræöi i landisinu. Þaö eru óskrifuö lög hjá Efnahags- bandalaginu, aö veita ekki öör- um en lýöræöisrikjum aöild aö bandalaginu. Viss teikn eru á lofti um aö ýmis riki Vesturlanda hyggist aöstoöa spánverja efnahagslega en munu i leiöinni reyna aö fá umbótum i landinu hraöaö. Viöræöur viö bandalagiö hafa komist á nýjan skriö aö undan- förnu, og bendir þaö til þess aö hin nýja stjóm Spánar hafi gefiö stjórnmálamönnum 1 Evrópu fyrirheit um hraöari þróun til lýöræöis en almennt hefur veriö búist viö. Hin nýja rikisstjórn Spánar ásamt Juan Carlos, spánarkóngi. Tekst þessum mönnum að innleiða lýðræði og freisi á Spáni eða fer allt í bál og brand?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.